Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 5
þýðing þessara súlna og hvaða hlutverki gegndu þær? Fornleifafræðingurinn frá Heidelberg er varkár í ályktunum um flest það sem fundist hefur: „Við getum ekki fundið neitt hliðstætt í þeim heimildum og fornminjum sem okkur eru kunnar." Hann grunar að ef til vill hafi farið fram hryllilegar athafnir í hálfrökkrinu undir hofs- þakinu, fyrir framan veggskotið, þar sem stytta goðsins stóð. Hauptmann hóf starf sem könnuður líklegra minjastaða við Efrat á sjö- unda áratugnum, í þann mund sem forstöðu- maður fornminjasafnsins í Ankara fór þess á leit við áhugamenn um allan heim, að hafnar skyldu björgunaraðgerðir til þess að forða því að virkjanaframkvæmdir á þessum svæðum færðu mikinn hluta þessa fornminjaríka svæð- is í kaf með stórkostlegum uppistöðulónum. I suðausturhluta Tyrklands var komið upp lóni, eða öllu heldur 500 km löngu hafi, sem kaffærði þorp og bæi og einnig svæði, þar sem vitað var af merkum fornminjum í jörð, fortíðarauði sem myndi glatast að fullu og öllu. Þegar höfðu verið gerðar stíflur til þess að safna aðrennsluvatni í Efrat og Tígris, þar á meðal Atatúrk-stíflan, sú stærsta allra, 169 metra há. Hann hóf síðan rannsóknir á tijálausum svæðum þar sem líkindi töldust til að manna- byggð hefði staðið — og horfið með eyðingu skóga og þornun landsins. Þetta var einkum á bökkum fljóta. í Nevali Cori urðu Kantara- áin og smávatnsföll leiðarvísir Hauptmanns. Auk þessa höfðu kúrdískir bændur bent á súlur, sem sköguðu upp úr auðninni sem varð Hauptmann leiðbeining. Þegar Haupt- mann kom fyrst til Nevali Qori fann hann þegar í stað að undir fótum hans væri að finna leifar úr frumsögu mannkynsins. Hann tók þegar að grafa þar sem mest bar á súlna- brotum. Hauptmann: „Það var vart hægt að trúa sínum eigin augum, en eftir nokkurra daga gröft komum við niður á leifar og ummerki frá yngsta hluta Nýsteinaldar. Við efuðumst lengi vel, jafnvel eftir fyrstu skóflustungurnar sem steyttu á hlöðnum steinveggjum einhverrar byggingar. Bráðlega kom þó í ljós að landn- ámsmenn í Nevali Cori höfðu valið þennan stað af gjörhygli. Hann var 490 metra yfir sjávarmáli og 70 metrum ofar en Efrat-fljótið. Nevali Qori var því þannig stað- sett, að engin hætta stafaði af flóðum í fljótinu, en þau flóð eru annáluð í sögum. Fyrstu tvö ár fornleifagraftar- ins á þessum slóðum skiptu að- stoðarmenn Hauptmanns, við háskólann í Karlsruhe, svæðinu, sem ætlað var að kemba, i ferhyrninga. Á vestuijaðri svæðisins völdu þeir mjög veðrað- an 150 sm háan stein sem markstein, út frá honum var síðan mælt fyrir ferhyrningunum. Steinninn vísaði leiðina að hofinu. Steinninn var efsti hluti súlu sem stóð upp úr hofsgólf- inu, en það kom í ljós, þegar grafið var nið- ur með honum. Hluti gátunnar tók að leysast í lok tveggja ára vinnu og þá tók ákveðin mynd að grein- ast. Hægt og bítandi höfðu fornleifafræðing- ar grafið sig áfram frá austri til vesturs á hjalianum. Þeir höfðu grafið upp byggingu eftir byggingu. Við Kantara-ána höfðu þeir gert sér uppistöðulón með leiðslum og síðan síað vatnið og það sem því fylgdi, að hætti gullgrafara. Hér var ekki aðeins leitað viða- meiri leifa, heldur var jarðvegurinn kembd- ur, hver smáögn gat haft sína þýðingu: Tinnusteinar, jurtaleifar, smásteinar og perl- ur, beinaleifar og brot úr beinum. Hauptmann skrifaði í vinnudagbók sína þegar komið var niður á rústir hofsins: „Fyrsti hluti byggingar, sem virðist gífurlega stór, grunnurinn er frábrugðinn að stærð öllum grunnum, sem við höfum fundið í Nevali Cori og Cayönú." Cayönú er byggð frá yngri-steinöld, sem bandaríski fornleifafræðingurinn Robert Bra- idwood fann og gróf upp og sem stendur við þverá sem fellur í Tigris nokkru fyrir norðan Diyarbakir. Þessi fundur var talinn sá elsti sem fundist hafði um grunna og byggingar ásamt neðsta laginu undir Jerikó-borg. Braidwood fann í Cayönú hvelfingu fyllta hauskúpum, en hvorki þar né annas staðar hefur fundist það sem ætla mætti, það allra helgasta í hofinu. A þeirri hlið hofsins sem er næst dainum liggja tröppur frá slípuðu steingólfinu, og þvert á þær er veggskotið. í því er stytta goðsins múruð í gólfið. Meðan á uppgreftrinum stóð lét Hauptmann ekkert uppi um hoffundinn og það var ekki fyr en í maímánuði 1991 að hann opinberaði fund sinn fornleifafræðingum í Canakkale hjá Izm- ir, sem höfðu komið þar saman á 13. fund tyrkneskra fornleifafræðinga. Prófessor Olivier Aurenche í Lyon er for- stöðumaður þeirrar deildar safnsins þar sem er höfuðstöð fornleifarannsókna í Litlu-Asíu. Þar eru stundaðar rannsóknir og tímamæl- ingar á minjum og leifum, sem finnast. Aur- enche taldi þennan fund í Nevali Cori vera sögulegan stórviðburð í sögu fornleifarann- sókna. „Það sem hér hefur litið dagsins ljós, er algjörlega sérstætt og nýtt í allri sögunni.“ Bandaríkjamaðurinn Robert Braidswood telur að Nevali Cori sé „grunnur eða upphaf menningarinnar, héðan af kemur mér ekkert meir á óvart í fornleifarannsóknum". Það sem er aðaláhugamál Hauptmanns varðandi Nevali Cori er hveijir bjuggu í Nev- ali Cori og hvers vegna. Hann hefur látið rannsaka vatnið úr Kantara-ánni. Vatnið er auðugt af steinefnum, mineralvatn, og því mjög hollt til neyslu. Hann minnist frásagna Gamla testamentisins um Paradís. „Ef vil vill á lýsing Biblíunnar við þann stað sem var hér í fyrndinni," segir Hauptmann, „hér ■ ■■ ■ ■■ : ' MYIMDLISTIN er jafngömul menningunni. Þessar höggmyndir, mannshöfuð og stíl- færður fugl, fundust í Nevali Cori. í Nevali Qoriy af- skekktum og eybilegum stab í subausturhluta Tyrklands, hafafund- ist leifarfrá pví löngu fyrir tíma skrábrar sögu; leifarfrá því löngufyrir tíma há- menningar Mesópót- am íu og Indusdalsinsy 5000 árum eldri en upphafsögufaraó- anna í Egyptalandi. var kannski sá staður þar sem manneskjan umgekkst náttúru og umhverfi án þess að raska jafnvægi milli manns og náttúru“. Þá, þegar Nevali Cori var byggð, var efri hluti Efrat-dalsins kjörinn til samlífs náttúru og manna. Hér uxu villtar tegundir alls kon- ar korntegunda, sem síðar voru teknar til ræktunar. Þessar villtu tegundir vaxa ennþá sums staðar á þessum slóðum og hægt er að mala þær til mjöls eða mannafæðu. Skóg- arnir voru vaxnir fjölbreytilegum tijátegund- um, hjarðir villts sauðfjár, dádýra, villisvína og gasella ráfuðu um. í einni byggingu í Nevali Cori fannst hauskúpa af manni. Haus- kúpan lá undir gólfinu í gryfju eða gröf. Michael Scultz, líffærafræðingur frá Götting- en, hefur rannsakað kúpuna. Hann komst að raun um að þykkt höfuðkúpunnar væri mun meiri en gerðist og benti til mjög mikill- ar neyslu á A-vítamínríkri fæðu, svo sem villidýralifrar, sem hafi verið steikt á steinum. Italskur fornminjafræðingur sem kom til Nevali Cori telur sig geta staðhæft að Nev- ali Cori hafi verið höfuðhof fijósemisdýrkun- ar. Henni virtist sem handleggirnir á háu súlunum bentu til þess að hendurnar um miðja súluna minntu á stellingu ófrískrar konu og ættu að vetja ófætt barn. Hauptmann álítur að sú þjóð, sem byggði Nevali Cori hafi stundað leiki og spilað meira en síðari tíma þjóðir. Menn hans fundu stein- bakka með holum, sem bentu til þess að skák hafi verið stunduð. Menn gátu auðveld- lega teflt að kvöldi til, því að fundist hafa steinkolur, með leifum dýrafitu. En enginn veit með vissu hvaða athafnir hafa farið fram í hálfrökkri hofsins. Haupt- mann fann engin merki um hauskúpur eða bein í þvi „allra helgasta", veggskotinu þar sem stytta goðsins stendur. Honum finnst að mannfórnir og blóðugar fórnarathafnir falli ekki að þeirri mynd sem hann gerir sér af mannlífi þessarar friðsömu og listrænu þjóðar sem þarna bjó. Robert Braidwood telur einnig að mann- fórnir hafi ekki farið fram í Nevali Cori. Hann hafði látið fara fram nákvæma rann- sókn á því hvort blóðleifar fyndust á hnífum úr hrafntinnu frá Cayönú. Með efnafræðileg- um rannsóknum komu í ljós kristallar á hníf- unum sem vottuðu að um „hemoglobin" eða blóðrauða væri að ræða. „Þessi aðferð er svo nákvæm að það er gjörlegt að gera mun á blóði úr kú, geit eða manni og blóðleifarnar frá Cayönú voru úr mönnum.“ Braidwood telur sig vita að blóðleifar hljóti að loða eftir á hrafntinnuhnífunum frá Nev- ali Cori. „Það kemur í hlut Þjóðveija með allri sinni nákvæmni að komast að því.“ Einn aðstoðarmanna Hauptmanns, Klaus Schmidt, vinnur að því að hreinsa hníf úr hrafntinnu, hann leysir samsafnaða kalk- myndun árþúsundanna með því að setja hnífinn í saltsýrubað. Síðan hellir hann úr ílátinu í annað ílát, sem er fyllt fersku vatni. Hann seilist eftir hnífnum með berum höndunum og heldur hnífnum upp að ljósinu. Schmidt er ánægður. „Þessi aðferð er alfullkomin, meira að segja glans- inn á hnífnum sindrar.“ Schmidt er 37 ára og er sérfræðingur í steináhöldum eldri fortíðarinnar. Schmidt tímasetur fundina í Nevali Cori aftar í tíma en Hauptmann og samstarfsmenn hans í Lyon, vegna ýmissa ummerkja sem hann telur marka skálar og verkfæri sem hann hefur farið höndum um og telur jafnvel frá elstu tímum yngri steinaldar. Næsta rannsóknarlota mun skýra betur tímasetninguna. Öll líkindi benda til þess að hofið í Nevali Cori sé ekki eina hofið á þess- um slóðum og að vel geti verið að eldri hof finnist, sem jafnvel liggi undir því hofi sem rannsakað hefur verið. Þegar sést votta fyrir eldri veggjum, undir- stöðuveggjum. Þar er að finna skil milli átta þúsund ára veggjar, fyrir Krist og eldri undir- stöðu, sem byggingameistarar hafa notað sem styrktarvegg, e.t.v. gegn landskjálftum. í næsta nágrenni er unnið að byggingu risastífla, sem munu færa Nevali Cori í kaf innan tíðar. Það er ekki langt í það að vatns- yfirborðið innan væntanlegar stíflu nái fullri hæð í um 470 metrum yfir sjávarmáli. Um- fjallanir hafa átt sér stað miili Hauptmanns og stjórnarstofnunar í New York, sem fjár- magnar björgun menningarverðmæta við slíkar aðstæður sem hér eru. Björgunarað- gerðir eins og þær, þegar risastyttunum við Abu Simbel í Egyptalandi var bjargað, þar sem risakranar og öflugustu flutningatæki voru notuð til að koma styttunum fyrir á öruggum stað, myndu segja lítið hér, vegg- hleðslurnar hofinu í Nevali Cori myndu hrynja og slíkar björgunaraðgerðir eru fullkomlega vonlausar. Hauptmann kýs heldur að þekja minjarnar með sandi, og jarðvegsefni. Eftir tvær eða þijár kynslóðir verður svo komið að þessi risamannvirki, stíflurnar, munu láta undan rýrnun steypunnar og þá hverfur þetta bákn framfara og nútímasnilldar. „Þá munu nýjar kynslóðir fornleifafræðinga aftur hefj- ast handa í Nevali Cori.“ Þannig lýkur Haupt- mann máli sínu. Það er tæpt ár síðan fagmenn í fornminja- rannsóknum fengu skýrslur um þennan ein- staka fund, sem lengir sögu heimsmenningar- innar um 4.000 ár. (Úr Spiegel, stytt) SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON SIGFÚS DAÐA- SON Úr myrkum skógi stirndi foldgnátt fjailið fagurt og heiðblátt í óravíddum himins Leiðin var lukt af fórnardauða Dido djöflum úr helju úlfi Ijóni og tígri Hverf af leið - fylg mér fölur andi Virgils kvað og endurómar endurlausn í orðum orðum „bak við minnið“ undan Svörtuloftum söngvum Sírenanna Sólin gyllir hafið og Beatrice bíður á bökkunum við Tiber Höfundur er rithöfundur. ÓLÖF STEFANÍA EYJÓLFSDÓTTIR MAR- DRUNGI Járngrá þústin sveif upp að húsinu þokaðist upp rúðurnar fálmaði inn um gluggana. Myrkvuð maran bar huliðshjúp ógnar svo byrgði alla sýn eins og köngurló sem hremmir bráð. Veggirnir mjökuðust nær svo mér fannst ég í lausu lofti aðþrengd af myrkviði. Ég var að kafna fönguð í möskva martraðar. Frá vöggunni kom umkomulaus grátur sem ég magnþrota megnaði ekki að sinna. Mardrungi fjölkynngi huldi allt sjónum eirði engu. Óminnishjúpur umlukti mig og barnið mér soitnaði fyrir augum okkur yrði ei undankomu auðið Ég fjaraði magnvana út í tómið. Þokunni létti um síðir ég lít smábarn að leik saman sjáum við himinblámann. Höfundurinn er húsmóöir í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.