Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 8
NORRÆNN MODERNISMI 1918-1946 EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Um nokkrar myndir ó sýningu í Moderng Musset í Stokkhólmi síðastlióió sumar. Nútímalistasafnið í Stokkhólmi - Moderna Museet - er gott lista- safn og stendur nú á þeim tímamótum að alveg á næstunni mun safnið flytja inn í nýja safnbyggingu á Skeppsholmen. Síðastliðið sumar hafði safnið verið fært til bráðabirgða í fyrrver- andi umferðarmiðstöð sporvagna og þar var uppi áhugaverð sýning á málverkum úr eigu safnsins. Öll voru þau eftir norræna málara frá fyrriparti aldarinnar, en myndirnar flestar frá tímabilinu 1918-1940. Nokkrar voru þó eldri og fáeinar yngri. Að sjálf- sögðu vakti það sérstaklega athygli mína, að þar á meðal var málverk eftir Gunnlaug Blöndal, en annað var þar ekki eftir íslendinga. Þetta var mynd af torfbæ og að öllu leyti í þeim stíl sem Gunnlaug- ur hafði áunnið sér og hélt sig við. Þessi torfbæjarmynd Gunnlaugs virtist afar vinsæl; jafnan stóð stærri hópur áhorfenda hjá henni en öðrum myndum á sýningunni og fólk dáðist augsýnilega að henni. Því miður voru myndatökur ekki leyfðar; ekki einu sinni án blossa, sem var út í hött, því þama skein sólin óhindrað inn og sumstaðar var skær sólarbirta á hálfu verki, en helmingur þess í skugga. Sýningin leiddi að öðru leyti í ljós, að í fyrsta lagi hefur norrænn módemísmi á fyrrihluta aldarinnar verið töluvert sér á parti og í annan stað er augljóst, að þetta er heiminum að mestu leyti ókunn list. Listasagan eins og hún birtist í óteljandi bókum og tímaritagreinum, gengur í raun- inni út á það að útiloka og sniðganga allt sem varð til fyrir utan smá skika af heimin- um. Á bak við það býr listpólitík nokkurra gamalla menningarþjóða, en líka takmarka- laus hroki. Skikarnir sem kastljósi listasög- unnar er beint að eru Bandaríkin og löndin í Vestur-Evrópu. í þessum fína klúbbi eru Fransmenn í forsæti en Þjóðveijar á fremsta bekk ásamt ítölum og Bretum. Höllending- ar eru þar líka, bæði í krafti sögunnar og svo þess að þeim hefur alltaf tekizt að vera stórveldi í myndlist. Spánveijar teljast gild- ir limir í þssum fína klúbbi og þjóðir eins og Belgar, Austurríkismenn og Svisslend- ingar fá fyrir náð að vera með. Aðrar þjóðir eru í stórum dráttum úti í kuldanum og hvað menn eru að bauka við þar í listum er nokkuð sem þeir í fína klúbbnum hafa engan áhuga á, enda hefur það verið svo í alltof ríkum mæli, að utan úr kuldanum er mænt innum gluggana á fína klúbbnum og reynt að stæla það sem þar fer fram. í heilu heimsálfunum er ekki hægt að sjá að neitt gerist í myndlist, þegar lista- tímaritunum er flett. Þar á meðal er Suður- Ameríka, Mið-Ameríka og Mexíkó, Kanada, Afríka eins og hún leggur sig, Asíulönd öli, nema hvað vera kynni að Japan kæm- ist stöku sinnum á blað. Og að sjálfsögðu ennþá fjarlægari lönd frá nafla heimsins eins og Ástralía og Nýja-Sjáland. Rússland er nefnt á nafn í listsögubókum og tímaritagreinumn vegna framúrstefnu- tilrauna á fyrstu árum aldarinnar, en síðan yfirleitt ekki meir. Og um Norðurlöndin öll ríkir þar stórbrotin þögn. Ekki verður þó hjá því komizt að minnast á, að Edvard Munch hefur verið til, en það er líka venju- lega allt og sumt. Samanlögð eiga Norðurlönd geysilega sterkan myndiistararf, bæði frá síðustu öld og raunar frá þessari öld einnig. Sá arfur er mestan part vel varðveitt leyndarmál; heimurinn þekkir hvorki Kjarval og Sche- ving né heldur ýmsa af frábærum lista- mönnum Norðurlanda á þessu tímabili. Því miður hafa Norðurlöndin sárasjaldan borið gæfu til þess að koma fram út á við sem ein heild. En þegar það hefur gerst, til dæmis með sýningunni Norðurljós, sem fór um Bandaríkin, þá hefur framlagið úr norðrinu þótt sérstætt og merkilegt. Danir tala um „gullöld" í danskri málarlist á síð- sutu öld. Talsvert af þeirri gullaldarlist hefur verið kynnt hér í Morgunblaðinu og vakið aðdáun. En sú gullöld hefur ekki það ég veit komizt í listsögubækur. Það gerðu aftur á móti þeir Danir sem stóðu í skamman tíma að Cobra-hreyfing- unni. Raunar gengur Dönum bezt í þessum alþjóðlega darraðardansi á síðum listatíma- ritanna. Danskur málari, Per Kirkeby, var svo heppinn að vera starfandi í Þýzkalandi þegar „nýja málverkið" eða „nýi expressjón- isminn" spratt þar upp um 1980 og hefur síðan verið talinn mestur frægðarmaður á Norðurlöndum í myndlist. Þessi pistill átti ekki fyrst og fremst að snúast um það hvað Norðurlandaþjóðirnar hafa orðið hryggilega útundan í almennri myndlistarumfjöllun á Vesturlöndum, held- ur hitt, að þar leynist víða úrvals list þegar kíkt er í staflana í geymslum listasafnanna. Auðvitað er athyglisverð norræn list ekki öll í geymslum safna; hún er sem betur fer út um allt, á heimilum og í stofnunum. Norrænir listamenn á fyrstu áratugum aldarinnar hafa verið á fullu sem þátttakend- ur í þeirri byltingu sem varð í myndlist upp- úr aldamótum og er venjulega nefnd módem- ismi. Það þótti eðlilegt skref í menntun og á þroskaferli myndlistarmanna að þeir dveldu um eitthvert árabil í París. Þessvegna er ofur eðlilegt að áhrif franska skólans verða yfírgnæfandi. Það voru þó til merkileg- ir módernistar á Norðurlöndum sem fóru eigin leiðir eins og sýningin í Nútímalista- safninu í Stokkhólmi bar með sér. Enda þótt algerlega óhlutbundin mynd- list, sem Kandinsky byijaði á snemma á HILDING Linnquist: Stokkhólmur, sumarnótt, 1924. JAN Háfström: Skógurinn, 1967. öldinni, væri þá til sem framúrstefna, var „abstraktið“ ekki orðið að þeirri bylgju sem varð um og eftir miðja öldina. Á þriðja og fjórða áratugnum eru viðfangsefnin oftast fígúratíf; menn eru að túlka hinn þekkjan- lega veruleika, bæði umhverfið og mannlíf- ið. Það sjáum við á myndunum sem hér fylgja með frá sýningunni í Moderna Mus- set. Ein þeirra, „Tatlin heima hjá sér“ eftir Raoul Houssman er greinilega innlegg í súrrealismann, sem blómstraði þá á fremur stuttu árabili. Önnur, „Draumspil Strind- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.