Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 20
Myndasafn L.R. OFVITINN í leikgerö Kjartans Ragnarssonar eftir bók Þórbergs á sviöinu í Iðnó. Frá vinstri: Jón Júlíusson, Emil Guðmundsson, Margrét Ólafsdóttir og Jón Hjartarson. [7 1897 Leikfélag Reykjavikur 1%% ára ~ ll.janúar 1991 til ungan lögfræðing, ar á Iögum og stjórn- arháttum; stofnað leikhúsráð og ráðinn leikhússtjóri og fastur leikhópur. Það var ungur mað- ur, Sveinn Einarsson, sem þá var vaiinn tii að veita okkur list- ræna forustu og við hans hlið starfaði Guðmundur Pálsson sem framkvæmda- stjóri. Geir Hall- grímsson Iagði okkur Baldvin Tryggvason, sem sérstakan fulltrúa borgarstjórans í leik- húsráðinu og sinnti Baldvin því starfi í 30 ár. Nú fór boltinn að rúlla hraðar og hraðar. Skemmtanaskatturinn var aflagður og um það munaði verulega. Styrkur borgarinnar jókst með hverju ári. Fólk streymdi í Iðnó og það var gaman að lifa", segir Steindór. Blómaskeið leikritunar Frá 1960 og framundir 1980 voru flutt í Iðnó ný íslenzk leikrit sem vöktu mikla athygli og fengu góða aðsókn. Þetta var tímabil Jökuls Jakobssonar, Halldórs Laxness, Jónasar Árnasonar, Birgis Sigurðssonar, Kjartans Ragnarssonar og fleiri leikskálda. Um þetta frjóa tímabil sagði Steindór: „Lengi var nú fátt um fína drætti í nýjum verkum, en frá Agnari Þórðarsyni fengum við Kjarnorku og kvenhylli, sem gekk vel. Delerium Búbónis þeirra Múlabræðra malaði okkur gull í nokkur ár. Og Jökull Jakobsson á sitt fyrsta verk, Pókók, 1961, Hart í bak, 1962, Sjóleiðina til Bagdad, 1965. Næst kom á fjalirnar frá Jökli Sumarið 37 árið 1968, og Dóminó 1971. Jökull var reyndar ekki hættur þar með; í verðlaunasamkeppni vegna 75 ára afmælis Leikfélagsins átti hann leikritið Kertalog. Það má segja að mörg leikrit Jökuls hafi fæðst og þroskast í Iðnó og þeir Sveinn unnu vel saman. Halldór Laxness lætur okkur hafa Dúfnaveisluna 1966 og Kristnihald undirJökli kemur svo upp 1969, en Atómstöðin 1971. Þá kemur röðin að Jónasi Árnasyni: Koppa- logn leikið 1967 og Þið munið hann Jörund 1970. Auk þeirra sem hér hafa verið talin, komust á fjalirnar í Iðnó mörg önnur íslenzk verk, þó ekki væru þau öll nýskrifuð, svo sem um er getið í Níu árum í neðra", bók Sveins Einarsonar um árin sín í Iðnó. Þetta voru sannarlega ár hinna íslenzku höfunda. Á 75 ára afmælinu fór fram samkepni um íslenzk leikrit eins og áður er nefnt og þar fékk 1. verðlaun leikrit eftir Birgi Sigurðs- son, sem sýnt var á næsta leikári og heitir Pétur og Rúna. Einnig fékk áðurnefnt leikrit Jökuls verðlaun og einþáttungur eftir Hrafn Gunnlaugsson, sem síðar var sýndur í sjón- varpi". ÁttaárVigdisar— „Þegar Sveinn fór frá okkur og gerðist Þjóðieikhússtjóri, réðum við unga og dug- mikla konu, Vigdísi Finnbogadóttur, í hans stað. Undir hennar stjórn var áfram hlúð að nýsköpun í leikritun. Nú varð Birgir Sigurðs- son hirðskáld okkar með hvert verkið öðru betra. Böðvar Guðmundsson, Nína Björk og Svava Jakobsdóttir komu við sögu og enn áttu þeir Jökuil og Jónas Árnason verk á TANGÓ eftir Slavomir Mrozek var flutt 1967. Hér eru hjónin Guðmundur Pálsson og Sigrfður Hagalín f hlutverkum sfnum. ALLIR synir mínir eftir Arthur Miller flutt 1959. Frá vinstri: Jón Sigurbjörnsson, Helga Vaitýsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson og Guðmundur Pálsson. Brynjólfur hlaut Silfur- lampann 1959 fyrir þetta hlutverk. A X iX*Mé. '"V, *'^" ^ r" JÉfÍH \ \ - ^S&K 'lWth **" Myndasafn L.R. ÚR LÍFI ánamaðkanna eftir Per Olov Enquist var sýnt 1982-83. Hér eru Guðrún Ásmundsdóttirog Þorsteinn Gunnarsson íhlutverkum sínum. HEDDA Gabler eftir Ibsen fékk góðar undirtektir árið 1968. Helga Bachmann og Helgi Skúla- sviðinu í Iðnó; einnig Jónas Jónasson með Glerhúsið, gott verk um vanda alkóhólistans. En síðast en ekki sízt geistist fram Kjartan Ragnarsson. Það er varla að maður hafi tölu á öllum hans verkum, sem voru hvert öðru ólíkt, en „mikið teater" eins og Haraldur Björnsson hefði sagt. Eftir átta ára farsæla stjórnartíð var Vig- dís kosin forseti ísiands og í hennar stað ráðn- 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.