Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 21
L.R./Borgarskjalasafn SÖNGLEIKURINN Jesus Christ Superstar eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice var fluttur undir heitinu Jesús guð dýrlingur. Hér er mynd úr uppfærslunni. L.R./Borgarskjalasafn L.R./Borgarskjalasafn son í hlutverkum Heddu og Ejlert Lövborg. Helga hlaut Silfurlamp- ann 1968 fyrir hlutverkið. ir tveir fílefldir karlmenn, Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson. Um tíma var Stef- án einn og Þorsteinn, sem bæði er leikari og arkitekt, hóf að teikna nýja leikhúsið ásamt kollegum sínum. Iðnó var að springa utan af okkur og Grandi lánaði okkur „Skemmuna", vestast í Vesturbænum - og þar var sett upp frægt verk Einars Kárasonar og Kjartans, Djöflaeyjan. Einnig var flutt þar Síldin er Myndasofn L.R. SKUGGA-SVEINN Matthíasar Jochumssonar hefur orðio „þjóðarleikrit" íslendinga og hefur alltaf reynst vinsælt. Hér eru Gísli Halldórsson sem Grasa-Gudda, Margrét Olafs- dóttir sem Gvendur smali og Valdimar Helgasón sem Jón sterki í uppfærslu L.R 1972.. L.R./Borgarskjalosafn. SIGRÍÐUR Hagalín hlaut Silfurlampann árið 1971 fyrir leik sinn í Hitabylgju eftir Ted Willis. komin eftir systurnar Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Stefán gerðist svo Þjóðleikhús- stjóri, en við tók Hallmar Sigurðsson og sam- an fluttum við í nýtt Borgarleikhús 1989. Næsti leikhússtjóri varð svo Sigurður Hróars- son og nú situr aftur kona í leikhússtjórastóln- um, Þórhildur Þorleifsdóttir." „Þrcngslin þjöppuóu . okkur saman" Steindór hætti í stjórn Leikfélagsins 1979 eftir aldarfjórðung; þar af var hann formaður í 15 ár. Honum fannst tími til kominn, enda margt ungt og efnilegt fólk tilbúið í slaginn. Sá slagur heldur nú áfram í nýja Borgarleik- húsinu við Listabraut. „Hver og einn er að skapa sína eigin sögu, en saman erum við að skapa sögu Leikfélags Reykjavíkur", segir Steindór. Þá er er vert að minnast á það á þessum tímamótum, að sagnfræðingarnir Þórunn Valdemarsdóttir og Eggert Þór Bernharðsson eru að skrifa 100 ára sögu Leikfélags Reykjavíkur og mun hún koma út næsta haust. Það verður mikið rit og ríkulega myndskreytt. Að lokum er Stein- dór Hjörleifsson spurður að því hvort hann sakni áranna í Iðnó. „Já, á vissan hátt, þvi þar var maður næst- um nótt sem dag í 42 ár. Leikhópurinn var oftast sterkur og samvirkur. Þrengslin þjöpp- uðu okkur saman og við urðum að sýna hvert öðru nærgætni og tillitssemi. Og svo var það draumurinn um nýtt leikhús og stóra hluti í framtíðinni sem efldi baráttuþrekið og sam- heldnina. Iðnó hafði verið heimkynni Leikfé- lags Reykjavíkur frá upphafi og það hús verð- ur ætíð í mínum huga stoltarstaður íslenzkrar leiklistar - þessarar listgreinar sem svo marg- ur hefur unnað í líf og blóð, og slitið sér út á þeirri hlekkjagaleiðu sem leiksviðið er, þar sem jafnvel minnsti hlekkurinn er jafn mikil- vægur og sá stærsti. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11 JANÚAR.1997 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.