Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 27
RIÐ 1950 verða snögg og afdrifarík umskipti í ís- Alensku leiklistarlífi. Þá um vorið er Þjóðleikhúsið vígt með miklum hátíðarbrag og þangað fara, eins og eðlilegt er, langflestir reyndustu leikarar Leikfé- lags Reykajavíkur. Þor- steinn hafði nokkrum árum fyrr komið að undirbúningi Þjóðleikhússstofn- unar sem formaður nefndar, sem ætlað var að leggja drög að rekstri þess. Var sú nefnd skipuð af Brynjólfi Bjarnasyni og fór Þorsteinn á vegum hennar í ferð til Norðurlanda seinni hluta árs 1946 til að safna gögnum um rekst- ur þarlendra ríkisleikhúsa. Þó að flestum væri ljóst, hvað Eysteinn Jónsson menntamálaráð- herra ætlaðist fyrir með þjóðleikhússtjórastöð- una, eftir að hann skipaði vin sinn og flokksbróð- ur, Guðlaug Rósinkranz, formann þjóðleikhús- ráðs haustið 1948, var Þorsteinn meðal umsækj- enda. Þó að hann tæki þátt í tveimur af þrem- ur vígslusýningum leikhússins - léki Björn hreppstjóra í Fjalla-Eyvindi og Arnas Ameus í Islandsklukkunni - og kæmi reyndar aftur fram rúmu ári síðar á sviði leikhússins, eins og síðar verður vikið að, mun hann eftir þetta ekki hafa hugsað til fastráðningar við það, enda sestur í tryggan sess hjá Ríkisútvarpinu. Margir hinna eldri leikara, sem nú voru orðn- ir ríkisstarfsmenn, töldu sjálfsagt að leggja niður Leikfélag Reykjavíkur, enda hefði leik- húsið nýja tekið við því hlutverki þess að halda uppi metnaðarmikilli leiklist. Um þetta urðu nokkrar umræður innan félagsins árið 1949 og var Þorsteinn þá kjörinn formaður eins konar bráðabirgðastjórnar, sem ætlað var að gera tillögur um framtíð þess. A engan er hallað þó að fullyrt sé, að þegar á fyrsta leikári hins endurreista Leikfélags hafi Þorsteinn birst sem aðalkjölfesta þess í leikarahópi. Veturinn 1950-1951 er hann þannig í burðarhlutverki í þremur fyrstu sýn- ingunum, bandaríska gamanleiknum Elsku Rut eftir Norman Krasna, Marmara og norska leik- ritinu Onnu Pétursdóttur eftir Hans Wiers- Jensen. Síðan má nánast segja, að hver leiksig- urinn reki annan fram yfir miðjan áratuginn, þegar málin taka óvænta stefnu og leiðir skil- ur með honum og félaginu, að kalla má fyrir fullt og allt. Þessi sóknartími í starfsævi Þor- steins er, að því er ég best fæ séð, einsdæmi í sögu íslenskra leikara og því vel þess virði að skoða, hvernig leikferill hans þessi ár end- urspeglast í umsögnum leikdómara. Tekið skal fram, að hvergi nærri er vitnað til allra, sem skrifuðu um sýningarnar, heldur aðeins valið úr því, sem eitthvað sýnist vera á að græða. Islensk leiklistargagnrýni hefur alla tíð verið harla misjöfn að gæðum og margt verið skrif- að undir merkjum hennar, sem lítil ástæða er til að halda á lofti. Tveir dómarar og einn hefðarklerkur - Wilk- ins dómari í Elsku Rut, Róbert Belford í Marm- ara og séra Absalon Beyer í Önnu Pétursdótt- ur - bættust í persónusafn Þorsteins veturinn 1950-1951. Merkast þessara hlutverka var tvímælalaust Róbert Belford. Marmari er áköf prédikun gegn þeirri óhóflegu refsigleði, sem höfundur taldi ríkja í réttarfari margra vest- rænna ríkja og hann andæfði raunar í fleiri verkum sínum, eins og Oss morðingjum og skáldsögunni um Ragnar Finnsson. Aðalper- sóna leiksins, Róbert Belford dómari, rís gegn því hefðbundna gildismati, sem staða hans sjálfs byggist á, og mótmælir þeirri tvöfeldni, sem honum þykir einkenna viðhorf samfélags- ins til glæpamanna. Hugrekki sitt og sannleiks- ást geldur hann dýru verði og endar að lokum á geðveikrahæli, þar sem hann sviptir sig lífi. I hlutverki Belfords vann Þorsteinn frægan sigur. Gagnrýnandi Þjóðviljans, Ásgeir Hjart- arson, dáist að því, hversu vel honum tekst að blása lífsanda í tilsvör persónunnar; hann beri „höfuð og herðar yfir umhverfi sitt, höfð- inglegur maður og gáfulegur, en mannúð og mildi lýsa af svip hans og ásjónu; mál sitt flyt- ur hann af innileik og þrótti og þó með því sérstæða látleysi sem Þorsteini er lagið. Agn- ari Bogasyni, ritsjóra Mánudagsblaðsins, finnst sem Gunnar Hansen leikstjóri hafi leyst hæfi- leika Þorsteins úr læðingi, bæði í þessari sýn- ingu og Eisku Rut; hvergi beri „nú á þunga þeim sem áður þótti gæta í leik Þorsteins, en meðferð hans er öll létt, ákveðin og hreyfingar virðulegar án þess þær séu þvingaðar. Radd- brigði eru ágæt og öryggi hans í framkomu munu áreiðanlega styrkja meðleikendur hans.“ Það er vert að staldra aðeins við þetta síð- asttalda atriði í umsögn Agnars, hið góða jafn- vægi á milli Þorsteins og annarra leikenda. Hveijum sem les Marmara má vera ljóst, að hlutverk Belfords gefur snjöllum stórleikara mörg tækifæri til að „stela senunni" og varpa skugga á mótleikara sína. í slíka freisni fellur Þorsteinn sem sagt ekki, að mati leikdómar- ans, og reyndar hef ég í samtímaheimildum aðeins einu sinni séð ýjað að einhveiju slíku og þá nánast í hálfkæringi. Allir samstarfs- menn Þorsteins, sem ég hef náð að spyija um þetta atriði, hafa lokið upp um það einum munni, hversu gjöfull hann hafi verið við þá sem stóðu á sviðinu með honum, einkum ef þeir bjuggu ekki yfir sömu reynslu og hann. Steindór Hjörleifsson, sem á þessum árum var að skipa sér í röð efnilegustu leikara L.R., hafði sérstakt orð á því við mig, hversu fús Höfundur er leikhúsgagnrýnandi.Ritgerðin um Þorstein Ö. Stephensen birtist í heild í tímaritinu Andvara 1995. Þorsteinn hefði verið að miðla af þekkingu sinni, ekki síst á öllu sem laut að íslensku máli. Það hafí oft verið setið að spjalli að sýn- ingum loknum, þegar stórleikarinn var ekki tilbúinn til að fara strax heim til sín eftir átak- amikið kvöld, en þurfti að „ná sér niður“, eins og títt er þegar þannig stendur á hjá leikurum; á slíkum stundum hafi sá yngri þegið ýmsa nytsama lærdóma af hinum eldri. Um miðjan mars 1951 frumsýndi L.R. Önnu' Pétursdóttur, mikið drama, skrifað snemma á öldinni, og frá sjónarhóli íslenskrar leikritunar- sögu merkast fyrir þær sakir, að það er talið hafa veitt Jóhanni Siguijónssyni innblástur, þegar hann var að skrifa Galdra-Loft. Lengst verður verksins þó sjálfsagt minnst fyrir kvik- myndina Dagur reiðinnar, sem Daninn Carl Dreyer gerði eftir því. Leikurinn gerist á tímum galdrafárs og snýst um forboðnar ástir, af- brýði, hjátrú og myrkraverk. Aðalpersónan Anna Pétursdóttir, sem ung leikona, Katrín Thors, lék í þessar sýningu, hefur verið gefin rosknum presti gegn vilja sínum og þegar heit- ar ástir kvikna með henni og syni prests, ger,- ast válegir hlutir: Anna óskar manni sínum dauða af miklum þunga, líkt og Loftur Stein- unni, og eins og Loftur fær hún þeirri ósk fullnægt. Fyrir bragðið er hún borin sökum um galdra og lætur lifið á bálinu. í sýningu L.R. lék Þorsteinn prestinn Absalon Beyer, að sögn Ásgeirs Hjartarsonar, „af verulegum þrótti og sönnu lífi og ber af öðrum leikendum, myndugur og gáfulegur sem hinu lærða göfug- menni sæmir, ósvikinn endurreisnarmaður er við kynnumst honum fyrst, fylltur lífsþorsta og athafnaþrá og föðurlega hreykinn af syni sínum“. Kveður Ásgeir hann lýsa meistaralega „breytingu þeirri sem verður á séra Absaion, samviskubiti hans, sárri þreytu og sálarstríði". Sama sinnis er Sigurður Grímsson, sem um árabil skrifaði leikdóma í Morgunblaðið; segir leik Þorsteins áhrifamikinn og sterkan og bregður því einnig við, hversu góð skil hannv geri þeirri breytingu, sem verður á presti „er hann kemur heim til sín í þriðja þætti, beygð- ur og sár og gerir upp lokareikningana við konu sína“. Einn er sá þáttur í ævistarfi Þorsteins, sem nauðsynlegt er að minnast á hér, og það er hiutdeild hans í þeirri endurreisn leikritunar, sem átti sér stað á sjöunda áratugnum. Jó- hanna Kristjónsdóttir segir frá því í bók sinni um Jökul Jakobsson, sem gegndi vitaskuld lyk- ilhlutverki í þeirri sögu allri, að skáldið hafi gengið á fund Þorsteins, sem þá var formaðuf- L.R. með Pókó. Áður hafði Jökull lagt verkið fyrir þjóðleikhússtjóra sem hafnaði því á þeirri forsendu, að svona „frasi“ passaði ekki í Þjóð- leikhúsið. Viðtökurnar urðu nokkuð aðrar hjá formanni Leikfélagsins, eða eins og Jóhanna lýsir þeim: „Já, þú kemur svei mér færandi hendi,“ sagði Þorsteinn sínum ráma rómi. Eins og hann hefði lengi beðið eftir þessu. Hann lofaði að láta frá sér heyra innan tíðar.“ Það loforð var ekki svikið. Jóhann segir, að Jökull hafí verið Þorsteini ævarandi þakklátur fýrir þessi viðbrögð, en óneitanlega er það svolítið óskemmtileg tilhugsun í ljósi þeirra atvika, sem áður er greint frá, hvað hefði orðið, ef svo hefði ekki hist á, að Þorsteinn var einmitt þetta eina leikár í forsvari fyrir Leikfélag Reykjavíkur. Síðar átti hann eftir að gera ýmsum körlum Jökuls meistaraleg skil: Anan- íasi í Guilbrúðkaupi, Hinum Jóni í Afmæli i kirkjugarðinum, embættismanninum í Því mið- ur frú, Runólfi skósmið í sjónvarpsleiknum Rommi handa Rósalind, að ógleymdum Davíð í Sumrinu ’37. Oddur Bjömsson, sem hefur verið eitt mikilvirkasta útvarpsleikskáld okkar á seinni árum, hóf einnig feril sinn á tíma Þorsteins og sama máli gegndi um Agnar Þórð- arson. Þannig mynduðust lifandi tengsl milli hinna ungu leikskálda og leiklistardeildar útr varpsins, þó að þeim væri því miður ekki hald- ið nógu vel við eftir starfslok Þorsteins árið 1974. Þegar árin færðust yfir tók margvíslegur heilsubrestur að sækja á. Ellin varð Þorsteini þungbær og erfiðast var honum sjálfsagt að sætta sig við, að röddin skyidi bregðast hon- um. Hæsi sú, sem hafði lengi borið nokkuð á, tók mjög að ágerast upp úr sjötugu og muií hann þá, a.m.k. um tíma, hafa viljað láta sem minnst til sín heyra. Skorti hann þó ekki til- boð, bæði úr leikhúsum og útvarpi, og nokkrum sinnum lét hann tilleiðast að koma fram í smærri hlutverkum, flestum í Þjóðleikhúsinu. Af þeim er yfirlætislaus mynd hans af gamla manninum í Stundarfriði Guðmundar Steins- sonar mér minnisstæðust; enn ein þessara næmlegu mannlýsinga, sem virtust hafa sprott- ið fram á fullkomlega fyrirhafnarlausan hátt, full af hlýjum friði og fínlegri glettni, sem myndaði eins og vera bar sterka andstæðu við þann fyrirgang, og tilfinningakulda, sem ann- ars einnkennir fjölskyldulíf leiksins. VALUR Gíslason og Þorsteinn Ö. í síðasta samleik sínum í Ríkisútvarpinu 1988. ÞORSTEINN Ö. Stephensen íhlutverki Roberts Belfod íMarmara, semvarfyrsti stórsigur Leikfélagsins eftir að Þjóðleikhúsið tók til starfa. T.v. er Haukur Óskarsson. ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN OG LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR KAFLAR ÚR RITGERÐ EFTIR JÓN VIÐAR JÓNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 1997 27

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.