Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 6
Leikfélag Reykjavíkur 1r Stórhugur lónaóar- mannaféiags Reykjavík- ur, þegarfélggió byggói samkomuhús vió Tjörn- ina, flýtti að minnsta kosti fyrir stofnun Leikfé- lags Reykjavíkur, því nú þurfti að sameina beztu leikkraftang ó einn staó til þess að tryggja húsinu rekstra rg ru n d vö 11. IÐNAÐARMANNAFÉLAG Reykja- víkur, sem hafði verið stofnað 1867, reisti myndarlegt hús á uppfyllingu við Tjörnina 1895-96. Það var hugs- að sem alhliða samkomuhús, en fyrst og fremst var það notað fyrir leiksýningar. Iðnó, eins og húsið hefur jafnan verið nefnt, var bárujárnsk- lætt timburhús; salurinn rúmaði 256 áhorf- endur í sæti og leiksviðið var það stærsta í bænum; 10x6m. Hér var í mikið ráðizt og verulegir fjár- munir í húfí. Þorvarður Þorvarðsson, for- maður nýstofnaðs Prentarafélags og for- ustumaður iðnaðarmanna, gekkst fyrir því að sameina beztu leikkrafta bæjarins í Iðnó. Hann fór til þessa fólks og bað það um að ganga í leikfélag. Af hans hálfu var það hugsað til þess að tryggja húsinu tekjur, en um leið var það hreyfiaflið sem varð til þess að Leikfélag Reykjavíkur var stofnað 11. janúar 1897. En Leikfélag Reykjavíkur gat aldrei eignast þetta hús; Iðnó gekk kaupum og sölum og borgin eignaðist hús- ið ekki fyrr en Leikfélagið var flutt í nýtt Borgarleikhús. Vígslusýning Leikfélags Reykjavíkur var 18. desember 1897, en húsið átti eftir að vera heimili Leikfélagsins í 92 ár. A verk- efnaskránni fyrsta sýningarkvöldið voru tveir danskir söngleikir, Ferðaævintýrið og Ævintýri í Rósinborgargarði. Leikstjóri eða leiðbeinandi var Indriði Einarsson. Fortjald sem notað var í Iðnó á fyrstu árunum málaði danskur húsamálari, enda listmálar- ar þá ekki á hveiju strái í Reykjavík. Sá GÍSLI SIGURÐSSON TÓK SAMAN ÚR SÝNINGU á Lénharði fógeta, 1913. úrfómmÁmoEirikssonar. Úr fórum Árna Eiríkssonar. ÞÓRA Sigurðardóttir t.v. og Stefanía Guð- mundsdóttir í Ævintýri í Rósinborgargarði, sem var á skránni á fyrstu sýningu Leikfé- lags Reykjavíkur haustið 1897. danski stældi fortjaldið í Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn eins og það var þá. Fyrst var lýsing í húsinu einungis frá olíulömpum, sem vildu ósa, og þótti mikið framfaraspor þegar gasljósin komu. Verkefnaskráin í upphafi ber ekki beinlín- is vott um mikinn listrænan metnað. Fyrir utan áður nefnda ævintýraleiki, var gaman- leikurinn Sagt upp vistinni og Aprílnarrarn- /reftir Heiberg, Trina ístofufangelsi, Ævin- týri á gönguför, Frænka Charleys, Ærsla- drósin, Brúðurin kveður heimilið, Hjartslátt- ur Emelíu og Hjartsláttur Emils. Sum þess- ara verkefna voru aðeins sýnd einu sinni og ekki var aðsóknin meiri en svo, að mest urðu sýningar fjórar. Leikararnir sem mynduðu Leikfélag Reykjavíkur voru á þessu fyrsta starfsári: LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.