Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 22
SÖGULEG STUND: Leikarar Leikfélagsins á sviðinu í lönó að lokinni sfðustu sýningu þar. Sýnd var Sveitasinfónían eftir Ragnar Arnalds. FLUTT ÚRIÐNÓ EFTIR GUÐRUNU ASMUNDSDOTTUR SKYLDU þeir hafa hugsað út í það, iðnaðarmennirnir, árið 1896, þegar þeir drifu sig í það á atvinnuÍeysistímum að byggja veglegt samkomuhús við Tjörnina, að þessir innfluttu viðarbjálkar sem þeir voru að handleika, myndu í 90 ár nötra léttilega undir lófataki áhorfenda og söngvum fluttum af misjafnlega tónvissum leikurum. Nei, ég held að fyrir þeim hafi spýturnar í Iðnó aðeins verið úrvalsviður _og örugglega hefur einhver þeirra tautað: „Óráðsía, af fá- tæku fólki að bruðla svo með byggingarefni. - Og hvað ætlar bær eins og Reykjavík að gera við slíkt stórhýsi?" Og tæpum hundrað árum seinna stöndum við leikarar Leikfélagsins á þessu sama leik- sviði, stillum okkur upp í hálfhring og syngjum svolítið saman, því við erum að kveðja húsið. Það er vor í lofti. Við ætlum að taka hvítu stafina sem eru utan á húsinu og sýna svo ekki verður um villst að hér er „Leikfélag Reykjavíkur" til húsa. Og þessa stafi ætlum við svo að bera í fanginu, yfir í hið nýja og glæsilega hús sem nú bíður okkar í Kringlu- mýrinni. Það er glaðvær hópur sem skálmar af stað í skrúðgöngu á vit nýrra ævintýra. Það var daginn áður sem við væfluðumst um húsið með kökk í hálsinum á meðan við vorum að tína saman hlutina okkar, sminkbox- in, blævængina, bjánalegu þreyttu lukkutröllin og fígúrurnar sem héngu á speglunum. Sem ég var að tína þetta niður í plastpoka varð mér allt i einu litið á litla skápinn sem stóð í horninu á klefanum mínum. Eina læsta hirslan sem fyrirfannst í búningsherbergjunum í Iðnó. Þennan skáp átti Þóra Borg leikkona. Hún sagði mér að hún hefði látið smíða þennan skáp fyrir sig árið 1938, til að geta haft sitt dót „privat". Ég fór að hugsa um tímabilið sem við Þóra áttum okkur stefnumót í þessum klefa. Við vorum að leika í „Refunum" eftir Lilian Hellman. Þóra lék blökkukonu í þessu leikriti svo hún þurfti alltaf að mæta mjög snemma til að sminka sig. En ég mætti alltaf klukku- tíma áður en nauðsynlegt var, aðeins til að sitja þarna hjá henni og fá hana til að segja mér frá, hvernig var í gamla daga í Iðnó. Þóra sagði alveg einstaklega skemmtilega frá og ég fékk að heyra um erfiðleika frumherj- anna við að forða kókossjörinu sem þá var notað sem afsmink, undan ásælni frá rottum sem litu á búningsherbergin í Iðnó sem hreina paradís, því þau voru þá einnig notuð sem matvælageymsla fyrir Hússtjórnarskólann sem var þá til húsa uppi á loftinu yfir leiksviðinu. Já, það var stíll yfir leikurunum í þá daga. Þóra, sem var dóttir aðalprímadonnu frumherj- anna í Iðnó, frú Stefaníu Guðmundsdóttur, sagði mér að móðir sín hefði aldrei sest til borðs á heimili þeirra án þess að Borgþór maður hennar drægi ekki fram stólinn fyrir hana og biði við stólinn á meðan hún settist. Og sem ég var farin að lygna aftur augun- um undir frásögn Þóru og ímynda mér hve gaman hefði verið að vera prímadonna í þá daga og láta eiginmanninn sýna sér slík nota- legheit áður en sest yrði að plokkfískinum, upplýsti Þóra mig um það að leikaralaunin hefðu verið enn lakari en nú, því móðir sín hefði oft þurft að vinna langt fram á nætur, eftir að hún kom heim úr leikhúsinu, við að sauma líkklæði fyrir borgarbúa. Því að fyrir stóru heimili þurfti að sjá, „og enginn gat saumað líkklæði jafnvel og frú Stefanía", sagði Þóra mér. „Hún hafði á þeim rétta stívelsið." Og sem ég stóð þarna í klefanum með læsta skápnum hennar Þóru og með leikhúseigur mínar í plastpoka, fór ég að hugsa um hvort skemmtilegi sminkkassinn hennar væri þarna kannski ennþá, læstur inni ásamt öllum litríku fjöðrunum, blævængjunum og nælunum sem hún geymdi í honum. Svo kvaddi ég klefann og skápinn og vonaði að þessir litlu leyndar- dómar væru þarna - og seinna, þegar þessi klefi fylltist aftur af glöðum og „nervusum" leikurum, mundi skápurinn halda áfram að geyma sín leyndarmál. Svo fór ég upp á loft aðeins til að kveðja gamla fundarsalinn og kaffístofuna. Hve oft hafði ég ekki óskað mér, þegar ég sat þarna ein og beið í hálfmyrkum salnum eftir innkomu af svölumím, að ég gæti séð aftur í tímann og gæti verið stödd á fundi hjá Leikfélaginu fyrir svona 85 árum. Við lestur á gömlu fundar- gerðarbókunum er hægt að sjá að oft hefur verið heitt í kolunum undir þessum stóru boga- dregnu gluggum. Rétt eins og hjá okkur þegar við sátum þar baráttuglöð og óskaplega ósam- mála um hvort við ættum að þiggja lóðina sem okkur stóð til boða í Kringlumýrinni fyrir lang- þráð Borgarleikhús. Leikfélag Reykjavíkur annars staðar en í gamla miðbænum og við Tjörnina!, þótti sumum fundarmanna fjar- stæða. Eg man að áhrifaríkum slagorðum hafði verið komið fyrir á veggjum þessa aldna fundarsalar og á einu spjaldinu stóð: „Skal íslensk menning í mýri grafín?" Það er alltaf svo undarlegt að hugsa um gömlu ágreiningsmál. Eftir á verða þau svo léttvæg. Eitthvað sem okkur þykir spurning um líf og dauða verður eftir nokkur ár að sjálf- sögðum hlut. Mér verður hugsað til eins hita- málsins sem hér var rætt um fyrir tæpri öld. Gunnþórunn Halldórsdóttir stóð þá í eldlín- unni. Á þeim fundi hafði hún lýst því yfir að hún ætlaði sér hreint ekki að leika Constanse í „Aprilsnarrene" þó svo hún væri byrjuð að æfa það. Því nú vildi hún bara umsvifalaust hætta í Leikfélagi Reykjavíkur. „Ég vil bara SAMLESTUR á Jesú guð dýrlingi í Iðnó. ekkert hafa að gera með þetta félag lengur," segir Gunnþórunn herská mjög. Og Friðfinnur Guðjónsson, sem er ritari á þessum fundi, er svo reiður útí vinkonu sína að hann kallar hana alltaf „leikandann" í fundargerðarbók- inni. En á næsta fundi hafa tekist sættir, enda heitir hún þar ekki lengur „leikandinn, sem þykist ekki geta þetta eða hitt", heldur heitir hún nú aftur Gunnþórunn. Svo skýrt og lif- andi verður þetta fólk í vitund manns aðeins við að lesa fundargerðir þessa tíma. Mér finnst ég næstum heyra rödd Gunnþórunnar þegar ég les afgerandi yfírlýsingar hennar á fundum. Á einum stað má sjá að á tveim fundum hafa fundarmenn verið að draga við sig að syara beiðni frú Stefaníu Guðmundsdóttur og Árna Eiríkssonar um að fá að leika leikrit á eigin vegum en fá samt að nota nafn Leikfélagsins. Er japlað fram og aftur um þetta mál, bent á að þetta væri brot á lögum félagsins yrði þetta leyft, en samt treystir enginn sér til að svara afdráttarlaust. Þar til loksins Gunnþórunn mætir á fund og fær að heyra málavexti, og er hún þá ekkert að lúra á sinni skoðun: „Mér fínnst bara að ekki eigi að leyfa þeim þetta," segir hún og fundarmönnum léttir stórlega. Ákvörðun hefur verið tekin. Já, í þessum sal stóð líka einu sinni upp leikari og lýsti yfir óánægju sinni með það að engíim hefði dottið í hug að hækka við sig kaupið. Samt hefði hann leikið betur en nokk- ur annar hjá félaginu og þessi góði leikur hans orðið þess valdandi að aðsókn að leiksýn- ingum þann vetur hefði aukist stórlega. Voru fundarmenn alveg sammála um hæfni og rök- semdarfærslu þessa Íeikara og samþykktu drjúga kauphækkun til hans þar og þegar. Ég geng nú með plastpokann minn gegnum gamla eldhúsið í Iðnó þar sem rauðgrautur ástarinnar var matreiddur á sínum tíma. Og sem ég geng niður þröngan stigann sem ligg- ur niður af leiksviðinu verður mér hugsað til leikkonunnar sem kom hingað heim útlærð frá Konunglega leiklistarskólanum í Kaupmanna- höfn á þriðja eða fjórða áratug aldarinnar. Hún var víst fyrsta lærða leikkonan sem kom til starfa í Iðnó. Og sökum þessara menntunar- yfirburða naut hún ekki vinsælda hjá einni af prímadonnum hússins. Sagan segir að eitt sinn hafi þessi unga danskmenntaða leikkona verið á leið upp þennan bratta stiga til að fá sér kaffisopa uppi í eldhúsi. Hún var í síðu víðu pilsi, búningi Dísu í „Galdra Lofti". Eldri príma- donnan á að hafa staðið niðri á pallinum, þrifið í pils ungu leikkonunnar, lyft því hátt upp, og sagt við viðstadda: „Hér sjáið þið uppundir hreina mey." Nei, það hefur nú svo margt breyst, hugsa ég á leið minni niður þennan sama stiga. Leik- arar í dag hafa orðið svo miklu meiri sálar- þroska - og þó! Og um leið og baksviðshurðin í Iðnó skellur á eftir mér í síðasta sinn, og ég stend ein með plastpokann minn í Vonarstræt- inu, verður mér á að hugsa hvort það hafí ekki verið þessari sömu hurð sem var svipt uppá gátt árið sem „Skálholt" var frumflutt hér á Islandi. Og inn um þessar dyr brunuðu fjórir vaskir slökkviliðsmenn í gúmmígöllum mundandi slönguna. Þetta var undir miðri sýn- ingu og hefði þeim tekist að ryðja sér braut alla leið inn á leiksvið er hætt við að þeir hefðu gert mikinn usla. Því Ragnheiður Brynjólfs- dóttir var rétt í þann mund að sverja eiðinn frammi fyrir klerkaveldi Skálholtsbiskups- dæmis. En svo vel vildi til að Þóra Borg var einmitt stödd þarna á ganginum á leið upp á leiksvið. Gat hún rétt stöðvað þessa vösku menn og spurt þá erinda. Sögðu þeir henni að nafngreind kona hefði hringt í slökkviliðið og sagt þeim að kviknað hefði í Iðnó. Þegar þessi kona var innt eftir því hvað hefði komið henni til að taka uppá því að fara að plata slökkviliðið, hafði hún svarað því til að hún væri alfarið á móti sýningunni. Sig hefði dreymt biskupsdótturina sem hefði sagt sér að Kamban færi ekki alltaf rétt með leynd- ar staðreyndir um líf sitt. Og hafði beðið vin- konu sína þessa heims að stöðva ósómann sem hún reyndi að gera með svo áhrifaríkum hætti. Er ekki alltaf verið að tala um í dag að leik- húsið þurfi að hafa hönd á púls þjóðarinnar? Vekja fólk til viðbragða? í þá daga logaði hér allt í spíritisma. Og af miðilsfundum færðu menn fréttir u'm skoðanir hinna framliðnu á atburðum beggja heima. Svo ætla má að leik- húsið sem fékk slökkviliðið í heimsókn á frum- sýningu, hafi verið í takt við sinn tíma. Þegar ég geng í dag framhjá Iðnó fæ ég svolítinn sting í hjartað því frammi fyrir mér stendur gamalt, umhirðulaust, deyjandi hús. Því hús deyja, gefi mennirnir þeim ekki um- hirðu og líf. „Það er svo dýrt að halda þessu gamla húsi við," er svarið sem fæst, fari ein- hver að spyrja um, hvað verði um Iðnó. „Svo gæti það orðið baggi á bænum, taki fólk uppá þvi að fara að leika þarna aftur," heyrist einn- ig sagt. „Við lifum á erfiðum tímum." Höfundurinn er lcikkona. Greinin birtist í afmæl- isriti Fólags íslenzkra leikara 1991. 22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.