Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 24
Indriði Waage lék alls 81 hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en leik- stjóraferill hans er ekki síður merkilegur, því hann leikstýrði samtals 67 sýningum hjá Leikfé- laginu og hefur enginn fram til þessa leikstýrt fleiri sýningum hjá L.R. * am Ú ER þess minnst að ■ hundrað ár eru liðin frá ■ stofnun Leikfélags I Reykjavíkur. í heila öld ■ hefur leiklistarstarfsemi að staðaldri farið fram á vegum félagsins, án þess að nokkurt hlé hafi orðið þar á og er Leikfélag Reykjavíkur því með réttu talið elsta leikfélag landsins. Leikfélag Sauðárkróks var að vísu stofnað fyrr, en öll starfsemi lá þar niðri um tíma, en var síðar endurvakin. Það er verðugt verkefni, á þessum tímamót- um, að minnast þeirra fjölmörgu, sem mest hafa komið við sögu í rekstri Leikfélags Reykjavíkur og markað hafa listræna stefnu þess frá öndverðu. Um suma þessara manna hefur all mikið verið ritað, en minna um aðra eins og t.d. Indriða Waage, leikara og leik- stjóra. Indriði var fæddur hinn fyrsta desember 1902. Ungur að árum kom hann til starfa hjá LR og má með sanni segja að hann hafi öðrum fremur mótað listræna stefnu þess á þeim árum er hann starfaði þar og verið einn traust- asti hlekkurinn í röðum framsækinna lista- manna. Hann verður því ávallt talinn einn af merkustu brautryðjendunum í íslenskri leiklist- arsögu á þessari öld. í nær þijá áratugi starf- aði hann hjá Leikfélagi Reykjavíkur, eða nánar tiltekið á árunum 1923-1950, en þá var hann fastráðinn sem leikari og leikstjóri hjá Þjóðleik- húsinu og starfaði þar til dauðadags. Indriði var alinn upp í nánum tengslum við leiksviðið. Foreldrar hans voru hjónin Jens Waage og Eufemía dóttir Indriða Einarssonar, þess merka brautryðjanda í íslensku leiklistar- lífi, en hann er fyrsti hvatamaðurinn að bygg- ingu Þjóðleikhúss íslendinga. Jens Waage fað- ir Indriða var einn aðal burðarstólpinn í allri starfsem LR á fyrstu tveimur áratugum þessar- ar aldar, eða á árunum 1902-1920 og var for- maður félagsins í þrjú ár 1910-1913. Hann mun á þeim árum mjög hafa mótað alla starf- semi félagsins, m.a. séð um leikritavai og margt er varðaði rekstur þess. Þá var hann leiðbeinandi við fjölmargar sýningar félagsins og auk þess einn aðalleikari þess um margra ára skeið. Jens var fyrstur til að túlka hlut- verk Galdra-Lofts 1911 } samnefndu leikriti Jóhanns Siguijónssonar. Árið 1920 hætti hann að starfa sem leikari og varð bankastjóri ís- landsbanka. Hann lést árið 1937. Eufemía, móðir Indriða, lék talsvert á yngri árum og fékkst auk þess allmikið við þýðingar á leikritum og öðrum verkum. Systur hennar þrjár, Emilía, Marta og Guðrún voru allar þekkt- ar leikkonur hér í borginni og störfuðu lengi hjá LR. Þess skal getið að Guðrún Indriðadótt- ir var um árabil ein af virtustu leikkonum lands- ins og lék aðalhlutverk í fjölmörgum sýningum hjá Leikfélaginu á viðburðarríkum leikferli. Hún var fyrst íslenskra leikkvenna, sem túlkaði Höllu í Pjalla-Eyvindi á íslensku leiksviði. Æskuheimili Indriða var á þessum árum einn aðalsamkomustaður þeirra sem unnu að leiklistarmálum í Reykjavík. Þar voru málefni Leikfélagsins rædd, leikrit valin til uppfærslu, tillögur gerðar um hlutverkaskipan og val leið- beinanda, eins og leikstjórar nefndust á þeim árum. Máltækið segir „að snemma beygist krókurinn að því, sem verða vill“ og sannaðist það vissulega á Indr- iða Waage. Hann kom fyrst fram á leik- sviði þegar hann var tæpra þriggja ára í Brúðuheimilinu eftir Ibsen, þar sem Stef- anía Guðmundsdóttir fór með aðalhlutverk- ið. Leikferil sinn mið- aði Indriði við túlkun sína á hlutverki Va- lentíns í Ævintýrinu eftir Caillavet, de Fle- urs og Etienne Rey, en það leikrit var 1897 Leikfélag Reykjavíkur 1®@ úra - ll.janúar 1991 frumflutt 28. febrúar 1924. Þegar hér var komið sögu hafði hann dvalið við leiklistamám í Þýzkalandi um stundarsakir. I ævisögu Eufemíu Waage, sem rituð er af systursyni hennar, Hersteini Pálssyni ritstjóra , stendur þetta um námsdvöl Indriða í Þýzka- landi: „Sumarið 1922 sendi Jens maðurinn minn Indriða, elsta son okkar, til Þýzkalands til þess að sjá eitthvað af heiminum. Fór hann til Berlínar og var þar til næsta vors. Var borgin og landið allt að vísu illa leikið eftir fyrri heimsstyijöldina, en ólíku mun samt hafa verið saman að jafna við það, sem varð eftir hina síðari. Ekki hafði ég neitt á móti því, að sonur okkar legði leið sína til Þýzkalands, enda talaði hann ágæta þýzku, því að faðir hans hafði útvcgað honum þekktan kennara í þeirri grein og urðu honum því góð not af veru sinni þar. Ég hafði aldrei orðið þess vör, áður en sonur minn fór í þessa fór, að hann hefði neinn sér- stakan áhuga fyrir leiklist, þó að hann og bræð- ur hans fylgdust með okkur foreldrum sínum á leiksýningum í Iðnó. En þegar til Berlínar kom, var leiklistarlífið þar í miklum blóma og margir ágætir leikarar, svo sem Bassermann, Moissi og ýmsir fleiri, þó að erfiðleikar væru þar á öðrum sviðum. Sótti sonur minn leikhús af kappi og mun hann fá kvöld látið hjá líða, án þess að fara þangað, enda voru flest bréf hans um þetta efni. Þegar heim kom snerist hugurinn mest um leikrit og leikhús“. Eftir þessum heimildum að dæma hefur Indriði gefið sér góðan tíma til að sækja leik- sýningar í Þýskalandi og hefur sú reynsla orð- ið honum gott veganesti þegar hann hóf leik- og leikstjómarferii sinn hjá Leikfélagi Reykja- víkur. í útvarpsviðtali, sem haft var við hann löngu síðar, getur hann þess, að hann hafi á þessum vetri sínum í Berlín séð 34 leiksýning- ar á einum mánuði. Þetta varpar skýru ljósi á leiklistaráhuga hans. Á þessum ámm var Max Reinhard þekktasti leikstjórinn í Þýzalandi og auk þess leikhússtjóri við eitt aðalleikhús Ber- línarborgar. Voru sýningar hans rómaðar víða um lönd. Indriði hreifst mjög af þessum mikil- hæfa leikhúsmanni og er talið að íistræn vinnu- brögð hans hafi haft mikil áhrif á hinn unga og hrifnæma íslenska listamann. Eftir þessa stuttu námsdvöl virðist Indriði ekki hafa stigið á fjalirnar það leikárið hjá FYRSTIISLENSKI LEIKSTJÓRINN EFTIR KLEMENS JÓNSSON INDRIÐI ásamt Regínu Þórðardóttur í Háa Þór eftir Maxwell Anderson 1940. 24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11.JANÚAR1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.