Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 23
-.': ¦: ¦. I LEIKHUSSTJORAR I LEIKFÉLAGS REYKJAVÍKUR | FRÁ 1963 1963-1972 1972-1980 SVEINN Einarsson 1980-1983 VIGDÍS Finnbogadóttir 1980-1986 ÞORSTEINN Gunnarsson, leikhússtjóri ásamt Stef áni Baldurssyni 1986-1991 STEFÁIM Baldursson, leikhússtjóri ásamt Þorsteini Gunnarssyni og einn árin 1983-86. 1991-1996 HALLMAR Sigurðsson SIGURÐUR Hróarsson 1996 1996 FYLGDIST MEÐ LEIKLISTINNI Í60ÁR Laufey Árnadóttir hafði séð flestar leiksýningar í Reykjavík í meira en sex áratugi þegar hún féll frá seint á síðasta ári. VIÐAR Eggertsson ÞÓRHILDUR Þorleifsdóttir LAUFEY Árnadóttir tengdist Leikfélagi Reykjavíkur á löngu tímabili og með sér- stökum hætti vegna þess að Árni faðir hennar var bæði formaður félagsins og leikari og rúmlega tvítug giftist Laufey Vali Gíslasyni leikara. Árni Eiríksson kaupmaður var einn af burðarásununum í starfi Leikfélagsins og er nánar vikið að því á öðrum stað í þessu blaði. Byrjunina á leikferli Árna má rekja til leikstarfsemi í stúkunni Einingunni, þar sem Árni var félagi. En Laufey kynntist því miður aldrei leiklist föður síns, því hann féll frá fyrir aldur fram 49 ára og Laufey var þá aðeins ársgömul. Móðir Laufeyjar, Vil- borg Runólfsdóttir, upprunnin austan úr Landbroti, hélt verzl- unarrekstrinum áfram um tíma, en þráðurinn sem bundið hafði heim- ilið á Vesturgötu 18 við leiklistina, slitnaði um tíma þar til Laufey kynntist Val Gíslasyni. Hann var þá byrjaður að leika með Leikfélagi Reykjavíkur, en sá fer- 111 hóf st fyrir algera til- viljun, sagði Laufey, og þá aðallega vegna þess að hann þótti hafa útlit sem hæfði ein- hverju hlutverki sem mann vantaði í. Þá kom í ljós sem enginn vissi, að Valur hafði afbragðs hæfileika. Valur vann þá í íslandsbanka og raunar vann hann í bankanum og hjá Sjúkrasamlag- inu meðfram leiklistinni þar til hann varð einn af fastráðnum leikurum Þjóð- leikhússins 1949. Árin hjá Leikfélaginu urðu 23 og síðan bætti Valur við öðrum 23 árum í Þjóðleikhúsinu. Þegar hann lék síð- asta hlutverkið þar, var hann 85 ára. Auk þess lék hann í ótal útvarpsleikrit- um og sinnti félagsmálum leikara. „Mánudagskvöldin voru oft einu frí- kvöldin, en svo gerðist Valur frímúrari og þá fóru þau kvöld líka", sagði Lauf- ey. Eins og nærri má geta var Laufey búin að vera á æði mörgum frumsýn- ingum í þessa sex áratugi og ekki eru margir sem hafa svo víðtæka yfirsýn yfir leiklist í Reykjavík. En það voru ekki aðeins frumsýningar sem voru fastur liður, heldur var sjálfsagður hlut- ur að vera viðstödd generalprufu. Þær Elísabet Waage, kona Indriða leikara, fóru gjarnan saman á generalprufur í Iðnó og höfðu þá oft prjónana með sér því sýningin gat dregist á langinn, jafn- vel fram eftir nóttu. „Úr leikarastéttinni kynntist ég þeim fyrst, Elísabetu og Indriða", sagði Laufey, „en síðan urðu þau líka góðir vinir okkar Brynjólfur Jóhannesson og Guðný kona hans, Alfreð Andrésson LAUFEY Arnadóttir og Inga kona hans, Arndís Björnsdótt- ir, Gestur Pálsson og fleiri. Það varð að fastri venju að þessi hópur hittist og drakk kaffi heima hjá einhverju okkar eftir frumsýningar í Iðnó. Þeirri venju var haldið þar til Þjóðleikhúsið fór í gang. Eftir það hittist hópurinn í Þjóðleikhúskjallaranum. Valur kunni þó aldrei vel við sig í margmenni eftir frumsýningar og þessvegna fórum við ekki oft þangað. En fyrir mér var hver frumsýning hátíð og börnin okkar sögðu stundum að ég tæki út frumsýn- ingarskrekkinn fyrir Val. Aðspurð um hvort heimilið hafi ekki verið undirlagt af leikl- ist allan búskap þeirra Vals, sagði Laufey, að svo hafi í rauninni ekki verið. Valur var með afbrigðum fljótur að læra hlutverkin, sagði hún.„Hann þurfti ekk- ert næði til að einbeita sér og gat verið að sinna börnunum um leið og hann var að læra. En stundum þeg- ar hann var einn, gat hann einbeitt sér svo, að maður náði ekki sambandi við hann og reyndar var þá auðséð að ekki þýddi að tala við hann. Ég vissi að hann var taugaóstyrk- ur, en hann fór vel með það og á ytra borðinu var hann alltaf rólegur." Laufey kvaðst alltaf hafa haft yndi af að koma í leikhús og fylgjast með starfinu þar, en sjálfri kom henni ekki til hugar að verða leikkona og systkini hennar lögðu það ekki fyrir sig heldur. Sama er að segja um börnin þeirra Vals og Laufeyjar; þau gerðu það ekki heldur. En eftir að Valur var orðinn önnum kafinn leikari, fylgdust allir á heimilinu vel með og sáu allar leiksýn- ingar. „Þeir hafa reyndar verið svo hugulsamir í leikhúsunum", sagði Lauf- ey, „að ég hef alltaf fengið miða frá báðum leikhúsunum og það finnst mér elskulega gert af þeim". Það var eðlilegt að kona með slíka yfirsýn yfir leiklistina í Reykjavík væri spurð, hvort einhver munur væri á því að fara í leikhús núna frá þvi í gamla daga. Jú, Laufey kvaðst greina dálítinn mun á því: „Hér fyrr á árum var leik- húsið kannski ögn hátíðlegra og það var reynt að vanda umgjörðina með leikmyndum sem voru oft nákvæmlega gerðar og raunsæislegar. Nú þykir það ekki nauðsynlegt lengur og stundum er eiginlega engin leikmynd. Leiksýn- ingar sem nú njóta mikilla vinsælda í smærri leikhúsunum eru sumar þannig. Það hefði, held ég, þótt mjög frum- stætt fyrir 50-60 árum. En góða leik- ara höfum við alltaf átt," sagði þessi töfrandi kona, sem nokkrum vikum síð- ar var öll. GS. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 1997 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.