Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Blaðsíða 31
•^ „ÞAÐ má kannski segja að þetta sé ekki Tómas sem ég er aö leika hetdur hugmynd- in um hann, þetta er sú ímynd sem við gerum okkur um hann í gegnum Ijóðin hans," segir Þórhallur Gunnarsson sem fer með hlutverk Tómasar í leikritinu. Hér spjallar hann við Guðrúnu sveitastúlku ofan af Skaga sem Jóhanna Jónas leikur. SAGAN af sveitastúlkunni Guðrúnu, sem komin er í bæinn til að vinna í saltfiski, og Klemensar, sem er bóndasonur af einu býlanna á borgarmörkunum, er eins konar miðja verksins. Jóhanna Jónas og Hinrik Óiafsson í hlutverkum sínum. Morgunblaóió/Þorkoll „Þab sem hreifmig fyrst sem ungling vib Ijób Tómasarvarab þeir sem höfbu verib abyrkja um Reykjavík voru allir sveitamenn sem höfbu hrakist hing- ab á mölina en hérna var bara komib hrein- rœktab borgarskáld." megi heimfæra þessa sögu upp á samtímann því Islendingar eru enn þá óttalegir sveitamenn í sér." Jóhanna Jónas leikur Guðrúnu og tekur undir með Hinriki. „Að vissu leyti erum við svolitlir sveitamenn í okkur. Og enn þá sér fólk úr sveitum borgina óðrum augum en við sem búum í henni, - það hefur ekkert breyst. Fólk verður yfirþyrmt af þessum „voðalega" stað þegar það kemur úr friðsælu sveitarinn- ar. En eins og lesendur Tómasar á fjórða ára- tugnum sé ég sjálf borgina í nýju ljósi eftir að hafa kynnt mér kvæði hans." Hogmyndin wm Tómos Þórhallur Gunnarsson fer með hlutverk Tómasar í leikritinu. „Ég sá aldrei Tómas og þekki hann aðeins af myndum. Ég hef því ekki á miklu að byggja í túlkun minni á hon- um, nema á því sem ég hef heyrt um hann. Raunar var það aldrei ætlunin að gefa neina heildarmynd af persónu skáldsins; við erum BJORT SEM MJOLL ,> TÓMAS GUÐMUNDSSON FAGRAVERÖLD Svo mánablíð og björt sem mjöll, 6, björt sem mjöll skein ásýnd þín. Óg hingað komstu kvöldin öll, og kvöldin öll var drukkið vín. Og stundin leið við Ijóð og ást, við Ijóð og ást. Ó, glaða stund, og Ijósu armar, liljumund. 0, ijúfa stund, uns gæfan brásti En hví skal trega horfinn dag, sem heiður, bjartur framhjá rann? Og hví skal syrgja h'úflingslag, sem iífsglaðast í hjörtum brann? Um ást og vín bað æskan þín, og alls þess naut sá þúsundfalt, sem lifað hefur líf sitt allt einn h'úfan dag, við ást og vín. Ei þekkti ég ásí, sem aldrei dó. En ást, sem gerði lífið bjart um stundarbið, ég þekkti þó. Og þegar næturhúmið svart um sálu mína síðast fer og slökkur augna minna glóð, þá veit ég hvaða Ijúflings^óð mun líða hinst að eyrum mér: Ó, fagra veröld, vín og sól, ég þakka þérl ég gat ekki setið nema í korter, átti líka alltaf eftir að gera alla hluti. Eitt af því fyrsta sem ég heyrði þegar ég kom þarna var að skáldin fóru að skíta út þetta „voðalega" skáld Tómas Guðmundsson sem þeir sögðu að heildsalarnir létu lesa fyrir sig grátandi á fylliríum. Þessi lýsing kveikti auðvitað áhuga minn og fór ég strax að kaupa mér bók eftir þennan mann, Fögru veröld. Ég varð þegar í stað ástfanginn af ljóðunum og hef verið það síðan. Eftir að ég hafði lesið Tómas fór ég aftur á Laugaveg 11 og sagði við atómskáldin: Þið skulið hella ykkur yfir Tómas þegar þið eruð orðin betri en hann. En það eru víst nokkur jarðlíf þang- að til það verður." Gunnar Reynir segir að hann hafí reynt að hafa tónlistina við ljóð Tómasar fjölbreytta. „Það er ekki hægt að leggja þessum mikla meistara eihverja línu. Það er af svo miklu að taka þegar maður sækir efni til Tómasar að maður hlýtur að leggja áherslu á fjölbreytni í stíl. Það sem hreif mig fyrst sem ungling við ljóð Tómasar var að þeir sem höfðu verið að yrkja um Reykjavík voru allir sveitamenn sem höfðu hrakist hingað á mólina en hérna var bara komið hreinræktað borgarskáld. Það var eins og Tómas væri að yrkja um allt aðra plá- netu en hin skáldin sem voru enn þá með ein- hvern sveitamannsbrag á sér." • Öltaiegir sveitamenn Að sögn Karls Ágústs eru margar litlar sög- ur sagðar í leikritinu. Sagan af sveitastúlkunni Guðrúnu, sem komin er í bæinn til að vinna í saltfiski, og Klemensar, sem er bóndasonur af einu býlanna á borgarmörkunum, er þó eins konar miðja verksins. Þau taka að draga sig saman enda eiga þau það sameiginlegt að vera úr sveitinni og svolítið utangátta í borginni. Það er þó ýmislegt sem stendur í vegi fyrir því að þau nái saman, ekki síst borgin sjálf. Hinrik Ólafsson, sem leikur Klemens, segir að þau læri samt smámsaman að sætta sig við borgina. „Lærdómurinn af sögu þeirra er kannski sá að öll þurfum við að aðlaga okkur breyttum aðstæðum. Annars held ég að það aðallega að fjalla um skáldskap þess. Það má kannski segja að þetta sé ekki Tómas sem ég er að leika heldur hugmyndin um hann, þetta er sú ímynd sem við gerum okkur um hann í gegnum ljóðin hans." Skáldskápur Tómasar er öxull verksins en er þetta lifandi skáldskapur? „Tvímælalaust," segir Jóhanna, „ég er að upplifa og uppgötva sömu hluti og Guðrún í þessum skáldskap núna. Það er langt frá því að Tómas sé orðinn úreltur."'. Karl Ágúst tekur undir þetta. „Ég hefði aldrei farið að ráðast í alla þessa vinnu ef mér þætti Tómas Guðmundsson ekki frábært skáld. Aðalkostur Tómasar er að hann er laus við tilgerð; hann getur orðað mjög flókna hugsun á mjög einfaldan hátt og án þess að vera með einhvern belging." Unnid raman i 30 ár Um leikmynd og búninga sýningarinnar sér Sigurjón Jóhannsson en hann og Brynja Bene- diktsdóttir hafa unnið saman í leikhúsi í þrjá- tíu ár. „Fyrsta leikritið sem við unnum saman að var verk í absúrdstíl eftir Magnús Jónsson sem hét Ég er afi minn. Það má því segja að við séum komin hringinn, aftur inn í rómantík- ina." Hljómsveitarstjóri er Kjartan Valdemarsson, sem leikur á píanó í sýningunni. Aðrir hljóm- sveitarmeðlimir eru Árni Scheving, harmon- ikka og klukkuspil, Sigurður Flosason, saxó- fónn og klarínett, Szymon Kuran, fiðla, Þórður Högnason, kontrabassi, og Matthías Hemstock, slagverk. Fjöldi leikara taka þátt í sýningunni en auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir eru þeir Maria Ellingsen, Margrét Helga Jóhannsdóttír, Sóley Elíasdóttir, Pétur Einarsson, Kjartan Guðjónsson, Dofri Hermannsson, Ellert A. Ingimundarson, Alexander Óðinsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Ásta Arnardóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Theódór Júlíusson, Árni Pétur Guðjónsson, Jón Hjartarson, Helga Braga Jónsdóttir og Jóhanna Þórhallsdóttir, sem er einnig söngstjóri verksins. Lýsingu annast Larus Björnsson. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 1997 31 4AUHAI. . >:-¦,[¦¦>:. inViOM ítiííiP^I %jíí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.