Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 9
KOPARSTUNGA frá krýnginarári Karls I, 1625, sem sýnir hann með sokkabandsorð-
una, hjálm í hendi, en kórónu á höfði. Það var einmitt lögð áherzla á að sú kóróna sæti
á höfði hans þegar hann var hálshöggvinn.
RÉTTRHÖLDIN yfir Karli I í Westminster OLIVER Cromwell f herklæðum. Samtíma
Hall. Samtíma koparstunga. Kóngurinn sit- málverk eftir Robert Walker, nú f National
ur fyrir miðju. Gallery f London.
tveimur öldum. Á endanum virðist, a.m.k. eftir
á að hyggja, að á þessum árum (1642-1660)
hefðu Bretar rambað á afl lausungar og marg-
ræðis í umhverfi og veröld sem var ennþá fjö-
truð í lénsveldi og kaþólsku.
Þjóðfélagsumbætur þær er „neðanjarðar-
hreyfingin" mælti með má segja að hafi verið
úr takt við hættumar sem steðjuðu að Bret-
landi af erlendri grund. Allt í kring skynjuðu
Bretar óvini, sérstaklega þó Spánveija og önn-
ur kaþólsk veldi. Lýðveldið og hið nýja stjórn-
arfar hreintrúarmótmælenda þótti í hættu fyr-
ir árásum konungssinna með aðstoð kaþólskra
landa, eins og Spánar, Frakklands og Páfa-
garðs. Að leyfa mjög róttækar stjómarfarstil-
raunir heima fyrir myndi veikja samstöðu
Bretaveldis sem tókst að sameina í kjölfar
byltingarinnar.
Strax eftir að Karl I. hafði verið hrakinn frá
völdum var gengið til verks við að ljúka við
innlimun írlands og Skotlands. Aftur var það
undir forrystu Cromwells. Englendingum þótti
brýnt að ná undir sig hinu kaþólska Irlandi
vegna hættu á hugsanlegri innrás konungs-
sinna og kaþólikka á írland sem stökkpall inn
í England. Skotland væri ekki líklegt til að
standast innrás konungssinna með aðstoð t.d.
Spánveija. Þess vegna óttaðist Cromwell að
of laust taumhald á þinginu myndi væntanlega
leiða til skerðingar á fjárframlögum til hers-
ins, sem gegndi lykilhlutverki í byltingunni og
var homsteinn í mjög metnaðargjarnri utanrík-
isstefnu hans. Byltingin var orðin að vem-
leika, en um leið sáu nýju valdsherramir sér
ekki fært að fullgera byltinguna, a.m.k. ekki
samkvæmt hugmyndum hinna róttækustu.
Það vom því öflug utanríkispólitísk rök fyr-
ir því að tryggja sterka stöðu Bretlands á al-
þjóðavettvangi á kostnað róttækra umbóta
heima fyrir en það má einnig líta til innanrík-
isþátta í þessu samhengi. Áköfustu byltingar-
mennirnir voru lágstéttannenn, eins og áður
var nefnt, og höfðu fárra hagsmuna að gæta
í tengslum við jarðeignir, viðskiptasambönd
og aðra sýslu hástéttarmanna. Flestir eigna-
og hástéttarmenn er studdu byltinguna tóku
afstöðu út frá sérhagsmunagæslu sinni frekar
en samkvæmt trúarhita eða hugsjónareldmóði.
Raunar reyndu flestir eignamenn að standa
hlutlausir eða utan átaka í lengstu lög. Crom-
well og stuðningsmenn hans voru mjög ugg-
andi um eignarrétt og hagsmuni eignamanna
ef róttækustu hlutar lágstéttarinnar yrðu of
áhrifamiklir. Þess vegna fjarlægðist Cromwell
þessa fyrrum dyggustu stuðningsmenn sína á
sama tíma og hann lenti upp á kant við þing-
ið sem hafði í hótunum við hann að skera nið-
ur útgjöld til hernaðarmála.
Endalok lýöveldisins
Á endanum má segja að það hafi verið
Cromwell sem hafi haldið lýðveldinu á floti.
Sjálfur var hann ekki einarður lýðveldissinni
en gat samt sem áður ekki þegið konungstign-
ina sem honum í tvígang var boðin af þinginu
á valdatíma sínum. I síðara skiptið lést hann
áður en hann var endanlega búinn að gera upp
hug sinn (margt bendir til að hann hefði hafn-
að boðinu aftur). Síðustu stjórnarár hans var
hann búinn að setja í gang undirbúningsvinnu
að lögfestingu valdaskiptanna, þ.e. hvernig
fara skuli að valdaskiptum þegar þjóðhöfðingi
lætur af störfum (eða deyr). Þessari vinnu var
ólokið þegar Oliver Cromwell lést 3. september
1658 af völdum lungnabólgu eftir langvarandi
veikindi. Sonur Olivers, Richard Cromwell, sett-
ist í valdastól samkvæmt vilja Olivers en hann
reyndist ekki af sama tagi og Oliver. Richard
naut ekki hylli hersins eins og Oliver og var
enginn stjómkænskumaður. Enda gafst hann
í rauninni upp án mótspyrnu þegar konungs-
sinnar sóttu í sig veðrið á ný. Richard var
ekki fær um að virkja herinn sér og lýðveldinu
til stuðnings eins og Oliver gerði af mikilli
snilld. Samstaðan og þrautseigjan í röðum bylt-
ingarmanna var orðin að engu og því reyndist
það létt verk konungssinna fyrir að endurreisa
konungsveldið 1660.
ArfleifA byltingarinnar
Enska byltingin er einn þeirra viðburða nú-
tímasögunnar sem mótað hefur seinni tíma
stjórnmálaþróun og jafnvel valdið straumhvörf-
um í viðhorfum manna til hlutverks konungs-
veldis í nútímasamfélagi. í Bretlandi sigruðu
þingræðissinnar endanlega einræðistilhneig-
ingar konungsvaldisins 1680 í hinni svokölluðu
„Dýrðlegu byltingu" (Glorious Revolution) og
hafa Bretar síðan búið við takmarkað konungs-
vald. Síðan hefur vægi þingsins sífellt aukist
þangað til völd konungsins urðu orðin tóm.
Fyrst ekki tókst að uppræta konungsveldið í
allri sinni mynd mátti í staðinn ræna það öllum
raunverulegum völdum. Hvergi í veröldinni
tókst þetta eins snemma og í Bret- landi. Þetta
fyrirkomulag er í dag fyrirmynd annarra kon-
ungsríkja, a.m.k. á Vesturlöndum.
Merkilegustu arfleifð byltingarinnar má ef
til vill finna í Vesturheimi. Margir hreintrúar-
menn flúðu ofsóknir í Evrópu, einnig frá Bret-
landi, á fyrri hluta sautjándu aldar. Jafnvel
Oliver Cromwell íhugaði sterklega að yfírgefa
gamla heiminn og byija nýtt líf í frelsi fyrirhe-
itna landsins. Margir vesturfarar sneru svo
heim til gamla Englands þegar hreintrúarmenn
höfðu tekið völdin í sínar hendur, en þegar
nýlendurnar í norðurhluta Vesturheims gerðu
uppreisn gegn valdsherrunum heima fyrir voru
það fyrst og fremst hugsjónir og trúareldmóð-
ur bresku byltingarinnar sem var uppsprettan
og innblásturinn.
Skipan kirkjumála í Bandaríkjunum hefur
allar götur síðan verið fríkirkjuskipan og veru-
legur hluti hennsr er byggður á evangelískum
grunni mótmælenda þar sem kir- kjumar eru
sjálfstæðar gagnvart yfirvöldum. Þessari skip-
an var komið á í Bretlandi þegar lýðveldið var
og hét, en biskupakirkjan var endurreist eftir
hrun lýðveldisins. I nýja heiminum gátu evang-
elískir mótmælendur hins vegar látið drauma
sína rætast um Guði velþóknanlega kirkjuskip-
an, réttlátari þjóðfélagsgerð og frelsi til at-
hafna í viðskiptum, menntun og lífínu almennt.
Frelsisyfirlýsing Bandaríkjanna 1776 og
stjórnarskrá Bandaríkjanna samþykkt 1789 eru
hugsjónir Ensku byltingarinnar og lýðveldis-
tímans endurbornar og fullgerðar. Það sem
mistókst fyrst um sinn í Bretlandi var stofnsett
í endanlegri mynd vestan hafs og með árunum
gert að veruleika í gamla heiminum. í frelsisyf-
irlýsingunni segir skýrt og afgerandi:
„Vér álitum, að sá sannleikur sé auðsær:
að allir menn séu fæddir jafnir, að skapari
þeirra hafi veitt þeim ákveðin, óræk réttindi,
þeirra á meðal lífið, frelsið og leitina að lifsham-
ingju. Rfkisstjómir eru stofnsettar meðal mann-
anna til þess að tryggja og varðveita þessi
réttindi, en þær hljóta réttmætt vald sitt með
samþykki þeirra, sem skal stjómað. Jafnskjótt
og einhver stjórn eða stjórnskipan brýtur í
bága við þessi markmið er það réttur þjóðarinn-
ar að breyta henni eða víkja henni frá völdum
og skipa nýja stjórn, en þá sé vald hennar
grundvallað á þann hátt, sem þjóðinni sýnist
líklegastur til öryggis og farsældar. “
Heimildaskrá:
Boorstein, D. J. The Araericans, The Colonial Experi-
ence, Vintage Books, New York 1958.
Davies, Godfrey, The Early Stuarts 1603-1660, Ox-
ford University Press, Oxford 1959.
Fullbrook, Mary Piety and Politics, Religion and the
Rise of Absolutism in England, WUrttemberg and
Prussia, Cambridge University Press, Cambridge 1983.
Hayek, F. A. The Constitution of Liberty, Ro-
utledge, London 1993.
Hill, Christopher God’s Englishman, Oliver Cromw-
ell and the English Revolution, Penguin Books, London
1990, og fleiri bækur.
Höfundur er M.Sc. í stjórnmálaheimspeki
ERLENDAR
BAKUR
MYND-
BREYTING-
AR MYND-
BREYTINGA
OVIDS
After Ovid - New Metamorphoses.
Edited by Michael Hofman and James
Lasdun. Faber and Faber 1996.
OVID eða réttu nafni Publius
Ovidius Naso lifði sínu andlega
fijósama, skemmtilega og dap-
urlega lífi frá 43 f. Kr. og til 17 eða
18 e.Kr. Hann orti, lifði skemmtilegu
samkvæmislífi þar til ónáð Ágústusar
keisara hrakti hann til hálf-barbarískra
landsvæða keisaradæmisins, í útlegð
við_ Svartahaf.
Ástæðan fyrir útlegðinni var atburð-
ur, sem hann var vitni að, atburður sem
gat ekki gerst og mátti alls ekki ger-
ast, hvað þá vitnast. Hann var þess
eðlis að ekki mátti minnast á hann.
Ovidius skiptist á bréfum við vini sína
í Róm úr útlegðinni, hann var nákunn-
ugur Propertiusi, þekkti Horatius en
hann þekkti Virgil aðeins í sjón. Hann
átti ijölda vina í Róm og sumir þeirra
eru aðeins kunnir vegna þess að Ovid-
ius nefnir þá. Hið ljúfa líf í Róm var
að baki, en hann orti í útlegðinni, fræg-
asta og snildarlegasta verk hans var
ort í Róm ásamt öðrum frægustu bálk-
um hans.
Metamorphoses er náma goðsagna,
anektdóta og frásagna, ekki minnst úr
grískri goðafræði, efni úr ljóðum ann-
arra skálda kemur til skila og í lok
bókanna kemur Virgil til sögunnar.
Bálkurinn skiptist upp í 15 bækur.
Höfundurinn tengir sögur og atburða-
rás snildarlega saman í samhangandi
frásögn, léttleiki og stflsnilld er höfuð-
einkennið ásamt hraðanum. Það er lík-
ast sem lesandinn sé á hraðferð um
horfna heima og stöðugar myndbreyt-
ingar goða og persóna reka hver aðra.
Það var ekki að undra að þetta verk
Ovids yrði mikið lesið á sínum tíma og
síðan út allar miðaldir og áfram. Hér
var komin kennslubók í goðafræði og
sköpunarsagan I fullri lengd, allt verkið
var fyllt ótal mennskum persónum og
jarðlegri atburðarás. Myndbreytingar
Ovids hafa um aldir orðið kveikja lista-
verka, málverka og höggmynda og áhrif
á skáldmenntina eru auðfundin í verk-
um evrópskra skálda.
Og nú á síðasta áratug annars árþús-
unds tóku tveir einstaklingar sig til og
fengu mörg ljóðskáld sem yrkja á ensku,
þar á meðal fremstu skáld þeirrar
tungu, að yrkja nýjar myndbreytingar
með verki Ovids sem kveikju. Það sem
skáldunum var ætlað, var að þýða, end-
urskynja og skýra sögurnar og atburð-
ina sem var „hráefni" Ovids, ígrunda
sögumar að nýju og endurskapa þær
hver á sinn hátt. Skáldunum var ætlað
að endurnýja Ovid, enduryrkja efnið.
Ted Hughes byijar frásögnina af
sköpuninni, hinum Qórum aldaskeiðum
og Jorie Graham yrkir um flóðið. Síðan
koma frásagnir og ljóð úr hinu mikla
verki í endursköpun.
Fjölmörgum sögum er sleppt en þrátt
fyrir það er bókin tæpar 300 blaðsíður.
Að enduryrkja foman kveðskap og
gefa honum nýtt líf hefur verið stundað
áður, en ekki kerfisbundið eins og þessi
tilraun vottar.
Endumýjun og tilvísanir til fomra
texta em tilraun til „endumýjunar
skáldskaparins". Á síðari hluta þessarar
aldar hefur slík nýsköpun skáldskapar-
ins átt sér stað auk þess sem „þan orða
og hugtaka“ hefur auðgað skáldskapar-
málið. Þessi einkenni er m.a. að finna
sérstaklega í ljóðum tveggja íslenskra
skálda, Kristjáns Karlssonar og Matt-
híasar Johannessens, sbr. Jan Jörgen
Tönseth í Dagbladet, Oslo.
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 1997 9