Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Side 19

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Side 19
Morgunblaóió/Kristinn MORTEN Krogvold hefur um árabil verið ífremstu röð norrænna Ijósmyndara. FÓLK í FYRIRRÚMI SYNING á ljósmyndum eftir Norðmanninn Morten Krogvold verður opnuð í sýningarsöl- um Norræna hússins í dag kl. 15. Saman- stendur hún af fimm myndaröðum þar sem fólk er leitt til öndvegis. Tvær raðir eru til- einkaðar listamönnum, annars vegar heims- kunnum, svo sem Luciano Pavarotti og Mstislav Rostropovitsj, og hins vegar nor- rænum, eins og Ulf Lundel. Þriðja röðin er af afrískum öldungum sem Krogvold tók að beiðni yfirvalda í Botswana fyrir skemmstu og sú Jjórða frá Norsku kvikmyndahátíðinni í Haugasundi. Loks getur að líta myndaröð þar sem hreyfing og dans eru viðfangsefnið. Á sýningunni eru eingöngu svart/hvítar ljósmyndir sem eru Krogvolds ær og kýr. „Listmálarar geta gert litnum miklu betri skil en ljósmyndarar, þannig að ég hef að mestu látið þeim hann eftir. Svartur og hvít- ur eru litir ljósmyndarans." Vinnu sinni lýs- ir listamaðurinn sem stöðugri leit að fegurð, þótt hann sækist ekkert sérstaklega eftir því að myndir sínar séu fallegar í sjálfu sér. „Norska sjónvarpið gerði meira að segja heimildamynd um mig um árið undir yfir- skriftinni Hræðileg fegurð.“ Krogvold hefur um árabil verið í fremstu röð norrænna ljósmyndara. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1980 og tók þátt í árlegum listsýninum á vegum norska rikis- ins í nokkur ár. Þá hefur hann haldið sýning- ar í París, Peking, Dublin, Botswana og í Bandaríkjunum, auk þess sem honum var boðið að sýna í tengslum við opnun Filmens Hus í Osló á liðnu ári. Nefndist sýningin „100 ár - 100 portretter". „Morten Krog- vold feirer filmens 100 ár“. Krogvold hlaut Fotografíprisen 1989 fyrir „færni og ein- stakt framlag sem skapandi Ijósmyndari" og var fyrsti fulltrúi Noregs á umfangs- mestu ljósmyndasýningu Norðurlanda sem haldin var 1993. Sýningin í Norræna húsinu er fyrsta sýn- ing Krogvolds á íslandi en hingað hefur hann komið í tvígang áður. Hafði hann reyndar hug á að mynda land og lýð fyrir sýninguna en kom því ekki við vegna annríkis — „því rniður". Úr því hyggst listamaðurinn bæta meðan á dvöl hans stendur núna, „til að kom- ast á bragðið“, og í nánustu framtíð. í tengslum við sýninguna heldur Krogvold fyrirlestur í fundarsal Norræna hússins á morgun, sunnudag, kl. 16. Nefnist hann: „Visuell kommunikasjon. Tanker om foto- grafi“. Sýningin stendur til 16. febrúar og verður opin daglega frá kl. 14-19. Vítt og breytt um söngsvið tenórs og sóprans Morgunblaóió/Kristinn KRISTÍN R. Sigurðardóttir sópran og Arnar Gunnar Hjálm týsson tenór ásamt undirleikara sínum Iwonu Jagla. KRISTÍN R. Sigurðardóttir sópran og Arnar Gunnar Hjálmtýsson tenór halda tón- leika í Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði í dag kl. 17. Kristín og Arnar hafa bæði stundað söngnám á Ítalíu undanfarin ár en þetta eru fyrstu tónleik- arnir þeirra hér á landi. í samtali við Morgunblaðið sagði Arnar að hann væri enn við nám á Ítalíu en Kristín hefði lokið námi sínu og væri nú að vinna í því að koma sér á framfæri, bæði hérlendis og erlendis. „Fólk hefur lengi beðið þess að fá að heyra í okkur hérna heima og veit ég til dæmis að þessir tónleik- ar eru kærkomið tækifæri fyrir ættingja og vini til að heyra okkur syngja." Arnar segir að á tónleikunum verði fluttar óperuaríur og íslensk einsöngslög. „ Við munum fara vítt og breitt um söng- svið tenórs og sóprans. A efnisskránni eru lög eftir Sigurð Þórðarson, Sigvalda Kaldalóns, Þórarin Guðmundsson, Árna Björnsson, Sigfús Einarsson, Arna Thor- steinsson og Pál ísólfsson og aríur úr óperum eftir Puccini, Mozart, Rossini, Verdi og fleiri." Undirleikari á tónleikunum verður Iwona Jagla, píanóleikari. TVEIROLIKIR HEIMAR TONLIST Illjómdiskar DE LALANDE Legons de Ténébres: Tónlist eftir Michel Richard De Lalande, Marin Marais, Robert de Visée og Louis Couperin. Flytjendur: Isabelle Desrochers (sópran), Mauricio Buraglia (bassa-lúta), Nima Ben David (gamba) og Pierre Trocellier (semball, org- el). Útgáfa: Auvidis-Astrée EÍ-8592. Verð: Kr. 1.899 - Japis. En upp úr stendur að LeQons De Ténébres er afar áhrifaríkur diskur sem áhugafólk um barokktónlist ætti ekki að láta fram hjá sér fara. SIBELIUS Jean Sibelius: Sinfónía nr. 5, op. 82 (frum- gerð). En Saga op. 9 (frumgerð). Hljóm- sveitarstjóri: Osmo Vanskii. Hljómsveit: Sinfóníuh|jómsveitin í Lahti. Útgáfa: BIS CD 800. Verð: Kr. 1.490 - Japis. EKKI er hann árennilegur við fyrstu sýn þessi diskur. Framhliðin er sláandi og gefur tóninn: vinstra megin prýðir hana túlípani, á miðri mynd og í forgrunni er hauskúpa og til hægri stundaglas. Skila- boðin um hverfulleika lífsins eru skýr og myndin vel gerð og áhrifarík. Svo er einn- ig um tónlistina. Ég þori að fullyrða að þessi tónlist láti engan ósnortinn. Marin Marais (1656-1728) er mörgum kunnur þó ekki væri fyrir annað en tón- listina í kvikmyndinni Allir heimsins morgnar. Couperin-nafnið hljómar einnig kunnuglega en þó er hér ekki um hinn fræga Franijois Couperin að ræða heldur föðurbróður hans, sembal- og orgelleikar- ann Louis (1626-1661), sem aðallega samdi sembalverk. Robert de Visée (1660-1725) var lútuleikari og tónskáld við hirð Frakkakonungs. Enn er ónefndur Michel - Richard De Lalande (1657-1726) tónskáld og organ- isti og síðustu æviárin tónlistarstjóri við hirðkirkju Frakkakonungs. Diskurinn inniheldur þrjú Lefons de Ténébres eftir De Lalande. Þessi tónverk voru ætluð til flutnings þrjá síðustu daga dymbilvikunn- ar við svokallaðar Tenebrae - guðsþjón- ustur (tenebrae (latína) = myrkur). Kirkj- an skyldi aðeins upplýst 15 kertum sem slökkt var á einu í einu og átti sú athöfn að tákna það er lærisveinarnir yfirgáfu frelsarann. Á einu kertanna, sem falið var aftan við altarið, logaði allan tímann og átti það að tákna hinn greftraða Krist og vera til merkis um guðdóm hans og upprisu. Tenebrae voru í raun nokkurs konar tónleikar þar sem skiptust á söngv- erk, leQons og hljóðfæratónlist eða ritning- arlestur. Því myndaðist við þessar athafn- ir dramatísk heild sem átti nokkuð skylt við óperu þessa tíma. Á diski þessum hafá verið valin svokölluð minningartón- verk; tombeaux, (tombeau (franska) = legsteinn, gröf) eftir önnur tónskáld til skiptis við lecons De Lalandes. Hér er um að ræða afar vandaðan og vel uppbyggðan disk sem nýtur sín vel þegar hlustað er á hann frá upphafi til enda. Að öðrum tónlistarmönnum ólöstuð- um ber söngkonan Isabelle Desrochers af. Flutningur hennar ber vott um ríkan skilning á tónlistinni og textanum, en hann er fenginn úr Harmljóðum Jeremías- ar. Víða má fínna dæmi um áhrifaríka túlkun þessarar vönduðu söngkonu en til dæmis vil ég nefna nefna niðurlag hvers lecon er hún syngur Jerusalem, convert- ere... yfir fallandi hálftónaskala. Flutn- ingurinn einkennist af mikilli og vaxandi dramatík sem nær hápunkti sínum í niður- lagi LeQon du Vendredi (nr. 6: 10:03-) en það er sungið af fáheyrðum innileik. Einnig er vert að nefna gömbuleikarann Nima Ben David. Hann hefur silkimjúkan tón sem hæfír vel þessari tegund tónlist- ar. Dæmi um fágaðan leik hans má heyra í lokaverkinu Tombeau de Sainte Colombe eftir Marais (Nr. 7, hlustið t.d. á 2:09 - 2:54). Reyndar fínnst mér hann vanta svolítið af snerpu og tilfinningaþunga Jordi Savall sem hljóðritað hefur mikið af tónlist Marin Marais og hefur af sinni óviðjafnanlegu snilld tekist að varpa nýju ljósi á þessa fögru tónlist. Mæla má t.d. með diskunum Marais: Pieces de Viole du quatrieme Livre (Astré Auvidis E 7727) eða La Musique au temps de Mar- in Marais (Astrée Valois V 4681) sem inniheldur ýmis stykki franskra samtíma- manna Marais auk nokkurra þekktustu verka hans fyrir gömbu. EKKI er laust við að nú þurfi að setja sig í önnur spor. Við erum nú stödd í frostköldum skógum lands hinna þúsund vatna og erum í félagsskap ástsælasta tónskáld þess. Sibelius lauk við frumgerð fimmtu sinfóníunnar árið 1915 og var hún frum- flutt sama ár. Hann var óánægður með verkið í þeirri gerð og endurskrifaði það ári seinna fyrir annan flutning þess. En Sibelius var ekki enn sáttur við sköpunar- verk sitt og endurskoðaði það í annað sinn. Endanleg gerð þess leit svo dagsins ljós árið 1919. Verkið var nú 200 töktum styttra en frumgerðin, kaflarnir voru nú þrír í stað fjögurra og kaflaheitin allt önnur. Þegar hlustað er á disk eins og þennan veltir maður fyrir sér hvaða sjónarmið ráða í þessum geira tónlistarlífsins. Mér finnst sagan um tilurð fimmtu sinfóníunn- ar segja það sem segja þarf um vilja tón- skáldsins og afstöðu hans til sköpunar- verks síns. Sibelius var alla tíð mjög sjálfs- gagnrýninn og að sjálfsögðu var honum meinilla við að láta eitthvað frá sér fara sem hann var óánægður með. Erfíngjar Sibeliusar voru andvígir því að verkið kæmi út í upprunalegri mynd því þeir töldu að það myndi stangast á við óskir tónskáldsins. Seinni kynslóðir fjölskyld- unnar voru ekki sama sinnis og nú hafa menn hljóðritað þessa frumgerð sem að mínu áliti er meingölluð. Verkið hangir illa saman, fyrstu kaflarnir tveir, sem Sibelius sameinaði seinna í einn upphaf- skafla, enda í lausu lofti (nr. 1, 8:23 og nr. 2, 5:02-5:10) og allt yfirbragð verks- ins virkar hrátt (hlustið t.d. á einkenni- lega ómstrítt upphaf þriðja kafla, nr. 3, 0:00-1:35, sem fellur illa að pizzicatto- stefinu). Sá kynngikraftur og spenna sem lokaútgáfan býr yfir er hér alls ekki til staðar. Hér vantar upphafstóna horn- anna, stigvaxandi hraðann og þá upp- byggingu spennu sem eru aðaleinkenni fyrsta kafla lokaútgáfunnar. Og vill nokk- ur sem þekkir „venjulegu“ útgáfuna vera án hins hetjulega andrúmslofts lokakaf- lans og „hamarshögganna" í lokatöktun- um? Ekki ég. Um tónaljóðið En Saga gegnir öðra máli. Þótt upprunaleg gerð þess sé nokk- uð langdregnari en endanleg útgáfa og framvindan ekki jafn rökrétt þá er þessi frumgerð verksins mjög glæsileg á köflum og forvitnileg því hún inniheldur þar að auki efni sem ekki hefur heyrst áður (nr. 5, 9:45-13:05). En fremri 1902-útgáf- unni er hún ekki. En flutningur verkanna er hins vegar f einu orði sagt framúrskarandi. Lahti- hljómsveitin er feiknarlega góð, strengja- hljómurinn þéttur og blæbrigðaríkur og málmblásararnir glæsilegir (t.d. nr. 5, 8:32- 9:10) eins og vænta má úr þessari átt. Tæknileg gæði era með því besta sem ég hef heyrt og „dýnamíkin" með ólíkind- um (hlustið t.d. á „pianissimóið“ í nr. 4, 3:50-5:00). Það þarf ekki að koma ís- lenskum tónlistaráhugamönnum á óvart að Osmo Vanská nær hljómsveitinni á talsvert flug. Rétt er að geta þess að hljóð- ritun þessi hefur vakið mikla athygli og er það ekki hvað síst að þakka því að hún fékk verðlaun Gramopúone-tímaritsins árið 1996 fyrir framúrskarandi upptöku- gæði. En vert er að spyija: Er rétt að grafa ofan í skúffubotn látins listamanns og birta það sem hann sjálfur hafði hafnað? w~ Það finnst mér hæpið. Valdemar Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR I. FEBRÚAR 1997 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.