Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUMBLAÐSINS ~ MI\M\(./IISI1I{ 7. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR EFNI Úlfaldablóð Nestor íslenzkra málara Louisa Matthíasdóttir stendur á áttræðu um þessar mundir. Listakonan hefur lifað og starfað í New York frá árinu 1943, en Bragi Ásgeirsson segir í grein um hana, að andrými og skynsvið athafna hennar teljist öðru frem- ur íslenzkt. Hún er íslenzkur heimsborg- ari og skynjar, hugsar og málar á íslenzku. Tómas Gíslason er einn af athyglisverðari kvikmyndamönnum af yngri kynslóðinni í Danmörku. í samtali við Sigrúnu Davíðs- dóttur ræðir hann um áhrifin af íslensku landslagi, sem hann segir eiga þátt í því, að á íslandi séu engir fordómar gegn list- rænni tjáningu. nefnir Þorvaldur Gylfason_grein sína um auðlegð þjóða og sljórnun Islendinga á fiskveiðunum, þar sem hann veltir fyrir sér í sambandi við fiskveiðarnar, hvort við tökum of mikið blóð úr úlfaldanum, og vitnar í orð Rögnvaldar Hannessonar um ósljórn, en auk þess séu það ekki auðlindir náttúrunnar sem mestu ráði um auðlegð þjóða, heldur mannauðurinn. íslendingurinn Dresden er ekki að fullu risin úr rústum heimsstyrjaldar- innar. Til dæmis er nú verið að púsla saman Frú- arkirkjunni, stein fyrir stein. Þetta og fleira eftir- minnilegt sáu ís- lenzkir Bach- aðdáendur, sem voru a ferð a sloð- um tónskáldins, svo sem sagt var frá í fyrri hluta í síðasta blaði. Greinina skrifar Már Viðar Másson. Á forsíóunni er hluti af sjálfsmynd Louisu Matthíasdóttur sem verður áttræð 20 febrúar næstkomandi. STEINN STEINARR COLUMBUS Um saltstorkið hár þitt skein sóldýrð ókunnra landa, og sægrænu bliki sló um þinn stormbitna hvarm. Mót heimsálfu nýrri hófstu þinn máttuga arm og heilsaðir fýllingu draumsins og sigri þíns anda. Samt duldist í sál þinni dimmur og ögrandi grunur: Mun draumurinn rætast að lokum? Er þetta þá allt? Hvað er fyrir handan? Það hljómaði storkandi og kalt eins oghláturhins brimhvíta stormsgegnum úthafsins drunur. Og skip þitt hélt áfram um áttleysur hrynjandi sjóa. Sjá! Enn er hin sigg-gróna hönd þín á stjómhveli föst, og eirðarlaust blóð þitt mun eilífð ei kyrra né róa. Svo sigldu þá, skipstjóri, án sátta við drottin og fjandann! Það er sál þín, sem kallar úr djúpsins hrapandi röst jafn friðlaus og þjáð eins og forðum: Hvað er fyrir handan? Steinn Steinarr (Aðalsteinn Kristmundsson), 1908-1958, var upprunninn úr Dala- sýslu, en ótti lengst af heima í Reykjavík og varð brautryðjandi I módernískri Ijóðagerð. Frá yngri órum hans eru vinstrisinnuð baráttukvæði, en síðar varð sérstök kaldhæðni einkenni ó Ijóðum hans. TILGANGUR LÍFSINS RABB RÉTT fyrir síðustu jól kom út hjá Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfunni í ís- lenzkri þýðingu afar at- hyglisverð bók eftir austur- ríska geðlækninn Viktor Frankl, Leitin að tilgangi lífsins. Höfundur segir frá veru sinni í fangabúðum nazista í Ausch- witz. Flestir hafa lesið um þann hrylling sem fangarnir upplifðu í þessum einangr- unarbúðum og séð myndir af þeim ósköp- um sem þar áttu sér stað. Frankl hefur litlu við þær lýsingar að bæta. En það sem er sérstakt við bók hans er að hún lýsir því hvernig hægt var — og raunar lífs- nauðsynlegt — að finna tilgang við að- stæður þar sem lífið var nær endalaust böl og þjáning. Frankl lýsir því hvernig allt lagðist á eitt í einangrunarbúðunum við að koma föngunum á kné. Öll gildi lífsins voru fótum troðin og það virtist ekki þjóna neinum tilgangi að lifa. En mitt í þessum ömurlegu aðstæðum lýkst það upp fyrir Frankl að einstaklingurinn á þess alltaf kost að finna lífi sínu til- gang. I aðstæðum einangrunarbúðanna var ljóst að spyrði maður um tilgang lífs- ins og vænti svars í Ijósi þeirra lífskilyrða sem mönnum voru búin, þá yrði spurning- in fáránleg. Þess vegna varð einstakling- urinn að beina spurningunni að sjálfum sér, spyija sig þess hvað hann hefði að lifa fyrir. Með því að krefja sjálfan sig svars gerir einstaklingurinn sér ljóst að hann verður sjálfur að bregðast við að- stæðum sínum og að hann einn ber ábyrgð á því svari sem viðbragð hans felur í sér. Einstaklingurinn er, með öðrum orðum, fijáls til að velja hvernig hann bregst við því sem að höndum ber og þar með kemst hann ekki hjá að gefa lífi sínu tilgang. Þegar spurningunni um tilgang lífsins er beint að manni sjálfum kemur ekki nema eitt svar til greina: „Eina svarið sem hann getur gefíð lífinu er að axla ábyrgð," skrif- ar Frankl (s. 97). Ein leið til að orða spurninguna um tilgang lífsins þegar allt virðist marklaust er: Hvers vegna svipti ég mig ekki lífi? Því sá sem hefur eitthvað hvers vegna getur afborið næstum allt hvernig, eins og Nietzsche komst að orði. Sá sem hefur eitthvað til að lifa fyrir getur þraukað við ótrúlegustu lífsskilyrði. Franski tilvistar- heimspekingurinn Albert Camus hélt því fram að eina alvarlega heimspekilega spurningin sem menn yrðu að spyija sig væri: Er lífið þess vert að því sé lifað eða ekki? Líkt og Frankl sýndi Camus fram á að það væri ranghugsun að vænta ein- hvers af lífinu og leggja árar í bát þegar það virtist ekki hafa upp á neitt að bjóða. Báðir kenna þeir að við verðum að spyija í staðinn hvers lífið geti vænzt af okkur. Aðstæður hverrar manneskju eru einstæð- ar og þess vegna verður hver og einn að finna sína leið, bregðast á sinn hátt við þeim verkefnum sem lífið leggur honum á herðar. Höfuðatriðið er að hann gangist við frelsi sínu og axli ábyrgðina sem því fylgir. Krefji hann aftur á móti lífið um algildan tilgang sem er óháður honum sjálfum býður hann fjarstæðunni heim. Hann gerir þá sjálfan sig að leiksoppi kringumstæðna, fórnarlambi sem fær ekki tilgang lífsins á silfurfati. Hvaða lærdóma getur fólk sem býr í allsnægtasamfélagi dregið af tilvistarkjör- um fanganna í Auschwitz? Fljótt á litið virðist sem betur fer ekkert vera sambæri- legt við þessi tvenns konar lífsskilyrði. En þegar betur er að gáð sést að grein- ingu Frankls á tilgangi lífsins má heim- færa á allar aðstæður mannsins. Sá nakti sannleikur sem blasti við þegar umbúða- laus hryllingurinn réð ríkjum er hins veg- ar auðveldlega dulinn í þægindum og gleiðigjöfum neyzlusamfélagsins. í að- stæðum þar sem allir keppast við að hafa allt til alls er ofur skiljanlegt að leitin að tilgangi lífsins beinist út á við og menn bindi vonir við að finna hann á markaðs- torginu. En yfirleitt rekast menn á það lögmál lífsins sem annar geðlæknir, Magnús Skúlason, orðaði svo skemmtilega við mig á dögunum: „Það er ekki allt feng- ið með þvi að fá allt.“ Þessi sannindi ljúk- ast þó oft ekki upp fyrir mönnum fyrr en þeir lenda í einhvers konar lífskreppu sem veldur því að þeir veggir vanans sem villa okkur sýn hrynja. Allar viðteknar viðmiðanir geta misst gildi sitt í slíkum aðstæðum og einstaklingurinn stendur einn á berangri tilverunnar, jafnvel mitt í allsnægtunum. Kenning Frankls leiðir í ljós að eina bjargráðið í slíkum aðstæðum er endurnýj- uð vitund um tilgang lífsins. Ef einstakl- ingurinn nær að grípa til þess ráðs getur tilvistarkreppan orðið honum til góðs. Hann kemst til vitundar um frelsi sitt og ábyrgð, rýfur sig úr sjálfgefnu samhengi hlutanna og kemst til manns. En hitt er líka algengt að menn reyni að fylla upp í tilvistartómið með alls kyns öðrum ráðum sem í raun eru flóttaleiðir. Þá reynir ein- staklingurinn að flýja ábyrgð sína á eigin lífi og leitar í hluti eða fyrirbæri sem geta ekki veitt honum lífsfyllingu. Það er alveg sama hversu miklu dóti menn hrúga í kringum sig, hversu oft og lengi þeir fá svalað löngunum sínum, það bætir þeim ekki upp tilgangsskort. Jafnvel enn hættu- legra er að líta á slíkan tilvistarharm sem sjúkdóm eða geðrænan kvilla sem hægt er að gefa uppörvandi lyf við. Tilvistar- tómleiki er eðlileg tilfínning manneskjunn- ar og hún verður sjálf að finna tilganginn með lífi sínu. Enginn getur fundið hann eða náð honum nema einstaklingurinn sjálfur. Tómhyggjan birtist hins vegar í því þegar menn hafna því að takast sjálf- ir á við það verkefni að fylla upp í tilvistar- tómið. Það er athyglisvert að þótt einstakl- ingurinn verði sjálfur að fínna tilganginn með einstöku lífí sínu, virðist lífið lúta almennum lögmálum sem öll tilgangsleit verður að hlíta. Viktor Frankl telur þau kristallast í því sem hann kallar að taka áskorun lífsins. Sú áskorun mætir manni við hvert fótmál og henniverður að taka af ábyrgð og heilindum. Ég ræð litlu um það hvað mætir mér handan við hornið, en einstætt tækifæri mitt er fólgið í því að velja hvernig ég ber það sem á mig er lagt. Þess vegna hefur líf mitt tilgang. VILHJÁLMUR ÁRNASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.