Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 13
SÖNGUR
OG LISTIR í
PÓDALNUM
EFTIR RÓS INGADÓTTUR
FRÁ MIÐJUM september síðastliðn-
um fram í miðjan október, dvaldi
ég í Róvígó á Italíu. Ég stundaði
söngnám hjá þeirri góðu konu frú
Rínu Malatrasi. Ég kynntist henni
í september í fyrra og hef farið
til hennar í söngtíma nokkrum
sinnum síðan. Frú Rína er mjög
góður kennari og kennir svo ekki verður um
villst hina einu sönnu bel-canto söngtækni. Sú
tækni byggist meðal annars á því að hugsa
alla tóna, jafnt háa sem lága, á einum og sama
stað fremst í andlitinu. Allt til þess að tónninn
megi berast sem lengst og best. Til skýringar
má geta þess að stór tónn sem kemur úr hálsi
er stór framan við munnholið, en dettur fljót-
lega dauður niður og verður að engu. Hann
berst ekki. Lítill tónn á réttum stað, myndaður
samkvæmt bel-canto tækninni, smýgur inn í
öll hom á stærstu óperuhúsum.
Róvigó
Róvígó er mjög falleg gamalgróin borg og
þar búa u.þ.b. 60 þúsund manns. Hún er í
miðjum Pódalnum 77 km frá Feneyjum. Allt
er þar í föstum skorðum og varla asi á nokkr-
um manni. Þar gefur fólkið sér tíma til að
spjalla saman á götum úti, brosa og bjóða
óspart góðan daginn og kvöldið. Þar halda
menn líka hvíldardaginn heilagan. Velmegun
virðist þar mikil og fólk er ákaflega vel til
fara. Sérstaklega kvenfólkið. ítalskar konur
eru alveg einstaklega fallega klæddar, fallega
snyrtar, nettar og kvenlegar. Eitt helsta ein-
kenni borgarinnar eru tveir turnar frá 9. öld,
annar nokkuð hár, hinn lægri. Þeir eru tengd-
ir með virkisvegg og standa saman í fallegum
garði i hjarta borgarinnar.
Tvær kirkjur fannst mér athyglisverðar í
Róvígó, þótt vitanlega séu miklu fleiri kirkjur
í borginni. Önnur er Dómkirkjan sem er mjög
stór og þunglamaleg að utan, en glæsileg að
innan. Hin er La Rotonda og henni ætla ég
að segja svolítið frá.
Kirkjan fagra
La Rotonda er einstaklega fögur lítil kirkja,
átthyrnd (octagon), um 400 ára gömul. Hún
er mjög látlaus að utan en gullfalleg að innan,
enda gulli skreytt. Það er hrein opinberun að
koma inn í hana, þvi hún er þakin listaverkum,
málverkum og höggmyndum eftir ítalska lista-
menn. Meðal þeirra sem hafa málað málverkin
eru Francesco Maffei, Pietro Liberi, Giovanni
Brunelli o.fl. Að mínu mati gefur La Rotonda
Sixtínsku kapellunni í Vatíkaninu lítið eftir að
fegurð og þar að auki er miklu auðveldara að
komast að henni. Síðast þegar ég fór þar inn,
hitti ég ítölsk hjón frá Genúa. Þau höfðu ekki
hugmynd um að það væri svona falleg kirkja
í Róvígó og voru alveg frá sér numin af hrifn-
ingu. Þau voru reyndar afskaplega vel að sér
um ísland. Þau vissu m.a. að það var farið að
gjósa í Vatnajökli (þess var ekki getið í fjöl-
miðlum á Ítalíu fyrst í stað), að Reykjavík
væri höfuðborgin og að það væri ekki svo kalt
á Islandi, þvi Golfstraumsins nyti við. Það var
reyndar athyglisvert hversu margir nefndu
Reykjavik eftir að ég hafði svarað að ég væri
frá_ Islandi.
í Róvigó búa um þessar mundir þrír íslend-
ingar. Það eru þau Halla Margrét Ámadóttir,
Kristín Sigurðardóttir og Amar Gunnar Hjálm-
týsson. Þau stunda öll söngnám hjá frú Rínu.
Þennan mánuð sem ég dvaldi í borginni vorum
við einnig þijú, þvi ég bjó í íbúð Höllu Margrét-
ar á meðan hún undirbjó og hélt tónleika á
íslandi. í nágrenni Róvígó eru margar fallegar
og sögufrægar borgir. Þær helstu eru Feneyj-
ar, Veróna, Bologna, Padóva og Modena,
heimaborg Pavarottis.
Avintýri i Modena
Þangað lá leið okkar íslendinganna þriggja
þriðjudaginn 1. október. Erindið var að fýlgja
Kristínu í söngkeppni þar og svo auðvitað að
skoða borgina. Kristín átti að mæta í keppnina
kl. 17 svo við lögðum af stað um tvöleytið frá
ÚTSÝNI yfir Rovigo.
í Róvígó búa um þessar
mundir þrír Islendingar.
Það eru þau Halla
Margrét Arnadóttir,
Kristín Sigurðardóttir og
Arnar Gunnar Hjálmtýsson.
Þau stunda öll söngnám
hjá frú Rínu.
Róvígó. Ferðin tók rúma klukkustund eftir
hraðbrautinni. Við komumst hratt og örugg-
lega yfir, enda minnti ökulag Amars Gunnars
mjög á þýsku kappaksturshetjuna Schumac-
her. Er við komum inn í Modena lögðum við
bílnum og fórum fótgangandi að leita að Te-
atro Communale, þar sem keppnin átti að fara
fram. Við nutum þess að ganga um borgina í
veðurblíðunni. Modena er ákaflega falleg og
afar virðuleg borg. Við fundum leikhúsið sem
er einnig óperuhús. Að utan er byggingin mjög
stór og þung í sniðum með glæsilega framhlið.
Þama var Renata Scotto með tónleika helgina
áður, eða 28. september. Svona leik- og óperu-
hús eru í öllum borgum á Ítalíu. Einnig í Ró-
vígó, bara svolítið minna. Mig langaði mjög
að skoða salinn og hlusta á söngvarana sem
tóku þátt í keppninni. Ég gekk inn á sviðið
og horfði á salinn. Hvílík fegurð og hvílíkur
virðuleiki.
Mér fannst þetta vera eins og smækkuð
mynd af La Scala í Mílanó. Sætaraðir á gólf-
inu og stúkur í boga umhverfis salinn á fimm
hæðum uppundir loft. Ég kom mér fyrir í einni
stúkunni á neðstu hæðinni. Það var nú víst
ekki ætlast til þess, en ég sat afskaplega stillt
í minni stúku. Dómnefndin var skipuð fjórum
karlmönnum og .sátu þeir í stúku á fimmtu
hæð beint á móti sviðinu. Þá gætu þeir örugg-
lega heyrt hversu vel raddimar bærust til þeirra
og hversu vel þær hljómuðu í húsinu. Keppend-
KIRKJAN La Rotonda í Rovigo.
ur áttu að syngja tvær aríur. Ef vel tókst til
leyfðist þeim að ljúka báðum aríunum. En ef
dómnefndinni þótti nóg um og líkaði ekki söng-
urinn, klöppuðu þeir í miðjum klíðum og sögðu
„grazie“. Þá átti viðkomandi keppandi að
hverfa af sviðinu.
Þegar ég kom inn í mína stúku var ítölsk
söngkona að syngja. Hún var stór og mikil,
dramatískur sópran, söngur hennar stórgóður
og fyllti salinn vel. Þá fékk ég að heyra þenn-
an úrvals hljómburð í húsinu. Hver einasti tónn
barst til mín skýrt og greinilega, hvort sem
hann var veikur eða sterkur. Sú ítalska fékk
að ljúka við báðar sínar aríur óáreitt. Næsti
keppandi var líka ítölsk sópransöngkona. Rödd
hennar var klemmd í hálsinum og barst illa
um salinn. Það var eins og tónamir hálfdæju
áður en þeir komust í miðjan sal. Hún var
ekki búin að syngja lengi þegar klapp heyrðist
úr stúku dómnefndar. Þeir báðu hana að hætta
við þessa aríu. Þeir sögðu að hún gerði engan
greinarmun á veikum og sterkum tónum. Þeir
báðu hana að syngja seinni aríuna. En það var
eins og hún færi út af laginu eftir að vera
klöppuð niður og hún náði sér ekki á strik
eftir það. Þeir þökkuðu henni fyrir og hún
hvarf á braut.
Japönsk sópransöngkona var næst á sviðið.
Við höfðum einmitt verið að tala um það á
leiðinni, hversu framarlega Japanir væm oft í
keppnum. Við vomm sammála um að það gerði
Höfundur er I söngnómi ó Ítalíu.
í MODENA: Söngkonurnar Rós Inga-
dóttir og Kristín Sigurðardóttir. Til
vinstri er unnusti Kristínar, söng-
neminn Arnar Gunnar Hjálmtýsson.
aginn og eljusemin hjá Japönum. Nú byij-
aði japanska stúlkan að syngja. Röddin var
fremur loftkennd og óþétt og það fór á sama
veg og hjá þeirri sem á undan var. Röddin
barst ekki nægilega langt frá sviðinu. Dóm-
nefndin leyfði henni að ljúka við fyrri aríuna
en svo kom „grazie“. Þar brást japanska
þrautseigjan. Nú var röðin komin að Krist-
ínu. Hún hefur mjög fallega lýríska sópran-
rödd og hún söng báðar sínar aríur með glæsi-
brag. Hljómburðurinn í húsinu naut sín til fulls
og ég fékk að heyra hversu mögnuð bel-canto
söngtæknin er. Að söng Kristínar loknum
hlustuðum við öll saman á frábæran léttan
sópran (soprano leggiero). Hún fékk einnig að
syngja báðar sínar aríur. Að lokum hlustuðum
við á japanskan barítón. Það var eins ástatt
fyrir honum og japönsku stúlkunni, svo við
drógum þá ályktun að þau væru hjá sama
kennara. Það er skoðun mín að leik- og óperu-
húsin á Ítalíu séu byggð fyrir bel-canto söng,
sem berst um allan sal. Ekki síst eftir þessa
reynslu í Teatro Communale í Modena. Þetta
var lærdómsrík ferð og við lukum henni með
því að fá okkur kvöldverð undir berum himni.
Ósk wm betri tíó
Starfsmaður Samtaka um tónlistarhús tjáði
mér fyrir skömmu að til væri u.þ.b. 10 ára
gömul teikning af tónlistarhúsi eftir Guðmund
Jónsson arkitekt. Einnig að þessu fyrirhugaða
húsi væri ætlaður staður í Laugardalnum.Mér
þykir illa komið fyrir þessari annáluðu menn-
ingar- og dugnaðarþjóð að geta ekki komið því
í verk að reisa eitt einasta tónleikahús. Það
er sárt til þess að vita þegar upp spretta á
mettíma byggingar fyrir hundruð milljóna, sem
þyrftu eflaust ekki að vera svona dýrar. Verð-
ur mér hugsað til dómhússins við Amarhvál.
Ég vona innilega að röðin sé komin að tónleika-
húsi í allra nánustu framtíð.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 1997 13