Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 10
LOUISA Matthíasdóttir á heimili sinu í New York 1992. Louisa Matthíasdóttir verður óttræð 20. febrúar. Hún hefur búið starfsævina vestanhafs, en er eins og BRAGl ÁSGEIRSSON segir íslenzkur heims- borgari, sem skynjar hugsar og mólar ó íslenzku. LOUISA Matthíasdóttir stendur á áttræðu um þessar mundir, svo hún telst Nestor íslenzkra málara, en mjótt er á munum þar sem sömu tímamót ber upp í lífí Krist- jáns Davíðssonar á miðju sumri. Þótt listakonan hafí lifað og starfað í New York frá árinu 1943, verið gift nafnkenndum amerískum málara, Leland Bell, telst andrými og skyn- svið athafna hennar öðru fremur íslenzkt. Eðlilega má kenna ýmsa anga listar Vestur- heims í útfærslu verka Louisu, en grunntónn- inn er evrópskur í samræmi við menntun hennar í Kaupmannahöfn á árunum 1934-37, þar sem hún var samtíða Nínu Tryggvadótt- ir, stundaði nám við listiðnaðarskólann en Nína við akademíuna. Louise var svo vetur- langt 1938-39 í einkaskóla Marchel Gromaire í París, sem var einn nafnkenndasti málari Parísarskólans á þeim árum, áður hafði Þor- valdur Skúlason verið þar viðloðandi tvö ár í upphafi áratugarins. Koma áhrifin sem þær stöllur urðu fyrir af framsækinni samtimalist greinilega fram í myndverkum beggja, þó svo að list Nínu hafí fljótlega tekið að þróast í átt til óhlutbundinnar tjáningar, en Louisa hafí alla tíð stuðst við hlutlæg fyrirbæri. Hvor á sinn hátt hafa þær farið eftir þeirri reglu tímanna, módemismans, að halda tryggð við hinar byltingarkenndu dyggðir klassískrar listar í anda endurfæðingarinnar. Á árum fyrir seinni heimstyrjöldina var mikið að gerast í dönskum núlistum, margir þeir að koma fram sem seinna urðu frum- kvöðlar óhlutlægs mjmdmáls og óformlegrar tjáningar, til að mynda hópurinn í kringum Linien og seinna Helhesten, sem 1948 mynd- aði kjaman í Cobra. Meðal þeirra sem vom leiðandi af eldri kynslóð og áhrifavaldar skulu helst nefndir Harald Giersing, Vilhelm Lund- ström og Edvard Weie. Hinar kröftugu vitsmunalegu pensilstrokur sem þessir þrír vom fulltrúar fyrir, ásamt ferskum straumum á sýningavettvangi, munu hafa höfðað öllu meira til Louisu og Nínu, en það sem haldið var að þeim í kennslu- stofunum. Upprennandi íslenzkir listamenn af yngri kynslóð er við sögu komu í borginni svo sem Gunnlaugur Scheving, Jón Engil- berts, Snorri Arinbjamar og Þorvaldur Skúla- son vora hér vel vakandi og vafalitið nokkrir áhrifavaldar. Að auki hóf Svavar Guðnason sinn stutta námsferil á akademíunni samtím- is, eða á svipuðum tíma og Nína. Framhalds- nám þeirra stallsystra í ýmsum einkaskólum í New York, aðallega Hans Hoffmanns, stað- festi hins vegar einungis það sem áður hafði TEMMA, olía á pappa, 1962-3. AÐ MALA A pF * ' L .A L |; .;£|Jf/jÆ •• j N AFNLAUS samstilling, olfa á léreft 1995. PICNIC, nestisferð, olía á léreft. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 1997 4-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.