Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Page 15
DRAUMSTAFIR I Af því flýtur auðnubrestur öllum, sem ei trúa vilja, ósýnilegur oss er gestur innan vorra situr þilja; þylur sá ei langan lestur, en lætur sína meining skilja, — en — ef ekkert á oss bítur, engill fer, — og lánið þrýtur" — (Grímur Thomsen.) TIL þess að öðlast innsæi í drauma sína og skilning á innra líf er nauðsynlegt að glöggva sig á nokkrum af þeim duldu eðlis- þáttum sem birtast í draumum okkar og falla undir sæmdar- heitið sál eða eru henni nátengd- ir. Þrír af þeim mikilvægustu, sem jafnframt eru svokallaðar frummyndir eða „arkitýpur", eru þættir sem sameiginlegir eru öllum mönnum. Fyrst er: Skugginn, óljós dökkleit vera, sem birtist í mörgum draumum sem óræð og ógreinileg persóna, oftast til hlés, en sem er hin fullkomna andstæða okkar og verður sýni- leg í erfíðum draumum, þegar við erum harka- lega minnt á veikleika okkar og bresti. Ef þú ert til dæmis stúkumaður er skugginn þinn fylliraftur, ef ég er menningarlega sinnaður er skuggi minn hatramur andstæðingur alls slíks pijáls. Hann er með öðrum orðum iðinn við, að sýna okkur verstu eiginleika sem við oftlega afneitum, til að minna okkur á mjóa veginn margumtalaða. Annar er: Egóið, hluti af sjálfínu, sem ríg- heldur í meðvitund okkar og er upptekið af eigin ágæti. Það reynir fyrst og fremst að skara eld að sinni köku, áður en þú færð að smakka á draumakökunni. Þá egóið er með puttana í draumi þínum, verður hann oftast jarðbundinn, grár og ópersónulegur. Egóið heldur mönnum jarðföstum í hugsun og athöfn- um. Þriðja frummyndin er svo: Anima (gríska orðið yfir sál) og Animus, sem eru hinir geð- þekkustu eiginleika okkar, og vilja greiða leið okkar á sem bestan og mestan veg. Animus er upp á kvenhöndina, enda ímynd karleigin- leika konunnar í draumum hennar, sannkall- aður draumaprins. Anima er svo draumadís karlanna, sem með sínum þýðu straumum ger- ir þá næmari, þjálli í meðförum og betri menn. Sálin er svo samnefnari þessara þriggja eðlisþátta, ásamt yfírvitund (æðri), meðvitund (vöku) og undirvitund (dul). Gegnum drauminn kemur hún skilaboðum frá sér og eðlisþáttunum þrem, ásamt yfír- og undirmeðvitund, til meðvitundar, í formi tákn- mynda. Þar sem draumurinn er tímalaust fyrir- bæri er leið sálarinnar um öll tímaskeið, allt frá frumupphafi (eilífðarupphafí) til endanlegra loka (enda þessarar eilífðar-Nirvana) greið og eilífð tímans verður örtími í draumnum. Sálmynd Til að átta sig betur á hugtakinu sál eru ýmsar aðferðir til að nálgast efnið, svo sem innhverf íhugun, slökun, hugleiðsla, dáleiðsla, heimspeki, sálarfræði, geðfræði og draumar. Þar sem draumamir eru tiltækir öllum, án mjög mikillar fyrirhafnar og peningaútláta, er draumskoðun handhæg leið til að fá mynd á sálina og sitt innra líf. Aðferðimar eru í sjálfu sér einfaldar; svo sem að hugsa um drauma fyrir háttinn, að venja sig á að skrifa niður drauma sína (jafnvel slitur úr draumi), kíkja í bækur um drauma og æðri handleiðslu, pæla í táknum draumanna, æfa slökun, hlusta á tónlist, fara í leikhús, á listsýningar, í bíó, lesa ljóð og ganga í náttúrunni. Þá getur hver sem er náð sambandi við sitt innra sjálf og tengsl- um við sálina á leið sinni til heils hugar. En nú, í dag, erum við flest einungis í tengslum við 25% af heilastarfsemi okkar og emm því að- eins þokkalega meðvituð í vöku, en hin 75% eru á valdi sálarhópsins/yfir- og undirvitund- ar. Þegar dulvitundin sendir þér í draumi mynd- boð um, að þú munir innan þriggja ára flytja tímabundið í annað þorp af heilsufarsástæðum áttar þú þig kannski ekki á draumnum fyrr en eftir á, eða þegar þú ert hálfnaður með dvölina í þorpinu úr draumnum og þá rifjast draumurinn upp. „Mig dreymdi að ég var staddur á malar- vegi fyrir utan þorp nokkuð, sem ég kannaðist ekkert við, og það rigndi. Þegar ég gekk áleið- is að húsasamstæðu í útjaðri þorpsins, sá ég allt í einu hvíta orma skríða í bleytunni við fætur mér og ég vaknaði." Skrýtinn draumur og ekki svo gott að átta sig á að hann sé fyr- ir krankleika og endurhæfingu. Hefðirðu skilið hann strax þá hefðirðu mögulega getað dregið úr veikindunum eða breytt ferlinu og ekki þurft á endurhæfingu að halda. Að skilja tákn sinna eigin drauma krefst þjálfunar og að skynja hina óljósu framtíð er endurhæfing huga, sem er svo nátengdur núinu og fortíð- inni, að það sem framundan er virkar ruglings- legt. AIMNAÐ svið. Málverk eftir Gunnar Örn. SALIN OG DRAUMURINN EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON hófst um klukkan ellefu en rúmlega tvö um nóttina kvaddi hann. Það undarlega gerðist stuttu áður, að mér fannst sem dimmdi í her- berginu og tíminn stæði skyndilega kyrr. Þá myndaðist við höfuðgafl hans ógreinileg vera, mynd af manni í skikkju eða slá og með barða- stóran hatt (sjá mynd) á höfði og stóð hann þama hreyfingarlaus um stund, en hvarf svo. Herbergið lýstist og er ég leit á föður minn var hann dáinn. Þegar ég kom heim eftir þessa undarlegu reynslu kom mér vart dúr á auga, bæði af sorg og þessari skrýtnu sýn, svo að strax í birtingu dreif ég mig á vinnustofuna og málaði upplifun mína. Sálin er samnefnari þriggja eólisþátta og gegnum drauminn kemur hún skilaboóum frá sér og eólisþáttunum þremur í formi táknmynda. Skyggni Fjarskyggni er eitt af þeim fyrir- bæmm sem rekja má til drauma og sálar, það er að menn „sjái“ óorðna hluti eða ferli úr fortíð. Þótt skyggni megi telja nær draumsvefni en vöku, þá eru til næmir einstakl- ingar sem geta skyggnst um önnur svið tímans í vöku. Til að ná þess- ari sýn nota þeir yfirleitt hjálpar- tæki, svo sem spil af ýmsum gerð- um, kaffibolla, kristalkúlu eða inn- yfli dýra. En fjarskyggni getur einn- ig hent menn upp úr þurm. Þýska skáldið Goethe „sá“ í vöku atburði er hentu hann síðar. „Ég var á leiðinni ríðandi eftir veginum til Dmsenheim, þegar nokkuð mjög skrýtið kom fyrir mig. Ég sá, þó ekki með augum líkam- ans, sjálfan mig koma ríðandi á móti mér, klæddan í föt, sem ég hafði aldrei átt nein slík. Jafnskjott og ég gat hrist mig upp úr þessum ómm hvarf sýnin, en átta ámm síðar reið ég þessa sömu leið og var þá í fötunum, sem ég hafði séð í sýninni, og það ekki af ásettu ráði, heldur af tilviljun." Skyggni virðist því dulin vitneskja, sem sprettur óforvarað upp úr undirvitundinni og hjá næmari einstaklingum, sem Goethe, geti þetta gerst í vöku. Líkt má ætla að þeir sem spá í hluti, svo sem bolla, laði upp með korgin- um vitneskju frá dulvitund, um þann sem drakk úr bollanum. Vökutálför Við mikið álag á vitund og líkama mannsins, þegar við lendum í lífaháska og dyr dauð- ans opnast, yfirgefur sálin lík- amann, þó maðurinn hafi ekki „gefíð upp öndina“. Þetta virðist leið sálarinnar til að létta á kringumstæðum og geta hlut- laust „horft“ á atburðina og meta framvindu. Þarna er mað- urinn meðvitaður í sál sinni og sér því sjálfan sig í slysinu, líkt og eftirfarandi lýsing úr bókinni „On death and dying“ eftir Dr. Elisabeth Kubler-Ross. „Einn sjúklingur lýsti fyrir mér bílslysi sem hann lenti í, hvernig hann sá fót sinn, sem hafði kubbast af honum og lá á veginum. Og hann sagði mér frá björg- unarmönnunum og samúð þeirra og viðbrögð- um, sem hann gat ekki fyllilega fylst með, því hann var fastur í bílnum, samt vissi hann af þeim, því hann sveif yfir staðnum.“ Dauóasálför Faðir minn dvaldist síðasta æviár sitt á Hrafnistu og lést þar aðfaranótt 9. mars 1992. Ég var við dánarbeð hans og fylgdi honum síðasta spölinn úr þessu lífi. Dauðaganga hans FORFAÐIR vitjar son- ar síns. Málverk eftir greinarhöfundinn. Sál á ferá Ferðir sálarinnar um önnur vitundarsvið tíma og rúms, virðast helst gerast þegar líkam- inn sefur og hugurinn/vitundin er á draum- sviði. Þá á sálin greiða leið úr líkamanum og getur farið að vild um vitundarsviðin. Hún fer meðal annars á vegum draumsins að sækja vitneskju um hagi dreymandans og reynslu frá fornu fari, úr nútímanum og því sem koma skal. Einnig safnar hún í sarp draumsins lausn- um á andlegum og líkamlegum vandamálum, sem og ytri vanda. Þessum fróðleik skilar hún svo til vökuvitundunar gegnuih drauminn í táknmyndum. Táknmyndunum má skipta í þijá megin þætti: Almenn tákn, sameiginleg tákn og persónuleg tákn. Almennu táknin eru til dæmis: Bíll-hreyfing/ferð, flugvél/flug- sálfarir. Sameigilegu táknin eru sem dæmi: V atn-vitund/þroski/sál, eldur-guðleg nánd/gjöreyðing/upphaf/endir, hestur-orka. Persónulegu táknin eru, svo dæmi séu tekin: Hey-harðindi, fiskur-ágóði, reiðhjól-stuðn- ingur yfir á önnur tilsverusvið. I 3. tbl. Nýrra tíma, 2. árg. 1995, sagði ég frá, að kunningja minn hefði dreymt fjórar nætur í röð að hann væri ýmist á leiðinni til New York með þotu, að leggja af stað með 747, eða rétt lentur og farinn að skoða sig um í þessari draumaborg margra vökustaura. Nán- ari lýsing hans var svo: „Ég kom út úr flugstöð- inni, það var glampandi sólskin, heitt og nota- legt veður. Ég tók leigubíl í úthverfí borgarinn- ar, við sjó, og hugsaði með mér, að ég hefði ekki tíma til að skoða mig um, því ég yrði að ná vélinni aftur klukkan eitt. Ég gekk um hverfíð, sem var afar snyrtilegt, gróðursælt og timburhúsin voru í fallegum, björtum lit- um.“ Kunningi minn var sannfærður um, að hann hefði ekki verið að dreyma, heldur hefði^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 1997 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.