Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 2
FRUMVARP TIL LAGA UM BÓKASAFNSSJÓÐ HÖFUNDA ÞÝÐENDUR, MYND- OG TÓNHÖFUNDAR FÁI ÚTHLUTAÐ MENNTAMÁLARÁÐHERRA leggur fram á Alþingi frumvarp til laga um Bókasafnssjóð höfunda. Frumvarpið byggir á áliti nefndar sem var falið að kanna forsend- ur fyrir breytingum á gildandi lagaákvæðum um þóknun til höfunda vegna afnota bóka á bókasöfnum. Nefndin hafði það markmið að finna leið til að koma á skilvirku kerfi sem skilaði starfandi höfundum á íslandi greiðsl- um fyrir afnot verka þeirra á bókasöfnum og stuðlaði að bókmenntasköpun í landinu. Greióslum til erfingja höfunda breytt í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að þýðendur og mynd- og tónhöfundar öðlist rétt til úthlutunar. Þannig fái þýðendur 1/3 hlut miðað við frumhöfunda og myndhöfund- ar eignist hlutdeild í verkum eftir því sem við á. Aftur á móti er réttur til úthlutunar eftir andlát höfundar skilgreindur þrengra en nú, bæði hvað varðar gildistíma svo og hvaða aðilar skuli njóta þeirra réttinda. Er það í samræmi við það sjónarmið að Bóka- safnssjóður sé fyrst og fremst til þess ætlað- ur að styrkja starfandi höfunda á hverjum tíma og efla þannig nýsköpun bókmennta í landinu. Tekið verður tillit til afnota bóka á almenn- ingsbókasöfnum, skólabókasöfnum, Lands- bókasafni íslands - Háskólabókasafni og bókasöfnum í stofnunum sem kostuð eru af ríkissjóði eða sveitarfélögum. Greiðslur verði miðaðar við útlán bóka og byggist á skrán- ingu margra safna. Núgildandi lagaákvæði taka til almenningsbókasafna og í fram- kvæmd miðast ákvörðun þóknunar við fjölda eintaka á Borgarbókasafni en er ekki í sam- ræmi við notkun verkanna. Fellt verður niður ákvæði um ijárhæð framlagsins sem veitt er til að inna greiðslur af hendi en gert ráð fyrir að það verði ákveð- ið í fjárlögum ár hvert og renni í Bókasafns- sjóð höfunda sem leysir Rithöfundasjóð ís- lands af hólmi. ísland var á sínum tíma meðal þeirra þjóða sem fyrstar tóku upp greiðslur til höfunda fyrir afnot af bókum þeirra á bókasöfnum. Hins vegar er nú svo komið að framlagið hér er hið lægsta á Norðurlöndum miðað við höfðatölu. Framlag haekkar um 5 milljónir Samkvæmt núgildandi lögum er fé í þessu skyni veitt i fjárlögum um hendur Rithöf- undasjóðs íslands. Á fjárlögum 1997 er gert ráð fyrir að Rithöfundasjóður fái 12,3 milljón- ir króna til ráðstöfunar. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir tæplega 5 milljóna króna hækkun til sjóðsins. Heildarfjöldi ís- lenskra höfunda og rétthafa sem fá greitt fyrir bækur í söfnum árið 1996 er 862 en þar af eru erfingjar látinna höfunda 246 tals- ins. Þýðendur sem og mynd- og tónhöfundar fá engar greiðslur miðað við núgildandi lög. Lágmarksgreiðsla á árinu 1996 var kr. 1.170 (miðað við 30 eintök á Borgarbókasafni) en hæsta greiðsla kr. 81.159 (miðað við 2.081 eintak). Djöflaeyjan frumsýnd í Noregi DJÖFLAEYJAN, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, sem byggð er á bókum Einars Kárasonar um fólkið í Thulekampi, verður frumsýnd í dag, laugar- dag, á kvikmyndahátíð- inni í Osló. Um helgina hefjast svo almennar sýningar á Djöflaeyj- unni í sjö borgum í Nor- egi. Er þetta stærsta opnun á íslenskri kvik- mynd í Noregi til þessa. Friðrik Þór Friðriks- son leikstjóri og Baltas- ar Kormákur leikari verða viðstaddir frum- sýningu myndarinnar á Friðrik Þór Oslóarhátíðinni. Strax á Friðriksson sunnudag halda þeir til Berlínar en Djöflaeyjan var valin úr yfir 700 kvikmyndum til að taka þátt í kvikmynda- hátíð Berlínarbúa en í fréttatilkynningu seg- ir að Berlínarhátíð sé orðin fyrir löngu einn mikilvægasti viðburður í kvikmyndaheimin- um, fyrir kvikmyndagerðarmenn jafnt sem áhorfendur. Sendiráð íslands í London Sýningar íslenskra listamanna ÍSLENSKA sendiráðið í London hyggst taka upp þá nýbreytni til reynslu að bjóða ís- lensku listafólki að sýna verk sín í móttöku sendiráðsins að 1 Eaton Terrace, London SW 1. Listamaðurinn sem ríður á vaðið í þessari tilraunastarfsemi er Sigurður Magnússon listmálari og eru nú til sýnis eftir hann 12 málverk í móttöku sendiráðsins og mun sýn- ingin standa í 2-3 mánuði. Markmið slíkra sýninga yrði í byijun að kanna hvort þetta væri heppilegur vettvang- ur fyrir kynningu íslenskra listamanna sem starfa í Bretlandi, en nokkur fjöldi þeirra er að jafnaði hér við störf eða í framhalds- námi. Sendiráðið mun ekki leggja listrænt mat á verk væntanlegra sýnenda, en setur ákveðnar reglur um reynslu og menntun þeirra í staðinn. Móttakan í sendiráðinu er hvorki stór né sérstaklega útbúin til sýn- ingarhalds og setur því aðstaðan takmörk á umfang og eðli sýninganna. Hér er ekki um sölusýningar að ræða. EITT verkanna á sýningunni. Sölusýning á verkum Gunnlaugs Schevings GALLERÍ Borg opnar í dag kl. 16 sölusýn- ingu á um þremur tugum verka eftir Gunn- iaug Scheving listmálara (1904-1972). Að sögn Péturs Þórs Gunnarssonar hjá gallerí- inu eru mörg þeirra máluð á Seyðisfirði skömmu eftir að Gunnlaugur sneri úr námi í Danmörku og hafa ekki verið sýnd hér á landi áður. Nýverið var haldin sýning á verkum þessum í galleríi í Kaupmannahöfn en þau voru, að sögn Péturs Þórs, í eigu Gretu Link Sörensen, sem var um tíma gift Gunn- laugi. Mun hún hafa haft þau með sér frá Seyðisfirði þegar þau slitu samvistir. Einnig verða á sýningunni verk frá náms- árum Gunnlaugs og myndir sem Gallerí Borg hefur safnað saman hér heima. OIl verkin eru til sölu en sýningin stendur ein- ungis yfir í fjóra daga - lýkur þriðjudaginn 18. febrúar. Ómar Einarsson gítarleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari munu skemmta gestum við opnunina síðdegis. Guillou tapar aleigunni SÆNSKI sakamálahöfundurinn Jan GuiIIou tapaði fyrir skömmu skaðabótamáli sem hann höfðaði vegna kvikmyndar sem gerð hef- ur verið eftir einni af bókum hans um njósnarann Carl Hamilton. Bendir allt til þess að Guillou verði að sjá á bak öilu sínu fé, um 50 milljónum ísl. kr. og standi uppi slyppur og snauður. Guillou hafði gefið leyfi fyrir _ gerð kvikmyndar eftir bókinni „I þágu þjóðarhagsmuna" en gerði Jan Guillou tilraun til að stöðva hana eftir að kvikmyndataka hófst. Ástæðan var handritið sem Guillou þótti fyrir neðan allar hellur. Samkvæmt samningi hafði Guillou rétt til taka þátt í handrits- gerðinni en hann taldi sig einnig geta stöðvað framleiðslu myndar- innar. Sú var ekki raunin. Á meðal þeirra leikara sem túlkað hafa Carl Gustav Gilbert Hamilton eru Stellan Skarsgárd, Peter Haber og Stefan Sauk. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar Kjarvalsstaðir - Flókagötu Yfirlitssýn. á verkum Hrings Jóhanness. og sýn. á nýjum verkum eftir Jónínu Guðnad. til 16. febr. og sýn. á verkum eftir Kjarval til 11. maí. Listasafn íslands - Fiíkirkjuvegi 7 Sýn. á verkum Eiríks Smith „A milli tveggja heima“ til 16. febr. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastræti 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím til loka maímánaðar. Gallerí Önnur hæð - Laugavegi 37 Sýn. á verkum Eyborgar Guðmundsd. á miðvd. út mars. Gallerí Hornið - Hafnarstræti 15 Mokka. Magnea Ásmundsdóttir sýnir. Gerðuberg - Gerðubergi 3-5 Sýn. á eldri verkum Finnboga Péturss. til 30. mars. Sjónarhóll - Hverfísgötu 12 Sýn. á nýjum verkum Finnboga Péturss. til 2. mars. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýningar í febrúar: Gallerí Sýnibox: Þóroddur Bjarnason. Gallerí Barmur: Sigríður Ólafsdóttir, berandi er Edda Andrésdóttir. Gallerí Hlust (551-4348): Surprís. Gallerí Tré: Margrét Blöndal. Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp. Ásdís Sigurþórsd., Helgi Gíslason og Sólveig Helga Jónasdóttir sýna til 2. mars. Undir pari - Smiðjustíg 3 Smáhátíð - laugardagskvöld kl. 20-23. Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf. Bergsteinn Ásbjörnsson sýnir til 16. febr. Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf. Einar G. Baldvinss. sýnir til 17. febr., einnig sam- sýn. til sama tíma. Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9 Sigurborg sýnir. Gallerí Listakot - Laugavegi 70 Jóhanna Sveinsdóttir sýnir til 11. febr. Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70 Skólasýn. á völdum verkum Siguijóns. Norræna húsið - við Hringbraut Morten Krogvold sýnir til 16. febr. og Mikko Tar- vonen sýnir til 19. febr. Listasafn ASÍ Sýning á verkum Gunnars Kr. Jónas. til 2. mars. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Joris Rademaker og Helgi Hjaltalín Eyjólfsson sýna til 16. febr. Listþjónustan - Hvergisgötu 105 Björn Bimir sýnir til 2. mars. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Halldór Ásgeirsson sýnir til 16. febr. Gallerí Fold - við Rauðarárstíg Olivur við Leyst sýnir til 2. mars. Snegla listhús - Grettisg. 7. Kynning á textíl- þrykki Helgu Pálínu Brynjólfsd. til 17. febr. Hallgrímskirkja - Skólavörðuholti Veggteppi úr fórum Listasafns Hallgrímskirigu Listasetrið Kiriguhvoll - Akranesi Sýn. „Úr landslagi í afstrakt“ til 23. febr. Gallerí Allra Handa - Akureyri Kjartan Guðjónsson sýnir. SÍunkaröd - ísafírði Einar Garibaldi Eiríksson sýnir tíl 9. mars TÓNLIST Laugardagur 15. febrúar Tónlistarfélag Akureyrar:Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju kl. 16; Guðrún Birgisdóttir flautuleik- ari, Martial Nardau flautuleikari og Peter Máté píanóleikari. Tónlistarhátíð í Garðabæ. Kirkjuhvoll við Vídalíns- kirkju; 3. tónl. kl. 17. Jónas Ingimundarson og Gerrit Schuil leika fjórhent á píanó. Ámesingakórinn heldur 30 ára afmælistónleika í Langholtskirkju kl. 16. Sunnudagur 16. febrúar Listasafn Kópavogs. Gerðarsafn kl. 20.30. Örn Magnússon píanóleikari . Ljóðatónleikar í Gerðubergi kl. 16. Alina Dubik mezzósópran og Iwona Jagla píanóleikari. Mánudagur 17. febrúar Djasstónleikar í Gerðarsafni, Kópavogi kl. 20.30. Jazzkvartett Reykjavíkur. Evróputónleikar í Langholtskirkju kl. 19.30. Kór Langholtskirkju ásamt Ólöfu Kolbrúnu Harðar- dóttur, Rannveigu Fríðu Bragadóttur, Garðari Cortes og Lofti Erlingssyni verk Rossinis, Petite Messe Solenelle. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Litli Kláus og stóri Kláus sun. 16. febr. Villiöndin sun. 16. febr., fím. 20. feb. Leitt hún skyldi vera skækja lau. 15. febr., fös. Þrek og tár sun. 23. febr. Kennarar óskast. sun. 16. febr. fös. 21. febr. í hvítu myrkri sun. 23. febr. Borgarleikhúsið Trúðaskólinn sun. 16. febr. BarPar lau. 15. febr., fös. Dómínó lau. 15. febr., þri., mið., fim. Fagra veröld lau. 15. febr., fös. Konur skelfa fös. 21 febr. La Cabina sun. 16. febr., fös. Krókar & kimar, ævintýraferð um leikhúsgeymsl- una frá 13-18 alla daga og til kl. 22 sýningardaga. íslenska óperan Káta ekkjan fös. 21. febr. Loftkastalinn Áfram Latibær lau. 15. febr., sun. Á sama tíma að ári sun. 16. febr., fös. Sirkus Skara skrípó lau. 15. febr. Höfðaborgin Glæpur og Glæpur laug. 15. febr., sun. Hermóður og Háðvör Birtingur lau. 15. febr., mið., fös. Nemendaleikhúsið Hátíð fím. 20. febr., fös. Kaffíleikhúsið íslenskt kvöld laug. 15. febr., fós. Kópavogsleikhúsið Gullna hliðið sun. 16. febr. Leikbrúðuland Hvað er á seyði? alla sun. fram á vor. Leikfélag Akureyrar Undir berum himni fös. 21. feb. Kossar og kúlissur laug. 15. febr., lau. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.