Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 20
MYRKIR MÚSÍKDAGAR Svipmyndir reftir Pál Isólfsson frumfluttar ÖRN Magnússon píanóleikari frumflytur í Gerðarsafni á morgun verkið Svipmyndir sem er flokkur píanóverka eftir Pál ísólfs- son. Gerð var upptaka af stórum hluta þess- ara verka hjá Utvarpinu árið 1965 en þau hafa ekki verið leikin á tónleikum fyrr. Píanóleikari á Útvarpsupptökunum var Jór- unn Viðar og hafa þær heyrst síðan á öldum ljósvakans. Páli entist ekki aldur til að ganga frá þessum verkum á nótum en Örn Magnús- son bjó þau til prentunar og voru þau gefin út árið 1994 af íslenskri tónverkamiðstöð. Svipmyndir eru safn 14 píanóverka frá ýmsum tímum í lífi tónskáldsins sem hugs- aði þau til útgáfu undir þessu heiti. Verkið spannar þau margbreytilegu tónsmíðaform sem tónskáldið vann að á lífsferli sínum. Örn Magnússon sagði í samtali við Morgun- blaðið að óvíst væri frá hvaða tíma sum verkin væru. „Elstu verkin kunna að vera frá námsárum Páls í Leipz- ig en þangað fór hann árið 1914. Yngsta verkið er svo Saknaðar- stef um Davíð Stefáns- son skáld frá árinu 1964.“ Örn kynntist verkun- um árið 1992 og segir þau vera miklar perlur. „Þetta eru verk sem eiga erindi við okkar tíma. Það voru mjög byltingarkennd ár þeg- ar Páll var að mótast sem tónskáld í Leipzig snemma á öldinni. Hann var í Leipzig um líkt leyti og Jón Leifs. Verk þeirra eru samt afar ólík. Á þessum tíma skiptust menn í tvo hópa; annars vegar þá sem aðhylltust tónmál rómantíkurinnar og hins vegar þá sem töldu að það væri kominn tími til að umbylta því og skapa nýtt. Páll var í hópi þeirra sem héldu tryggð við hefðina en Jón leitaði nýrra leiða. Það kann að skipta máli að Páll var nokkrum árum eldri en Jón og því hafi hann verið hallari undir hefðina. Einnig hefur skapferli þessara ólíku manna skipt nokkru um það hvaða leiðir þeir fóru í list sinni.“ Tónleikarnir hefjast í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni kl. 20.30. Páll ísólfsson Örn Magnússon Morgunblaðið/Árni Sæberg „ÞAÐ var Schubert sem gaf þessu formi fulla reisrt og dýpt,“ segir Gerrit Schuil sem hér sést æfa sig ásamt Jónasi Ingimundarsyni fyrir tónleikana í dag þar sem þeir munu leika fjórhent á pfanó verk eftir Schubert. SCHUBERTHÁTÍÐ í GARÐABÆ GERRIT OG JÓNAS LEIKA FJÓRHENT Á PÍANÓ UM ÞESSAR mundir stendur yfir tónlistarhá- tíð í Garðabæ í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu austurríska tónskáldsins Franz Schubert. Þriðju tónleikar hátíðarinnar verða haldnir í dag kl. 17. Þar munu Jónas Ingimundarson og Gerrit Schuil leika íjórhent á píanó verk eftir Schubert. Þröngt vió pianóió Sjaldan gefst tækifæri til að hlýða á píanó- leikara leika fjórhent á opinberum tónleikum. Sú bábilja er algeng að líta svo á að píanódú- ettar þjóni einungis tilgangi í þágu hins al- menna tónlistaruppeldis. Gerrit Schuil sagði í samtali við Morgunblaðið að lengi hefði ver- ið litið svo á að fjórhent spil á píanó hefði tvenns konar tilgang. „Annars vegar var litið á þetta sem kennslutækni þar sem nemandi fékk að leika einhveija auðvelda laglínu með kennara sem lék með á píanóið einhveija flóknari laglínu. Hins vegar var mjög algengt að fólk í gamla daga - fyrir daga útvarps og hljómplatna - léki í heimahúsum eitthvert af stóru verkunum eftir hina miklu snillinga, svo sem sinfóníur Haydn, Mozarts og Schu- berts, með því að leika þau fjórhent á píanó. Þannig kynntist fólk þessum verkum betur. En síðan fara Mozart og síðar Schubert að átta sig á því hvaða möguleika þetta form býður upp á. Þeir sömdu því píanóverk sér- staklega fyrir fjórar hendur í því skyni að nýta tónsvið hljóðfærisins til fullnustu. Það var Schubert sem gaf þessu formi fuila 'reisn og dýpt.“ Gerrit segir að það sé mjög erfitt að spila fjórhent á píanó. „En þetta hefur gengið von- um framar hjá okkur Jónasi; það er eins og við séum búnir að leika saman í 20 ár. Helstu erfiðleikarnir sem mæta okkur eru auðvitað að það er ekki mikið pláss við píanóið þegar tveir eru að spila á það; þetta hefur kostað mikla samhæfingu en einnig mikinn hlátur." Sexhent eg átthent Jónas tekur undir það með Gerrit að það þarf mikla samhæfingu til þess að spila fjór- hent. „Tónninn myndast þegar hamarinn slær strenginn og það gerist á broti úr sekúndu. Tímasetningar þurfa því að vera afar ná- kvæmar, nákvæmari en þegar til dæmis er verið að leika saman á tvær fíðlur. En samspilið er fyrst orðið mjög flókið þegar farið er að leika sexhent og átthent eins og sumir hafa gert en þá þurfa spilararn- ir líka að minnka í hlutfalli við fjöldan. Ég sá einu sinni kunnan bandarískan píanóleik- ara, Garrick Ohlson, sem er maður á stærð við Kristin Sigmundsson söngvara leika sex- hent með tveimur konum sem voru báðar mjög smávaxnar; hann sat í miðjunni og þær til sitthvorrar handar en hann spilaði efstu og neðstu nóturnar og þurfti því að halda utan um þær á meðan hann spilaði. Þetta var óskaplega fyndið. Sjálfur hef ég aldrei reynt að spila sexhent eða átthent en ég hef hins vegar gert tölu- vert af því að spila fjórhent í gegnum árin, til dæmis með eiginkonu minni heima í stofu og í skólum. Einnig hef ég notað þetta sem kennsluaðferð með nemendum mínum.“ Fjögur verk Á tónleikunum verða leikin fjögur verk eftir Schubert; Overture, Divertissement í ungverskum stíl, Grand Rondeau í A-dúr og hina frægu Fantasíu í f-moll sem, að sögn Gerrits, hefur löngum verið talið eitt mesta píanóverk sem samið hefur verið fýrir fjórar hendur. Tónleikarnir eru haldnir í safnaðarheimil- inu Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ. Olivur íFold FÆREYSKI listmálarinn Olivur við Neyst opnar sýningu á olíumálverkum og vatns- litamyndum í baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg í dag kl. 15.00. Er þetta fyrsta einkasýning listamannsins hér á landi. Olivur við Neyst er í hópi fremstu mynd- listarmanna Færeyja af yngstu kynslóð- inni. Hann lagði stund á nám við Listaaka- demíuna í Kaupmannahöfn og hefur hald- ið fjölda einkasýninga í Færeyjum, Dan- mörku, Þýskalandi og víðar á undanförn- um árum. Þegar Iistin berst í tal hefur þessi hæg- láti maður hins vegar fá orð - kýs að láta verkin tala. „Expressionisti væri sennilega orðið sem ég myndi velja til að lýsa mér ef ég endilega þyrfti, annars er mér mein- illa við að vera settur á bás.“ Olivur kenndi um tíma myndlist í Þórs- höfn, þar sem hann er búsettur, en ákvað að snúa sér alfarið að eigin verkum fyrir Morgunblaðið/Einar Falur „EXPRESSIONISTI væri sennilega orðið sem ég myndi velja til að lýsa mér ef ég endi- lega þyrfti, annars er mér meinilla við að vera settur á bás,“ segir Olivur við Neyst. þremur árum. Eftir því sér hann ekki. ið engu í verk sjálfur. Ég var alltaf dauð- „Það var að hrökkva eða stökkva enda var þreyttur þegar ég kom heim á kvöldin." ég með svo mikla kennslu að ég kom orð- En hvernig skyldi ganga að lifa af list- inni í Færeyjum? „Það er ekki auðvelt enda eru myndlistarmenn sem það gera teljandi á fingrum annarrar handar. Það er því ágætt að geta gripið í myndskreyt- ingar af ýmsum toga til að drýgja tekjurn- ar.“ Engu að síður segir Olivur það engum vafa undirorpið að myndlistaráhugi sé að glæðast þar syðra. Æ fleiri láti að sér kveða á þessum vettvangi, auk þess sem ungmenni sæki í ríkari mæli i myndlist- arnám og fari víðar. Áður hafi straumur- inn legið til Danmerkur en nú njóti mynd- listarskólar í Finnlandi, Svíþjóð og jafnvel íslandi vaxandi hylli. „Þetta er mjög ánægjuleg þróun enda er það litlum samfé- lögum nauðsynlegt að komast í kynni við nýja strauma og stefnur.“ Sjálfur er Olivur alltaf að víkka sjón- deildarhringinn. Síðustu einkasýningu sina hélt hann í gallerii í Kaupmannahöfn í nóvember á liðnu ári og næst liggur leið- in heim, þar sem hann mun efna til sýning- ar í listasafninu í Þórshöfn í apríl næst- komandi. Sýningu listamannsins í Gallerí Fold lýkur 2. mars næstkomandi en á sama tíma verður í kynningarhorni gallerísins kynn- ing á akrýlverkum Elínar G. Jóhannsdótt- ur sem útskrifaðist frámálaradeild Mynd- lista- og handiðaskóla Islands i fyrra. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.