Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 12
t REYKJAVÍKURHÖFN, olía á léreft, 1991. Það sem menn fengu að sjá í það skiptið, voru þannig öðru fremur samstillingar, en hvort sem það var vegna vaxandi áhuga á list Louisu í heimalandinu eða af öðrum ástæðum urðu heimsóknir hennar til landsins tíðari eftir þetta, seinna árvissar, og íslenzk myndefni þrengdu sér í forgrunninn. Fyrsta einkasýning hennar í heimalandinu var þó ekki haldin fyrr en 1987 í Gallerí Borg og kom í kjölfarið á sýningunni „10 íslenzkir listamenn“, búsettir í útlandinu, að Kjarvals- stöðum á Listahátíð 1984. Louisa hafði næmt auga fyrir hinu nálæga, einföldum samþjöpp- uðum lífrænum heildum hlutvakinna fyrir- bæra í næsta nágrenni, sækir hér skyldleika til Derains, Balthus og Giacometti. Þurfti ekki langt að fara frekar en fyrri daginn, því myndefnin birtust henni við hver gatna- mót Laugavegarins, horft niður til sjávar. Fjallanna í bakgrunninum, gömlu húsanna til beggja hliða og þeirrar miklu náttúru- nálgunar sem fyllir sjónrýmið, Klapparstígur- inn, Vatnsstígurinn, Frakkastígurinn, Vita- stígurinn. Undarlegt hve fáir höfðu tekið þessi myndefni til meðferðar eins og þau nú skyndilega blöstu við á dúkum listakonunn- ar, trúlega höfðu þau beðið eftir Louisu, í öllu falli málara af hennar gerð og upplagi. Ef til vill var hún að mála sig inn í fortíð- ina, örugglega fann hún hér hluta af upp- runa sínum og leiksviði bemskunnar og ungl- ingsáranna, lausa enda í lífsvef sínum, ein- hvem blóðsins samhljóm. YNDEFNI sjón- hringsins og ná- grannabyggðar- innar urðu Louisu einnig hugleikin, hún þurfti ekki að leita sögufrægra staða og myndefna, þau vom allt um kring og frekar ofgnótt þeirra en hitt. Og ekki vanrækti hún lifandi verur í landslaginu, hvort heldur það væri fólk, hestar eða kindur og svo sá í skip eða báta í flarska ef við átti og það féll að mynd- heildunum. Það var eðlilegasta mál, jafná- gætur mannamyndamálari og hún er, þótt hún leitaði á því sviði sjaldnast út fyrir veggi heimilisins frekar en Giacometti. Slíkir eru öllu frekar að mála málverk en tilfallandi andlitsdrætti. Þá helst höndla menn hinn skapandi neista er nálægðin opinberar þeim lífsmögn sín og til þess þurfa þeir á stundum að leita langan veg frá uppmna sínum. Fyrir þeim sem held- ur langt út í heim verður allt svo undarlega nýtt og ferskt er hann snýr aftur, tilveran sem blómguð jörð, anganvangur grænn og elfur silfurtær. Athafnir sínar fyrir framan málaratrönum- ar hefur Louisa skilgreint á þann veg: „Ég mála það sem ég sé. En að mála það sem ég sé verður að vera byggt á litum. Ég vinn ekki út frá öðmm litum en ég sé í náttúr- unni. Hvort sem þeir hafi svip af landslagi eða ekki. Það er allt og sumt. Og jafnframt hvort sem formið fellur að málverkinu eða HESTUR, olía á léreft, 1978. ekki. Þegar allt kemur til alls er málverkið ekki kyrralíf né landslag, heldur öllu frekar léreft. Það getur aldrei orðið raunvemlegt. Verður alltaf málverk.“ Þetta má teija grannkjama og viðvarandi stef listar hennar, ennfremur ástæðuna fyrir því að hún málar nú framar öðra íslenzkt svið. Ekki skýjakljúfa New York borgar eða vinalegar litfagrar húsaraðimar í hinu sögu- fræga listamannahverfi Greenvich Village, þar sem hún hefur lengi búið. Fjarlægðimar skipta ekki máli, einungis uppraninn og sá rauði vökvi sem veitir sér um æðar hennar. Þótt haldnar hafi verið nokkrar sýningar á verkum Louisu á íslandi, þar af ein stór í vestursal Kjarvalsstaða haustið 1993, er hvergi hægt að ganga að yfirliti verka henn- ar hér á landi. Fremur en margra annarra íslenzkra málara er gert hafa garðinn fræg- an, ei heldur ganga að skilmerkilegum og öraggum heimildum um þá. Hvort heldur þeir séu búsettir erlendis eða hér heima, en það má gefa auga leið að forvitnilegt yrði slfkt úrval í augum hins almenna ferðalangs, sem fysir að vita hvemig málað sé á ís- lenzku. Vefiist samlíkingin fyrir einhveijum, má vísa til þess að menn skrifa ekki einungis á íslenzku, hugsa á íslenzku, heldur er skyn- svið þeirra og vitrænt ferli einnig íslenzkt, um leið allar skapandi athafnir. Sá framslátt- ur ætti því að vera ósköp eðlilegur og alveg rökréttur, að menn máli á íslenzku. Er þá engan veginn átt við að menn kortleggi land- ið, því það er hlutverk landmælingamanna og ljósmyndara. Öllu heldur hátturinn hvem- ig menn bera sig að í sköpunarferlinu, hvem- ig það er framborið burtséð frá því hvort menn vinni hlutlægt eða hlutbundið. Gangi út frá skynrænum kenndum sínum gagnvart fyrirbæram umhverfisins, áhrifum sem þeir tendrast af, styðjist við útlínur og form þeirra, ellegar beiti hreinni hugmyndafræði. Skiptir allt minna máli, mestu varðar hvemig það er gert. Við meðtökum þetta í verkum hinna ágæt- ustu núlistamanna aldarinnar, fínnum hið ofurnæma taugakerfí og ljósbrigði norðursins í myndum Munchs, blóðhita Katalóníumanns- ins í verkum Mírós, sjáum klettaformanir æskuslóðanna í ofskynjunarmyndum Dalís, hina slípuðu rökhyggju í myndum Kandin- skys og Mondrians, þjóðsöguna og ástina í myndum Chagalls, hina hráu úrkynjun í myndum George Grosz og Otto Dix, töfra úthverfunnar og fáránleikans í myndum Duc- hamps. Og engir era amerískari en Ameríkan- ar í myndlist hvort heldur það sé hlutlæg veröld Edvard Hoppers, strangfletir Barrett Newman eða glysfígúrar Jeff Koons, allt þverstæður og þó jarðtengdar samstæður. Þeir tala að vísu ensku en mála á amerísku. Það er taugakerfi og gróska upprunans sem er aðal þessara ólíku listamanna og svo er einnig með hina rökrænu samræðu, dia- logu, þeirra Picassos, Matisse og Braque á myndfletinum. Umfram allt í góðum sam- hljómi með æðaslátti tímanna. Þeir vora mæltir á franska tungu, máluðu á frönsku. LOUISA Matthíasdóttir hefur meg- inhluta lífs síns lifað og hrærst í hringiðu heimsborgarinnar og haldið góðum tengslum við aðra heimsborg í miðri Evrópu, sjálfa Parísarborg, þar gengu þau Le- land Bell lengi að góðum vinum vísum, Femand Léger, Jean Héli- on, André Derain o.fl. Lífshlaupið hefur verið það sem nefnist „Universitas vitae", hinn djúpi og hljóðlátari angi þess, með listina og pentskúfínn sem kjölfestu. Listakonan er New York-búi, tengd fram- andi umhverfí og siðum, með snertipunkt og kraumandi heimslistina við húsdymar, alþjóð- leg í hátt, íslenzkur heimsborgari. Skynjar hugsar og málar á íslenzku. MARÍA K. EINARSDÓTTIR NÝÁRS- KVEÐJA 1997 Á nýju ári vér nærumst af nægtarbrunni þess liðna. Lítum til baka og leitum að leiftrandi fyrirmyndum. Birtist mér leiðtogi lands vors er leysti’oss úr aldanna viðjum. Á þinghússins svölum sá ég sól okkar, íslenskra kvenna. Svo fór, að heimurinn hyllti hugprúða, norræna konu. Athygli vakti og vegsemd var henni hvarvetna borin. Þjóð sína gladdi með gjöfum og gróðurvin lagði í hendur ungmenna’ er landið erfa og ókomnir tímar líta. Leiddi hún þjóð í þrautum _ þá voru erfíð sporin. Hamfarir tóku til heljar heilar byggðir og sviptu fjölda lifenda, lífi, Ijósið var dáið í stjaka. Færði hún blóm að beði. Bað fyrir tárvotum hvarmi. Fyrrum forseta vorum í fátækt minni ég þakka. Ást hans, vér áttum ríka árin sextán, í starfí. Oft verður bros til bjargar svo birtir í döprum huga. Kveðjum, en kær er myndin af konu, sem þjóðin átti. Ljóðió er tileinkað frú Vigdísi Finn- bogadóttur. Höfundurinn er húsmóðir í Reykjavik og starfar auk þess ó skrif- stofu. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON TIL JONS ÚRVÖR Afmæliskveðja Jafnan er hann Jón úr Vör jákvæður og glaður. Hans af boga eitruð ör aldrei flaug - til miska gjör. Hann erlíka hófstillingarmaður. Höfundurinn er kennari ó eftirlaunum. Ljóðið er ort í tilefni óttraeðisafmælis Jóns úr Vör. I 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 15. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.