Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 5
ýmist glatazt eða hangið á bláþræði vegna óstjómar á auðlindinni í hafi. Færeyingar eru fómarlömb sjálfra sín. Það er engin ástæða til að þegja yfír þessu: erlend- um mönnum, sem hafa grandskoðað efnahags- lífið á eyjunum aftur í tímann, ber yfirleitt saman um andvaraleysið, fúskið og spilling- una, sem gagnsýrðu færeyskt samfélag og sýra það enn. Eðvarð T. Jónsson, fýirum fréttamaður Ríkisútvarpsins í Færeyjum, hefur lýst þessu í prýðilegri bók (Hlutskipti Fær- eyja, 1994). Höfuðkostur bókar Eðvarðs er sá, að hún vitnar um skýra haghugsun höfund- arins, þótt hann sé ekki hagfræðingur að mennt: hann setur hrun Færeyja í skýrt og skynsamlegt samhengi við óstjómina í efna- hagsmálum eyjanna. Bók Eðvarðs fékk vinsamlegar viðtökur í Færeyjum, en hún fékk heldur kaldar kveðjur frá fulltrúum stærstu stjómmálaflokkanna hér heima. Morgunblaðið og Dagblaðið birtu bæði ritdóma um bókina, annan eftir þingmann og nú ráðherra Sjálfstæðisflokksins og hinn eftir fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins, og þeir höfðu fátt gott um hana að segja. Grænlendingar, Islendingar og Norðmenn hafa einnig farið illa að ráði sínu í sjávarút- vegsmálum, þótt Norðmenn muni ekki mikið um óstjórnina og óhagkvæmnina í útvegsmál- um: ef menn eiga næga olíu og fara vel með hana, em þeim flestir vegir færir. Sjávarfang Og nú vaknar spuming: Úr því að fijálst framsal aflakvóta er nauðsynlegt til að tryggja fulla hagkvæmni í þjóðarbúskapnum, hverjum á þá að afhenda kvótana í upphafi, áður en viðskiptin hefjast? Fáum útvöldum eins og í Nígeríu? Eða lögmætum eiganda, sem er þjóð- in öll? Svarið ætti að liggja í augum uppi, ef menn nenna að velta þessu fyrir sér á annað borð og hafa almannahag að leiðarljósi. Auðvitað á lögmætur eigandi að taka við kvótanum og ráðstafa honum svo að eigin vild. Þetta er hægt með ýmsu móti, til dæmis með því að afhenda öllum lögráða einstaklingum kaup- réttarseðla, eins konar hlutabréf í sameign- inni. Einmitt þannig meðal annars hafa þjóð- imar í Austur-Evrópu fært ríkiseignir (t.d. banka og verksmiðjur) í einkaeign í stómm stíl á síðustu ámm, á meðan við íslendingar höfum hjakkað í sama fari án takmarks og tilgangs. (Raunar þyrfti ekki að binda úthlut- un við lögráða einstaklinga, heldur mætti hugsa sér að afhenda öllum hlutabréf í sam- eigninni, svo sem dr. Pétur Blöndal alþingis- maður hefur mælt með, þ.á.m. mæðram fyrir hönd barna sinna. Þannig yrði réttur barna síður fyrir borð borinn, svo sem verða vill á stjórnmálavettvangi, þar sem böm hafa ekki atkvæðisrétt.) Þessi einkavæðingaraðferð er samt ekki ein- hlít, enda hafa Austur-Evrópuþjóðimar einnig þeim í raun og vera varla verið svarað nema með fleipri, fúkyrðum og fíflagangi (eins og t. d. þegar gæzlumenn óbreytts ástands kalla veiðigjaldsmenn sósíalista og annað eftir því). Veiðigjaldsrökin era nú loksins að byija að bíta á stjórnmálavettvangi, þótt seint sé. Lé- legt tímaskyn er ljóður á ráði stjómmála- manna umfram flest annað fólk. V. Hagkvcemni og réttleoti Svo er önnur hlið á veiðigjaldsmálinu, rétt- lætishliðin, og hún er nátengd hagkvæmnis- hlið málsins. Hagkvæmni og réttlæti era syst- ur. Hagkvæmni auðveldar heilbrigðu samfé- lagi að fullnægja félagslegu réttlæti. Velferð- arríki Norðurlanda hafa t.a.m. náð tilætluðum árangri einmitt í skjóli heilbrigðs markaðsbú- skapar með hagkvæmni að leiðarljósi. Ógnin, sem mörgum sýnist nú með réttu steðja að velferðarríkjunum, stafar einmitt af því, að þau gættu ekki ýtrastu hagkvæmni: bolmagn- ið hefur roinnkað. Ranglæti spillir á hinn bóginn fyrir hag- kvæmni með því að vekja úlfúð og egna menn til skaðlegra átaka, sem skerða almannahag. Þetta er segin saga til dæmis í Suður-Amer- íku, þar sem hatröm hagsmunaátök hafa dreg- ið þrótt úr efnahagslífinu og seinkað framför- um þjóðanna þar, þótt nú sé að vísu loksins farið að rofa til viða þar suður frá. Og nú spyr ég þig, sem lest þessar línur: MEXÍKÓ: Landinu hélst ekki betur á olíuauðiegðinni en svo að það steypti sér í stólpaskuldir, sem ekki sér fyrir endann á. Norðmanna nemur innan við 1% af landsfram- leiðslu þeirra, eins og Rögnvaldur Hannesson tíundar í bók sinni. Gauragangurinn í erindrek- um útvegsins í Noregi hefur þó eflaust gefið flestum Norðmönnum og íslendingum miklu hærri hugmynd um skerf sjávarútvegsins í norskt þjóðarbú. Það er umhugsunarefni, að hagsmunir svo lítils atvinnuvegar skuli hafa ráðið miklu um þá ákvörðun Norðmanna um árið að standa enn um sinn utan Evrópusam- bandsins. Það er nokkur ljóður á bók Rögnvalds að minni hyggju, að í henni skuli ekki vera sér- stakur kafli um Grænland, þótt landið sé að vísu nefnt á nokkrum stöðum í bókinni. Þetta kemur þó ekki að sök, því að nýleg vitneskja um grænlenzkt efnahagslíf annars staðar að rímar vel við boðskap Rögnvalds. Hér á ég við ágæta bók um efnahagsþróun Grænlands eftir Martin Paldam, prófessor í hagfræði í háskólanum í Árósum (Gronlands ekonomiske udvikling, 1994). Honum hafa borizt hatröm hótunarbréf frá Grænlandi, eftir að bókin kom út; hann hefur þau til sýnis á skrifstofu sinni til að skemmta gestum. (Einn bréfritarinn býðst til að kála bókarhöfundi með kinda- byssu, dirfist hann að stíga fæti framar á grænlenzka grund.) IV. OldrykkiufrMél Fiskihagfræði er eins konar ofdrykkju- fræði: hún fjallar meðal annars um hagkvæm- asta fyrirkomulag fiskveiða - eða hvemig hægt er að drekka sem mest úr slagæð úlfal- dans, án þess að hann lyppist niður. Við skulum stikla á stóru. AUir fiskihagfræðingar era á einu máli um nauðsyn þess, að verðmætar veiðiheimildir gangi kaupum og sölum, svo að hagkvæmustu útgerðirnar fái þá að veiða fiskinn til hags- bóta fyrir þjóðarheildina. Aukin tækni kallar á sífellda fækkun í sjómannastétt og meðal útgerðarmanna og fiskvinnslufólks, alveg eins og í landbúnaði: það er enginn munur á landi og sjó að þessu leyti. Þeir, sem eru andvígir fijálsu framsali veiðiheimilda, era í raun og vera að beijast gegn fijálsum viðskiptum - og fyrir fátækt. Þetta er ekki ný bóla: heimur- inn er fullur af fólki, sem berst fyrir fátækt án þess að hafa hugmynd um það. „Ég túlka hagsögu heimsins svo, að pað, sem mestu ráði um auðlegð pjóðanna, sé mannauðurinny menntun fólksins og menningy en ekki auð- lindir náttúrunnar. “ Þ.G. selt ríkiseignir ýmist á uppboði eða á fóstu verði með forkaupsrétti handa tilteknum hóp- um og með ýmsum öðram hætti. Þeim hefur samt ekki tekizt að koma í veg fyrir, að göml- um kommúnistaforkólfum tækist að sölsa und- ir sig verðmætar eignir og koma óorði á einka- væðinguna með því móti, en það er annað mál. Við hefðum einnig átt að færa sameigna- rauðlind okkar í hendur almennings hér heima strax, þegar kvótakerfíð var tekið upp árið 1984. Það eru að minni hyggju ein alvarleg- ustu hagstjórnarmistök lýðveldistímans, að þetta skyldi ekki vera gert í tæka tíð, svo sem íjölmargir dómbærir sérfræðingar mæltu með á þeim tíma, þótt aðrir þegðu. Þessi mistök hafa reynzt þjóðinni dýr og eiga eftir að reyn- ast henni enn afdrifaríkari, ef innheimta veiði- gjalds dregst enn á langinn. Það er aðeins útfærsluatriði, hvort innheimtan á sér stað með útgáfu kaupréttarseðla, uppboði eða sölu á föstu verði: reynslan að austan bendir til þess, að blanda af öllu þrennu geti hentað vel til að samræma ólík sjónarmið. Rögnvaldur Hannesson hefur verið öflugur talsmaður veiðigjalds hér heima og í Noregi öll þessi ár með skörpum og skýram hagræn- um rökum. Þessi hagkvæmnisrök varða ríkis- fjármál, gengismál, Evrópumál og fleira, og þau hafa verið rædd í þaula í heilan aldarfjórð- ung. Þeim hefur ekki verið hnekkt, enda hefur Manst þú eftir því að hafa heyrt andstæð- inga veiðigjalds lýsa áhyggjum sínum af rang- læti á einhveiju sviði þjóðlífsins? - öðra en því ranglæti, sem þeim finnst felast í þeirri forréttindasviptingu, sem myndi fylgja veið- gjaldi. Ég minnist þess ekki. Andstæðingar veiði- gjalds virðast ónæmir fyrir ranglæti gagnvart öðram. Þeir hafa ekki annað til málsins að leggja en að réttlæti eins sé ranglæti annars og annað í þeim dúr. Þeir sjá ekkert athuga- vert við forréttindi handa fáum útvöldum. Þeir era áttavilltir: þá vantar kompás. Menn, sem virðast ónæmir fyrir ranglæti gagnvart öðrum og sýna yfirhöfuð engin merki þess, að þeir þekki muninn á réttu og röngu, eiga ekki að fá að_ ráða ferðinni í einu brýnasta framfaramáli íslands. Hugsum okkur nú eitt andartak, að ein- hverra hluta vegna væri það talið óumflýjan- legt að afhenda aflakvótann fámennum hópi án endurgjalds, svo sem gert hefur verið, í stað þess að selja hann á fijálsum markaði eða þá gefa út hlutabréf í sameigninni handa öllum. Hveijum ætti þá að gefa kvótann? Ég segi: nánast hveijum sem er öðram en útvegsmönnum. Ástæðan er einföld. Reynslan sýnir, að útgerðarmenn nota gjafaféð yfirleitt ekki til annars en að gera meira út, kaupa fleiri skip og þannig áfram; það era þeirra ær og kýr. Rögnvaldur Hannesson reiðir fram tölur, sem sýna það svart á hvítu, að fiski- floti okkar Islendinga var stærri í tonnum talið 1994 en hann var 1984, þegar kvótakerf- ið var tekið upp, enda þótt eitt helzta mark- mið kerfisins hafi verið að minnka flotann. Eftir að varanlegum kvótum var komið á 1990, hefur skipum að vísu fækkað, en flotinn hefur staðið nokkurn veginn í stað í tonnum talið. Þess era nýleg dæmi, að íslenzkir útvegsmenn úreldi eins eða tveggja ára gömul skip með styrk úr opinberam sjóði og noti féð síðan til að kaupa nýtt skip. Þetta er færeyski farsinn í íslenzkri sviðsetningu. VI. Rangar hendur Hér kem ég að viðkvæmum vanda, sem væri efni í bók. Þjóðir, sem eru nýgræðingar í markaðsbúskap eins og við eram og margar aðrar fyrrverandi nýlendur, eiga of fáa syni og dætur, sem hafa auðgazt af eigin ramm- leik og ágæti. í löndum, sem era gagnsýrð af stjómmálum, auðgast menn yfírleitt ekki umtalsvert af öðra en af aðgangi að stjómvöld- um: auðmenn verða menn ekki af sjálfum sér undir þeim kringumstæðum, heldur í skjóli mismununar. Mannvalið í viðskiptalífinu verð- ur lakara fyrir vikið. Mörg íslenzk fyrirtæki (og bankar!) greiða forstjóram sínum laun eins og tíðkast í útlöndum, þótt mennimir séu ekki gjaldgengir á erlendum forstjóramarkaði. Þetta er ásamt ýmsu öðra til marks um það, að hagkerfi okkar skortir enn fulla burði til að keppa við útlönd. Það háir atvinnulífi okkar íslendinga, að við eigum of fáa auðmenn af sjálfum sér og aðra afburðamenn á alþjóðavísu. Slíkir menn skipta máli í markaðshagkerfi. Framtak þeirra er uppspretta almennrar hagsældar, og almenn hagsæld er forsenda þokkalegs þjóðfélagsrétt- lætis. Jú, víst höfum við átt menn eins og Pálma Jónsson í Hagkaupum, Ragnar Jónsson í Smára og Sigurliða Kristjánsson í Silla og Valda, nafntogaða heiðursmenn, sem auðguð- ust lítillega fyrir eigið ágæti og létu gott af sér leiða, en slíkir menn era hér of fáir. Auður- inn í íslenzku athafnalífi hefur að talsverðu leyti ratað á rangar hendur fyrir óheilbrigt tilstilli stjórnmálamanna. VII. Mennlwn Svo er enn önnur hlið á útvegsmálunum. Nýjar rannsóknir benda til þess, að auðlinda- búskapur sé yfirleitt dragbítur á efnahags- framföram úti í heimi. Reynslan sýnir, að hagvöxtur stendur yfirleitt að öðru jöfnu í öfugu hlutfalli við skerf „framframleiðslu" (landbúnaðar, fiskveiða, olíuvinnslu og þannig áfram) til landsframleiðslunnar - þveröfugt við það, sem margir kynnu að ætla að óreyndu. Þetta er eitt afbrigði hollenzku veikinnar, sem svo er nefnd. Þessi vitneskja er nýrri en svo, að menn geti vitað með vissu, hvernig í málinu liggur. Mér sýnist að svo stöddu líklegast, að ástæðan liggi að einhveiju leyti í ólíkum menntunarkr- öfum „framframleiðslu“ og annarra atvinnu- vega. Landbúnaður og sjávarútvegur víðs veg- ar um heiminn gera yfírleitt minni menntun- arkröfur en t.d. iðnaður, verzlun og þjónusta. Af þessu leiðir, að í löndum, þar sem land- búnaði og sjávarútvegi er gert hátt undir höfði, er menntun mannaflans yfírleitt lakari að öðra jöfnu. Alþjóðlegar samanburðartölur sýna þetta ljóslega. Lakari menntun mannaflans dregur úr vaxtargetu þjóðarbúsins. Þama sýn- ist mér hundurinn liggja grafinn. Frekari rann- sóknir munu vonandi eyða óvissunni. Dæmisagan um úlfaldablóðið hefur víðari skírskotun en ég hef lýst hér. Ofyeiði er að- eins ein tegund ofdrykkju. Við íslendingar höfum haldið tekjum okkar uppi undangengna áratugi ekki aðeins með því að rýra mikilvæg- ustu fiskstofna okkar um þriðjung eða helming að mati fiskifræðinga, heldur einnig með því að safna himinháum skuldum erlendis án nægilega arðbærrar eignamyndunar á móti og með því að vanrækja menntun og vísindi, sem eru þó einn helzti aflvaki framfaranna úti í heimi. Allt þrennt leggst á sömu sveif og minnkar vaxtargetu hagkerfisins í framtíðinni. VIII. Barálta fyrir bœttum hag Réttindabarátta þeirra, sem hafa haldið fram kostum veiðigjalds umfram núgildandi kvótakerfi, er ekki forréttindabarátta. Hún er þvert á móti barátta fyrir bættum hag almenn- ings: hún er mannréttindabarátta. í slíkum slag er ævinlega á brattann að sækja, því að þeir, sem telja sig hagnast á óbreyttu ástandi, streitast á móti af alefli. Auðinn og valdið, sem íslenzkum útvegsmönnum hefur tekizt að sölsa undir sig í skjóli núverandi kvótakerf- is fyrir tilstilli greiðvikinna stjómmálamanna, geta þeir notað til að styrkja sig enn frekar í baráttunni fyrir óbreyttri skipan. Ef stjórnvöld sjá ekki að sér í veiðigjaldsmál- inu og öðrum málum af sama toga (t.d. land- búðar- og bankamálum) án frekari tafar, þá mun efnahag íslands halda áfram að hraka smátt og smátt, eins og Rögnvaldur Hannes- son óttast. Þá mun okkur ekki takast að halda unga fólkinu heima. Þá munum við missa bezta fólkið burt. Mönnum leyfist ekki að horfa fram hjá þeirri hörmulegu staðreynd, að ísland er nú þegar komið í hóp fátækustu .landa Evrópu, ef þjóðartekjur á vinnustund eru mældar á réttan kvarða, sem tekur mið af kaupmætti almennings. Þetta geta menn nú orðið séð með reglulegu millibili í yfirlit- stöflum í erlendum efnahagstímaritum, eins og t.d. Economist. Skammær uppsveifla nú vegna yfirstand- andi stóriðjuframkvæmda breytir engu um þessa þróun til lengdar. Yfirlýsingar stjórn- valda um betri og bjartari tíð breyta engu heldur nema hugarástandi þeirra, sem leggja trúnað á þá skoðun, að allt sé í himnalagi og engu þurfi að breyta. Höfundur er prófessor í hagfræói. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.