Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 17
MÉR LÖNGUN
TIL AÐ SKAPA
Einn gf gthyglisveróari kvikmyndamönnum gf
yngri kynsíóóinni í Danmörku er Islendingurinn
Tómas Gíslason. SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR hitti
hann aó móli og fræddist um óhrifin gf íslensku
landslggi, sagnagleói og þunglyndi.
AU eru bæði mörg og marg-
breytileg verðlaunin, sem Tóm-
asi Gíslasyni kvikmyndagerð-
armanni hefur áskotnast fyrir
verk sín og þau sýna að hann
hefur komið víða við. Hann
byrjaði sem klippari, en fæst
núorðið við heimildamyndir,
sjónvarpsþætti og auglýsingamyndir, auk þess
að hafa gert útvarpsþætti, söngleik og nú er
fyrsta leikna kvikmyndin hans f sjónmáli. Hann
hefur starfað með þekktum dönskum kvik-
myndagerðarmönnum eins og Lars von Trier,
en líka á íslandi með Friðrik Þór Friðrikssyni.
Og snemma beygðist krókurinn í átt til fjölmiðl-
anna, því í myndasafni danska blaðsins Politik-
en er mynd af þrettán ára og brosandi Tóm-
asi, sem ætlaði að fara að gera bamablað.
Tómas Gíslason er íslenskur ríkisborgari,
fæddur 1961 og alinn upp í Danmörku. Tengsl-
in við ísland og fjölskylduna þar hafa þó alltaf
verið fyrir hendi og þá einnig hjá eldri bróður
hans Jakobi, sem einnig fæst við kvikmynda-
gerð og fleira. Tómas er ekki í vafa um að
hann á íslenskum uppruna sínum að þakka list-
rænar tilhneigingar og svo er gott að vera
íslendingur, segir hann, því sama hvar sé í
heiminum, þá rekist maður alltaf á íslending.
Fiölskyldan á islandi
Föðurafi Tómasar var Jakob heitinn Gíslason
fyrrum orkumálastjóri og amma Tómasar var
fyrri kona Jakobs, sem var dönsk, en fyrir
Tómasi er Sigríður síðari kona Jakobs eins og
amma hans og hjá henni hefur hann dvalið á
Islandi. Móðir Tómasar er dönsk, en átti ís-
lenska móður. Foreldrar Tómasar kynntust á
Gullfossi fyrir rúmlega fjörutíu árum, segir
hann, en hafa að mestu búið í Danmörku, þar
sem faðir hans er arkitekt og starfar á skipu-
lagsskrifstofu í útjaðri Kaupmannahafnar. Það
var ekki töluð íslenska á heimilinu, „því miður
kenndi pabbi mér ekki íslensku, og ég kem
ekki upp orði á íslensku fyrr en eftir mörg
glös af viskí", segir Tómas glettnislega, en
íslenskir frændur og vinir bönkuðu oft upp á
og hann kallaði foreldra sína „pabba“ og
„mömmu“ upp á íslensku og sama var með
afa og ömmu. Og þessu heldur hann enn, því
sjö ára sonur hans gerir hið sama.
Það reyndist ekki einfalt mál að hitta Tómas
í góðu tómi, því hann er með mörg jám í eldin-
um, en þessi lágvaxni, kviki strákur með dökkt
stuttklippt hár og íslenskt kartöflunef leiðir
með ánægju hugann að íslenskum uppruna
sínum. „Það er alltof langt síðan ég hef verið
á íslandi,“ dæsir hann, „heil tíu ár.“ Þá dvald-
ist hann um nokkurra mánaða skeið hjá Sig-
ríði ömmu sinni og vann við klippingu kvik-
myndar Friðriks Þórs, „White Whales". Hann
metur Friðrik Þór mikils, bæði sem kvikmynd-
argerðarmann og vin og sama má segja um
Hilmar Öm Hilmarsson tónskáld. „Þetta var
góður túr. Amma var dugleg að sýna mér
Eyrarbakka, en þaðan er fjölskyldan ættuð,
og kynna mig fyrir flölskyldunni. Afi dó ein-
mitt á þessum tíma, pabbi kom til að kveðja
hann og mér þótti vænt um að vera þarna
einmitt þá. Síðan hef ég ekki gefíð mér tíma
til íslandsferðar, en nú fer að koma tími á
hana, því ég vil að sonur minn kynnist landinu.“
ísland hefur fylgt Tómasi frá upphafi, því
sem krakki fór hann með fjölskyldunni þang-
að, bæði í skemmri og lengri ferðir og hringveg-
inn fór hann 1973. „Þegar ég var á íslandi
síðast ferðaðist ég einn um, því mér fannst
mikilvægt að hitta fýrir þetta stórbrotna í land-
inu, sem öll æska mín bar merki um. Ég vildi
geta hugsað til baka til þess upprunalega."
í huga Tómasar er ísland mjög tengt sköp-
unarþörf hans. „ísland hefur fært mér löngun
til að skapa, líkt og svo mörgum öðrum Islend-
ingum, en það hefur kannski líka gefið mér
snert af þessu þunglyndi, sem mér fínnst ég
sjá í svo mörgum íslendingum. Þess vegna var
líka gaman að kynnast fjölskyldu minni enn
betur sem fullorðinn."
Áskorun aó vera íslendingur
Sköpunarþörf getur komið fram á mörgum
sviðum, en skýringuna á því hvers vegna kvik-
myndagerð varð ofan á rekur Tómas einnig
til íslands að hluta. „Mamma var hrifín af
Gene Kelly og Fred Astaire-myndum og söng-
leikjum og ég smitaðist af þessari hrifningu
hennar. En svo þarf ekki annað en að horfa á
íslenskt landslag til að átta sig á hvaða miðill
hæfir þar best. Tungumálið dugir ekki til að
lýsa því. Það er alltof takmarkað. Kannski
væri hægt að lýsa því í tónlist, en kvikmynda-
málið er gott, því það nýtist líka til að tjá hið
ómeðvitaða og það sem ekki er hægt að tjá í
orðum. Pabbi var opinn fýrir hinu skrýtna og
ótrúlega, því „fantastíska" og svo hef ég smit-
ast af hinni íslensku frásagnargleði fjölskyld-
unnar, þar sem gert er ráð fyrir lífi í hverjum
steini. Allt þetta er mikilvægt fyrir mína að-
ferð til að segja sögur.
En það sem rekur mig einnig áfram er þessi
snertur af þunglyndi, sem ég fínn bæði í mér
og svo mörgum íslendingum. Ég er rekinn
áfram af löngun til að skynja og skilja þetta
þunglyndi... en sem betur fer hef ég nú ekki
fundið út úr því ennþá! Ég hef gaman af að
gera heimildamyndir og þar er líka hægt að
velta vöngum með öðrum yfir spurningum, sem
maður getur ekki svarað sjálfur. Svo tek ég
eftir að ég lendi oft í að vinna með fólki, sem
er hrifíð af íslandi, þótt ég hafi ekki vitað það
fyrir. Fyrir mér er það áskorun að vera íslend-
ingur. Það er stórkostlegt að upplifa náttúruna
sem hið andlega undur, sem hún er. Áhrif
hennar eru svo gríðarlega sterk.“
íslenska vegarnestið hefur Tómas borið með
sér á ferðum sínum vítt og breitt um heiminn
undanfarin ár í tengslum við stór verkefni.
Danska fyrirtækið Bang & Olufsen áætlar að
kynna nýtt tæki síðar á þessu ári og í tengslum
við það hefur Tómas unnið að gagnvirkum
myndgeisladiski, þar sem hann heimsækir millj-
arðamæring í Hong Kong, ítalska hönnuðinn
Vico Magistretti og kvikmyndagerðarmann og
náttúrusinna í Afríku. Áhorfandinn getur síðan
valið hvað hann sér og heyrir um þessa menn,
líf þeirra og viðhorf.
Alnetió og öfgahópar
Og enn annað verkefni Tómasar er svo söng-
leikur, sem hann átti þátt í og gekk fýrir fullu
húsi mánuðum saman. Söngleikurinn hefur nú
verið keyptur af bandarískum aðilum, sem á
sínum tíma settu söngleikinn Tommy upp og
er ætlunin að setja hann upp í stóru húsi. Tóm-
as hafði 6 vikur til að koma söngleiknum á
danskar fjalir, en fær nú 14 vikur í Bandaríkjun-
um og tækifæri til að gera breytingar á verkinu.
Fyrir danska sjónvarpið er Tómas síðan að
vinna þætti, sem á endanum gætu orðið gagn-
virkir. Hugmyndin er að skapa gagnvirkt
„vega-sjónvarp“, samanber „vegamyndir", „ro-
admovie", þar sem höfuðpersónan er send af
stað til að leita svara við hver hún sé og hvers
vegna hún sé eins og hún sé. Aðalpersónan
skrifar dagbók daglega og sendir út á alnetið,
þar sem áhorfendur geta lesið hana og síðan
sent athugasemdir inn á netið og tekið þátt í
að stýra ferðalangnum. Fyrstu þættimir, þar
sem Tómas er sjálfur á ferðinni, verða sýndir
á þessu ári. Þeir þættir eru þó ekki að fullu
gagnvirkir en ef haldið verður áfram er hug-
myndin að senda út fleiri ferðalanga.
„Það er svolítið flókið að útskýra þættina,"
segir Tómas „en í stuttu máli má segja að við
byijum með Tómas Gíslason, sem stendur á
Ráðhústorginu. Það er stiklað á stóru í lífi hans
og síðan er hann sendur út í heim til að láta
reyna á hræðslu hans. Við látum öll stjómast
af hræðslu: við megum ekki reykja, það er óhollt
að borða of mikið af gulrótum og samt er gott
Ljósm.: Finn Sonderbæk/Moland Film.
að borða gulrætur. í stuttu máli þá deyjum við
af því að lifa. Þetta eiga að vera þættir um að
fara út og lifa lífínu hér og nú.“
Á ferðum sínum um Bandaríkin tók Tómas
upp þráðinn í réttarhöldunum um O.J. Simpson
og baráttuna milli hvítra og svartra, þar sem
sumir svartir halda að málið sé dæmi um hvern-
ig blökkumenn, sem hafa skarað fram úr, séu
leiddir í gildru af hvítum. Síðan þreifaði hann
sig áfram yfír í ýmsa öfgahópa, meðal annars
þá sem tengdust Oklahoma-sprengjutilræðinu,
rakst á falin mannvirki í Arizona og fólk, sem
heldur að Sameinuðu þjóðirnar séu í raun al-
heimsstjóm frú Thatchers, Henry Kissingers
og fleiri áhrifamanna.
„Óneitanlega var þetta skekjandi reynsla,“
segir Tómas. „Það óhugnanlega er að í fýrstu
er eins og boðskapur þessara öfgahópa sé
bæði kristinn og mjög manneskjulegur, en við
nánari athugun kemur í ljós að þeir hatrammir
í garð annarra. Þetta er bæði spennandi en
líka óhugnanlegt umhverfí." Danska sjónvarpið
hefur áhuga á að halda áfram með þáttagerð-
ina, en þá þyrftu norrænar sjónvarpsstöðvar
helst að slást í hópinn, því þetta eru dýrir
þættir, en ef úr því verður mun líklega verða
sendur út einn frá hveiju landi í svona leit að
sjálfum sér undir stjóm áhorfenda.
Annars vinnur Tómas einnig að því að und-
irbúa fyrstu kvikmyndina sína, sem hann von-
ast til að geta tekið á næsta ári. „í Danmörku
er maður strax settur á bás, en ég hef orðið
þeirra forréttinda aðnjótandi að fást við marg-
vísleg og skemmtileg verkefni. Ég byijaði sem
klippari en hef svo farið út í allt mögulegt
annað. Ég hef unnið svo alvarlega hluti að það
búast líklega allir við að ég geri einhveija rosa
þunga mynd, en það ætla ég einmitt ekki að
gera, heldur er ég að gera „aksjón“-mynd.
Myndin segir frá sænskum og dönskum lög-
reglumönnum og átökum þeirra á milli, sem
berast víða.
Það virðist þó sem líf Tómasar hljóti að
vera átök við að koma vinnunni fýrir á þeim
24 klukkustundum, sem við höfum öll til af-
nota, enda segist hann ekki eiga mikinn frí-
tíma. En húsið hans utan við Kaupmannahöfn
og íbúð í París bjóða upp á tilbreytingu frá
vinnuerlinum.
En eftir þessa hringferð í sálarlandslagi
Tómasar komum við aftur að íslandi og þá í
samanburði við Dani. „Danir eru jafnflatir og
landslagið í kringum þá,“ fullyrðir Tómas.
„Hér eru engar öfgar - og ef þær stinga upp
kollinum, þá fá menn að finna fyrir því. Ég
ætla ekki að mæla með því, en þegar ég var
á Hætí var ég snortinn af lífsgleði fólksins,
þó herlögreglan sé alls staðar yfir og allt um
kring. Danir hugsa um bankareikningana sína
og eftirlaunin og allir dansa í sama takti, því
annað er of hættulegt. Líttu bara á þegar
blökkumaður gengur niður eftir götunni. Þú
sérð að hann fær eitthvað út úr lífínu. Á ís-
landi eru engir fordómar gegn listrænni tján-
ingu og ég held að landslagið eigi þátt í því.
íslendingar þola alveg það sem er stórt, það
sem flýtur yfír. Þeir ganga með listina í sér.
Það eru engin takmörk. Mér finnst það forrétt-
indi að hafa kynnst þessari afstöðu og þess
vegna var mér það alltaf opið að gerast lista-
maður. Þessi afstaða og svo hæfileikinn til að
segja sögur. Að segja sögur, sem geta ekki
verið sannar - og þó ...“
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 1997 17