Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 7
HELGI GÍSLASON MYNDHÖGGVARI SÝNIR í GERÐARSAFNI Afsprengi míns tíma HÖGGMYNDIN stendar á gömlum merg. Allt frá Venusarmyndum ísaldar tU okkar tíma hefur hún fylgt manninum og tekið á sig eitt og annað form. Var þetta þrívíða myndverk í upphafi á trú- arbragða- og galdrastigi, en gegnum tíð- ina hefur það sprottið af hinum ýmsu hvötum, svo sem fegurðardýrkun og frumstæðri þreifun en þó einkum og sér í Iagi lotningu fyrir listinni. Helgi Gíslason er í hópi þeirra lista- manna sem lagt hafa höggmyndalistina fyrir sig enda fylltist hann þegar á náms- árunum löngun til að „taka til máls í þessum miðli“. „Ég fann fljótt að þarna ætti ég heima — með þessum hætti léti mér best að túlka umhverfi mitt, tjá hug rninn og tilfinningar.“ Á fjórtándu einkasýningu Helga, í austursal Gerðarsafns í Kópavogi, vísa verk hans í form sem hafa lífræna skír- skotun. „Hugsanlega í mannslíkamann, spyr sá sem ekki veit en yfirskrift sýn- ingarinnar er Fólk. „Já,“ svarar Helgi, „enda eru þetta skúlptúrar — einstakl- ingar sömu ættar en ólíkir þó.“ Allmargir mánuðir eru síðan mynd- höggvarinn fór að leggja drög að sýning- unni enda segir hann hugmyndir jafnan silja lengi i sér áður en að framkvæmda- þættinum komi. Liður í undirbúningnum var að skoða salinn í hólf og gólf enda eru sýningar í sífellt ríkari mæli unnar með ákveðið rými í huga. Fullboólegt og þjált ef ni Flest verkanna eru unnin í gifs, sem er, að sögn Helga, fullboðlegt og þjált efni sem ekki megi vanmeta, þótt það standi ekki tímans tönn utandyra líkt og hörðu efnin, svo sem járn og brons, sem hann hefur unnið mest með á liðnum misserum. Þá eru á sýningunni þijár stórar kolateikningar, sem mynda eins- konar ramma utan um höggmyndirnar, „auk þess að vega þær upp — og öfugt“. „Þessir ólíku miðlar, teikningin og þrívíddin, upphefja hvor annan.“ Segir Helgi teikninguna ávallt hafa fylgt sér, hann hafi meðal annars kennt módel- teikningu til margra ára. Við undirbúning sýningarinnar í Gerð- arsafni kveðst Helgi hafa staldrað við og litið um öxl — án þess þó að fara langt frá sjálfum sér. „Erum við ekki öll afsprengi okkar tíma?“ Á liðnum árum hefur hann að mestu helgað sig umfangsmiklum útiverkum en sköpun- arsaga þeirra er „langt og þungt ferli“. „Það hefur verið ágætt að hverfa aftur til smærri verka, þó ekki sé nema fyrir þær sakir að hið líkamlega puð er minna.“ Þokukennd mörk Síðasta einkasýning Helga var á Kjarvalsstöðum fyrir fimm árum. Þótti honum tímabært að kveðja sér hljóðs á þessum vettvangi á nýjan leik. „Gallinn við stóru útiverkin er sá að það er yfir- leitt ekki hægt að sýna þau á sérstakri sýningu, þar sem þau eru naglföst og ekki í minni eigu, þó svo umfangið sé á við góða einkasýningu." Að áliti Helga stendur íslensk högg- myndalist í miklum blóma um þessar mundir. Mikið sé um að vera — ,jafnvel of mikið,“ segir listamaðurinn og brosir í kampinn. Sama megi í raun segja um myndlistina í heild, þar sem mörkin milli hinna ýmsu greina séu að verða sífellt þokukenndari. „Listamenn eru að mestu hættir að hengja sig á hugtak- ið, einblína þess í stað á inntak verk- anna. Enda er það ekki okkar hlutverk, heldur listfræðinga, að skilgreina og flokka niður.“ En hefur Helgi alltaf verið sáttur við skilgreiningar listfræðinga á sér og list sinni? „Já, mikil ósköp. Vel unnin gagn- rýni er alltaf vel þegin. En satt best að segja hef ég ekki miklar áhyggjur af slíku. Ég veit hvar ég stend og vinn sam- kvæmt því.“ HELGI Gíslason veit hvar hann stendur og vinnur samkvæmt því. Morgunblaóió/Árni Sæberg HAFDÍS Bennet er stórhuga lista- og athafnakona. Eldhugi sem smitar út frá sér krafti og orku. Ein af þeim sem sannar með athafnagleði sinni að það er aldrei of seint að láta drauma sína rætast. En svo við byrjum á byijuninni, hver er Hafdís Bennet? Undirrituð hitti hana fyrst fyrir rúmlega ári þegar hún bauð mér á samsýningu sem hún tók þátt í í Fulham. Nýr galleríseigandi hafði þá uppgötvað Hafdísi eftir að hafa séð einn af skúlptúrunum hennar í skóbúð sem dóttir hennar á og rekur í Wimbledon. Húsmóóir, flugmadur og listakona „Ég helgaði mig húsmóðurstarfinu á meðan böm mín voru að alast upp, nú er ég komin á fullt í áhugamálin." Og það em orð að sönnu. Saga Hafdísar er ævintýri líkust. Hún fluttist til Englands fýrir 35 árum. „Þetta er allt Flug- félaginu að kenna. Ég var send í 3 mánuði til Kaupmannahafnar árið 1957 og var þar í tvö ár. Mig dreymdi svo um að fara til Parísar og læra frönsku og Hamborgar eða Frankfurt til þess að læra þýsku, en ég endaði hér í Eng- landi og ílentist svo ég get því aðeins státað af enskunni, en hún er líka góð.“ Hafdís er fædd í Reykjavík en ólst upp í Skagafirði fram til 15 ára aldurs. „Við eigum enn bóndabæinn þar sem ég ólst upp, Þrastar- lund í Sléttuhlíð, og ég fer alltaf einn mánuð til íslands á hveiju sumri. Ég hélt sýningu í Lónkoti sl. sumar.“ Hafdís flutti til Reylqavík- ur og ætlaði í menntaskóla en var sagt að hvíla sig í tvö ár vegna veikinda og vann svo hjá Eimskip og síðar hjá Flugfélaginu. „En ég hef alltaf málað og teiknað. Það var Guðbrandur Magnússon er vakti áhuga minn á list og ferðalögum. Seinna sótti ég einkatíma hjá Ken Howard í málaralist og John Brown skúlptúrista og ég hef haft meiri tíma undan- farin ár til þess að einbeita mér að listinni." Hafdís á þijú böm sem öll em flogin úr hreiðrinu. Hún er lifandi dæmi um að allt sé fimmtugum fært. „Ég hef lifað lífinu eftir að ég varð fimmtug og stundað áhugamál mín af krafti. Mig lang- aði alltaf til þess að læra að fljúga og bömin mín gáfu mér einkaflugtíma í fimmtugsafmæl- isgjöf." Hafdís tók einkaflugmannspróf og siðan em liðin 10 ár. Nú þegar hún stendur á sextugu hafa draumar hennar um að fljúga sjálf yfir Atlantshafíð ræst, en hún hefur flogið lítilli rellu með vinkonu sinni. „Við fómm fyrst fyrir þremur ámm á eins hreyfils Grammar Traveller og tókum með okkur svefnpoka og tjald. Við lentum svo bara og ég nýt þess að láta Hafdísi mála fyrir mig myndbrot með skrautlegum lýsingum sínum. En við ætluðum að tala um fleira og hádegið átti að duga til þess að fá að vita allt um Norræna húss drauminn. NHAA stendur fyrir The Nordic House Art- ists Association (Listamannafélag um Norrænt hús). Hugmyndin að þessum félagsskap kvikn- aði eins og margar góðar hugmyndir yfír kaffi- bolla. Hafdis var með tvær sænskar vinkonur sínar í heimsókn sem heita Agneta og Inger. „Við höfum sést í gegnum árin í líkamsrækt- inni og verið saman með vinnuaðstöðu. Þegar hugmyndin var komin í umræðu fannst okkur að við þyrftum að koma henni á framfæri og það væri best með því að stofna hóp eða hreyf- ingu um málið. Þannig varð NHAA til sl. vor þegar við vorum að skipuleggja samsýningu okkar sem við héldum nú í haust.“ En af hveiju Norrænt hús í London? „Það er 71 ástæða fyrir því. Okkur finnst fjöldi af góðum listamönnum hérna sem verður utangátta. Við erum ekki fædd inn í þau fríð- indi sem breskir listamenn eiga aðgang að og eigum heldur ekki auðveldan aðgang að styrkj- um og sjóðum í okkar eigin löndum. Þetta er líka ekki síður til þess að auðga menningarlíf- ið hér. Það er þörf á fleiri góðum tónleikasölum í London. Og svo er þörf á að halda í þjóðarein- kenni á þessum tímum þar sem ákveðinn doði ríkir. Alþjóðahyggja er góð þróun að mörgu leyti en það er jafnnauðsynlegt fyrir fólk að rækta rætur sínar og vita hvaðan það kemur." Aldamótagjöf til Lundúnaborgar Heldurðu að hugmyndin sé raunhæf? „Alveg örugglega ef hægt er að fá stuðning frá stórum fyrirtækjum. Ég er alveg viss um að til eru peningamenn eða viðskiptajöfrar sem sjá sér hag í að setja nafn sitt við varanlegt fyrirbæri sem þetta. Þetta ætti líka að vera hagsmunamál fyrir þjóðlöndin því peningunum er miklu betur varið í svona varanlegt fyrir- bæri heldur en flugeldasýningar þriðja til íjórða hvert ár eins og verið hefur. Með Norrænu húsi myndi skapast fastur punktur fyrir nor- ræna listviðburði sem fólk gæti fylgst með.“ Hafdísi verður heitt í hamsi þegar hún hugs- ar um þessi mál. „Þetta eru oft miklir peningar sem fara fyr- ir lítið þegar verið er að skipuleggja eina og eina hátíð. Það er svipað og með aldamótahátíð- ina. Ég get orðið svo reið þegar ég hugsa um allar þessar milljónir punda sem eiga að fara í stundargaman. Hvernig væri að við fýndum flöt á að gera eitthvað varanlegt? Og af hveiju ekki að láta Norrænt hús vera aldamótagjöf til Lundúnaborgar og þar með gjöf til okkar sjálfra í leiðinni." Hafdís Bennet er í hópi nokkurra listamanna í Lond- on sem eiga norrænar rætur og sameiginlegan draum um að reist verói Norrænt hús ÍLondon. ANNA HILDUR HILDIBRANDSDÓTTIR hitti Hafdísi að máli. Hafdis Bennet þar sem okkur leist vel á, allt frá Homafirði til Grímseyjar. Flugmennimir sem við hittum voru sposkir. Þeir höfðu greinilega ekki uppgöt- vað þennan ferðamáta að arka af stað upp í fjöll með bakpokann þegar maður er lent ein- hvers staðar. Þetta var mjög skemmtilegt og við endurtókum þetta sl. sumar,“ segir Hafdís um leið og hún gleymir sér í landslagslýsingum og minningum um fjallasýnina á íslandi. Við fljúgum um stund saman í huganum „ÉG Á MÉR DRAUM“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.