Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 4
MANNAUÐURINN, menntun fólksins og menning, ræður mestu um auðlegð þjóða, en ekki auðlindir náttúrunnar.
Ljósm. Morgunblaðið/Golli.
Fiskihagfræói er einskonar ofdrykkjufræói: hún fjallar
meóal annars um hagkvæmasta fyrirkomulag fisk-
veióa - eóa hvernig hægt er aó drekka sem mest
úr slagæó úlfaldans, án þess aó hann lyppist nióur.
ARÞÚSUNDUM saman hafa
úlfaldabændur í Arabíu
nærzt og svalað þorsta sín-
um á langferðum um eyði-
mörkina með því að rjúfa
slagæð á hálsi burðardýrs-
ins og drekka blóð. Þetta
er eins og að vera með bar
í faranginum og þykir hentugt fyrirkomulag
á ferðalögum um sandana, þegar í harðbakka
slær, því að úlfaldinn endurnýjar blóð sitt sjálf-
krafa eins og önnur spendýr. Blóðið í æðum
hans er eins og endumýjanleg auðlind.
Nú eru menn að sönnu mismiklir búmenn
í Arabíu eins og annars staðar. Sumir gæta
hófs og horfa fram á veginn og svolgra ekki
meira blóð úr úlfaldanum en blessuð skepnan
skilur. Aðrir láta það henda sig að hugsa
skemmra fram i tímann: þeir þamba þykkt
blóðið, unz dýrið hnígur í ómegin. Bignarhald-
ið á úlfaldanum skiptir ekki öllu máli í þessu
viðfangi, enda em einkaúlfaldar aðalreglan í
eyðimörkinni; ríkisúlfaldar hafa sjaldan sézt.
I. Misheppnuó sambúó
Þjóðir eru menn, og þeir ganga misvel um
auðlindir sínar. Sumir ganga sæmilega um,
þar á meðal Norðmenn. Á einum aldarfjórð-
ungi era þeir orðnir næstmestu olíuútflytjend-
ur heimsins (á eftir Sádí-Aröbum). Þessi gríð-
arlegu umskipti hafa átt sér stað, án þess að
Norðmenn hafí þar fyrir sett efnahagslíf sitt
úr öllum skorðum. Þvert á móti hefur atvinnu-
líf þeirra haldizt í þokkalegu jafnvægi þennan
tíma, þótt olíuverzlunin hafí að vísu ratt öðrum
útflutningi úr vegi. Þeir hafa safnað eignum.
Þeir skilgreindu olíuna strax í upphafi sem
þjóðareign og fylgdu því eftir með gjaldheimtu
(m.a. af útlendingum, sem fengu vinnsluleyfí)
og með beinni aðild ríkisins að olíuvinnslu.
Þetta hefur skilað um 80% af olíuarðinum til
almennings. Mörgum öðram olíuríkjum hefur
vegnað miklu miður. Sádí-Arabía er til að
mynda komin í kröggur: þar hefur þjóðarbú-
skapurinn verið á niðurleið um langt árabii:
landsframleiðsla á mann er nú þriðjungi minni
en hún var árið 1981. Þetta stafar þó ekki
eingöngu af því, að olíuverð náði hámarki
1981 og hefur síðan farið lækkandi, heldur
einnig af hinu, að þeir hafa að sumu leyti
farið heldur illa með olíutekjumar. Ég hitti
móðurmálskennara frá Sádí-Árabíu á Sunset
Boulevard í sumar leið og spurði þá, hvað
þeir væra að gera. Við eram að elta stelpur,
sögðu þeir. Tókum okkur átján mánaða frí.
Miami Beach er betri, bættu þeir við. Þessi
orðaskipti festust í minni mínu. Þetta var á
ítölsku veitingahúsi; Colombo sat við næsta
borð, rámur og rangeygður.
Tökum Mexíkó. Landinu því hélzt ekki bet-
ur á olíugnægðinni en svo, að það steypti sér
jafnframt í stólpaskuldir, sem enn sér ekki
fyrir endann á, svo að ein nauðin rekur aðra
með ósköpum þar suður frá. Fyrrverandi for-
seti landsins - sá, sem hrinti mestum umbót-
um í framkvæmd - fer nú huldu höfði vegna
grans um aðild að gríðarlegri spillingu ogjafn-
vel mannsmorði.
Og tökum Nígeríu, sem lét olíuauðinn allan
í hendur fárra útvalinna, og margir þeirra
snera sér að glæpum til að halda glæsilífsstíln-
um til streitu, þegar olíutekjumar minnkuðu.
Lagos, höfuðborgin, er nú ein hættulegasta
borg í heimi. Olíubúskapnum er að sönnu ekki
einum um að kenna, en spillingin, sem festi
rætur umhverfís hann, hefur samt átt mikinn
þátt í óföram þessa mannflesta lands hinnar
miklu álfu. Af reynslu þessara landa má ráða,
að olíugnótt getur verið blönduð blessun. Þenn-
an lista mætti hafa miklu lengri.
Olíuríkin búa ekki ein landa við slíkan ófögn-
uð í efnahagsmálum. Ný bók eftir Rögnvald
Hannesson, prófessor í fiskihagfræði í Við-
skiptaháskólanum í Bergen, fjallar ýtarlega
um óstjóm í fiskimálum Norður-Atlantshafs-
ríkjanna og minnir okkur óþyrmilega á mis-
heppnaða sambúð manns og fisks á svæðinu
(Fisheries Mismanagement: The Case of the
North Atlantic Cod, Fishing News Books,
Oxford, 1996). Bókin er vel skrifuð og
skemmtileg. í henni er margt að fínna, sem
forvitnum lesendum - ekki aðeins hagfræðing-
um, heldur einnig háskólamönnum í öðram
greinum, blaðamönnum, embættismönnum,
stjómmálamönnum, útvegsmönnum o.fl. -
þætti fróðlegt, enda geri ég ráð fyrir, að höf-
undurinn hafí breiðan lesendahóp í huga.
II. „ ... eitt orð: óstjórn"
Bókin hefst á greinargóðri lýsingu á höfuð-
viðfangsefnum fiskihagfræði og fískveiði-
stjómar og fjallar síðan um fjögur lönd: Nor-
eg, Færeyjar, ísland og Nýfundnaland.
Niðurstaða höfundarins er skýr og skorin-
orð: „Reynslu landanna fjögurra ... má draga
saman í eitt orð: óstjóm.“ (bls. 101.) Hann
EFTIR ÞORVALD GYLFASON
Ljósm.: Morgunblaðió/Árni Sæberg.
FISKIFLOTI fslendinga var stærri i' tonnum talið 1994 en hann var 1984 þegar kvóta-
kerfið var tekið upp, þótt markmiðið væri að minnka flotann.
Ljósm.*. Birgir Þórbjarnarson.
„REYNSLU landanna fjögurra (Noregs, ís-
lands, Færeyja og Nýfundnalands) má
draga saman í eitt orð: Óstjórn", segir
Rögnvaldur Hannesson.
lýsir Nýfundnalandi sem fátæktargildra og
spyr í fyrirsögn kaflans um ísland, hvort ís-
lendingar séu nú að upplifa „gullaldarlok“.
Hann lýsir þungum áhyggjum af efnahagsþró-
un íslands næstu ár og áratugi.
Bókinni lýkur með hressilegri lýsingu á
sameiginlegri fískveiðistefnu Evrópusam-
bandsins, sem er röng í aðalatriðum: hún er
dæmi um misheppnaða hagstjórn með hand-
afli, þegar heilbrigður markaðsbúskapur
myndi skila meiri árangri. Rögnvaldur hvetur
til þess, að Sambandið hverfí frá fískveiði-
stefnu sinni.
III. Svart eóa bjart?
Ég er sammála Rögnvaldi Hannessyni um
öll aðalatriði í greiningu hans nema eitt. Hann
virðist svartsýnn á getu íslendinga til þess að
takast á við afleiðingar dvínandi fískifangs
og spáir því versnandi lífskjörum á landinu til
lengdar. Ég er á hinn bóginn bjartsýnn eða
a.m.k. vongóður um hag íslands, þegar frá
líður, af því að ég hef ennþá trú á því, að við
munum hverfa frá rangri stefnu í tæka tíð
og finna okkur aðra arðbæra atvinnu við hlið
sjávarútvegs, svo að hlutfallslega dvínandi
aflaverðmæti úr sjó þurfi þá ekki að draga
þjóðarbúið niður smátt og smátt.
Ég túlka hagsögu heimsins svo, að það, sem
mestu ráði um auðlegð þjóðanna, sé mannauð-
urinn, menntun fólksins og menning, en ekki
auðlindir náttúrunnar. Okkur er það í sjálfs-
vald sett, hvort við eflum eða afrækjum mennt-
ir og menningu, óháð aflabrögðum - sem
betur fer. Fiskihagfræðingum hættir stundum
til að horfa fram hjá þessu.
Margar fiskveiðiþjóðir hafa farið illa að
ráði sínu undangengin ár um allan heim. Ör-
lög Nýfundnalands og hlutskipti Færeyja, sem
Rögnvaldur fjallar um, era flestum íslending-
um fullkunn nú orðið, skyldi maður ætla, en
þó virðast menn yfírleitt ekki enn hafa dregið
réttar ályktanir af því, sem þar hefur gerzt.
Þarna hefur sjálfsforræði fornra samfélaga
ULFALDABLOÐ
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 1997