Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 9
hann sveiflaði sverðinu af slíkum hraða að mörg virtust vera á lofti í einu. í Dresden eru aldrei færri en níu byggingarkranar á lofti, hvert sem litið er. Það á reyndar við um allan austurhluta landsins. Sögulegar byggingar sem skemmdust í stríðinu og ekki voru lagaðar á meðan múrinn stóð eru nú endurreistar hver af annarri og hús sem fengu lítið viðhald á erfirstríðsárunum fá nú „renovierung". Það auðveldar ekki viðhald húsa á þessum slóðum að þau eru flest reist úr sandsteini, því annað var ekki að hafa. Steinninn er mjúkur svo sót og önnur óhrein- indi loftsins eiga greiða leið inn í hann. Bygg- ingar og styttur eru því svartar á að líta og engin leið að ná þeim lit burtu. - Á húsum sem þegar hafa verið endumýjuð má iðulega sjá skilti sem á stendur til dæmis: In 1973 gebaut In 1996 renoviert eða: In 1944 zerstört In 1996 wiederaufbaut. í Dresden er miðaldakirkjan Frauenkirche enn í molum. Nú er stefnt að því að endur- reisa kirkjuna á næstu 7-8 árum og er reikn- að með að það kosti sem nemur 11 milljörð- um íslenskra króna. Fyrir utanaðkomandi virðist það nánast óvinnandi vegur, en af alkunnri nákvæmni heimamanna hefur hver einasti steinn úr rústunum verið númeraður og þeim síðan verið raðað í langar raðir á hillur sem komið hefur verið fyrir í kringum kirkjuna. Með þrívíddar tölvugrafík verður hverju broti síðan fundinn sinn upprunalegi staður. Nú í sumar var haldin fyrsta guðs- þjónusta frá eyðileggingu kirkjunnar í tilefni þess að grafhvelfingin hefur verið endurreist. Kölhen Á leið til Köthen var komið við í Halle, en hún er fæðingarborg Georgs Friedrichs Hándels sem var jafnaldri J.S. Bachs. Þar var miðaldakirkjan Marktkirche skoðuð, en hún er sameinuð úr tveimur kirkjum sem byggðar höfðu verið hvor ofan í annarri líkt og gert var í Erfurt og áður er lýst. Á leið- inni var hlustað á tónlist Hándels í bflnum, en Ingólfur fararstjóri lék valda kafla úr ýmsum verkum hans, m.a. úr Messíasi í flutn- ingi Pólýfónkórsins frá 1986. Þar er um að ræða samfellda tónleikaupptöku (live) sem alltaf stendur fyrir sínu. Meðan ekið var um iðgrænar sveitir Þýskalands nutum við einnig tónlistar Bachs og Wagners. Richard Wagner bjó í Dresden og þar voru sum verka hans frumflutt. Það var því áhrifamikið að heyra valda hluta úr Niflungahringnum þegar ekið var inn í þá borg. J.S. Bach var i níu ár í Weimar. Þar kynnt- ist hann Leopold prinsi af Anhalt/Cöthen sem var mikill tónlistarmaður. Leopold bauð Bach starf Kapellmeister átján manna hirðhljóm- sveitar sinnar í Köthen. Þetta var ómótstæði- legt boð fyrir Bach sem fékk ekki það emb- ætti sem hann hafði gert sér vonir um í Weimar. Þegar Wilhelm Emst hertogi í Weimar frétti að Bach hygðist segja upp vist- inni setti hann Bach í stofufangelsi í þrjár vikur fyrir framhleypnina. En hann flutti með Mariu Barböru og bömum þeirra flómm til Köthen um leið og hann losnaði. Þetta var árið 1717. Sá hængur fylgdi þessu nýja starfí að nokkurrar naumhyggju gætti í trúmálum í Köthen og tónlist ekki notuð við trúarathafn- ir. Það hefur verið nýlunda fyrir Bach sem var á kafi í trúarlegri tónlist, mönnum til trúarlegs innblásturs og guði til dýrðar. Við getum þó verið forsjóninni þakklát, því það var undir vemdarvæng Leopolds prins sem Bach samdi Brandenburgarkonsertana, svít- umar, fíðlukonsertana, margar sónötur hafíð að Das Wohltemperierte Klavit ýmis önnur veraldleg verk sem við vil síst án vera í dag. Sumarið 1720 dvöldu Bach og Leopt ásamt föraneyti í Karlsbad, prinsinum t heilsubótar. Þegar heim var komið kom í ljós. að Maria Barbara hafði látist þá um sumarið og þegar verið jörðuð. Þetta áfall mun hafa orðið til þess að Bach hugsaði sér til hreyf- ings. Þau skilyrði sem hann vann við í kalvín- ísku umhverfi hentuðu honum ekki lengur. Hann hafði áhyggjur af uppeldi bama sinna og eigin sannfæringu. Þetta ár sótti Bach um stöðu organista við St. Jameskirkjuna í Hamborg. Hann hélt tveggja tíma langan konsert fyrir kirkjuráðið þar og spann út af laginu Am Wasserflussen Babylons. J.A. Reincken var viðstaddur og hreifst mjög að leik Bachs. „Ég hélt að þessi list væri dauð, en ég hef nú heyrt að hún lifír í yður,“ sagði hann við Bach. Annar umsækjandi hafði efni á að greiða með sér og fékk stöðuna. í desem- ber árið 1721 steig Johann Sebastian gæfu- spor þegar hann kvæntist Önnu Magdalenu Wilcken. Hún var aðeins tvítug, en þroskuð kona sem varð Bach góður förunautur og bömum hans sex úr hjónabandi hans með FRÚARKIRKJAN (Frauenkirche) í Dresden eyðilagðist í strfðinu. Borgarbúar hafa ákveð- ið að endurreisa hana, fundið hverjum steini sinn fyrri stað, númerað þá og raðað upp. Flestum virtist þetta óvinnandi verk, en því á að vera lokið innan áratugs. Mariu Barböra góð móðir. Sjöunda bamið hafði látist skömmu áður. Saman eignuðust Bach og Anna Magdalena 13 börn. Um mitt ár 1722 losnaði staða kantors í Leipzig og Bach sótti um hana. Eftir akstur um þröngar götur Köthen, sem ekki liggur í alfaraleið, komum við að höll Leopolds; Schloss Köthen. Höllin er í mjög góðu ásigkomulagi. Þar gengum við um sömu sali og Bach og Leopold höfðu til sinna um- ráða meira en 270 árum áður. í fagurlega skreyttum speglasalnum stjómaði Bach hljóm- sveit sinni á kammertónleikum eða undir dansi. Þar er enn að finna píanóið (Klavier) sem Bach samdi Das Wohltemperierte Klavier á. Enn meiri hughrif fylgdu því að koma í kapellu hallarinnar sem var „1988-1991 re- konstraiert“. Þar er lítið orgel sem Bach hafði fyrir sig. Hann gat því samið kirkjulega tón- list þótt hún væri ekki mikið notuð í höllinni. Nú er minning Bachs aðalsmerki Köthen. Leipzig Á leið íslendinga til iðnaðarborgarinnar Leipzig var komið við í postulínsborginni Mei- m. Þar voru gerðar fyrstu tilraunir til postu- hsgerðar í Evrópu á fyrstu áram átjándu dar. Meiner-postulín er þekkt fyrir gæði enn nn dag í dag. Fararstjóri vor dreif okkur á i úngu á afurðum verksmiðjunnar. Það er lj t að verksmiðjan hefur fyrst og fremst ge ; postulín fyrir kóng og aðal. Ennþá er fra» ileiðslan afar skrautleg, en það mátti heyra á konunum að þær kunnu vel að meta. Þótt Bach sé nú óumdeilanlega einn af mestu meisturum evrópskrar tónlistar var hann ekki meira metinn en svo af samtíma sínum að hann lenti ekki fremstur í röð umsækjenda um starf kantors við Thoma- skirche í hinni blómlegu borg viðskipta, vís- inda og lista Leipzig. Eftir að aðrir umsækj- endur höfðu dregið sig til baka fékk Bach þó loks stöðuna. Þá var árið 1723. Til að sanna það að hann kynni til verka lék hann fyrir kirkjuyfirvöld nýsamda Jóhannesarpass- íuna! Bach þurfti einnig að þjóna Nikolai- kirche og tveimur til viðbótar, kenna drengj- unum í Thomasschule tónlist og stjóma kór- um kirkjanna. Þar fyrir utan samdi Bach svo mikinn fjölda tónverka að það er algerlega óskiljanlegt hvemig hann hefur haft tíma til alls þessa. Þá þurfti hann að sinna öllum bömunum sínum, en þeim kenndi hann á hljóðfæri og urðu fjórir synir hans þekkt tón- skáld og hljóðfæraleikarar. Auk þess söfn- uðust í kringum hann samstarfsmenn, lær- lingar, vinir og vandamenn. í Leipzig samdi Bach m.a. 265 kantötur, sex stórar mótettur, fimm messur, þar á meðal H-moll messuna, Jólaoratoríuna og Mattheusarpassíuna. Matt- heusarpassían er margslungin og í dýpt sinni, formsnilld og fegurð áreiðanlega með mestu afrekum mannsandans. Hún er til á hljómplöt- um í konsertupptöku Pólýfónkórsins og ann- ars íslensks tónlistarfólks frá árinu 1982. Tveimur árum fyrir dauða sinn heimsótti Bach son sinn Carl Philipp Emanuel til Pots- dam, en hann starfaði þar fyrir Friðrik mikla. Bach lék fyrir Prússakonung í San Souci höll, m.a. tilbrigði við verk sem konungur hafði sjálfur samið, við mikla hrifningu. Þeg- ar heim kom sendi Bach Friðriki verk sitt Musikalisches Opfer. Bach lést síðan árið 1750. Stytta hans stendur við Thomaskircþe og í kór hennar er grafreitur hans. - ís- lenski ferðahópurinn gerði stuttan stans fyrir utan San Souci, en skoðun hallarinnar tekur lungann úr degi og bíður betri tíma. Meðan Bach lifði voru aðeins 9-10 verka hans gefin út og ekkert fyrr en hann var orðinn 41 árs að aldri. Ýmislegt kann að hafa valdið þessu og er ein ástæðan sú að Bach þótti gamaldags þegar fyrir miðjan ald- ur. Klassíkin tók við af barrokki með sónöt- una og nýjum hljómum, en svo undarlegt sem það kann að virðast var það einmitt sonur Bachs, Carl Philipp Emanuel, sem átti dijúg- an þátt í tilurð og vinsældum sónötunnar. í Ijósi þess er það ekki óskiljanlegt að í ævisög- um Bachs er þess jafnan getið að Carl Philipp hafi talað um föður sinn sem „gömlu hárkoll- una“ með tilvitnun til þess tima sem var að renna sitt skeið. Nútímamenn skynja tónlist Bachs aftur á móti oft á þann veg að þeim virðist hún yngri og fijálsari en tónlist þeirra sem á eftir komu. - Das Wohltemperierte Klavier var gefið út í byijun nítjándu aldar, en að öðra leyti var það Felix Mendelssohn (1809-1847) sem vakti athygli umheimsins á Bach þegar hann flutti Mattheusarpassíuna í Berlín árið 1829, áttatíu áram eftir lát tón- skáldsins. Bachgesellschaft var stofnað árið 1830 og hafði tekist að gefa út öll verk snill- ingsins árið sem haldið var upp á einnar ald- ar dánarafmæli hans árið 1850. Eftir að hafa skoðað Thomaskirche fóram við á konsert sem Ingólfur hafði pantað fyr- ir okkur í Nikolaikirche. Þar heyrðum við í stóra orgelinu sem Bach spilaði á, nema hvað það hefur nú rómantískan hljóm eftir seinni tíma „rekonstraierung". í Leipzig er Gewandhaus tónleikahúsið. Það þarf varla að kynna það fyrir lesendum, svo þekkt sem það er. Gamla Gewandhaus eyðilagðist í stríðinu. Nýja húsið var vígt árið 1981 og er í eftirstríðsstfl. Steinsteypa og beinar línur era mest áberandi og gera húsið eins ólíkt Semper-óperanni í Dresden og hugsast getur. En það er þekkt fyrir frá- bæran hljóm. í Gewandhaus heyrðum við annan píanókonsert Hans Wemer Henze (1926) og fjórðu sinfóníu Gustavs Mahlers (1860-1911) undir stjóm Ingos Metzmacher. Píanókonsertinn er nútímaverk og þótti mörgum hann vera erfíður áheyrnar. Ein kona úr hópnum var hins vegar svo hrifin að hún þræddi eftir þetta allar plötubúðir að leita að upptökum af verkum Henze. Aðal- stjómandi Gewandhausorchester síðastliðin 25 ár er Kurt Masur, en hann hefur átt mik- inn þátt í að endurreisa tónlistarlíf borgarinn- ar. Eftir tónleikana fór vel á að koma við á kráinni Auerbachs Keller sem meðal annars er þekkt fyrir að koma við sögu í Faust, en Johann von Goethe vandi þangað komur sín- ar. Borgarbúar launuðu Goethe með því að reisa honum styttu. í Leipzig dvöldu meðal annarra íslending- amir Jón Leifs, Hallgrímur Helgason, Ámi Kristjánsson, Halldór Kiljan Laxness og Páll ísólfsson, en sá síðastnefndi kynnti íslending- um Bach, enda var honum málið skylt því hann var um tíma staðgengill kennara síns við sjálfa Tómasarkirkjuna. Richard Wagner (1813-1883) fæddist í Leipzig, enda hljóm- uðu Meistarasöngvarar hans úr gjallarhom- um bifreiðar okkar á leið hennar inn í borgina. Það fer ekki á milli mála að i Leipzig á sér stað mikil uppbygging á öllum sviðum. Um- ferð er þar mikil og enn fleiri byggingarkran- ar á lofti en annars staðar. Nýir vegir eru byggðir, götur endumýjaðar, íbúðarhús gerð upp og rústir ófriðarins reistar úr duftinu. Berlin í Berlín var gist á Radisson/SAS hótelinu við Alexanderplatz og ána Spree. Berlín hef- ur upp á margt að bjóða. Og því ekki að njóta þess besta; Berliner Philharmonisches Orchester? Hljómsveitin eignaðist nýtt hús árið 1949 sem nefnist einfaldlega Berliner Philharmonie. Það er stór og hrá steinsteypu- bygging sem varð fyrirmynd annarra húsa eins og t.d. Gewandhaus sem áður er á minnst. Einstakur hljómburður á líklega stærstan þátt í því. Árkitekt hússins hafði það fyrir vinnureglu að bijóta upp alla sym- metriu og hringi. Augað finnur því ekki þau gömlu viðmið og leitar stöðugt að nýjum, sér til halds og trausts. Hljómsveitin er m.a. þekkt fyrir fyrram aðalhljómsveitarstjóra sinn Herbert von Karajan, en Claudio Abbado heldur nú um taumana. Þama heyrðum við fyrst Konsert fyrir píanó og hljómsveit opus 114 eftir Max Reger (1873-1916) og síðan Alpasinfóníu Richards Strauss (1864-1949) opus 64 undir stjóm Seiji Ozawa sem stjóm- aði blaðalaust! Þetta reyndust frábærir tón- leikar. Hljómsveitin er hreint afbragð og leik- ur undra vel. Islenski hópurinn var í skýjun- um eftir tónleikana sem urðu einkar heppileg- ur endir á sérlega ánægjulegri ferð. Enn einu sinni höfðum við verið minnt á að gestgjafar okkar létu það verða fyrsta verk eftirstríðsár- anna að endurreisa tónleikahús sín. Berlín var tvískipt í yfir fjóra áratugi og þurfti hvor borgarhelmingur fyrir sig á sinni stofnun að halda. Þetta hafði það í för með sér að nú eru þar ýmsar stofnanir til í tví- riti. Berliner Philharmonie stóð rétt vestan við múrinn. Austan megin leikur Berliner Sinfonie Orchester í Konzert Haus Berlin, en henni stjómaði Robert Abraham Ottósson árið 1946. Á tíunda degi ferðarinnar var ekið sem leið lá frá Berlín til Hamborgar og flogið þaðan heim. Afar viðburðaríkum tíma var lokið, en dýrmæt reynsla situr eftir og auðg- ar líf ferðalanga um ókomin ár. Ferð á vit fegurðarinnar hafði farið fram úr björtustu vonum. Höfundur er sálfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.