Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 14
Yfir Markarfljótsbrú var fyrst ekió haustió 1933 og bílvegur í Vestur-Skgftgfellssýslu opnaóist ekki fyrr en þá, og ekki fyrr en 1974 vestanfrá í Austursýsluna. Aóur fóru menn á hestum og hér segir af reiótúr frá Teigingalæk austur í Skaftafell, en höfundurinn var þá nýoróinn 8 ára. Leióin lá yfir Skeióarárjökul og um Bæjarstaóaskóg, en um allan sandinn voru jakar aó bráóna eftir Skeióarárhlaupió 1934. FERÐAMENN við sporð Svínafellsjökuls í Öræfum. Ljósmyndari Þorvarður Jónsson YFIR SKEIÐARÁR- SAND SUMARIÐ 1935 EFTIRLEIFSVEINSSON Á LEIÐ yfir Skelðarárjökul. AÐ gekk kíghósti í Reykjavík þetta sumar. Móðir mín var með Bergljótu systur okkar í einangrun í sumarbústað þeim við Elliðavatn, sem heitir að Sveinsstöðum. Hún var þá kornabam. Við bræður vorum þá á fjör- ugasta aldri, Sveinn Kjartan 11 ára, Haraldur 10 ára og ég 8 ára. Var brugðið á það ráð að fara í langt ferða- lag ásamt móðursystur okkar Guðrúnu Haralz og Sveini Ársælssyni frænda okkar frá Vest- mannaeyjum. Faðir okkar, Sveinn Magnús Sveinsson, var að sjálfsögðu fararstjórinn og fékk hann traustan bíl frá Steindóri til farar- innar. Bar nú fátt til tíðinda, þar til við kom- um að Kirkjubæjarklaustri. Þar fengum við gistingu hjá Lárusi Helgasyni bónda og fjöl- skyldu hans. Fær nú faðir minn þá stórkost- legu hugmynd að fara með lið þetta á hestum austur í Öræfí. Stefán Þorvaldsson á Kálfa- felli annaðist þá oftast fylgd yfir Skeiðarár- sand og hafði hann farið 362 ferðir yfir sandinn, er hér var komið sögu. Hringir nú faðir minn í Stefán og ber upp erindið. Harð- neitaði Stefán að fara með þijú böm yfir sandinn og tvær alls óvanar manneskjur, þó BÆRINN í Skaftafelli sumarið 1936. fullorðnar væm. Faðir okkar var aftur á móti þaulvanur hestum. Ekki var faðir okkar á því að gefast upp við svo búið, heldur hringdi hann í Stefán næsta dag en allt fór á sömu leið. Hinn þriðja dag hringir faðir okkar enn og fór nú Stefáni að skiljast, að hér ætti hann við ýtinn mann í besta lagi Varð honum svo mikið um þriðja símtalið, að hann tókst á hendur fylgdina, svo og útvegun hesta. Næsta dag ókum við svo að Teygingalæk í Hörgslandshreppi og hófst ferðin þangað kl. 10.00. Ég fékk traustan hest, rauðan, 21 vetr- ar sem reyndist mér prýðilega í ferðinni, enda hafði hann oftast vit fyrir okkur báðum. Son- ur Stefáns, Bjöm í Kálfafellskoti, var einnig fenginn til fararinnar. Við fengum gott veður yfir sandinn, en minnisstæð er mér aðkoman í sæluhúsinu. Þar vom allir veggir útskrifaðir með mannanöfn- um, þannig að hvergi var rúm fyrir skraut- skrift okkar bræðra. „Nú var ljótt að gleyma viskuleðrinu heima“ hrökk þá út úr einum okkar. Síðla dags komum við svo að Skeiðará. Þar hófst ráðstefna mikil, hvort áin myndi fær, eða fara yrði hana á jökli. Þótti mér hún óá- renniieg, þar sem hún byltist fram úr skriðjökl- inum með kynngikrafti. Var nú ákveðið að fara ájökli. Hrikalegar þótti mér jökulspmng- urnar, sumar allt að þijátíu metra djúpar, en áfram var haldið með mikilli varfæmi, því fátt segir af einum, sem hrasar á þessari Ieið ofan í jökulsprungumar. Skítugur þótti mér jökullinn, hafði alltaf ímyndað mér jökla tand- urhreina einsog veisludúk á jólaborði. Hægt og bítandi gekk ferðin eftir jöklinum og skömmu síðar vomm við komin inn í Bæjar- staðaskóg, sem enn stendur mér fyrir hug- skotssjónum í sinni miklu fegurð og stórfeng- leik. Nú var klukkan að verða 22 og tóku nú ferðafélagamir eftir undarlegu háttalagi okkar Rauðs. Ég hallaðist grunsamlega á hestinum, en hann gekk ávallt undir mig, þannig að ég gat tollað á honum. Við nánari athugun kom í Ijós, að ég svaf á hestinum. Um kl. 23 kom- um við að Skaptafelli og var ég þá orðin þreyttari og þyrstari en orð fá lýst. Við dvöldum á Skaptafelli og Svínafelli í góðu yfirlæti í nokkra daga, enda frændgarð- ur á báðum bæjum. Til baka var haldið sömu leið, en nú fóm Skaptafellsmenn með yfir jökulinn og höfðu höggvið þrep áður í verstu kaflana, þannig að ferðin sóttist greitt. Við Stefán Þorvaldsson riðum um tíma samsíða á sandinum og lét ég þess getið, að eitthvað mundi nú hafa gengið á, þegar jakar þessir mnnu fram sandinn, sem ennþá voru að bráðna víða á Skeiðarársandi (jökulhlaup varð í Grænalóni 1934). „Drunur, ja maður lifandi, það er ekki orðið, þar var meiri hávaði, en þegar ég kom í vélasalinn í Völundi hér um árið, og er þá langt til jafnað." Heimleiðin gekk snurðulaust og náðum við háttum á Kirkjubæjarklaustri um kveldið. Faðir okkar var svo hrifinn af Öræfunum í þessari ferð, að hann sagðist fara þangað árlega upp úr þessu. Samt varð þetta hans fyrsta og síðasta ferð yfir sandinn, en ég hef eigi farið þar um síðan, brýrnar miklu á ég eftir að sjá. 14 IESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.