Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Blaðsíða 8
FRUARKIRKJAN í DRESDEN ENDURREIST EFTIR MÁ VIÐAR MÁSSON í Leipzig samdi Bach m.g. 265 kantötur, sex stórar módettur, fimm messur, Jólaoratoríung og Mattheusarpassíuna, sem er margslungin í dýpt sinni, formsnilld og feguró og áreióanlega meó mestu afrekum mannsandans. Þetta er síðari hluti „A slóðum J.S. Bach.“ í DRESDEN er listasafnið Zwinger, sem byrjað var að byggja 1709. Þar eru margir dýrgripir varðveittir, þar á meðal hin fræga madonnumynd Rafaels frá endurreisnartímanum. Málverkið er 2x2,7m. FRÁ WEIMAR lá leið okkar í gegn- um Altenburg, en þar skoðuðum við samnefnda höll. Höllin var áður kastali sem á rætur að rekja langt aftur í aldir. Þama kynnt- umst við sögu byggingarlistar frá miðöldum og fram á þá nítj- ándu. Höllin er heilleg þótt hún hafi skemmst í hveijum ófriðnum á fætur öðrum. í kapellu kirkjunnar er stórt og mik- ið orgel sem J.S. Bach vígði árið 1739. Það þykir hafa einkar fallegan barrokkhljóm, en „der Orgelprospekt ist sehr konturenreich und reich mit plastischem Schmuck verziert. Eine verhaltene Polychromie setzt Akzente zwischen den metallisch glánzenden Zinnpfei- fen und dem hölzemen Orgelgeháuse". Gömlu orgelin vom mörg gerð upp á rómantíska tímanum og stillt fyrir þau verk sem þá vom í tísku, en henta tónlist Bachs aftur á móti illa. Við urðum vör við að Þjóðveijar em nú að kippa þessu í liðinn og ný orgel hafa gjam- an barokkbyggingu. Nú er verið að endurgera ýmislegt í höll- inni sem farið hefur illa í hirðuleysi stríðs- og eftirstríðsára. Þetta varð enn meira áber- andi í Dresden, en eins og alþekkt er fór sú borg afar illa í seinni heimsstyijöldinni þegar mestur hluti borgarkjamans var jafnaður við jörðu í loftárásum. Dresden lenti austantjalds eftir stríð enda emm við nú komin til Sac- hsen. Saxar hafa lengi haft horn í síðu Prússa að norðan en frekar sótt áhrif að sunnan, ekki síst til Vínar. Því var það að Dresdenbú- um þótti nóg um eftir að Berlín varð að höfuð- borg Austur-Þýskalands og uppbygging hófst þar eftir stríð. Þeim þótti sem mikið fé færi í að reisa Berlín úr rústunum, en lítið til Saxlands. Á meðan rústir fomra mannvirkja vom endurreistar í Berlín hurfu þær fýrir kjöftum vélskóflanna í Dresden. íbúamir BRJÓSTMYND af Bach f Köthen. fýlgdust með niðurrifsstarfseminni í skelfíngu og máttleysi þar til tiltölulega heillegar rúst- ir barokkhúsgafla við Groe Meiner Strae 3-13 vom sprengdar í loft upp 1. júní 1950. Þá lá við uppreisn. Sagan segir að Walter Ulbricht hafí bmgðist við með því að setja fé í endurreisn Semper ópemhússins sem nú stendur í sinni fyrri dýrð og hýsir hina frægu hljómsveit Staatscapelle. Svo mikið er víst að mótmælin og umræðumar sem af þeim spmttu urðu til þess að fleira var ekki „hreinsað burtu“. Enn er verið að gera við Residenzschlo, Sophienkirche’og fleiri merkar byggingar í miðborginni sem mynda Elbf- assade við ána Elbu. Að sjálfsögðu lagði sparibúinn hópurinn leið sína í Semperópemna þar sem hlustað var á góðan flutning Staatscapelle á Erwart- ungkonsert Amolds Schönberg (1874-1951) og 5. sinfoníu Antons Bmckner (1824-1896) undir stjórn Giuseppe Sinopoli. Semperóperan vakti verðskuldaða athygli okkar, enda áreið- anlega fallegasta hljómleikahús sem flest okkar höfðu komið í. í Dresden urðum við þeirrar sérstöku ánægju aðnjótandi að geta virt hina þekktu madonnumynd Rafaels fyrir okkur. Þar er einnig málverkið af hinni sofandi Venus eftir Castelfranco sem margir kannast við af eftir- prentunum. Myndimar em í listasafninu Zwinger sem Ágúst II, einnig nefndur Ágúst sterki, lét hefja byggingu á árið 1709. Safn- ið er feiknastórt og sérstakt fýrir það að vera reist sem safn frá byijun. Ágúst var ekki aðeins sterkur, heldur fékk hann viður- nefnið ekki síður fyrir stóran líkama sinn og mikla kvenhylli. Ágúst hafði lítinn áhuga á stríðsleikjum og seldi óvini sínum Friedrich Wilhelm Prússakonungi 600 bestu hermenn sína fyrir 150 postulínsgripi frá Asíu sem nú em til sýnis í postulínsdeild safnsins. Slóðir menningarreisu okkar íslending- anna lágu að mestu um land það sem um hríð hét Austur-Þýskaland. Sú tilfínning lá í loftinu hvar sem komið var að íbúarnir skömmuðust sín fyrir eyðileggingu stríðsins. Það vom ekki einungis eigur stríðskynslóðar- innar sem skemmdust, heldur byggingar og munir sem áttu sér aldagamla sögu. Sagt var um kappann Gunnar Hámundarson að SEMPER óperuhúsið stendur i miðri Dresden og eyðilagðist þegar borginni var eytt í stríðinu. Það stendur nú samt f sinni fyrri dýrð og er það mikið afrek. íslendingahópurinn hlustaði þar á hina þekktu hljómsveit Staatscapelle. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.