Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Qupperneq 10
VONIR sem stóðu til þess að
Landgræðslan gæti hafið
stíflugerð við Hagavatn og
bætt með því gróðurskilyrði
og stöðvað landeyðinu, hafa
í bili orðið að engu með
nýjum og afar umdeilanleg-
um úrskurði umhverfisráð-
herra. Sá úrskurður var þess efnis að Land-
græðslunni hafi ekki tekizt að færa fram
nægilega sannfærandi rök fyrir því að um-
hverfí Hagavatns stafaði hætta af áfoki frá
víðáttumiklu flæmi með jökulleir, sem áður
var vatnsbotn. Úrskurðurinn kom fáeinum
dögum eftir málþing um jarðvegsrof á ís-
landi, þar sem fram kom að það væri eins
og í eyðimerkurlöndum heimsins og á ís-
landskorti yfír mestu eyðingarsvæðin mátti
sjá, að allt umhverfís Langjökul er rof-
svæði. Umhverfísráðherrann fagnaði því að
ráðstefnan skyldi haldin en lét það síðan
verða sitt fyrsta verk að úrskurða gegn
átaki, sem ætlað er að koma í veg fyrir
meira rof en orðið er í næsta nágrenni
Hagavatns. Hér heggur sá er hlífa skyldi
og leikur sá grunur á, að ráðherrann hafí
þurft að friða öfgamenn og fylgismenn svo-
nefndrar „svartrar umhverfísverndar".
Stíflan sem þama var fyrirhuguð, átti að
loka fyrir útfallið um Nýjafoss og verða til
þess að vatnið stækkaði nálega um tvo þriðju
hluta; yrði 13,5 ferkm í stað 5. Vonir um
batnandi tíð fyrir gróðurfar á Haukadals-
heiði, innst í Lambahrauni og raunar á öllu
svæðinu vestur á Rótasand og að Hlöðufelli
og Þórólfsfelli, vora reistar á því að gamli
vatnsbotninn færi á ný undir vatn. Hann
er að flatarmáli 8,5 ferkm.
í næsta nágrenni, á Haukadalsheiði, eru
nýsáningar á víðáttumiklu rofsvæði, þar sem
heita Moldir. Þar er orðið grænt yfir að líta
eftir tvö hagstæð sumur án norðanáhlaupa,
en áður hafði sáðgresið drepizt hvað eftir
annað þegar sandur og jökulleir innan frá
Hagavatnu fuku þar yfir. Þessar nýsáningar
eru á afar viðkvæmu stigi og gætu allar
horfið í hörðu norðanveðri.
Jarðvegsrof á Haukadalsheiði, Sandfelli,
Lambahrauni og langt fram í Úthlíðarhraun,
svo og á öllu flæminu norðan Eldborga, er
til komið fyrir áfok. Eftir að búið var að
hefta að mestu uppblástur á Haukadals-
heiði, voru uppsprettur áfoksins einkum á
tveim sandsvæðum með jökulleir sem rýkur
eins og hveiti ef þomar og hvessir, annars-
vegar við Sandvatn og hinsvegar við Haga-
vatn. Nú hafa leirumar á Syðri-Flóa við
Sandvatn verið gerðar óskaðlegar eftir að
stíflað var þar og vatnið stækkað verulega.
Með samskonar aðgerð við Hagavatn var í
fyrsta lagi hægt að skrúfa fyrir uppsprettu
rofaflanna innst á svæðinu, en hækkuð
grannvatnsstaða hefði þar að auki orðið eins-
konar bónus. í Innhrauninu, þar sem vera-
legt rof er núna, og á Haukadalsheiðinni
getur hærri grannvatnsstaða bjargað nýsán-
ingum og eldri gróðri sem annars er alltaf
í hættu í þurrkatíð.
Áform Landgræðslunnar var að byggja
15m háa jarðvegsstíflu í skarðið þar sem
útfall Farsins er um Nýjafoss. Ennþá er þar
mjór móbergsþröskuldur sem fossinn fellur
HAGAVATN séö úr lofti - útsýni yfir austurhluta vatnsins, austur meft Jarlhettum og Langjöl
HAGAVAl
VATN A FARALD!
EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON
Hggavatn er nú aóeins þriójipartur þess sem þaó var fyrir 1939 og fyrr á öldinni v<
er uppspretta áfoks á stór svæð í næsta nágrenni og þá uppsprettu er au
EYSTRI Hagafellsjökullinn ýmist hopar efta skríður fram eftir árferði og hefur á þessari öld skriftið yfir allan þann hluta Hagavatns sem hér sést. Til hægri á myndinn
Útfallið um Nýjafoss er f kverkinni lengst til hægri. I baksýn sést Stóra Jarlhetta.
I
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ1997