Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Qupperneq 16
> I UNDANFÖRNUM tíu til tólf Aárum hafa svokallaðir list- fræðingar tekið yfir alla sýn- ingarsali og listasöfn á íslandi og með því orðið leiðandi afl í myndlist," fullyrðir Einar Hákonarson myndlistarmað- ur sem þessa dagana er að reisa menningarmiðstöð, Listaskálann í Hveragerði, sem verða mun einkarekin - óháð duttlungum „ráðastéttarinnar" í ís- lenskri myndlist. „Ég þekki ekki dæmi þess að listfræðingar hafi búið til list, það er hlut- verk listamannanna," heldur Einar áfram, „en þegar áhrif þeirra eru orðin svona mikil er hætta á ferðum, þar sem yngri kynslóð lista- manna er ósjálfrátt farin að laga sig að stefn- um sem listfræðingamir álita að séu í tísku. Afleiðingin er ótvíræð, aðsókn að listsýning- um hefur minnkað hér á landi, áhugi dvínað og listaverkamarkaðurinn, sem var einn sá besti í heimi, er hruninn.“ Út frá þessum vangaveltum fór Einar að huga að því að setja á laggimar einkarekna menningarmiðstöð enda er hann sannfærður um að mikið fé liggi í menningu þjóðarinn- ar, „þótt menn hafi ekki ennþá komið auga á hvernig eiga að nýta það“. Ekki mun Lista- skálinn eiga sér fýrirmynd en Einar segir að víða um lönd reki listasöfn sig sjálf - án styrkja, jafnvel þótt þau séu í eigu sveit- arfélaga. „Niðurstaða mín var því sú að þetta hlyti að vera möguleiki." Einar kveðst í öndverðu hafa gert sér grein fyrir því að erfiðara yrði að reisa hús af þessu tagi í Reykjavík en úti á landi. Reyndar leitaði hann hófanna hjá borginni um lóð en „var vísað í útkanta nýrra hverfa, sem eru gjörsamlega vonlaus með tilliti til viðskipta". „Um slíkt verður maður að hugsa, eigi svona listhús að geta borið sig.“ „Feróamannafyrirtaeki" í þessu samhengi sér Einar ástæðu til að benda á að hugmyndin hafi aldrei verið sú að Listaskálinn rúmaði eingöngu hreina list- starfsemi. Þess vegna verði þar, auk sýning- arsalar, stór veitingastaður, ráðstefnusalur og aðstaða fyrir listiðnaðarframleiðslu. „Listaskálinn verður fyrst og fremst „ferða- mannafyrirtæki“, það er hann mun byggja afkomu sína að mestu leyti á ferðamönnum.“ í ljósi þessa þarf ekki að koma á óvart að Hveragerði, „landsþekktur staður fyrir mikla ferðamannaumferð“, hafí orðið fyrir valinu. „Bragi í Eden hefur verið óþreytandi við að byggja Hveragerði upp sem ferða- mannabæ," segir Einar sem hefur það eftir Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra að hálf milljón ferðamanna sæki bæinn heim árlega. „Mest er umferðin auðvitað yfír sumartím- ann en ég hef tekið eftir því, meðan ég hef verið hér við framkvæmdir, að ferðamönnum fer jafnframt fjölgandi að vetrinum til. Þá er Hveragerði gamalgróinn listamannabær, þannig að ég er ekki í minnsta vafa um að ég hef valið rétta staðinn." Einar kveðst hafa mætt miklum velvilja hjá bæjaryfírvöldum í Hveragerði þegar hann varpaði hugmyndinni fram þar á bæ í árs- byijun 1996 og fljótlega var honum útveguð lóð á horni Austurmarkar og Reykjamarkar, í nágrenni við Eden. „Frá þeim tíma hef ég átt mjög gott samstarf við bæjarstjórn, bæði fyrrverandi og núverandi meirihluta, enda held ég að öll bæjarfélög á landinu hljóti að vera hlynnt hugmyndum af þessu tagi ef þau fá einstaklinga til að hrinda þeim í framkvæmd." EINKAVÆÐING LISTARINNAR í Hverqgerói er Einar Hákonarson myndlistarmaóur aó byggja menningarmióstöó, Listaskálann í Hvera- gerói, sem væntanlega veróur vígóur í byrjun júní. QRRI PALL ORMARSSON heimsótti Einar í skálann, sem hann mun reka sjálfur ásamtfjölskyldu sinni, og komst meóal annars aó því aó hvatinn aó bygg- ingunni er „slæmt ástand sýningarmála -----------------------------7----------------- myndlistarmanna á lslandi“. Morgunblaóið/Kristinn EINAR Hákonarson myndlistarmaður mun annast rekstur Listaskálans sjálfur. Listaskálinn í Hveragerði er hannaður af Jóni Róberti Karlssyni í félagi við Einar sjálf- an en byggingin er að stærstum hluta fjár- mögnuð af Lánasjóði Vestur-Norðurlanda. Skammtímafjármögnun sér Búnaðarbanki íslands um en að auki hefur Einar Hákonar- son lagt allar sínar eigur í verkefnið. Hann vill ekki nefna tölur í þessu samhengi en fullyrðir að skálinn muni ekki kosta „nema sem svarar rúmum helmingi af árlegum rekstrarkostnaði Kjarvalsstaða“. „Þetta er einkaframtakið í sinni skýrustu mynd - allra leiða hefur verið leitað til að gera þetta á sem hagkvæmastan hátt.“ Starfsemi Listaskálans verður, svo sem fram hefur komið, fjölþætt en Einar segir að rík áhersla verði lögð á myndlistarsýning- ar í sýningarsal hússins sem verði einn sá besti á landinu. „Það hefur lengi verið út- breiddur misskilningur hér á landi að sýning- arsalir þurfí að veijast dagsbirtunni líkt og söfn. Hönnuðir hafa því verið tregir til að hleypa henni inn nema með einhveijum sér- kennilegum hætti. Sannleikurinn er hins vegar sá að það gilda allt önnur lögmál um sýningarsali, þar sem reglulega er skipt um verk, og söfn, þar sem sömu hlutimir geta verið uppi við ár eftir ár. Sýningarsalurinn í Listaskálanum hefur þvi verið hannaður með það fyrir augum að hann geti hleypt inn íslenskri birtu, sem er sú fegursta í heimi.“ Vill kynna listiðnaó Að sögn Einars verður listamönnum boðið að sýna í salnum og mun þriggja ára sýning- arplan liggja fyrir í grófum dráttum. Fyrir- hugað er að skipta um sýningu á mánaðar- fresti. „Ég verð ekki eingöngu með hreinar listsýningar, heldur mun ég vonandi geta gert mikið að því að kynna listiðnað, innlend- an sem erlendan. Þá hef ég mikinn áhuga á því að hafa gott samstarf við Grænlend- inga og Færeyinga og tel að áhuginn sé gagnkvæmur. Að sjálfsögðu mun ég hins vegar opna húsið á yfírlitssýningu á Einari Hákonarsyni - málara í þijátíu ár,“ segir listamaðurinn og skellir upp úr. Einar segir að ráðstefnusalurinn muni verða tæknivæddur en mikil vöntun sé á slíkum sölum utan Reykjavíkur. Að líkindum verði hann þó ekki markaðssettur fyrsta árið. Listmunaframleiðslan í húsinu verður undir handleiðslu Einars sem annast mun alla hönnun. Sjálfur verður hann síðan með vinnuaðstöðu í húsinu - að minnsta kosti til að byija með. „Það fer eftir gangi fyrir- tækisins hvort það rými verður síðar lagt undir veitingastaðinn eða listiðnaðinn." Ennfremur kveðst Einar ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að ýmsar uppákomur verði í skálanum. Hefur hann þá tónlist sérstaklega í huga og bindur vonir við að sjóðir og fyrir- tæki, sem á annað borð styrki menningu, muni hafa áhuga á að styðja slíkar uppákom- ur. „Gamli Listamannaskálinn gæti orðið fyrirmynd að vissu leyti en hann var þekkt- ur fyrir alls konar uppákomur. Þar voru til að mynda haldnar tombólur og dansleikir, sem ég hef þó ekki í hyggju að leggja fyrir mig.“ Einar Hákonarson leggur mikið undir - hyggst standa og falla með Listaskálanum í Hveragerði. Framkvæmdir hafa gengið vel og nú þegar hillir undir vígsluna er hann fullur bjartsýni. „Ég er sannfærður um að það er grundvöllur fyrir menningarmiðstöð af þessu tagi í Hveragerði og kæmi reyndar ekki á óvart að hún ætti eftir að verða fyrir- mynd fleiri slíkra miðstöðva víða um land.“ LISTASKÁLINN i Hveragerði verður að líkindum opnaður í júníbyrjun. FRAMKVÆMDIR standa nú sem hæst. Hér er horft inn eftir sýningarsal hússins. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.