Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Blaðsíða 5
Guðmundur E Johnsen. LEGSTEINN Konrads Maurers í Alten Sudlichen Fredhof í Munchen. Konrad Maurer. KROSS á leiði Guðmundar E. Johnsen í Arnarbæliskirkjugarði. JOSEPH C Ha>. is prófessor stoltur fyrir framan safn sitt af íslenskum fornritum. en þar að baki sést fjallaröð, m.a. sú volduga Hekla og hinn mikli Eyjafjallajökull. Allmarga bæi má sjá þó að erfítt geti verið að greina torfveggi og þök frá umhverfinu. Greinilega sjást dreifðar byggingar gamla spítalans í Kaldaðarnesi sem samkvæmt hérlendri venju standa stakar og raðast ekki hlið við hlið nema að hluta en tengjast þó með lágum vegg og minna að því leyti á hús Fuggersætt- arinnar í Augsburg. Við sjóinn í suðri er sá gamalkunni verslunarstaður Eyrarbakki. í norðri og vestri er aftur á móti gróðursælt haglendi sveitarinnar sem takmarkast af Ing- ólfsfjalli annars vegar og nokkuð stórskomum hraunhæðum sem skilja byggðina frá Selvogi hins vegar. Við sjáum bæinn Hjalla, annexíu frá Amarbæli og fyrmm aðsetur voldugrar flölskyldu; einnig bæinn Reyki, sem þekktur er fyrir hveri og einn þeirra gýs einmitt nú og heitir Litli-Geysir. Ég hefði gjarnan viljað vera hér dálítið lengur til að virða þetta um- hverfí fyrir mér. Gaman hefði ég haft af að fara að Vogsósum þar sem séra Eiríkur bjó, einn frægasti galdramaður í landinu, sem svo margar skemmtilegar munnmælasögur ganga af; einnig til Krísuvíkur þar sem brennisteins- námur em, sem mikið hefur verið rætt um upp á síðkastið. Athyglisvert er að horfa til Reykja og áfram til Heng- ils, en þar em einnig hver- ir sem eiga að hafa mynd- ast árið 1339. Ingólfsfjall blasir líka við; þar er Ing- ólfur Amarson sagður vera heygður og enn þykjast menn geta vísað á haug hans. Séra Guðmund- ur benti mér líka á Valakirkju í fjallinu, þ.e. nornakirkju. En tíminn leyfði það ekki að ég færi á þessa staði, og ég varð að láta mér nægja að virða dýrðina fyrir mér úr fjarlægð með vinsamlegri aðstoð prófastsins. Inn á milli var svo rætt um stjórnmál og kom það mér á óvart af hve mikilli skarpskyggni þessi velviljaði maður talaði um ástand þjóðmála í heimalandi sínu. Líka var talað um fornsög- umar, einkum um Njálu sem séra Guðmundur hafði kynnt sér rækilega. Þá var farið að ræða um efnahag. Með greinilegri velþóknun ræddi séra Guðmundur um sitt þægilega brauð og hið mikla graslendi sem bauð upp á meiri nautgriparækt en almennt gerist. Þá var hon- um ekki síður tíðrætt um ströndina sem gæfi 36-40 ríkisdali af sér árlega, selveiðar 100 dali og fleira var nefnt í þessum dúr. Ég þáði hjá honum annan morgunverð, sérlega góðan; til að koma mér á óvart setti gestgjafí minn fyrir mig fimm mismunandi tegundir af eggj- um villtra fugla sem tekin eru við ströndina og síðan harðsoðin og snædd. Síðan var skyr borið fram sem nú var orðinn minn uppáhalds- réttur. Af eggjunum eru mér minnisstæðust litlu hnöttóttu mávaeggin og stóru löngu álfta- reggin, hin fyrrnefndu mjög mild á bragðið, þau síðamefndu bragðsterk með feitum keim. Þegar ég ætlaði að leggja af stað og þakka fyrir dýrðlegar móttökur kom rúsínan í pylsu- endanum. Hátíðlegur á svip sýndi séra Guð- mundur mér ungt en mjög fallega skrifað og vel varðveitt [pappírsjhandrit af Jónsbók, ís- lensku lögbókinni frá lokum 13. aldar. Hann lét mig fletta henni og sagði mér loks að mágur sinn, Jón Sigurðsson, hefði fyrir löngu falast eftir henni, hann hefði alltaf færst und- an, en ætlaði nú að gefa mér hana, til þess að ég gæti farið heim með þá minningu að ég hefði heimsótt Guðmund Johnsen í Olfusi! Þessi vinsamlegi maður lét ekki blekkjast af mótþróa mínum og lofaði auk þess að koma bókinni til Reykjavíkur mér til þæginda. Þá lét hann búa bát sinn og fylgdi okkur sjálfur yfir ána og að Kaldaðarnesi. Hann sýndi mér staðinn þar sem hinn frægi Kaldaðameskross stóð í Kaþólskri tíð og fyrstu lútersku biskup- arnir máttu takast á við, einnig Kerlingar- göngu, þ.e. hæð sem átti að lina allar þjáning- ar þegar horft væri á krossinn frá henni. Síð- an kvaddi ég þennan öðlingsmann með nokkr- um trega satt að segja því að ég gat varla gert ráð fyrir að hitta hann aftur á lífsleið- inni. En mér til gleði hitti ég hann reyndar sem snöggvast í Reykjavik og tók við handrits- gjöfinni úr hendi hans sjálfs.“ Nú eru hartnær 139 ár síðan Jónsbókar- handritið góða skipti um eiganda 1. júlí 1858, í glaðasólskini á bænum Arnarbæli í Ölfusi, en hvar er það núna? Ég ók dag nokkurn að Arnarbæli til að litast um á þessum slóðum ferðasögunnar frá síðustu öld. Kirkjan er horf- in, var lögð niður 1909 og sóknin sameinuð Kotstrandarsókn. Bæjarhúsin að Amarbæli em einnig horfin og jörðin nýtt frá öðmm bæjum. Kirkjugarðurinn er þó enn á sínum stað. í garðinum miðjum sést vel móta fyrir kirkjugmnninum og í honum miðjum stendur hár steinn, sem á er letrað að hér hafi staðið kirkja frá 1200 en verið lögð niður árið 1909. Vestan við kirkjugranninn, ekki langt frá fyrr- um kirkjudymm, er leiði gefandans, Guð- mundar E. Johnsen, girt grindverki úr járni og merkt stómm steyptum járnkrossi, sem á stendur Hjer hvílir prófastur G.E.Johnsen F: 20. ág. 1812. d: 28. febr. 1873. Sælir eru hreinhjartaðir. Matt: 5,8 essi kross, steyptur úr pott- jámi, er mikil smið og skraut- leg. Forvitni mín vaknar um hvar hann muni vera fram- leiddur. Ég hringi í Björn Th. Björnsson listfræðing og spyr hann hvort Islendingar hefðu sjálfir getað smíðað svo veg- lega gripi á þessum tímum. Björn svarar að svo hafi ekki verið heldur hafi flestir slíkir málmkrossar verið steyptir í Danmörku og eitthvað í Englandi. Oft hafi komið fyrir stafa- villur hjá hinum erlendu smiðum. Á Arnarbæl- iskrossinum em engar villur enda líklegt að mágur hins látna, Jón Sigurðsson forseti, hafí haft umsjón með gerð þessa minnis- varða. Þiggjandi handritsins, Dr. Konrad Maurer prófessor, lifði séra Guðmund í 29 ár og er jarðsettur í „Alten Sudlichen Fried- hof‘ í Munchen árið 1902. En hvar skyldi handritið af Jónsbók nú vera niður komið? Nokkm eftir dauða Maurers keypti Harv- ard háskóli í Bandaríkjunum allt handritasafn hans, svo helst væri þar að leita. í desember sl. dvaldi ég í Boston yfír hátíðirnar og ákvað ég að gera tilraun til að grennslast fyrir um Jónsbókarhandritið, sem skipti um hendur á björtum degi 1. júlí 1858. Áður en ég lagði af stað vestur um haf, hringdi ég í Jónas Kristjánsson fyrrv. forstöðumann Árnastofn- unar og bað hann að gefa mér góð ráð. Jón- as benti mér á að tala við Joseph C. Harris, prófessor við Harvard háskóla í Cambridge Massachusetts, sem er útborg Boston. Fyrir vestan hringdi ég strax í Harris prófessor og bar upp erindi mitt. Hann tók beiðni minni ljúfmannlega og bað mig að hitta sig á tröpp- um Widener bókasafnsins í húsgarði háskól- ans því við þekktum ekki hvor annan í útliti og of flókið var að visa mér á hvemig hægt væri að finna skrifstofu hans. Joseph C. Harris prófessor er glað- legur maður, meðalmaður á hæð með alskegg, suðurríkjamaður að upprana, fæddur í Columbus í Georgíu 18. september 1940. Hann er menntaður í germönskum tungumálum og hefur stundað nám við ýmsa háskóla. Við Georg- íuháskóla nam hann ensku, við Frankfurtar- háskóla þýsku, við háskólann í Cambridge í Englandi lagði hann stund á engil-saxnesku, keltnesku og tók lokapróf í norrænu. Þá hef- ur hann stundað nám við háskóla í Frakk- landi og ensku við Harvard háskóla. Ritgerð hans heitir: „Konungurinn og íslendingurinn" og íjallar um hinn meitlaða frásagnarstíl ís- lenskra fomsagna. Hann sótti sumamámskeið í nútímaíslensku í Reykjavík 1973 og sat Fomsagnaráðstefnu um leið á sama stað. Mikill hluti ritverka hans fjallar um íslenskar fornbókmenntir. Joseph Harris tileyrir sér- stöku menningarsamfélagi norrænufræðinga, sem dreifast um ýmsa háskóla heimsins. Þess- ir menn eiga það sameiginlegt að hafa lært og kenna forníslensku. Ur þessum hópi má nefna menn eins og Dr. Kurt Schier í Munchen, Hubert Seelow í Erlangen, Heinrich Beck í Bonn, Wilheilm Friese í Tubingen, Lars Lön- roth í Gautaborg o.fl. o.fl. Hér mætti einnig minnast á kákasíumanninn Grigol Matsjavar- iani, sem nú er nýlátinn. Við þessa menn er oftast hægt að tala íslensku og skrifa þeim á okkar eigin tungumáli. Fyrst sýndi Joseph mér bókasafnsbygging- una, sem er geysistór og vönduð, reist á árun- um 1912-14 í kjölfar dramatískra atburða. Bókasafnið, sem er höfuðbókasafn Harvard háskóla, heitir fullu nafni: „Harry Elkins Widener Memorial Library“ og er reist til minningar um Harry Elkins Widener, sem fórst ásamt föður sínum með Titanic árið 1912. Móðir hans, frú Eleanor Widener, var einnig með um borð í Titanic en fór í björgunarbát og lifði slysið. Ekkjan gaf tvær milljónir dala til minningar um son sinn og það var strax hafist handa um að reisa bókasafnsbygginguna, sem tekin var í notkun fullbúin 1914. Amerískur hraði það. Nú em í safninum 3 milljónir bóka á 10 gólf- um á yfir 8 km af bókahillum. Widener bóka- safnið er þriðja stærsta bókasafn Bandaríkj- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.