Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Blaðsíða 12
Mynd/Roman Mesning
ÞESSI tölvumynd skýrir uppákomu sem á sér stað daglega í Miinster í sumar að undir-
lagi tyrknesku listakonunnar Ayse Erkmen. Þyrla flýgur með gamla styttu frá geymslu-
húsnæði borgarinnar, setur hana á þak listasafns Múnster og fjarlægir þaðan eina
styttu í staðínn. Hugmyndin er sótt í kvikmynd Fellinis, La Dolce Vita.
■HK
I * * * i ¥Í; J ji 1 !%J #1 s ■ ff 1
EITT síðsta verk Martins Kippenbergers áður en hann lést fyrr á þessu ári, langt fyrir
aldur fram, var að Ijúka við þetta loftræstiop fyrir neðjanjarðarlestarstöð fyrir sýninguna
í Kassel. Rörið sogar f sig loft og frá verkinu berst ymur eins og frá lestarstöð.
HJÓLHÝSI fyrlr Kröller Miiller frá 1995 unnið í vinnustofu Joeps van Lieshout, eitt af
fjórum hjólhýsum sem vinnustofa listamannsins sýnir og vekja mikla athygli í Kassel.
Hjólhýsi van Lieshout þykja hin merkilegustu og ákaflega póstmódernísk; samanþjöpp-
uð hfbýli til að spara rými en innréttuð með öllu sem þarf á frumlegan hátt.
Ef fólk á leið til Þýskalands í sum-
ar, þá hvet ég það til að koma
við í borginni Múnster, ná sér í
kort af miðbænum og halda út
í borgina - gangandi eða leigja
sér reiðhjól - að leita verkin á
Múnstertíæringnum uppi. Sú
ferð gæti orðið að bráðskemmti-
legu ævintýri.
Skúlptúrsýningin í Múnster hefur nú verið
opnuð í þriðja skipti. Rúmiega 70 listamenn
leggja til verk, sumir fleira en eitt, og hefur
þeim verið komið fyrir víðsvegar um borgina;
í görðum, á umferðareyjum, inni í húsum og
uppi á húsum, úti í tjömum - hugkvæmnin
er mikil í staðsetningunum. Þá eru verk inni
í listasafni borgarinnar og þar eru einnig drög-
in að þeim verkum sem ekki var unnt að byggja
eða framkvæma, af peningaskorti eða öðrum
ástæðum.
Fyrsta skúlptúrsýningin var haldin 1977 að
frumkvæði sömu manna og standa að sýning-
unni í dag, Klaus BuSmann forstöðumanns
listasafns borgarinnar og sýningastjórans
Klaus König. Kveikjan að henni var pirringur
yfir fáfræði borgarbúa og fordómum út í sam-
tímalist, og glötuð tækifæri til að eignast lista-
verk. Níu var boðið að sýna og allt kunnir
samtímaiistamenn. Sýningin vakti mikla lukku
og 1987 hafði þátttakendum fjölgað verulega,
sum verkin voru keypt og látin standa áfram
og setja í dag svip á borgina.
Aðferðir listamannanna sem verk eiga á
sýningunni að þessu sinni, eru jafnfjölbreytileg-
ar og þeir eru margir. Sumir eru að taka þátt
í annað eða þriðja sinn, og eru víðkunnir fyrir
verk sín, en inn á milli er minna þekkt lista-
fólk, sem hefur eigi að síður athyglisverða hluti
að sýna. Listamennimir eru sammála um að
andrúmsloftið á þessari sýningu og við allan
undirbúning hennar sé mun afslappaðra og
ánægjuiegra en við aðrar stórar sýningar -
og hafa þá margir Documenta í huga. Listafólk-
ið hefur heimsótt borgina með góðum fyrir-
vara, farið um og valið sér staði að sýna á.
Einhveijir eru fyrir löngu búnir að koma verk-
um fyrir, þar á meðal Richard Serra.
Á skúlptúrsýningunni árið 1987 lögðu marg-
ÆVINTYRIA
GÖNGUFÖR
ir þátttakendanna áherslu á að
gera verk sem féllu vel að um-
hverfinu og þjónuðu þeim sem leið
áttu um á einhvern hátt. Nú er
breyting þar á, þótt nokkrir séu
enn á þeirri línu. Þar á meðal hef-
ur Tadashi Kawamata byggt tré-
fetju sem siglir um vatnið Aa og
Jorge Pardo byggði langa og fagra
trébryggju út í sama vatn með
yfirbyggðu skýli á endanum.
Heimo Zobemig útbjó gríðarstór
slrilti sem auglýsa sýninguna, Dan
Graham byggði skemmtihús, lítinn
hálfgagnsæjan speglasal, Franz
West býr til litskrúðugt skýli til
að kasta af sér vatni í með útsýni yfir fagran
smálæk, og tvíeykið Hörbelt og Winter byggði
nokkur formfógur smáhýsi úr gosflöskukössum
og þjóna þau hlutverki upplýsingamiðstöðva.
En þótt verkum sem þjóna áhorfendum hafí
fækkað frá síðustu sýningu, er erfítt að draga
ákveðnar ályktanir út frá því. Merking verk-
anna getur verið svo fjölþætt; blanda af þjón-
ustugildi, tilvisunum i listasöguna
og írónískri sýn listamannanna.
Hið ljóðræna og frásagnarlega á
líka sína fulltrúa, eins og í ljóða-
mastri Kabakovs, textum Lawr-
ence Weiner sem hafa verið skorn-
ir í stálplötur sem felldar eru í
götur, leiðarlýsingu Janet Cardiff
um borgina á segulbandstæki sem
áhorfendur fá lánað, og verki
Maurizio Cattelan sem byggir á
kunnu þema sakamálasagna en
hann lætur áhorfendur leita að
gervillki í vatninu Aa.
Sumir vísa til borgarinnar sem
leiksvæðis, eins og Hans Haacke
sem notast við hringekju í áhrifamiklu og póli-
tísku minnismerki sínu um stríðsþátttöku Þjóð-
veija; Rirkrit Tiravanija setur upp brúðuleik-
hús; Andrea Zittel hefur komið hvítum málm-
eyjum fyrir úti í tjörn og Mark Dion sett upp-
stoppaðan björn, sem virðist sofa, inn í skúta
í garði einum.
Uppákomur skemmtigarða og trúðleiks
SYNINCA-
■ r1
b Munsler
Kassel
ÞYSKA-
LAND
FeneyjarB
ITALIA
í EVROPU
Á GRÆNNI flöt við vatnið Aa hefur úkra-
ínski listamaðurinn llya Kabakov reist hátt
mastur með einhverju sem Ifkist tröllvöxnu
sjónvarpsloftneti. En þegar komið er að
mastrinu má sjá að á milli greina loftnets-
ins eru fínlegir stafir og sá sem leggst
niður undir þeim getur lesið Ijóð lista-
mannsins með himininn í bakgrunni.
12 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 1997