Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Síða 14
Og þá flýt ég ^aftur,
langt aftur. Eg er
hálfsprottinn drengur
í húsi afa míns við
Skjálfandaflóa, Hlið-
skjálf heitir það hæst
á bakkanum og var
um sinn nyrsta húsið
á Húsavík í upphafi aldarinnar, þar næst
bara lágir torfkofar og Nissabær. Ég stend
við bókaskápinn í Hliðskjálf sem voru tvær
glerhurðir fyrir svo lesa mátti á kilina án
þess að opna skápinn, og svolítill flötur fyrir
framan þar sem mátti tylla bók og kom sér
vel fyrir okkur systkinin þegar við vorum að
leika leikrit fyrir Júlíus Hafstein sýslumann
og séra Friðrik sóknarprestinn og lékum í
þessu litla herbergi þar sem ég svaf um
nætur og fram í stofuna og tjald á stöng
færanlegt milli sem hentaði leikurunum vel,
og ef við mundum ekki textann sem við
byggðum leiklistina á var hægt að skotra
augunum að hillunni og lesa, þama var eng-
inn hvíslari. Og þessu sinni er enginn í stof-
unni, bara ég við skápinn og var að lesa um
hið sorglega líf mannsins sem mig minnir
að hafi heitið Thomas Rendalen, og var vel
gerður ungur maður sem hefði átt bjarta
ævi á guðs vegum hefði ekki skuggi hvílt
yfír honum ætíð og myrkvað tilveru hans
helzt til oft, bókin hét annaðhvort Det flagr-
er i byen og pá havnen, og þýðir líklega að
þar hafi blakt fánar við hún yfir bænum og
höfninni, og hin þar sem þessi maður var líka
í sögu og hét Pá Guds vegne, Á guðs vegum.
Þessar bækur þvælast saman líkt einsog fán-
ar á þéttstæðum stöngum sláist saman í
blautum vindi og þokuslæður yfir öllu hinu
að fela það fyrir mér, bara þetta man ég nú:
um aumingja manninn sem bar í sér þennan
óflýjandi ugg að hann myndi missa vald á
viti sínu. Ég var helzt til ungur til að halda
þessu öllu ennþá til haga, og sýnist ekki
brýn þörf nema þetta lifir í minninu um það
voðalega stríð, um æviraunina mannsins sem
óttaðist að ættarbölið færi á hann og svipti
hann viti.
Og bátamir kynntu sig með hljóðinu að
fara inn eða út og léku undir við þennan
harmleik sem litaði fyrir mér minninguna
um_ Bjornstjerne Bjornson.
Ég er búinn að gleyma hinu sem ég las
eftir hann einsog þá sem mig minriir að hafí
byijað á orðunum í þýðingu Jóns Ólafssonar:
Eyvindur hét hann og grét þegar hann fædd-
ist. En það fór ekki verr en svo að bókin
heitir Kátur piltur því að hann virðist hafa
lokið sér af við grátinn þegar hann skauzt í
heiminn. Og svo var líka til í þessum bóka-
skáp innan um ritsöfn helztu Norðurlanda-
höfundanna Heimskringla á norsku vegna
myndskreytinganna sem voru með sérstöku
bragði og sniði, svona í stuttum þéttum
pennastrikum minnir mig, með aðferð sem
einhveijir hér tóku upp og færðu sér til hag-
stæðra nytja í fomsagnaútgáfum ýmsum sem
Ragnar í Smára var að gefa út, og þá kem-
ur Njála upp í hugann þar sem okkar fremstu
menn voru að því verki, Gunnlaugur Schev-
ing, Þorvaldur Skúlason og Snorri Arinbjarn-
ar, - svo ég láti eftir mér að nefna þá.
Nú heyri ég vélarsláttinn
úr frystihúsinu á Húsa-
vík og mér heyrist bát-
urinn Hilmir vera að
koma inn í höfnina sem
Steini Gunnars átti og
fór út að glugganum
og horfi yfír grasvaxið
sundið á milli húsanna og þá kemur hún
Halldóra afasystir mín í dyrnar á íslenzkum
skóm finnst mér og á svipinn einsog hún sé
enn að semja nýtt lag í hug sér sem séra
Friðrik geti þá kannski skrifað upp eftir
hana á morgun, og hann afi minn situr við
glugga sinn í skonsunni sinni beint fyrir neð-
an, nema hann sitji í borðstofunni snögg-
klæddur með ólina yfir þrekna öxlina af gervi-
fætinum og púar í skeggið og kveður með
slitrum mansöng úr rímu og skyggnist yfir
að Kinnarfjöllunum og gæti þá sagt manni
á eftir ef maður færi ofan hvemig veður væri
í vændum eftir að hafa rýnt yfir flóann í
fjöllin fyrir handan í áttina þaðan sem hann
kom og hafði vaxið upp. Ég veit ekki núna
hvað ég fann í bókunum eftir Bjornstjerne
Bjornson þó ég ætti að reyna að tíunda það
kominn til Molde á hátíðina kennda honum.
Ég lyfti glasi mínu að ósk veizlustjórans
í aðalveizlunni, og átti að mæla fyrir skál
Bjornstjerne Bjornson í hátíðaveizlunni. Ég
man bara eftir þessum dapra manni Thom-
asi Rendalen sem óttaðist að bijálast, og fer
ekki út í þá sálma, eftir lotuþungan samsöng
hinna norsku gesta og annarra sem létust
dúlla með þeim enda prentað mál við hvers
manns disk að styðjast við, og það vom lang-
ir bragir, Ja vi elsker dette landet, ja vi er
BJÖRNSON HÁTÍÐ í MOLDE
SKIPS-
LÚÐURINN
KVEÐUR
EFTIR THOR VILHJÁLMSSON
Sumarió 1996 var THOR
VILHJÁLMSSON gestur ó
skáldastefnu, sem ár-
lega er haldin í Molde í
Noregi og ber nafn
Björnstjerne Björnsson.
Hér birtist síóari hluti frá-
sagnar Thors.
..það gekk á ýmsu fyrir Munch..
GÁFAÐAR og andrikar; Susanne Brögger frá Danmörku og Margaret Atwood frá Kanada.
vor konge tro og vi husker myet annet, ogsá
det hvor nissen lo ho ho og hoj ho ho og
hoj. Og það voru sungin átta vers með sex
vísuorðum hvert í skjannahreinum konung-
hollum anda.
Við hlið mér í veizlunni sat gáfuð kona
og skemmtileg, Erica Jong frægust/yrir bók
sína „Fear of flying" (Flugótti). í samtali
okkar undir borðum bar ekki á neinum ótta
við að fljúga. Og svo voru þama aðrar tvær
konur sem hafa beitt sér rösklega í jafnréttis-
málum kvenna og skrifað ágætar bækur,
gáfaðar og andríkar; Suzanne Brögger frá
Danmörku og Margaret Atwood frá Kanada,
merkasti skáldsagnahöfundur þaðan.
Og svo daginn eftir þá góðu veizlu sit ég
hjá nýfundnum vini frá Ghana, Okai, sem
segir mér frá námsárum sínum í Moskvu.
Hann fór að kalla til mín með hvetjandi glensi
þvert yfír veizlusalinn og gott ef hann fór
ekki að kankast með það að kalla mig ýmist
Bjornson eða Ása-Þór og ég reyndi að bregð-
ast við svoleiðis gríni og lánaðist svo að hann
kunni að meta. Og þess vegna sátum við
saman samlátir mjög, hann ljósstólpi frá
Ghana og ég íslenzkur glanni. Og ég segi
honum frá því þegar ég sá og heyrði skáldið
Vosnesenski í snöggvöktum ljóðalestri skálda
í Flórens 1962, þegar hann kom á eftir Naz-
im Hikmet sem þuldi á tyrknesku með heill-
andi seið, þá stendur Vosnesenski á miðju
gólfi í anddyri hótelsins þar sem þetta var
vakið og stýrt af Desmond O’Grady, Vosnes-
enski var ekki hávaxinn maður en bar með
sér eitthvað stórt og spennandi, ungur þá,
keyrir kreppta skáldhnefana á mjaðmir sér
nettur nipur með hvössu bragði og kytjar
stoltur: Ya Goya, ég er Goya. Þetta sé ég
fyrir mér og reyni að segja Okai frá því, þá
þylur hann fyrir mig upp úr sér þetta ljóð
eftir Vosnesenski, og snerpir sjón mína á
þessa lífseigu minningu í hug mér.
Mér hefur lengi þótt
Taijei Vesaas mesta
skáld Norðmanna
síðan Hamsun. Oft
er flimtað með það
að vandfundið sé
hvað sé norska. Þeir
týndu forna málinu
en kalla það þó norsku einsog þeir tala um
Snorra Sturluson sem Norðmann, svo ekki
sé minnzt á Leif sem var svo heppinn að
fæðast á íslandi og slampaðist á að fínna
Ameríku, nú vilja þeir eiga hann þó það fólk
væri ekki talið hafandi í Noregi sökum ódæld-
ar Eiríks hins rauða sem þaðan var rekinn
hingað og fann svo Grænland. Oscar Wilde
segir að íslendingar hafi fundið Ameríku
árið þúsund og haft vit á því að gleyma henni
aftur. Ég sigldi tvisvar erinda með feijunni
um Eikedalsvatnið þar sem ég átti að lesa
upp og spjalla við sveitafólkið frá Sunnmæri
hið fyrra sinn ásamt roskinni konu sem skrif-
að hafði einhver býsn af sagnfræðilegum
skáldsögum. Við sigldum á þessum háfjall-
asjó, og á honum miðjum á að hafa gerzt
sviplegur atburður sem varð Bjornstjerne
Bjornson að yrkisefni í smásögu af Þórði og
þóttafulla stórbóndanum sem átti son og sá
ekki sólina fyrir honum, kom til skólastjórans
til þess að tryggja það að hann væri settur
fremstur meðal nemenda, kom til prestsins
til þess að tryggja að mest stáss yrði með
drenginn hans við fermingu, og sama þegar
átti að lýsa með drengnum og stöndugri og
eigulegri heimasætu, kom svo hljóður til
prestsins til að láta syngja yfir honum
drukknuðum frá því þeir feðgar voru að veiða
á þessu vatni á tilteknum staðnum sem ferða-
mönnum er alltaf sýndur. Þarna er steinninn
sem báturinn steytti á, er ferðamönnum sagt
sem eru litlu nær þó þeir sjái steininn, og
síðar bent á fossinn mikla sem ekki er neitt
lengur síðan hann var lagður í bönd og skrúf-
að frá seytlu sem hendist rýr og ánalegur
einsog að leita fyrir sér um þverhnípt bjarg-
ið þegar ferðamenn fara um en alveg skrúf-
að fyrir hann utan þess tíma. Ósköp voru
þessi fyöll sem umgirtu vatnið ólik fjöllunum
heima, öðruvísi berg og snarbratt stálið í
klettunum og hart og svo ævafornt úr óminni
jarðsögunnar. Þarna óx ég nú upp, sagði
stúlkan í þjóðbúningnum rauða og hvíta í
svörtu pilsi með rauða hvítbryddaða hettu í
hvítum sokkum og svörtum lághæluðum
skóm með silfurspennu; og var að segja okk-
ur deili á því sem fyrir bar og stýrði ferðinni
allri um vatnið: Sko þarna óx ég upp. Var
það ekki tilbreytingarsnautt? segir ferðamað-
ur úr fjörinu fræga í Osló. Nei, segir hún:
það var alltaf eitthvað að athuga. Hvað í
ósköpunum gat það verið, segir sá frá Osló.
Það var alltaf eitthvað. Hver árstíð með
sitt. Brum á trjánum. Eða finna eitthvert
nýtt lítið blóm. Skepnurnar. Og svo var mað-
ur alltaf að hugsa hvernig skyldi vera ef
maður kæmist yfir þessi háu fjöll. Einsog
hann var að yrkja hann Bjornson. Og þá kom
hann þessi þarna, og benti mér á hæglátan
mann sem hefði getað verið vélstjóri á bátn-
um milli þess sem hann væri á hreppsskrif-
stofunni: Þá kom hann. Og fór með mig yfir
fjallið.
Þessi Qöll eru mér svo framandi, þetta
land er svo framandi tilfinningum mínum.
Þó er nú ólíkt betra að sitja með þessu fólki
hér úr sveitunum heldur en í mannþrönginni
í miðri Osló þar sem virðist svo dauflegt og
atburðasnautt af því sem veki mér forvitni.
Ég kann ólíkt betur við að vera með þessu
hægláta fólki allt í kringum mig sem hefur
einhveija viðdvöl inni i sjálfu sér sýnist mér.
Loftið er skýjað og greiðist stöku sinnum
sundur í loftinu svo verði rof en skinið er
fölt og Ijómalaust og nær stöku sinnum alla
leið niður til að slá svölu bliki á grátt vatnið
og smáar hægar öldur þess.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 1997