Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Blaðsíða 7
Ljósmynd/Mike Bruce . Ljósmynd/Elio Monlonori
ÁN titils (appelsfnugult bað)eftir Rachel Whiteread INNSETNING eftir Svíann Henrik Hákansson, Ursvörtu íblátt,
sem er fulltrúi Breta á tvíæringnum. þar sem hann klekur út fiðrildum.
stúlku, Margréti Blöndal, og gúmmíteppi á
gólfi með orðum á stangli. Aðrir íslandsvinir,
Komar og Melamid, eru hér með „bestu og
verstu ítölsku málverkin" og Ann Hamilton
með stór dansandi tjöld sem hringsnúast og
fólk getur staðið inní. Annað af stóru verkun-
um í þessu húsi er vaxkrossaröð Roberts
Longo. Juan Munoz er með stórskemmtilegan
hóp af skrýtnum einsleitum mönnum og Kín-
vetjinn Guo Qiang Cai hefur hengt hrörlegan
tréturn upp í loftið og blæs hann aftur úr sér
tættum rauðum fánum.
Það kemur á óvart eftir að hafa séð styrk
ljósmynda í alþjóðlegri myndlist síðustu ár,
hvað sá miðill hefur lítið vægi á þessum tvíær-
ingi. Til dæmis eru hér engir fulltrúar þýsku
raunsæisljósmyndunarinnar sem stundum er
kennd við Dússeldorf og hefur verið áberandi
á yfirlitssýningum síðasta áratugar. Ánægju-
legt var þó að sjá sterka röð stórra litljós-
mynda hinnar hollensku Rineke Dijkstra af
ungmennum sem stillt er upp á baðströndum
og mynduð með hafið í baksýn.
Um sextíu þjóðir sýna hér, flestar út af
fyrir sig í skálum á aðalsýningarsvæðinu,
nokkrar sameinast um skála, og aðrar þurfa
að sýna í tilfallandi húsnæði í borginni. Þetta
eru, eins og gefur að skilja, býsna ólíkar sýn-
ingar; listamenn á öllum aldri vinnandi í hina
ólíkustu miðla og með mismunandi hefðir á
bak við sig. En það er fjölbreytileikinn sem
gerir skoðun á þessum skálum einmitt
skemmtilega.
HLUTI af verki Roni Horn, Þú ert veðrið, en fyrirsætan heitir Margrét Blöndal og Ijósmyndirnar eru teknar í íslenskum laugum.
Mtiv m*I«iM>n Su* <'ÍJ» Bucl*.
IVrfavorc pi emlt'n1 un hbiO-
|JIcaf*c takf* «i hook.
VÍNARHÓPURINN svokallaður er fulltrúi Austurríkis. Verk hópsins kallast 50.000 bæk-
ur, 80 síður hver og er tröllvaxnir stafiar af bók sem gestir mega taka með sér og fjall-
ar um hópinn og samtímaiistina.
Myndbönd, mólverk eg rýmisverk
Framlag íslendinga til Tvíæringsins hefur
vakið verðskuldaða athygli. íslendingar leigja
gamla fínnska skálann, en hann var teiknaður
af Alvar Aalto fyrir sýninguna 1956, átti að-
eins að nota í eitt skipti en er nú friðaður.
Steina Vasulka hefur breytt innrými skálans
verulega með því að myrkva hann, setja spegla
á veggina og varpa á þá og sérstök tjöld
myndbands- og hljóðverkinu ORKU. Rýmið
virðist stækka margfalt og gestir eyddu marg-
ir umtalsverðum tíma í þessum sérstæða heimi
þar sem myndir af vatni, grösum, hverum og
fuglum runnu hjá allt umhverfis þá á áhrifarík-
an hátt.
Reglulega heyrast einhveijir segja að
málverkið sé dautt, en svo er alls ekki að
merkja hér. Stórþjóðir senda pólitíska málara.
Bandaríkin blökkumanninn Robert Colescott
sem í frásagnarlegum, stórum myndum sínum
ijallar á öfgafullan hátt um kynþáttamismun-
un og stéttaskiptingu í heimalandi sínu. Rúss-
inn Maxim Kantor málar að sama skapi óvæg-
in stór og expressjónísk málverk, nema hann
fjallar um spillinguna og glæpina í heimalandi
sínu í dag. Myndir hans eru annars vegar
fullar af dýrslegu og siðlausu fólki og hins
vegar einmanalegum verum sem eru sagðar
vera af fjölskyldu og vinum listamannsins.
Svisslendingurinn Helmut Federle sýnir stór
geómetrísk málverk í jarðlitum en úr allt ann-
arri átt og óvæntri koma myndir Svartfellings-
ins Vojo Stanic. Hann steypir saman í mál-
verk sín brotum frá Magritte, De Cirico og
ýmsum súrrealistum; brýtur upp hlutföll og
tíma, skellir inn hinu og þessu á fyndinn og
kaldhæðinn hátt; byggir á hefðinni en er frum-
legur um leið. Hann málar þannig mynd af
lýðnum á Golgatahæð og skuggi fellur af
krossinum og sýnir að sjónarhornið er Krists
og meðal áhorfendanna er nakin kona og pír-
amídi og senan eins og í draumi, með flug-
völl og skemmtiferðaskip í fjarska. Annar
málari sem kemur á óvart er Kóreumaðurinn
Kang sem stútfyllir herbergi með litlum mál-
verkum, nokkra sentimetra á kant, þar sem
ægir saman hugsanabrotum, skissum og hvers
kyns upplifunum.
í skálunum ber mikið á tilraunum til að
nota rýmið sem hluta verkanna, þótt útkoman
sé eðlilega misjöfn. Grikki hefur opnað gólf
og þar er horft niður í steinþrær með gifs-
fólki og fleiru. Tékkar og Slóvakar skipta
bróðurlega með sér skálanum sem var Tékkó-
slóvakíu; í framsalnum sýnir Kafka nokkur
verk úr örvum sem svífa um allt og þar fyrir
innan er rökkvaður ævintýraheimur settur
saman af ungum listamanni, Rudavský, en
verkin koma frá ýmsum fjölskyldumeðlimum
hans sem öll eru í myndlist. Breski skálinn
er ákaflega klassískur í meðförum Whiteread,
þar sem hún tekur afsteypur af innviðum
húsgagna sem og húsanna sjálfra, í resin eða
gifs, og stillir upp í hvítum herbergjum. Hin
danska Kirsten Ortwed er með þung verk, í
orðsins fyllstu merkingu, keðjur og málmhluti
sem mynda sterka heild. Spænski skálinn er
einnig áhugaverður, með verkum eftir hinn
tæplega áttræða Joan Brossa, sem stillir sam-
an hversdagslegum hlutum, oft á óvæntan
hátt í glerkössum, og geta áhrifin einnig ver-
ið óhugnanleg eins og þar sem raunverulegur
spænskur aftökustóll er settur við fagurlega
dekkað borð.
Þegar farið er yfír jafn yfirgripsmikla sýn-
ingu og þessi Tvíæringur vissulega er, er ekki
nema eðlilegt að reynt sé að draga fram ein-
hveijar meginstefnur í hugmyndum, og jafn-
vel tækni, og breytingar frá því sem verið
hefur í gangi síðustu árin. Þannig má sjá að
verið er að hverfa frá hinni svonefndu líkams-
pólitík sem var svo áberandi fyrir nokkrum
árum, á meðan önnur pólitík, eins og samfé-
lagsupplausn og þjóðfélagsátök, kemur sterk-
ar inn. Málverkið virðist hafa það ágætt, ekki
síst þar sem unnið er með fyrrnefnda pólitík
og svo einhvers konar persónulegar upplifan-
ir. Nokkuð er um athyglisverð myndbönd,
þótt þau frásagnarlegri séu meira áberandi
en hin þar sem unnið er út frá sérstökum eigin-
leikum miðilsins. Og innsetningar eru vita-
skuld margs konar. Þar sem í öðru á þessari
sýningu má finna mjög góða og athyglisverða
hluti og svo hreinlega drasl. Við hveiju ætti
maður líka að búast þegar safnað er saman
verkum einhverra hundraða listamanna, alls
staðar að úr heiminum og sagt að þetta sé
það helsta sem er að gerast. Það getur aldrei
verið allt jafn gott.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 1997 T