Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Blaðsíða 9
í framhaldsnám til Prag árið 1959 og gerð- ist fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit ís- lands áður en hún varð einn af frumheijum myndbandalistarinnar í Bandaríkjunum á síðari hluta sjöunda áratugarins ásamt eig- inmanni sínum, Woody Vasulka. Þau hjónin hafa verið leiðandi á því sviði með sýningum og tilraunastarfsemi í hartnær þrjá áratugi. Þegar við Steina setjumst niður yfir kaffi- bollum á einu af ótal götukaffihúsum Fen- eyja, hefur hún lokið við að finna út hvern- ig hún vill nákvæmlega hafa verkið sitt. Hún og Þór Vigfússon, sem aðstoðaði við uppsetninguna, hafa verið að mála veggi, setja upp spegla og færa til skerma og tæki síðusta daga og nætur, og nú er listakonan orðin ánægð. Og Steina neitar því ekki að hún er líka ánægð með viðtökur fjöldans sem hefur lagt leið sína til að upplifa verkið. Landslag eins eg þad getwr ekki veriö Hún undirbjó sig vel, gerði líkan af skálan- um og setti spegla inn í hann. „Ástæðan fyrir speglunum er að síðan ég byijaði í vídeói hef ég viljað vinna með marga skerma," segir Steina. „Þegar myndvarpar komu fram á sjónarsviðið og voru orðnir nógu ódýrir til að kaupa þá, saknaði ég þess að fá ekki nema eina mynd úr hveijum. Ég fór þá að nota hálfspegla, sem skipta myndinni í tvennt, og varpaði svo myndunum á skerma sem sást á beggja vegna. Þannig gat ein mynd orðið að fjórum. Þetta spegla- ævintýri hér er í beinu framhaldi af því. íslenska sýningarnefndin bauð mér að koma hingað og sýna verkið Borealis, sem ég var með á sýningu minni á Kjarvalsstöð- um fyrir ári, en myndefnið í því er líka frá íslandi. En fólk er búið að sjá það verk úti um allt og ég er orðin þreytt á því, þannig að ég vildi gera nýtt verk en í sama dúr; ég kópíeraði sjálfa mig. Það var strax klárt að ég myndi nota náttúrumyndir frá íslandi sem hráefni. Ég hef gert mikið af svona innsetningum, sem ég kýs frakar að kalla umhverfi, „environment“. Ég reyni að sýna landslagið eins og það getur ekki verið; við erum ekki vön því að sjá vatn renna á hvolfi - nema kannski með því að standa á hönd- um.“ Verk Steinu krefjast allnokkurrar tækni- legrar úrvinnslu en hún segist hafa gaman af tækni og tækjum. „Ég hafði ekki hug- mynd um neitt tæknikyns þegar ég uppgötv- aði vídeó; hafði bara þessa íslensku bók- menntun! Ég hef gaman af að tengja víra og vinna með rafmagn, setja myndir í nega- tífur og velta öllum slíkum effektum fyir mér.“ Steina segist safna miklu efni og hefur myndað mikið á ferðum sínum til íslands á síðustu 20 árum. „Ég kem oft til íslands, hef verið að koma einu sinni á ári nú síð- ustu fjögur árin. Það er auðveldara núna þar sem ég er að vinna mikið í Evrópu og get þá komið við á leiðinni til og frá Banda- ríkjunum. Ég vinn aðallega fyrir Evrópu í dag og þykir miður að svo sé. Ég vildi geta gert meira í Bandaríkjunum en það fjaraði smám saman undan listinni þar fyrir nokkr- um árum. Og ástandið er ekkert að batna.“ - Vinnið þið Woody ekki mikið saman? „Nei, við byijuðum á því og gerðum sam- eiginleg verk fyrstu tvö, þijú árin, sem The Vasulkas. Síðan höfum við unnið hvort fyir sig, þótt það gerist einstaka sinnum að við gerum verk saman. Við erum mjög ólík í því sem við gerum. Ég mynda meira og lána Woody oft myndefni og hann hjálpar mér með annað í staðinn, eins og klippingu. Þannig vinnum við saman og gefum hvort öðru ráð.“ Mir hafa alltaf leiöst frásagnir - Það hefur verið mikill uppgangur í myndbandalistinni. „Svo sannarlega. Þegar við vorum að byija þekktust allir sem voru í þessu, jafn- vel á milli stranda Bandaríkjanna. Nú er þetta um allt og við höfum ekki hugmynd um allar þær hræringar og alla á listamenn sem eru að fást við miðilinn. Það sem mér hefur alltaf þótt merkilegt við myndbandið er þetta rafræna ferli - mér finnst það vera kjaminn í myndbanda- listinni. En það er ekki það sem vídeóið varð. Menn fóru að segja sögur með því, rétt eins og kvikmyndirnar. Mér hafa alltaf leiðst svona frásagnir, hef ekki treyst þess- um sögum, tilbúinni spennu milli manna og kvenna; já ég er hissa á að myndbandið skyldi fara út á þessa braut. En það er víst ríkt í mannkyninu að segja sögur - ég er blessunarlega laus við þá þörf.“ - Þú ert menntaður fiðluleikari en ég hélt þú værir hætt að spila? „Nei nei, ég byijaði aftur,“ segir Steina brosandi. „Það er nefnilega svo skemmtilegt að ég er með grúppu heima í Santa Fe. Það er allt eldra fólk en ég, hefur verið músíkant- ar í sínu fyrra lífi, er nú komið á eftirlaun og spilar alveg hreint eins og fjandinn. Ég spila með þeim einu sinni í viku. Þegar ég kom inn í þetta voru þau yfir- leitt að spila Mozart og Beethoven en ég spurði: hvað um Bartók, Shostakovitsj og þá hina? Nú er ég búin að breyta þeim svo- lítið,“ segir hún og hlær, „en þetta eru svo miklir fanta spilarar. Maður setur bara nót- urnar fyrir framan nefið á þeim og þau spila; það er óskaplega gaman af því og þetta er mikill lúxus. En ég þarf að búa mig undir þetta. Ef maður er að spila Beethoven eða Mozart þarf ekki mikinn undirbúning en ég verð að standa mig. Þannig að ég spila yfirleitt á hveijum degi, sem er mín líkamlega æf- ing. Ég fer ekki út á götu að hlaupa en ég spila og held mér þannig við líkamlega! En ég hætti einu sinni alveg að spila í 13, 14 ár. Var komin með ofnæmi fyrir tónlist." íslendingar haffa aldrei séö snjó - Hvernig kom það til að þið Woody sett- ust að í Santa Fe í Nýju Mexíkó? „Við bjuggum í mörg ár í New York og fórum fyrst í heimsókn til Santa Fe árið 1971. Þá var þetta smástaður og í raun ekkert sérstakt við hann nema umhverfið, sem er rétt eins og það er í Reykjavík; hver myndi búa þar ef ekki væri svona stutt út í yndislega náttúru! En á árunum fyrir 1980 bjuggum við og kenndum í Buffalo, og þá komu tveir snjóa- vetur. íslendingar hafa aldrei séð snjó í sam- anburði við það. í desember var snjórinn orðinn svo djúpur að maður gat hætt að borga í stöðumæla - það sást ekki í þá - og þannig var það í nokkra mánuði. Svo fengum við ársstyrk og gátum tekið okkur frí frá kennslu, fórum til Santa Fe og höfum verið þar síðan. En við fáum engar tekjur þar, ekki kennslu eða neitt, þetta er bara staður að búa á. Ég segist alltaf búa í Santa Fe en ekki í Bandaríkjunum; það er svo margt að fara úrskeiðis í því landi. En alls staðar eru toll- fijáls símanúmer og kurteist fólk sem svar- ar í símann og hjálpar manni, allt er ódýrt og auðvelt að ná í þau tæki sem maður þarf. Ég var um tíma í Amsterdam sem aðstoð- arstjórnandi smástofnunar sem gerir raf- hljóðfæri og mér ofbauð algjörlega hvað allt var erfitt þar, þungt í vöfum og dýrt.“ Þar sem við Steina sitjum sjáum við hvar fólk streymir til og frá sýningarsvæði tvíær- ingsins, margir mað stafla af bókum og sýningarskrám undir hendinni. Ég hef á orði að þetta sé heljarins mikil uppákoma. „Já,“ segir Steina, „og ég hafði einhveija hugmynd um að svo væri, en annars hrær- ist ég ekki í þessum myndlistarheimi og veit voðalega lítið um hann. Mér finnst skrýtið þegar sagt er að einhver sýningar- stjóri verði heimsfrægur ef hann setur sam- an góða sýningu en ef það misheppnist sé hann búinn að vera. Eða að listamenn séu jafnvel búnir að vera ef sýningin þyki ekki vel lukkuð. Svona er listin ekki fyrir mér. Listin er um að miðla einhveiju, einhveijum guðdómi milli fólks, og kemur svona tali ekkert við. Ég er voðalega kaldhæðin á þennan heim og hann kemur mér ekkert við. En hins vegar, ef ég get sýnt innan hans, þá er það alveg eins gott og að sýna hvar annars staðar. Ef gamlar kellingar koma himinlifandi út úr skálanum mínum, þá er það allt í lagi! í gegnum tíðina hef ég aðallega sýnt á myndbanda- og kvikmyndahátíðum. Það er sá heimur sem ég þekki best og þar eigum við Woody okkar vini. Mikill félagsandi og fólk svo fátækt hvort sem er og enginn sem á von á að verða stórstjarna einhvern dag- inn. Allt mjög vingjarnlegt. Þessi mynd- listarheimur er því frekar nýr fyrir mér og ég er svolítið hissa á grimmdinni. Það kem- ur náttúrlega upp grimmd þar sem fólk getur annaðhvort orðið að stjörnum eða verið búið að vera þegar það vaknar einn morguninn. Fyrir utan það finnst inér ég hafa voða- lega lítið að gera með málverk og högg- myndir. Er það ekki?“ spyr Steina brosandi. - Þessir miðlar hafa allir verið að renna saman. „Já, þetta er allt orðið viðurkennt. Enda sá ég nokkur önnur myndbandsverk hér í gær, tvö í skandinavíska skálanum og þijú eða fjögur á opinberu sýningunni." Kom ekki lil greina aö veröa Ameríkani - Þú segir að listamaðurinn eigi að miðla sinni sýn. Hér hlýtur að vera möguleiki á að miðla þinni sýn til ótrúlega margra; tvíær- ingurinn stendur í fimm mánuði og umferð- in er geysileg. „Það er alveg satt. Það er geysileg traff- ík og ég er hissa á því hvað þetta er skemmtileg traffík. Því ég hef farið á Docu- menta í Kassel og það var leiðinleg upplif- un; fólk sem var í leit að því einu og sanna og fussaði við öllu hinu,“ segir Steina, hlær og hristir höfðið. „En það er mikil gleði hérna og þótt eitthvert verkið sé ekki gott, er ekkert verið að gera veður út af því, fólk skoðar það líka. Það er voðalega elskulegt. Allir eru með, sýna sig og sjá aðra; sumir segja að þetta sé eins og ólympíuleikar og þetta gætu eins verið ólympíuleikar fatlaðra! Nú er minn heimur mjög mikið að renna inn i þetta, því innan myndlistarinnar eru möguleikar á að sýna - og peningar. Maður þarf á alveg óskaplega miklu fé að halda til að hanna svona verk og þá verð ég að gera það sem allir listamenn gera; selja mig hæstbjóðanda.“ - Nú hefur þú ekki verið búsett á íslandi um langt skeið en ert engu að síður fulltrúi íslands hér. Þú hefur alveg haldið tengslum þínum við landið? „Mér hefur aldrei fundist ég vera neitt annað en íslendingur! Það hefur aldrei kom- ið til greina að verða eitthvað annað. Mér var boðið að gerast bandariskur ríkisborgari því ég hafði búið svo lengi í landinu en mér bara datt það aldrei í hug! Það kemur ekki til greina að verða Ameríkani, enda skil ég þá ekki, og skil þá verr núna en þegar ég kom þangað fyrst. Ég er bara algjör Islend- ingur, vil ekki vera neitt annað og er þakk- lát þeim sem treysta mér til að sýna fyrir íslands hönd.“ Morgunblaðið/Einar Falur „ÉG verð sífellt sannfærðari um að það skiptir miklu máli að við tökum þátt í þessum tvíæringi," segir Bera Nordal sem hér er stödd í Feneyjum. — Er til nóg af efni til að gera allar þess- ar sýningar góðar? Bera brosir: „Ég hef nú ekki ennþá séð þessar sýningar, veit bara að sýningarstað- irnir eru að reyna þetta, en það er auðvitað ljóst að það er ekki endalaust efni til. Það verður alltaf erfiðara að koma með ferskar sýningar en það á samt eftir að rannsaka marga listamenn. Meðal annars er verið að opna stóra yfirlitssýningu á Sigmar Polke í Bonn sem má búast við að verði merkileg. Svo er þessi stóra sýning í Berlín með yfir- litinu yfir 20. öldina — það verða margar áhugaverðar sýningar í sumar.“ — Ferðu á þær allar? „Já já, en ekki allar í einu. Ég dreifi þessu svolítið, fer seinna til Lyon en núna á Docu- menta og til Munster." Erfitl aö halda islendingum fram — Nú ertu formaður íslensku sýningar- nefndarinnar hér en þú hefur einnig annað og nýtt hlutverk; þarft að vera á ferðinni og skoða sýningar út af þínu nýja starfi sem sýningastjóri Kunsthalle í Málmey. „Jú, ég flutti til Svíþjóðar fyrir nokkrum mánuðum og þá tók Auður Ólafsdóttir við undirbúningi fyrir íslensku sýninguna hér. Ég hafði valið Steinu Vasulku og kom undir- búningnum af stað þegar ákveðið var að við tækjum þátt eins og venjulega. En jú, það er rétt að ég skoða sýninguna hér á annan hátt en áður, vegna þessa nýja starfs míns. Ég þarf að vera vel lieima í því sem er að gerast og velta fyrir mér hvort einhverjir listamenn gætu verið spennandi fyrir okkur að sýna í Kunsthalle." — Hefurðu fundið einhverja? „Auðvitað hefði ég gaman af að sýna verk ýmissa; ég hefði þannig gaman af að sjá stóra sýningu á Rachel Whiteread og eins vildi ég gjarnan sýna Agnesi Martin, mér finnst hún stórkostlegur listamaður. Annars var ekkert sem kom mér á óvart hér hvað sýningarmöguleika varðar.“ — Ég er hér með lista með nöfnum þeirra sem sýnt hafa í Kunsthallen og hann er glæsilegur. Þar er einn íslendingur, Sigurð- ur Guðmundsson. Nú hljóta einhveijir heima að velta fyrir sér hvort ekki komist fleiri íslendingar á listann fyrst þú ert orðinn sýningastjóri. „Ég held það verði afskaplega erfitt fyrir mig að halda íslendingum sérstaklega fram, nema þeir séu að gera eitthvað sérstakt sem fellur þá inn í eitthvert ákveðið samhengi hjá okkur. Þeir hlíta annars sömu skilyrðum um gæði og fyrir hvað þeir eru áhugaverðir og við metum verk annarra eftir.“ — Þetta hlýtur að vera á einhvern hátt ólíkt starfinu á Listasafni íslands? „Já, þetta er gífurleg breyting því í Málmey er ég ekki með neitt safn verka, þannig að innkaup koma ekkert inn í starf- ið. Þegar sýningar eru gerðar fyrir þjóð- listasöfn þurfa þær í og með að vera eins- konar endurspeglun af því sem þay er að gerast og af því sem safnið á sjálft. Ákveð- in rannsóknarvinna þarf að fara fram innan safnsins og sýningar eru að vissu leyti ár- angurinn af því rannsóknarferli. Það getur verið ákaflega spennandi að búa til sýning- ar úr verkum í eigu safnsins og það er líka ákveðinn styrkur að geta leitað þangað. Þann möguleika hef ég ekki núna og þarf alltaf að vera að leita og sækja allar sýning- ar annað. Kunsthallen er þannig sambland af stóru galleríi og vissum sýningum sem eru á samtímalistasöfnum í dag. Maður þarf að vera mikið á ferðinni, fylgjast býsna vel með og vera með öll spjót úti — og ég nýt þess svo sannarlega," sagði Bera og brosti. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.