Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Blaðsíða 13
VERK Daniels Buren, Travail in Situ fer ekki fram hjá neinum í miðborg Munster, en hann hefur strengt glaðlegar rauðar og hvítar veifur yfir aðalgötuna. FISCHLI og Weiss fengu afnot af formfögrum garði. Létu hann fara í hæfilega órækt og hafa plantað ólíklegustu plöntum þar saman; skraut- og matjurtum. FRANZ West er eini listamaðurinn sem sýnir á öllum þremur sýningunum; í Fen- eyjum, Kassel og Miinster. Hér er hann með einn af sfnum „nytsamlegu" skúlptúr- um, þessa Lita etíðu, sem er í raun pissu- skál þar sem sá sem léttir á sér getur notið útsýnis yfir lítinn læk. koma upp í hugann við upplifun margra verka. Það er ljósastaurinn eftir Tony Orsler sem fer skyndilega að tala við vegfarendur; skúlptúr- arnir sem fljúga um loftin í verki Ayse Erk- men; loftræstistokkur neðanjarðarstöðvar Kippenbergers sem liggur úti í garði og gefur frá sér lestarstöðvahljóð; göngustafur Signers sem spýtir vatni; hjólhýsabyggð van Lieshout sem enginn býr í; tugir fornbíla sem Nam June Paik hefur málað silfurlita og raðað upp í form- ræn mynstur; tréhringur Marie-Ange Gulillemi- not sem göngulúnir skoðendur geta stungið fótum sínum inn í og fengið nudd; og reiðhjól Svíanna Wikström og Brag sem fer afturábak. Þetta kann að hljóma eins og hver brandarinn á eftir öðrum, en trúðleikur væri samt nær lagi, ásamt djúpri íróníu og leikgleði. Einhveij- um kann að þykja sem listin sé orðin of létt, Morgunbladið/Einar Falur ÞJÓÐVERJINN Hans Haacke byggði verk sem hann kallar Hringekju og kallar óneitan- lega fram hugmyndir um minnismerki. Það stendur við hlið annars minnismerkis, sem er jafn hátt og breitt, til minnis um þrjá sigra Prússa á nítjándu öld. Innan f verki Haacke, sem er byggt úr breiðum tréborðum með gaddavír ofan á, snýst barnahring- ekja á mikilli ferð; það glittir í hana á milli fjalanna og frá henni berst þýski þjóðsöngur- inn, síendurtekinn. of gamansöm, en þessar uppákomur skemmta áhorfandanum og geta vakið til umhugsunar um ýmislegt. Því þótt fjallað sé í verkunum um efni sem liggja listamönnunum á hjarta, eins og vandamál borgarlífsins og umhverfis- ins, auðnast flestum sem sýna í Miinster að komast hjá þvi að prédika, þeir gæða verkin lífi, Iáta menn njóta upplifunarinnar; þannig kemst boðskapurinn líka betur til skila. Sviss- lendingamir Fischli og Weiss, sem munu innan skamms sýna í Listasafni Islands, hafa þannig breytt formhreinum tilklipptum garði í kæm- leysislegan „eldhúsgarð“ sem áhorfendur geta gengið um og notið. Winter og Hörbelt sýna hvernig nota má tilfallandi drasl með goskassa- byggingum sínum og Douglas Gordon gæðir göng undir umferðargötu nýju og óvæntu lífi með því að sýna þar tvær kvikmyndir hvora sínu megin á sama skjánum, þannig að þær skína hvor í gegnum aðra og blandast; tvær ólíkar myndir, „góð“ og „ill“: Særingamaðurinn og Söngur Bemadettu. Heimsókn á þennan þriðja Skúlptúrtíæring í Munster er myndlistarupplifun eins og hún gerist best. Fyrri daginn sem ég var að skoða sýninguna gekk ég um stræti og garða með kort sem vísuðu á staðsetningu verkanna og hinn síðari nýtti ég mér þjónustu sem boðið er upp á og leigði reiðhjól. Það var ekki síðri aðferð til skoðunar og bar mann að auki hrað- ar um borgina. Skúlptúramir em á ólíklegustu stöðum, setja mark sitt á borgina, og þeim sem stofnuðu til þessara sýninga hlýtur að hafa tekist ætlunarverk sitt; að eyða fordómum heimamanna gagnvart samtímalist og laða ferðamenn að. SKEMMTIHÚS fyrir Munster kallar Banda- ríkjamaðurinn Dan Graham þennan hálf- gerða speglasal sinn, þar sem umhverfið og þeir sem fara inn i verkið speglast, en um leið er hægt að sjá gegnum hálfgagn- sætt glerið. LAWRENCE Weiner kallar verk sín einfald- lega Skúiptúr. Hann hefur komið fjórum stálplötum fyrir á götum við Dómkirkju- > torgið, tveimur og tveimur saman og aka bifreiðar yfir þær. Á plötunum er sami textinn á þýsku og ensku, skorinn út úr stórum stálplötunum. Fleiri slíkum plötum verður komið fyrir víðar um borgina. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 1997 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.