Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Side 17

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Side 17
VIÐ TVÖ OG ÁSTIN OKKAR HLUTI Tjarnargötu Morgunblaðió/Þorkell PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON TJARNARGATA Undir Dauðramannahæð reistu þeir hús sín á Tjarnarbakkanum, - höfðingjarnir. Þar ráðskuðust þeir með sálir hinna lifandi eins og slíkra er siður. Þeir dauðu í garðinum ofan götunnar létu sér fátt um finnast vitandi sem var að brátt yrðu höfðingjarnir grafnir meðal þeirra valdalausir með öllu. Sömuleiðis héldu endurnar áfram svamli sínu á Tjörninni og töldu sig síst búa á fínni stað en áður. ÖRSAGA LINDU DRAKE EFTIR HELLEN r STFANGIN hljóp hún á móti honum, henti sér í fang hans og hló hamingjusöm. Hún leit upp, á andlit hans og sá að hann var orðinn rúnum ristur. Því hafði hún ekki tekið eftir áður. „Ástin mín, ástin mín, hvar hafa blóm þín fölnað svo hratt. Því ertu svo gam- all og ljótúr orðinn?" „Svona hefi ég alltaf verið, góða mín,“ svaraði hann, „það var aðeins hulið sjón- um þínum.“ „Hvernig má það vera að ég hafi ver- ið svo blind öll þessi ár,“ svaraði hún örvilnuð. „Mundu það,“ sagði hann, „að við erum öðruvísi, því við elskum sálina og tilveruna, en ekki þetta dauðlega hylki sem við drögnumst með í gegnum lífið. Manstu heit okkar er við vorum ung og vissuna um að við værum tvíburasálir, sem ættum ævarandi samleið, nú og eftir þetta líf, manstu ekki, ástin mín?“ hvíslaði hann, óhræddur um hana, með andlitið falið í hári hennar. Þá runnu upp fyrir henni ljós lífsins og hún mundi hversu fagur hann hafði verið sem ungur maður og var enn, því sálin var ung og gáskafull, þó líkaminn hafði elst. Hún faðmaði hann að sér og elskaði frá djúpi sálar sinnar, sem var ótæmandi og óseðjandi í nægjusemi sinni. Já, hún elskaði hann í sannleika. Hún lokaði augunum og naut þess að finna þétt faðmlög hans og það runnu upp fyrir henni myndir af lífi þeirra, þar sem þau höfðu saman tekist á hendur hið ómögulega og unnið sigur. Það var notalegt að hugsa um það hversu ham- ingjusöm þau voru og hefðu verið, þrátt fyrir áföllin, sem mörgu fólki hefði orðið ofviða. En þau höfðu með ást og um- hyggju fyrir lífinu komist yfir hvert áfall- ið fyrir sig og kærleikurinn varð alltaf þéttari og þéttari, á milli þeirra. „Elskan mín,“ hvíslaði hún og andaði að sér ilmi hans. „Þú ert mín lífsgjöf og hamingja og hvernig sem þú eldist mun ég eldast í samræmi við þig og ég ætla að deyja hjá þér þegar þar að kemur. Þá ætla ég að hvíla í faðmi þínum eins og nú.“ „Ástin mín,“ svaraði hann, „við mun- um aldrei deyja. Við raunum sigra dauð- ann saman eins og allt annað af þessum heimi og fara saman inní þá dýpstu sælu, sem þú hefur ekki enn upplifað með mér. Við saman með trú okkar og sannfæringu munum elskast þó þetta líf þverri, enda hefur enginn, enn sem kom- ið er, fundið sannleikann okkar. Vertu því óhrædd og haltu í hönd mína, því ég mun aldrei yfirgefa þig. Og þangað sem okkur er ætlað, förum við sam- an“ .. . Höfundur er ung Reykjavikurstúlka. MILLI brekkunnar nið- ur af gamla kirkju- garðinum og vestur- bakka Tjarnarinnar liggur Tjarnargata og raunar nokkuð lengra til suðurs, því hún nær alla leið suður að Hringbraut. Þó má með nokkrum rétti draga í efa, að húsin sunnan Skothúsveg- ar, tilheyri hinni eiginlegu Tjarnargötu. En það er önnur saga. Norðurendi götunnar, spölurinn frá hinum forna Víkurkirkjugarði og að Tjörninni, á sér vafalaust rætur aftur í landnámi, rétt eins og Aðalstræti. Þó ber þess að geta, að Tjörnin náði fyrrum lengra til norðurs. Beggja vegna þessa stígs lét Skúli fógeti reisa Innréttingun- um hús á árdögum þéttbýlis í bænum. Form- legt nafn hlaut gatan hins vegar ekki fyrr en árið 1848. Ekki fóru menn að byggja að ráði við Tjarn- argötu fyrr en upp úr síðustu aldamótum. Þegar samþykkt var að leggja götuna áfram til suðurs undir Tjarnarbrekkunni, eða Dauðramannahæð, eins og ég nefni hana í ofanrituðu ljóði, féll það í hlut Tryggva Gunn- arssonar bankastjóra að stjórna verkinu sem verktaki. Ekki veit ég hvort sú ákvörðun bæjarstjórnar hefur að einhverju leyti mótast af því, að ýmsir frændur Tryggva byggðu við götuna, þ.e.a.s. þeir Briemsbræður, Eggert, síðar hæstaréttardómari, Páll amtmaður og Sigurður póstmálastjóri og loks systursonur Tryggva, Hannes Hafstein, en hann lét reisa ráðherrabústaðinn, Tjarnargötu 32. Hafði það hús raunar staðið vestur í Önundarfirði, nánar tiltekið á Sólbakka við Flateyri. Þar var húsið í eigu norsks hvalaspekúlants, sem gaf Hann- esi það. Tjarnargata er að því leyti merkileg í sögu Reykjavíkur, að hún er fyrsta yfirstéttargata borgarinnar. Svo sem vikið er að í ijóðinu er þó ekki vitað til þess, að fínheitin hafi haft teljandi áhrif á tilveru andanna á Tjörninni, enda á það víst jafnt við um endur sem anda, að ytri umgjörðin skiptir hvorugan hópinn höfuðmáli. ORÐAFORÐI 6 RUNNSTYKKI, ROTARY, RÓTERA OG RÚNNA EFTIR SÖLVA SVEINSSON RÚNNSTYKKI finnst ekki í orðabók- um, enda er orðið nýlegt tökuorð úr dönsku, rundstykke, og merkir kringlótt smábrauð, einkum til morgunverðar. Seinni liður orðsins, stykki, er gamalt í málinu og merkir meðal annars, hluti, part- ur, fallbyssa, jafnvel stór, þunglamaleg kona. Samsvarandi orð eru í grannmálum, og af skyldum orðum má nefna stokkur. Rúnn er tökuorð, lagað úr dönsku rund sem þýðir hringlaga, ávalur. Það orð á sér sögu. I latínu merkir rota sama og hjól, einkum vagnhjól; orðið er af sömu rót og röðull sem þýðir sól, enda er sólin eins og hjól í laginu. Af rota var búið til lýsingar- orðið rotundus, hjóllaga. Það lifir í róm- önsku málunum, rotondo á ítölsku, redondo á spænsku og rond í frönsku nútímamáli. En í fornfrönsku lifðu ýmsar myndir af orðinu, roont, rount og fleiri. Síðasttalda orðið varð Englendingum fyrirmynd að round, en Þjóðveijar tóku upp runt sem skilaði sér til Norðurlanda. Rotary heitir alþjóðlegur klúbbur sem til skamms tíma var einungis ætlaður körl- um. Tákn hans er hjól, enda rótera öll embættisstörf milli manna, en þá situr hver maður tiltekinn tíma á stalli sínum, en víkur þá fyrir öðrum. Nú er stundum talað um að rúnna töl- ur. Þá eru strikaðir út aukastafir, upphæð- ir hækkaðar eða lækkaðar, eftir atvikum upp eða niður á næsta heila tug, þar sem er 0, rúnnuð tala í latnesku merkingunni rotundus. Höfundurinn er cand. mag. í íslensku. SVERRIR STORMSKER ÞUNGBÆRT LÉTTLYNDI Þótt þjóðin sé hláturmild, happy og lyndisgóð þá hef ég samt grun um að obbinn í laumi gráti. Við erum heimsins hamingjusamasta þjóð og heimsmet eigum í þunglyndislyfjaáti. KÆRLEIKURINN Kristur sagði: „Sannur kærleikurinn sálunni lyftir. Án kærleika eruð þér útskúfaðir delar, eilífð sviptir. An kærleika eruð þér vítis furðufuglar fjaðraklipptir. “ Hví skapaði drottinn minnst af því sem mestu máli skiptir? SAMAN-BURÐUR Bakkabræður reyndu Við gáfnaljósin hlæjum af bestu getu að heimsku slíkri að bera inn Ijósið og hellum myrkri í bæinn sinn. í heiminn inn. Á 50 ÁRA LÝÐVELDISAFMÆLI ALKA-TRASH-LANDS Loksins erum við laus úr dýflissuhlekkjum, — lengur ekkert helsi, — snara um engan háls. Nú býrgjum við okkur innan virkisveggja til varnar okkar frelsi og þykjumst vera frjáls. Höfundurinn er tónlistarmaður og rithöfundur. Ljóðin eru úr væntanlegri bók hans, Með ósk um bjarta framtíð, sem Fjölvi gefur út í haust. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 1997 í 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.