Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Blaðsíða 4
VAÐIÐ á Sandá, eins og það er í dag, -
sér heim til Auðholts.
MAURER og Ólafur vaða Sandá.
Söi'
FERÐASAGA
JÓNSBÓKARHANDRITSINS
EFTIR JÓHANN J. ÓLAFSSON
Upphaf þessarar sögn er að
fínna í handriti óprentaðrar
ferðasögu Konrads Maur-
ers, sem nú er búið að þýða
af frummálinu þýsku yfir á
íslensku. Ferðafélag ís-
lands ætlar að gefa þessa
bók út í haust í tilefni 70
ára afmælis félagsins. Þannig mun fyrsta
útgáfa þessarar bókar koma fram á Islandi á
íslenskri tungu 95 árum eftir dauða höfundar
og 139 árum eftir að Maurer gerði íslands-
ferð sína 1858. Maurer greinir frá því 30.
júní að hann fer frá Klausturhólum í Gríms-
nesi að Kaldaðamesi. Á leiðinni kynnir hann
sér sögusagnir af vatnaskrímsli. Hann lætur
grafa í árbakka Hvítár nálægt Oddgeirshólum
og fínnur skeljar og torkennileg bein (af höfr-
ungi?). Gögn þessi lætur Maurer senda til
Reykjavíkur til rannsóknar. Þegar að Kaldað-
amesi kemur lætur Maurer feija sig yfír Ölf-
usá því hann hugðist heimsækja séra Guð-
mund E. Johnsen prófast í Amarbæli, en
Guðmundur var mágur Jóns Sigurðssonar
forseta.
Þegar Maurer og fylgdarmaður hans Ólafur
koma heim að Arnarbæli er þeim sagt að
prófastur sé á ferðalagi og komi ekki heim
fyrr en um nóttina. Húsfreyja liggur veik svo
ekki er beðið gistingar við slíkar aðstæður. í
stað þess að fara til baka yfir Ölfusá og gista
í Kaldaðamesi um nóttina stingur Ólafur upp
á því að þeir fari í Auðsholt, sem er skammt
frá og beiðist gistingar hjá Magnúsi hrepp-
stjóra Sæmundssyni. Þeir leggja af stað fót-
gangandi, því hestar þeirra era handan Ölfus-
ár í Kaldaðamsi, þar sem þeir skildu þá eftir.
Á leið þeirra verður sakleysislegt vatnsfall,
Sandá, sem þeir vaða yfír. En áin reynist
dýpri en þeir ætluðu og urðu þeir að vaða
hana upp í mitti áður en þeir náðu hinum
bakkanum. Hefst nú frásögn Maurers sjálfs:
„í Auðsholti var húsbóndinn ekki heima
heldur. Hann hafði farið með prófastinum og
var ekki væntanlegur fyrr en um nóttina. En
til allrar hamingju var kona hans frísk og
hress, og hún bauð okkur strax að gista.
JÓIMSBÓKARHANDRITIÐ er skreytt mörgum upphafsstöfum i lit.
Mest lá á að komast úr stígvélunum. En þar
sem við höfðum einmitt vöknað þegar verst
stóð á - lestarhestarnir voru hjá Winkler
(þýskur jarðfræðingur, sem var Maurer sam-
ferða) við Heklu og hnakktöskumar í Kaldað-
amesi - var ekki um annað að ræða en að
setjast niður í votum leðurbuxum og blautum
sokkum. Við fengum að eta og um 11 leytið
kom Magnús heim. En við gengum strax til
náða. Þá kynntist ég í fyrsta sinn því sem
ferðalangar hafa oft lýst og haft til marks
um fomt húsbóndaveldi: Þegar ég ætlaði að
leggjast kom húsfreyjan til að klæða mig úr,
ekki aðeins jakka og vesti, heldur líka buxum,
nærbuxum og sokkum. Hún fór með þetta
allt með sér til að þurrka það við hlóðirnar.
Ég svaf ljómandi vel eftir þetta kalda fóta-
bað. Morguninn eftir, fímmtudaginn 1. júlí,
vaknaði ég eldsnemma við hávært samtal í
herberginu þar sem Magnús sjálfur svaf einn-
ig. Þar var þá kominn prófasturinn sem frétt
hafði af mér þegar hann kom heim og vildi
nú vitja um mig. Séra Guðmundur er ungur
að árum og afar vinsamlegur maður og hisp-
urslaus, og líkaði mér strax vel við hann. Ég
spjallaði fyrst við hann þar sem ég lá í rúm-
inu en reis svo úr rekkju meðan á samtalinu
stóð. Við fengum svo kaffi og fórum út undir
bert loft en borðuðum því næst heitan mogran-
verð, dýrindis lax; síðan héldum við að Arnar-
bæli. I þetta sinn fórum við á annan hátt
yfir ána. Við fengum lánaðan hnakk og beisli
hjá Magnúsi og náðum okkur í hest í hagan-
um. Ég steig á bak og Ólafur fyrir aftan mig
og þannig tvímenntum við yfír ána. Síðan fór
Ólafur til baka og sótti prófastinn. Það er
siður hér og telst réttur ferðamannsins að
grípa til hesta á staðnum til þess að flytja
sig yfir vötn. En skylt er að reka hrossið yfír
ána eftir notkun. í Árnarbæli sýndi Guðmund-
ur mér kirkjuna og messuklæði sín sem að
hluta era frá kaþólskum tíma. Þá fór hann
með mig upp á hæð í nágrenninu þar sem
hjáleiga hans stendur og þaðan nutum við
stórkostlegs útsýnis í glaðasólskini. í austri
er tignarleg Ölfusáin en þar handan við breið-
ir leiðinlegur Flóinn úr sér eins og grænt teppi,
Q LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTiR 28. JÚNÍ 1997