Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Blaðsíða 6
anna og stærsta háskólabókasafn í heimi. Það er stjórnstöð allra bókasafna Harvard há- skóla, sem eru eitthundrað að tölu og geyma samanlagt ellefu milljón bækur. Harry Widener var ákafur bókasafnari og einkabókasafn hans, 3.500 bindi, er í sérstöku harðviðarklæddu minningarherbergi. Þar er að finna fyrstu útgáfur af Shakespeare frá 1623 og Gutenbergbiblíu. Joseph Harris vís- aði mér til vinnuherbergis síns, þar sem við ræddum saman. Hann sagðist hafa dvalið á Islandi fyrir 20 árum og verið kaupamaður hjá Jóni bónda Bjamasyni í Bjamarhöfn á Snæfellsnesi, þar sem hann þurfti meðal ann- ars að „moka skít“ eins og hann sagði á óað- finnanlegri íslensku en annars töluðumst við við á ensku. Hann nefndi með sama hlý- hug nöfn Jónasar Krist- jánssonar fyrrv. for- stöðumann Ámastofnun- ar og Úlfars Bragasonar forstöðumanns stofnunar Sigurðar Nordals, sem m.a. hefur því hlutverki að gegna að hafa samband við þetta erlenda menningarsamfélag norrænufræðinga. Hon- um hefur nýlega borist rit eftir Jón Hnefil Aðalsteinsson. Hann bendir mér hreykinn á safn íslenskra fornrita í bókahillu fyrir aftan mig og dregur út Laxdælu, sem hann hafði sjálfur keypt á íslandi. Næst hefst leitin að Jónsbókarhandritinu. Joseph fylgir mér til viðbyggingar. Þessi samtengda bygging heit- ir „Hougton bókasafnið" þar sem handrit og mjög gamlar bækur eru geymdar. Mikils öryggis er þar gætt og þarf maður að láta skrá sig og merkja og setja skjalatöskur og pinkla í læstar hirslur í anddyrinu áður en manni er heimiluð innganga. Við hefjum nú leitina. Handritasafni Maurers hefur ekki verið haldið saman undir hans nafni heldur hefur því verið dreift og hinir ýmsu hlutar þess sameinaðir viðkomandi flokkum hand- rita. Við leitum því undir samheitinu íslensk handrit. Brátt rekumst við á skrá sem Shawn F.D. Hughes gerði yfir íslensk handrit í eigu Harvard háskóla. Þar kennir margra grasa og öðru hvoru er nefnt að viðkomandi hand- rit hafi verið gefið Konrad Maurer á íslandi. Við erum komnir á sporið. Handrit númer 44 reynist vera það sem við erum að leita að. Joseph fær þetta handrit í hendur. Mikið rétt. Hér er Jónsbókarhandritið komið í leit- irnar, dýrgripurinn sem Séra Guðmundur gaf Maurer fyrsta júlídag í Arnarbæli forðum, og heitir: „Lögbók íslendinga næst eftir Járnsíðu" Á saurblaði bókarinnar er áritun, sem tekur af allan vafa: „Þessa bók á Dr. K. Maurer. Amarbæli ltajúlí, 1858 vitnar G.Johnsen.“ Það er góð tiifinning sem fylgir því að hafa þetta gamla handrit í höndum, handrit sem maður er búinn að lesa svo oft um. Þetta er fallegt handrit með fagurlega skreyttum upphafsstöfum, sumir í litum, skrif- að með tveimur fallegum rithöndum kring um aldamótin 1800. Bókin sem bundin er í al- skinn með tréspjöldum og er ekki mikil um sig en þykk, yfir 200 blaðsíður. Ég bið Joseph að útvega mér litmyndir af handritinu, sem hann lofar samstundis. Ég spyr hann hvað ég eigi að greiða í kostnað. Hann svarar góð- lega að í staðinn eigi ég að gefa honum bolla af kaffí næst þegar hann komi til Reykjavík- ur. Vonandi verður það sem allra fyrst. Höfundur er stórkaupmaður Morgunbladið/Einar Falur . I VERK Spánverjans Juan Munoz af smávöxunum og undarlegum mannverum, sem virtust sokknar í gólfið upp að ökklum, vakti athygii í skemmunni þar sem yngri listamennirnir á boðssýningunni Framtíð, nútíð, fortíð sýndu verk sín. FENEYJAR SYNISHORN AF MYNDLIST HEIMSINS JÚNÍ er sannkaHaóur myndlistarmánuóur í Evrópu. Fjöldi athyglisveróra sýninqa hefur verió opnaóur í ýmsum borgum en mesta athyglin hefur þó beinst aö þremur sem myndlistarheimurinn hefur beöiö eftir meö óþreyju. Fyrst var Feneyjatvíæringurinn opnaður. Þá var komiö aó Documenta 10 í Kassel sem er viöamesta úttekt á samtímalist sem haldin er reglulega. Loks var Skúlptúrtíæringurinn í Munster opnaóur, en þar hafa um 70 listamenn komió fyrir verkum víósvegar um borgina. EINAR FALURING- OLFSSON heimsótti þessar þrjár gjörólíku sýningar. HILTON Head Island. S.C., U.S.A., 24. júní 1992 eftir Hollendinginn Rineke Dijkstra en hún sýnir röð stórra litljósmynda af unglingum á baðströndum. rátt fyrir að ferðamanna- straumur sé alla jafna mjög mikill til Feneyja, nær Fen- eyjatvíæringurinn að setja sér- stakan brag á borgarlífið á meðan á honum stendur. Flestar sýninganna eru í stór- um garði, þar sem skálar þátt- tökuþjóðanna hverfast kringum hinn stóra ít- alska skála. Þar, sem og í gamalli vöruskemmu skammt frá, er aðalsýningin og sú sem mesta athyglin beinist að. Nefnist hún Framtíð nútíð þátíð og á henni eru verk 66 listamanna á ýmsum aldri, flestir kunnir vel og hafa gert ný verk sérstaklega fyrir sýninguna að ósk sýningarstjórans, Germano Celant. Aóalsýningin ójöfn aó geeóum í ítalska skálanumn eru þrír ítalskir fulltrú- ar, þeirra kunnastur og áhrifamestur málarinn Enzo Cucchi. En það er eldri hluti boðslista- mannanna í FRAMTÍÐ NÚTÍÐ ÞÁTÍÐ sem leggja meginhluta skálans undir sig. Nokkrir þeirra eru málarar: Eftir að hafa flutt frá Þýskalandi til Frakklands og tekið sér nokk- urra ára hlé frá listinni sýnir Anselm Kiefer hér nýtt og tröllvaxið málverk (annars staðar í Feneyjum var opnuð á sama tíma yfirlitssýn- ing á verkum Kiefers með nokkrum nýjum myndum); Agnes Martin sýnir verk með ljós- bláum tónum og einkennandi endurtekinni línuteikningunni; Jim Dine er með stór mál- verk þar sem birtast fígúrur eins og Mikki mús og Gosi; Gerhard Richter sýnir röð lítilla og frekar sundurlausra abstraktmálverka; og meðal annarra sem sýna málverk eru Árt- schwager, Ruscha og Gullljónsmaðurinn Vadova sem gerir stór hringlaga verk, máluð dökk í anda abstrakt-expressjónista og nýtur furðu mikillar aðdáunar ítala fyrir. I kjallaranum situr Marina Abramovic og skrúbbar stórgripabein í „performans" sem hefur vakið gífurlega athygli og fjallar á áhrifaríkan hátt um átökin á Balkanskaga á síðustu árum. í nokkrum salanna eru skúlptúrar og inn- setningar áberandi. Verk Rebeccu Horn hefur vakið athygli, gert úr niðurbrotnum veggjum, málmtrektum, ljóslifandi rafmagni sem hleyp- ur milli skauta og undarlegum litslettum á veggjum. Roy Lichtenstein kemur sterkur út með nokkur þrívíddar-álverk í anda málverka hans, heimamaðurinn Mario Mertz fær gott rými undir kúluhúsainnsetningu og Claes Old- enburg og Coosje van Bruggen fá innganginn undir stóran skúlptúr sem telst vart einn af þeirra bestu. Þetta er samt nokkuð heildstæð sýning, enda listamennirnir flestir á kunnug- legum brautum og hafa sitthvað áhugavert til málanna að leggja. Mun sundurlausari er sá hluti þessarar opin- beru sýningar þar sem verkum yngri lista- manna hefur verið komið fyrir í gömlu vöru- húsi skammt frá aðalsýningarsvæðinu. Sumt er þó býsna áhugavert þar, eins og frásagnar- leg myndbönd þeirra Pipilotti Rist, sem bygg- ist á myndum af henni fara glaðhlakkalegri um götur og bijóta bílrúður, og Sam Taylor- Woods um par á veitingastað. Francesco Clem- ente er þarna með nokkur málverk og annar „erótíker", Jeff Koons, er einnig með málverk og skúlptúr og hvort tveggja mjög fyrirsjáan- legt og óspennandi. Islandsvinurinn Roni Horn, sem sýnir í Ingólfsstræti 8 um þessar mundir, sýnir raðir af portrettum af ungri 6 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.