Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Einar Falur n minna á veggmálverk, fjallar Marshall um alla allir um einhverskonar samfélagspólitík í þar á. .ITÍSKIR / S NEW York, 1941, eftir bandariska Ijósmyndarann Helen Levitt, sem í meira en hálfa öld hefur skrásett götulíf New York-borgar í Ijós- myndum sínum. Levitt er ein af nokkrum klassískum, persónulegum mannlífs- og samfélagsljósmyndurum sem Catherine David sýnir á Documenta, og gefa myndir þeirra innsýn í þann borgarheim sem ýmsir aörir listamenn sýningarinnar fjalla einnig um. ^AÐRIKI ATLAS, 1962 - 96 eftir Gerhard Richter er eitt af stærstu og áhrifamestu verkum Documenta að þessu sinni. Richter fyllir stóran sal af römmum sem eru einskonar dagbók hans í myndum frá þessum tfma. í römmunum eru þúsundir af myndum: raöir af Ijósmyndum, af landslagi, stöðum og fólki; hvers konar skyssur og hugmyndir að verkum; gamlar fjölskyldurmyndir og nýrri af konu hans og barni; sjálfsmyndir og myndir teknar úr blöðum; myndir af þýskum stórmennum sem og myndir af fórnarlömbum nasista í heimsstyrjöldinni, svo eitthvað sé nefnt. anna og myndröð frá stórmarkaði nærri kjarn- orkuveri í Klettafjöllum. Ljósmyndir eru líka ófáar í því tröllvaxna verki sem margir telja standa uppúr, Atlas, 1962-96 eftir Gerhard Richter. Hann fyllir stóran sal af römmum með þúsundum ljósmynda, teikninga og blaðaúr- klippa; þetta er dagbók listamanns, framsett á flæðandi og heillandi hátt. Margir aðrir sýna myndir af borgum og húsum eða fólki innan veggja heimilisins og er þar sumt margendur- tekið og misathyglisvert. Myndböndin eru áberandi; myndbandabarir hafa verið settir upp og ófá herbergi þar sem fólk sest og upplifir sýnir listamannanna. Tvö verk virðast vekja mestu lukkuna; annað eftir Johan Grimonprez og svo salur Hans-Jurgens Syberg, Minnishellir. Hann er þar með skjái og myndvarpa sem sýna ýmislegt klassískt úr list- inni; forna listasögu, óperu, kvikmyndir og set- ur listamaðurinn þetta fram sem minnisstöðvar í heilabúi. Hverskyns innsetningar og hluti gefur að líta; flóttavagna Andreu Zittel sem hún innréttar að ósk kaupenda, Mike Kelley og Tony Orsler fylla herbergi af háværum verkum, heilu salirn- ir sýna hugmyndir hönnuða og arkitekta um samtímann, draumaborgir og hvernig megi bæta umhverfið og mannlífið. Nokkrir listamenn eru með gerninga og aðrir nýta sér umhverfið; setja upp myndbandsverk í göngugötunni, versl- un með notuð föt og sýna pólitísk veggspjöld í undirgöngum; bijóta upp malbik og sá illgresi á milli brotanna; fylla lestarstöðina í Kassel af dularfullum hljóðum. Það er ótal margt að skoða á Documenta í Kassel og það getur tekið nokkra daga að inn- byrða öll ósköpin. Inn á milli gefur að líta ágæt verk sem segja skoðandanum sitthvað um þann tíma sem hann lifir á og veita honum einnig þá ánægju, upplifun og örvun sem vel lukkuð list getur veitt. í samtíma okkar hafa listform- in verið að renna saman og hjá hugmyndaríkum listamönnum getur útkoman iðulega verið for- vitnileg. En það sem menn hafa fundið að þess- ari sýningu er yfirþyrmandi nærvera Catherine David. Hún vill að listin fjalli um pólitísk mál- efni, komi með tillögur, bendi á það sem betur má fara og gagnrýni. Umhverfið og borgin skipta hana miklu, en frelsi og ánægja minna máli. Hún vantreystir listamönnum til að taka eigin ákvarðanir og eins og sumir þeirra hafa sagt óskaði David eftir ákveðnum verkum sem sögðu ákveðna hluti sem féllu að hugmyndum hennar. Sýningin líður fyrir þetta ráðríki og margir listamannanna njóta sín ekki sem skyldi fyrir vikið. Þessi Documenta fer varla inn á spjöld listasögunnar sem sannur dómur um list samtímans. LOIS Weinberger frá Austurríki brýtur gjarnan upp malbik í verkum sínum og hér hefur hann sáð fræjum ólíkra jurta frá Austur-Evrópu á milli brotanna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ1997 1 1'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.