Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Page 19

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Page 19
STEFNUMOT VIÐ OVISSUNA Nýtt íslenskt leikrit sem byggt er á einni frægustu ástarsögu allra tíma um ---------------7-------------- Tristan og Isól veróur frumsýnt í Borgarleikhús- inu á morgun, sunnudag kl. 20. ÞRÖSTUR HELGA- SON fylgdist meó æfingu og komst aó því aó nokk- uó frjálslega er lagt út af sögunni. SAGAN af Tristan og ísól er sennilega frægasta ástarsaga allra tíma, sagan af elskend- unum sem var ekki skapað nema skilja. Á þessari sögu er byggt í nýju íslensku leikriti sem leikhópurinn Augnablik frumsýnir í Borgarleikhúsinu á morgun, sunnudag. Verkið er samið af Ieik- hópnum Augnablik en höfundur handrits og leikstjóri sýningarinnar er Harpa Arnardóttir. Harpa segir að hugmyndin að sýningunni sé nánast jafn gömul leikhópnum en hann var stofnaður af henni, Ástu Arnardóttur og Krist- ínu Guðmundsdóttur fyrir sex árum. „Þessi hugmynd fékk síðan að gerjast, og þróast allt þar til á síðasta hausti að við hófum mark- vissa hugmyndavinnu. Okkur langaði að rann- saka sambandið á milli ástarinnar og dauðans, stefnumótið við óvissuna sem virðist felast í báðum þessum augnablikum. Sagan fjallar ein- mitt um ástina og dauðann og hvernig ástin er hafin yfir dauðann." Leikum okkur meö söguna Nokkuð frjálslega er farið með söguna í leikritinu enda er ekki um að ræða leikgerð af henni. Málið og ýmislegt fleira hefur verið fært í nútímahorf og raunar leikur verkið sér óspart með flutning sögunnar inn í nútímaleik- hús. „Það var ætlunin frá upphafi að við mynd- um leika okkur svolítið með söguna. Við höfum unnið sýninguna að miklu leyti í spuna. Svo hafa kviknað endalausar vangaveltur um efni sögunnar. Við kynntum okkur sálfræðikenn- ingar sem hafa verið settar fram með hliðsjón af sögunni um Tristan og ísól, þar hafa persón- ur sögunnar verið notaðar til að varpa ljósi á ýmsa eðlisþætti sálarlífsins, eins og á kven- og karleðlið. í sýningunni erum við því að hugleiða ýmsa hluti og sýningin ber þess merki þótt hún sé sett upp í hefðbundnu formi. Verkið er í fímm þáttum auk forleiks og eftirmála. I hverjum þætti veltum við fyrir okkur einhveiju grunnhugtaki úr sögunni. Fyrsti þáttur fjallar um löngunina, arinar um ástina, þriðji um vináttuna, fjórði kærleikann og fimmti um dauðann. Segja má að sagan sé eins konar ferðalag um þessi þemu um leið og við flökkum á milli draums og veruleika, rómantíkur og hversdagslífs. Það mætti leggja út af sögunni sem við segjum á ýmsan máta. Hún ijallar kannski um það að sumir eru með hjartað fullt af fant- asíum sem sífellt rekast á við veruleikann. Hún gæti flallað um fíknina sem svo mjög er rætt um núna, það er til ástarfíkn og eins og öll fíkn leiðir hún til dauða. Svo gæti þetta verið eins konar dæmisaga um það að ef menn gera ekki upp gömul ástarsambönd þá munu önnur sambönd alveg örugglega ekki ganga upp.“ Frjólsir leikhópar mikilvœgir Harpa segir að það hafi verið sérstaklega skemmtilegt að vinna að sýningunni. „Þetta er hópur fólks sem þekkist vel og er samstillt- ur. Það er líka ákveðið listrænt frelsi sem fylg- ir því að vinna í svona óháðum hópi, hópi sem er ekki bundinn markaðslögmálum heldur fær styrki til að setja upp svona eina og eina sýn- ingu. I svona vinnu er hægt að leyfa sér meiri vangaveltur og tilraunir á æfingaferlinu. Það er mikilvægt að hópum sé gert kleift að starfa á þessum forsendum og koma með innlegg." Leikarar í sýningunni eru átta talsins. Anna E. Borg, Ásta Arnardóttir, Björn Ingi Hilmars- son, Erling Jóhannesson, Olafur Guðmundsson, Ólöf Ingólfsdóttir dansari, Sigrún Gylfadóttir og Steinunn Ólafsdóttir. Hljóðmaður er Jakob Tryggvason. Ljósahönnuður er Jóhann Pálma- son. Leikmynd gerir Ósk Viihjálmsdóttir mynd- listarmaður og Sonný Þorbjörnsdóttir myndlist- armaður hannar búninga. Hárgreiðslu og förð- un annast Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Tónlist við verkið flytja Rússíbanarnir Einar Kristján Einarsson gítarleikari, Daníel Þor- steinsson harmonikku og hljómborðsleikari og Kjartan Guðnason slagverksleikari. Leikritið verður sýnt sex sinnum, kl. 20 fimmtudag, föstudag og laugardag tvær fyrstu vikurnar í júlí. Morgunblaóið/Geir „OKKUR langaði að rannsaka sambandið á milli ástarinnar og dauðans, stefnumótið við óvissuna sem virðist felast í báðum þess- um augnablikum,11 segir Harpa Arnardóttir leikstjóri leikritsins um Tristan og ísól sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu á morgun. Á myndinni sjást Erling Jóhannesson (Tristan), Ásta Arnardóttir (isól) og Mark (Björn Ingi Hilmarsson). LÖND OG LÝÐIR TÓNLIST Sígildir diskar MASSENET Jules Massenet: Hljómsveitarsvítur. Sinfóníu- hljómsveit Nýja-Sjálands u. stj. Jean-Yves Ossonce. Naxos 8.553124. Upptaka: DDD, Wellington, N.Z. 7/1994. Lengd: 69:05. Verð (Japis): 690 kr. NÚ ÞEGAR sumarleyfíð er á skollið og ferðaþráin fossar í æðum margra, er ekki óviðeigandi að bregða sígildum hljóðtjöldum frá framandi löndum og lýðum á geislarann. Því hvort sem menn hyggjast fara eitthvað yfír pollinn eða ekki, þá er alltaf gaman að heyra hvað tónskáldin þykj- ast geta lesið úr einkennum ólíkra þjóða, staða og tíma. Hjá óperuhöfundum fyrri alda hlaut að skipta máli, eins og síðar hjá kvikmyndatón- skáldum, að geta höfðað til áheyrenda og sett þá í viðeig- andi stemningu. Ef lítið var almennt vitað um tóneinkenni tiltekinnar söguumgjarðar á tilteknum tíma, voru þau einfaldlega búin til ellegar fengin að láni ann- ars staðar frá. Kynslóð eftir kynslóð ásköpuð- ust því smám saman hugmyndatengsl, stund- um réttmæt, stundum miður, er urðu að þeim (oftast ómeðvituðum) hefðum eða klissjum sem við þekkjum í dag. Jules Massenet (1842-1912) innleiddi „ljóðræna harmleikinn" (tragédie lyrique) í franskri óperu og var á þeim vettvangi ókrýnd- ur konungur í vitund þarlendrar borgarastétt- ar, þó að ljómi óperuverka hans hafí heldur betur dofnað eftir hans dag - eða a.m.k. fram á síðustu ár. Raunsæi nýklassíkur lék tilfinn- ingasaman melódískan stíl hans - sem d’Indy kenndi við „nærgætna, hálf-trúarlega munúð“ - grátt, þó að aldrei hafí leikið vafí á fagmann- legri verkkunnáttu hans, enda hófst nám hans í tónlistarháskóla Parísar þegar á 10. aldurs- ári, og átti hann ávallt afar létt með að skrifa; nokkuð sem margir hafa lagt honum til lasts og þótt á kostnað dýptar. Ballettsvítan Hérodiade frá samnefndri biblíuóperu (1879) er uppfull af litum frá austurlöndum nær, eins og lesa má úr fyrir- sögnunum Les Égyptiennes, Les Babyloni- ennes og Les Phéniciennes, hvernig svo sem ber að skilja 3. þáttinn, Les Gauloises{\) Síðan fylgja þijár svítur frá 7. áratugnum, nr. 1, nr. 2 Scénes hongroises („Ungversk atriði") og nr. 3 (Scénes dramatiques.) Ég verð að segja eins og er, að ekki varð ég var við neina yfirþyrmandi væmni. Þó að maður heyri ósvikna sviðsmúsík út úr þessu (að maður segi ekki kvikmyndamúsík), þá er frekar að hún dragi dám af napóleönskum hetjublæ en af ofhlaðinni tilfinningavellu. Fjöl- breytnin er veruleg, og þeir er kunna að meta velskrifaða dramatíska hljómsveitartónl- ist munu fá töluvert út úr þessum svítum, enda spilamennskan snörp og nákvæm hjá Nýsjálendingum í ágætri hljóðupptöku. Þó maður gangi ekki alveg svo langt sem Honeg- ger, er kvað hafa sagt að nútímaáheyrendur vildu ekki nútímatónlist, heldur bara látin tónskáld, þá stendur Massenet heitinn vel fyrir sínu, og er eiginlega tilhugsunin sorgleg- ust í stöðunni hvað við mörlandar eigum lítið til af sambærilegum hljómsveitarverkum, en það stafar væntanlega af því hvað íslenzk list- músík stendur á ungum merg. En hver veit? Kannski rætist eitthvað úr á næstu áratugum - eftir því sem óperu- og kvikmyndaiðnaði okkar vex fískur um hrygg... ARNOLD Malcolm Arnold: Enskir, skozkir, kornbrezkir og velskir dansar. Sinfóníu- hljómsveit Queenslands u. stj. Andrews Penny. Naxos 8.553526. Upptaka: DDD, Queensland 12/1995. Lengd: 54:37. Verð (Japis): 690 kr. MALCOLM Amold (f. 1921) sem einnig er kunnur fyrir kvikmyndatónlist eins og við Brúna yfir fljótið Kwai (1957), barst síðast í tal í þessum þáttum í september í fyrra (Sinfó- níur nr. 1 og 2) og í október sama ár (kammer- verk fyrir fagott). Og eins og sviðs- og kvik- myndatónskáldum er títt, þá er oft skammt í þjóðlega strauma. I þessu tilfelli liggja taug- ar nær heimalandi en hjá Massenet, því að hljómsveitardansasvíturnar á þessum diski eru allar kenndar við Bretlandseyjar: 4 Enskir dansar Op. 27 (1950), 4 Enskir dansar Op. 33 (1951), 4 Skozkir dansar Op. 59 (1957), 4 Kombrezkir dansar (frá Cornwall) Op.91 (1966), 4 írskir dansar Op. 126 (1986) og 4 Velskir dansar Op. 138 (óuppgefíð). Hér kveður óneitanlega við öllu nútíma- legri tón og ferskari en hjá Massenet, jafnvel svo að Vesturheimur McDowells og Coplands FÉLAGAR í Konunglega skoska þjóð- dansafélagi Edinborgar stíga dans. kemur upp í hugann, og nálægðin er ótvírætt meiri við heim kvikmynda en óperusviðs. Þó er einnig stundum komið við viðkvæmari og dulúðlegri strengi, eins og í Andantino-þætti (II.) Cornwallsvítunnar, er gæti þess vegna verið tekinn beint úr Ráðgátu-þáttum sjón- varpsins, eða þá I. úr írsku svítunni, sem er eins og snýttur úr herskáu ættbálka-miðald- aumhverfi Braveheart. Ekki er að vísu allt jafn innblásið - meþód- istasálmurinn í sömu svitu (III.) er ágætt dæmi - en í heild er hugvitið í góðu lagi, og flutningurinn er glimrandi góður, þó að ég sé ekki frá þvi að snerpan sé aðeins meiri hjá Nýsjálendingum á fyrrtöldum diski. Svo mikið er hins vegar víst, að þeir hlustendur sem kunna að ganga með smá-kvikmyndat- ónskáld í maganum ættu að geta fundið hér margar skínandi fyrirmyndir - og aliir hinir sitthvað til að koma ímyndunaraflinu rækilega úr stað, þegar hleypa skal heimdraganum. Ríkarður Ö. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 1997 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.