Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 4
FJALLA-EYVINDUR og Halla. Teikning: Gísli Sigurðsson. AF OSKILAMANN- INUM EYVINDI EFTIR BJARNA HARÐARSON Halla og Eyvindur voru þjóðsagnapersónur strax í lif- anda lífi og Ijóst gf sögnunum að samúð almennings hefur snemma verið mikil með Eyvindi en Haila er strax talin hafg verið hið versta forað. Þegar raunverulegar sagnfræðirannsóknir hefjast ó tilvist þeirra strax á síð- ustu öld reynast samtímaheimildir um þessi hjón þó furðulega rýrar HALLA og Eyvindur voru ekki bara snjallir og fræknir sauðaþjófar og fjallamenn. Þau eru holdi klæddir fulltrú- ar hindurvitna. Samtíma- menn þeirra trúðu á tilvist trölla, útilegumanna og drauga. í klettum bjuggu álf- ar og skrímsli í vötnum. Utilegumannatrúin var bændum þó ef til vill dýrkeyptust. Henn- ar vegna skirrðust menn við að leita afrétti svo vel sem vera mætti og í öllum landshlut- um gengu sagnir um grösuga dali og blómlegt mannlíf aflrenndra útilegumanna sem voru vísir til að drepa hvem þann gest sem að dyr- um bæri. Einstöku sinnum eru sagnir þessar heimfærðar á strokufólk frá þessum eða hin- um bænum en sjaldnast með þeirri nákvæmni að við getum ættfært viðkomandi eða fundið honum stað í tímatali okkar. Persónurnar eru sprottnar úr þeim myrku öldum sem geyma litlar sem engar skriflegar heimildir um aðra en presta og stórbændur. Og sagnimar um það úr þeirri óskhyggju dalabúans að upp til fjalla kunni að vera blómlegar byggðir þar sem aldrei verður búsvelta að vori. Með manntalinu 1703, skráningu kirkjubóka á 18. öld og aukinni skriffínnsku sýslumannsemb- ætta verður auðveldara að tengja saman þjóð- sögur og sagnfræði, sannreyna þjóðsögurnar og fylla í eyður sögunnar það sem á vantar í opinberar bækur. Ævintýrafólk á 18. öld Þau Halla og Eyvindur vom þjóðsagnaper- sónur strax í lifanda lífi og ljóst af sögnunum að samúð almennings hefur snemma verið mikil með Eyvindi en Halla er strax talin hafa verið hið versta forað, hún er í þjóðsögunum gerð bæði ljót og ill. Þegar raunvemlegar sagnfræðirannsóknir hefjast á tilvist þeirra strax á síðustu öld reynast samtímaheimildir um þessi hjón þó furðulega rýrar. Lítillega verður stiklað á þeim hér á eftir. Vitaskuld em Eyvindur og Halla ekki einu útilegu- mennimir sem hægt er að sannreyna að hafí verið til og hafst við á fjöllum uppi í sekt sinni. Nægir þar að minna á félaga þeirra Ameus og Abraham sem voru þeim samtíma á Arnar- vatnsheiði. En þau hjónin eru frægust þess- ara og sú frægð þeirra er verðskulduð. Þau em lengst allra í útlegð á íslandi svo vitað sé og sýna einstaka snilli í búskap sínum. Þau era líka öllum öðram íslenskum sakamönnum slyngari í að sleppa úr haldi sýslumanna. Tvisvar er komið böndum á Eyvind og þrisvar á Höllu en alltaf sleppa þau. Riddarinn Ey- vindur kemur jafnvel og frelsar Höllu úr mannahöndum. Þó einungis sé trúað skjalleg- um heimildum sýslumanna er ljóst að þau Ey- vindur og Halla hafa lifað ævintýralegu lífí sem á köflum er líkast lygasögu. ... rygtaður af þjófnaði Við vitum heilmargt um uppmna Eyvind- ar Jónssonar, ættmenni hans og margir geta rakið ættir sínar til þessarar þjóðsagnaper- sónu. Minna hefur verið grúskað í ættfræði Höllu. Til em í samtímaskjölum lýsingar á þeim hjónum, frásagnir um nokkra af útlegð- arstöðum þeirra á fjöllum uppi og skýrslur örþreyttra sýslumanna sem reyndu hvað eft- ir annað að koma böndum yfír þetta saka- fólk. Allt þetta getum við sannreynt með vinnubrögðum sagnfræðinnar. Sagnfræðin segir okkur aftur á móti ekk- ert með neinni vissu hvað það var sem rak hinn efnilega bóndason frá Hlíð í Hruna- mannahreppi í útlegð, hvað varð um hann eftir að útlegð hans lauk, hvar hann er graf- inn eða hvað varð um böm þau sem Eyvind- ur og Halla eignuðust. Þar taka þjóðsögurn- ar við með alkunnum tilhneigingum til að flétta inn í líf þessa fólks flökkusögnum sem endurtaka sig aftur og aftur í öðrum þjóð- sögum annarra landshluta og annarra þjóða. Sagan segir okkur að Eyvindur Jónsson hafi verið fæddur í Hrunamannahreppi, elst- ur 10 bama bóndans þar, Jóns Jónssonar og konu hans Ragnheiðar Eyvindsdóttur. I föð- urgarði á hann eitt barn með stúlku af næsta bæ en fer eftir það í vinnumennsku niður í Flóa. 1745 gerir hann annarri stúlku barn og árið eftir er á Alþingi lýst eftir „óskilamann- inum Eyvindi Jónssyni, sem í fyrra í Julio burtstrokið hafði frá Traðarholti í Stoxeyrar- hrepp og Árnes sýslu fyrir utan nokkra kynning og skudsmaal; einninn sé með stór- um líkindum rygtaður af þjófnaði í Árnes sýslu...“ Þessi þokukennda lýsing á fyrsta „afbroti" er það eina sem við vitum með vissu um upp- haf þess að Eyvindur Jónsson er talinn saka- maður. Svo virðist sem hann hafi um þetta leyti haldið vestur á fírði og sest að búi hjá ungri ekkju, Höllu Jónsdóttur í Miðvík í Að- alvík. Aðalvík er við mynni ísafjarðardjúps, næst Isafírði af byggðum Homstranda. Það- an er talið að þau Halla og Eyvindur flýi undan sýslumanni og búi á næstu ámm á nokkmm afskekktum bæjum á Hornströnd- um. Eggert Ólafsson segir í alkunnri ferða- bók sinni frá árinu 1754 í kafla um Eyvindar- fjörð á Homströndum: „Engines heitir bær norðanvert við fjörðinn. Hann fór í eyði fyrir nokkrum árum, en nú hafði þjófur einn, sem strokið hafði úr fangelsi á Suðurlandi, setst þar að ásamt konu sinni. Þarna á Ströndun- um eru mjög haganlegir griðastaðir fyrir þess háttar lýð, enda veldur hann hinum fáu bændum þar sífelldri hræðslu og tjóni.“ Ekki er talinn vafí á að hér muni átt við Fjalla-Eyvind enda þótt hann hafi aldrei svo vitað sé setið í fangelsi á Suðurlandi, þá var hann strokumaður úr „Stoxeyrarhrepp". Hvað sem Eggert hefur talið um ágæti þessa griðlands fyrir þjófa þá var það Eyvindi og Höllu ekki nóg og um eða upp úr 1760 leggj- ast þau út. En hversvegna þau gera það vit- um við ekkert með fullkominni vissu. Engin opinber gögn sanna vem Eyvindar á Hveravöllum. Heimildir eru til um að eftir ferð Eggerts Ólafssonar taka Halla og Ey- vindur jörðina Hrafnstjarðareyri á leigu af sóknarprestinum á Stað í Grunnavík, þannig að þá hafa þau enn talið sér óhætt vestra. Gísli Konráðsson skráir munnlegar sagnir um þetta atriði sem gætu vel verið réttar. Nafngreindur bóndi, Þorvarður í Kvíum, tapar grákollóttum sauð og er bent á óskila- manninn Eyvind, sem með réttu eða röngu er talinn hafa stolið sauðnum og skorið. Það gæti sem hægast verið að orðrómur sem lá á Eyvindi hafí nægt til að vanhöld í heimtum væru rakin til hans en vel getur líka verið að hann hafi verið þjófóttur eins og samtíma- menn hans töldu. Hér verður útlegðarsaga Eyvindar ekki rakin í smáatriðum en að mestu er það saga sem geymd er í munnlegri geymd í heilan 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.