Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 2
KLASSISK ROMANTIK HÁSKÓLABÍÓ efnir til Brahms og Schubert kammertónleika í sal 2 á morgun, annan sunnudag í aðventu kl. 20:30. Fram koma Nicholas Milton fiðluleikari, Einar Jóhannes- son klarinettuleikari, Jósef Ognibene horn- leikari og Nína-Margrét Grímsdóttir píanó- leikari. Tónleikarnir verða haldnir af tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Franz Schuberts (1797-1828) og 100 ára ártíð Jóhannesar Bra- hms (1833-1897). Víða um heim er nú haldið upp á afmæli þessara tveggja tónskálda og er það vel við hæfi að dagskráin verði helguð kammertónlist. Brahms og Schubert byggðu báðir tónlist sína á grunni klassísku stefnunn- ar en þróuðu hana á stórbrotinn hátt sam- kvæmt tónmáli rómantískra strauma nítjándu aldarinnar. Andinn á tónleikunum verður að sögn Nínu-Margrétar klassísk-rómantískur. „Bra- hms var upprunninn úr klassíkinni og stúder- aði hana mjög mikið, bæði verk Beethovens, Mozarts og Bachs. Hann sem sé kemur úr þessu umhverfi en síðan er hann auðvitað barn síns tíma eins og Schubert, báðir eru þeir því fulltrúar „klassískáletraðrar" róman- tíkur ef svo má segja." Á efnisskránni verða fjögur meistarverk tónskáldanna. Hin velþekkta Arpeggione Sónata Schuberts verður flutt í afar sjald- heyrðri útgáfu fyrir klarinett og píanó. „Þetta gæti verið í fyrsta skipti sem þessi sónata er flutt með þessari hljóðfæraskipan hér á landi," segir Nína-Margrét. „Hún er yfirleitt flutt á selló en hún var samin fyrir hýóðfæri sem heitir arpeggione og er nú orðið úrelt. Þetta hljóðfæri var einhvers konar sambland af gítar og sellói. En Schubert lét fylgja með Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á tónleikunum (Háskólabfóinu koma fram Nicholas Milton, Jósef Ognibene, Einar Jóhannesson og Nína-Margrét Grímsdóttir. parta fyrir önnur hljóðfæri, hefur sennilega grunað að arpeggione myndi ekki verða vin- sælt hljóðfæri lengi." Ennfremur verða tvær sónötur fyrir fiðlu og píanó á efnisskránni: Sónata Brahms í A- dúr og Sónata Schuberts í D-dúr. Og tónleik- arnir í Háskólabíói munu enda á tríói Brahms í Es-dúr fyrir horn, fiðlu og píanó, ópus 40, frá árinu 1865. Að loknum tónleikunum í Háskólabíói munu fjórmenningarnir halda til New York þar sem þau munu flytja Brahms og Schubert efnisskrána á tvennum tónleikum. Fyrri tón- leikarnir verða í CAMI tónleikasalnum í New York þann 13. des. og hinir síðari í Greertón- leikasal Bloomingdale-tónlistarskólans í New York þann 14. des. Nýstofnaður kammerhópur í Neskirk|u OKKUR til gleði og guði til dýrðar er yfir- skrift tónleika sem samnefndur kammer- hópur gengst fyrir í Neskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Verða þetta fyrstu tónleik- ar hópsins, en á efnisskrá er barokktónlist í bland við íslenska sálma og sálma sem út- settir eru af íslenskum tónskáldum, svo sem Jóni Leifs, Sigursveini D. Kristinssyni og Jóni Ásgeirssyni. Örn Magnússon, píanóleikarinn í hópnum, segir að hér sé á ferð aðgengileg efnisskrá fyrir fjölskylduna og hvetur hann Vesturbæ- inga og aðra landsmenn til að láta sjá sig. „Okkur konuna mína, Mörtu G. Halldórs- dóttur söngkonu, hefur lengi langað til að gera eitthvað hérna í sókninni okkar og þeg- ar ég viðraði hugmynd um tónleika á að- ventunni við Halldór Reynisson sóknarprest í haust tók hann mér strax vel. Að vísu hefur hugmyndin tekið nokkrum breytingum síð- an en nú höfum við fundið henni endanlegan farveg. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni hópsins og kirkjunnar." Örn segir hug hópsins standa til að gera tónleika með þessu sniði að árvissum við- burði í Neskirkju á aðventunni og jafnvel geti þeir markað upphafið að fleiri tónleik- um utan hefðbundinna messugjörða í kirkj- unni. „Það væri virkilega ánægjulegt ef af því gæti orðið, enda fer tónlistarlíf vaxandi innan safnaðarins. Fyrir dyrum stendur að kaupa nýtt orgel, Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna hefur þarna aðsetur sitt, að ekki sé minnst á kór kirkjunnar. Við erum því í góð- um félagsskap." Auk samstarfsins við Neskirkju segir Örn hópinn hafa í hyggju að koma fram víðar í framtíðinni. „Þessi hópur á vel saman og við hugsum okkur framhald á samstarfinu." Auk Arnar og Mörtu skipa Okkur til gleði og guði til dýrðar Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikarar, Herdís Jónsdóttir víóluleikari, Ásdís Arnar- dóttir sellóleikari, Hávarður Tryggvason bassaleikari og blokkflautuleikararnir Ragn- heiður Haraldsdóttir og Helga Jónsdóttir. Morgunblaðiö/Ásdfs KAMMERHÓPURINN nýi sem kemur fram í Neskirkju á morgun. Fílh Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÆFT fyrir aðventutónleikana; fremst fara Jón Rúnar Arason, einsöngvarí og Bern- harður Wilkinson.stjórnandi. Jón Rúnar Arason með armóníu JÓN Rúnar Arason verður einsóngvari með Söngsveitinni Fílharmoníu á aðventutónleik- um í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, og á þriðjudaginn 9. desember. Á tónleikun- um nýtur kórinn fulltingis kammersveitar og er Rut Ingólfsdóttir fiðluieikari konsert- meistari hennar. Srjórnandi er Bernharður Wilkinson. Á dagskránni er jólatónlist af ýmsu tagi. Jón Rúnar Arason sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann myndi syngja þessa „standard tenórslagara, eins og Helga nótt, Pies Angelicus og Ave Maria. Eg var bara pantaður eins og jólasveinninn og stend mína plikt." El'l.ii- áramötin syngur hann í Madame Butterfly hjá Gautaborgaróperunni, en næst syngur hann hér heima á tónleikum hjá styrktarfélagi fslenzku óperunnar og auk þess nefndi hann þátttöku í Requiem eftir Verdi í Færeyjum, sem hann sagðist hlakka mikið til. Jón Rúnar sagðist kunna bezt við sig sem sinn eiginn herra. Hann hefði getað verið kominn á fastan samning í Þyzkalandi fyrir Iöngu, en hann vildi það ekki. „Þetta er mín sérvizka," sagði hann og hló við. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 báða dag- ana og miðar eru seldir hjá kórfélögum, í bókabúðinni Kilju við Háaleitisbraut og við innganginn. MENNING/ LISTIR I NÆSTU VIKU MYNDLIST Þjóðminjasafn fslands í Bogasal: Allir fá þá eitthvað fallegt. Jóla- sýning, til 5. janúar. Listasafn Islands f öllum sölum safnsins er sýning á verkum Gunnlaugs Schevings og sýnd sjónvarps- mynd daglega um Scheving. Listasafn Sigwjóns Úlafssonar Sýning yetrarins, Svífandi form. Verk Sig- urjóns Ólafssonar. Safnið verður opið sam- kvæmt samkomulagi í des. og jan. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 - Ásmundarsalur Ásmundarsalur: Hafdís Ólafsdóttir sýnir tréristur. Gryfja: Hulda B. Ágústsdóttir sýnir skartgripi. Arinstofa: Jóhannes S. Kjarval. Verk úr eigu safnsins. Allar sýn- ingar til 7. des. Ásmundarsafn - Sigtuni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Jóhannes Kjarval í austursal. Sýning á að- fóngum safiisins árið 1997 í vestursal og miðrými. Á sýningarvegg í austursal eru sýndar húsateikningar. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Kyrralífs- og blómamyndir ásamt myndum úr Reykjavík og nágrenni. Til febrúarloka, Stbðlakot, Bókhlbðustíg 6 Bjarnheiður Jóhannsdóttir. Til 21. des. Dada, Art Gallery, Kirkjutorgi 4 Sölusýning á nútímalist. Einnig antikmunir frá Vestur-Afríku. Til 24. des. Norræna húsið - við Hringbraut Skartgripasýning til 31. des. Hafnarborg Brian Pilkington sýnir til 23. des. Taru Harmaala og Asa Gunnlaugsdóttir sýna skart til. 23. des. Stofnun Árna Magnússonar, Ámagarði v/Suðurgötu Handritasýning til 19. des. Nýlistasafnið - Vatnsstfg 3b Guðjón Ketilsson. Svartisalur: Gunnar Arnason. f Bjarta sal og Súm sal: Kristín Blöndal. Setustofa: Gestur er Rúna Gísla- dóttir. Allar sýn. til 14. des. GalleríFold Haraldur (Harry) Bilson. Kristberg Ó. Pét- ursson. Til 7. desember. Gallerf Horn Bjarni Þór Bjarnason. Til 23. des. Gallerfkeðjan Sýnirými Sýnibox: André Tribbensee. Gallerí Barmur: Ráðhildur Ingadóttir. Gallerí Hlust: Gunnar Magnús Andrésson. Síminn er 5514348. Gallerí 20%i: Gabríela sýnir til 14. desem- ber. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Toon Michiels sýnir til 14. des. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Guðný Magnúsdóttir og sýning á nýjum að- föngum til 21. des. Listhús 39 Strandgötu 39, Hafnarfirði Samsýning 14 listamanna. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnarsalur „Úr heiðskíru lofti". Landmælingar íslands. Til. 15. des. Gerðuberg Valdimar Bjarnfreðsson. Til 18. janúar. Sjóminjasafh íslands við Vesturgötu í Hf. Almenn sýning og sýning á olíumyndum Bjarna Jónssonar. Sunnudagur 7. desember Langholtskirkja: Söngsveitin Pílharmónía, kl. 20.30. Neskirkja: Kammertónleikar kl. 17. Háskólabíó: Brahms- og Schubert-tónleikar í sal 2, kl. 20.30. Þriðjudagur 9. desember: Langholtskirkja: Söngsveitin Fílharmónía, kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Grandavegur sun. 7. des. Fiðlarinn á þakinu, lau. 6. des. Borgarleikhúsið Augun þín blá, frums. lau. 6., sun. 7. des. Galdrakarlinn í Oz, lau. 6., sun 7. des. íslenska óperan Hnetubrjóturinn, nemendasýning Guð- bjargar Björgvins, lau. 6. des. Loftkastalinn Á sama tíma að ári, sun. 7. des. Skemmtihúsið Ástarsaga lau 6., sun. 7. des. Möguleikhúsið, v. Hlemm Jólin hennar ömmu, lau. 6., sun. 7. des. Leikbruðuland, Fríkirkjuvegi 11 Jólasveinar einn og átta, sun. 6. des. kl. 15. Leiklistarskóli íslands. Nemendaleikhúsið Börn sólarinnar, lau. 6. des. % LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 6. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.