Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 15
LJÓÐRÝNI XI JÓHANN HJÁLMARSSON VERÖLD Hér geturðu unað um stund, dvalist íþér sjálfum. Aðeins fjaran svo langt sem augað eygir og skuggi þinn í sandinum. Þetta fáyrta ljóð lýsir langt, og kannski lengra en menn grun- ar. Hér er veröldin sem við flest þekkjum og svo kannski önnur veröld sem aðeins skáldið þekkir til hlítar, veröldin sem það hefur skapað inni í sér, heimur skáldskapar. Og þarna er líka fleira sem vert er að gefa gaum. Aðeins fyi'ir nafn ljóðsins breytist hugnæm fjöruferð í æpandi nakta mynd af heiminum og lífínu, tilverunni. Okkur skolar upp á strönd lífsins þar sem við getum eigi’að um svolitla stund, ein með sjálfum okkur, ekkert annað að sjá en okkar eigin skuggamynd í sandinum sem teygir sig svo langt sem augað eygir, bara heimur- inn og þú og skuggi þinn. Fjöruferðin lýkur upp sjónum okkar fyi'ir því að lífíð er hverf- ult, maðurinn er aðeins skuggi í flæðarmálinu, tilveran aðeins tak- markaður tíminn milli útfalls og aðfalls. Maðurinn er lítill í þannig veröld þar sem náttúran hefur öll tök. Hald þitt er ekki einu sinni önnur manneskja, hver er einn í sjálfum sér. Og jafnvel sjálfum sér er maður ekki annað en skuggamynd, óhöndlanleg og óræð. En tónninn í þessu ljóði lýsir ekki endilega tilvistarótta heldur sátt, og kannski miklu frekar en hitt: Hér geturðu unað um stund. Petta er kannski veröld skáldsins, innri veröld þess, eigin veröld þess þar sem það dvelur eitt með sjálfu sér og skugga sínum, skuggamynd sem allt eins gæti verið orð þess og hugmyndir um sig sjálft, skynjun þess á sjálfu sér, óhöndlanlegur og óræður skáldskapur þess. Þetta ljóð birtist í bók Jóhanns, Gluggar hafsins (1989). Ljóðið stendur þar á blaðsíðu nítján en birtist einnig á baksíðu bókarinn- ar, titilslaust. Þar býður það lesendum að dvelja um stund í skáld- aðri veröld bókarinnar, að gægjast eitt augnablik inn í svolítið mýstískan einkaheim skáldsins. Ljóðið stendur fremst í þriðja kafla bókarinnar en síðasta ljóðið í honum heitir Einvera. Kallast það mjög á við þann skilning sem hér hefur verið lagður í ljóðið Veröld. Ljóðið Einvera hljóðar svo: Að festa þesi orð á blað hefur kostað efasemdir og hugarstríð - væri rétt að láta það eftir sér. Hvað ég vildi segja er mér ekki alveg ljóst. Þurfti ég að lýsa marsmorgninum þegar hvítir fjallstindar baðast sól og færast nær mér þar sem ég skrifa þetta við glugg- ann? Birtunni sem minnir á að dagarnir lengjast? Eða var það ein- veran innra með mér sem ég skynjaði og lifði? Óðara rann það upp fyiir mér að ég vildi ekki að orð mín skildust. Skáldið er alltaf eitt í sköpun sinni og orð þess aðeins skugga- myndir af hugsunum þess, aðeins óræð mynd í sandi sem aldan máir burt áður en langt um líður. Skáldið vill vera eitt, það vill ekki að orð þess skiljist, að hægt sé að ráða í óljósa mynd þess í sandinum/orðunum. Og kannski þess vegna yrkir það ljóð. Þetta viðhorf virðist vera lesandanum fjandsamlegt, skáldið vill ekki að það skiljist og um leið virðist það banda frá sér þátttöku lesandans í galdri sköpunarinnar. Þetta er afar módernísk afstaða og andstæð öllum póstmódernískum hugmyndum um upplausn höfundarins í eins konar skapandi lesanda sem sífellt leitar eftir þátttöku annars í sköpuninni. En annað býr undir. Skáldskapur Jóhanns er íhugun, innhverf athugun/sköpun á sjálfi og heimi eins og ljóðið Veröld er gott dæmi um. Slík hugleiðsla kallar ekki á skilning lesandans heldur að hann skynji og lifi textann. ÞRÖSTUR HELGASON ERLENDAR BAKUR DÖNSK SJÓ- FERÐASAGA Ole Degn og Erik Gobel: Skuder og kompagnier. Dansk sofarts historie 2. 1588-1720. Gyldendal 1997. 224 bls., mynd- ir, kort, töflur. TÍMABILIÐ, sem fjallað er um í þessari bók, 1588-1720, er á margan hátt eitt hið athyglisverð- asta í danskri siglingasögu. Land- fræðileg lega Danmerkur gerði það að verkum, að Danir urðu snemma meðal fremstu siglinga- þjóða Evrópu og sjóleiðin var þeim oft hentugust á milli staða, jafnt innan- lands sem til annarra landa. Fram yfir miðja 16. öld sigldu dönsk kaupskip mest til hafna í Noregi og Svíþjóð, við Eystrasalt og á Bret- landseyjum, en það tók að breytast þegar kom framundir aldamótin 1600. Kristján konungur fjórði kom til ríkis í Danmörku árið 1588, þá aðeins 11 ára að aldri. Fyrstu átta árin stýrðu ríkisstjórar rík- inu í nafni hans, en árið 1596 tók konungur völdin í eigin hendur og stýi'ði ríki sínu eftir það til dauðadags, árið 1648. Hann lagði þeg- ar í upphafi mikla áherslu á að efla atvinnu- vegi í ríki sínu, ekki síst siglingar og verslun, og hugðist efla Kaupmannahöfn sem miðstöð þessara atvinnugreina, þótt oft gengi sú stefna gegn hagsmunum annarra kauphafna í Danmörku. Kristján konungur var dyggur lærisveinn þeirra sem boðuðu kaupauðgis- stefnuna svonefndu (merkantílismann) og hann vildi að Danir nytu sjálfir sem mests af viðskiptum við hjálendurnar í Norður-Atl- antshafi. A valdatíma hans eignuðust Danir nýlenduna Tranquebar á Indlandi og hófu siglingar til Afríku og Vestur-Indía þar sem þeir eignuðust síðar nýlendur. Verslunin við Island og Færeyjar var einokuð og árangur- inn varð m.a. sá að borgarastéttin í Kaup- mannahöfn efldist að auði og áhrifum. Af öllu þessu er vitaskuld mikil saga, sem sögð er á þessari bók. Höfundarnir, sem báðir eru skjalaverðir, takmarka frásögn sína þó engan veginn við sókn danskra kaupmanna og stjórnarerindreka í öðrum löndum og þaðan af síður við eflingu Kaupmannahafnar. Sú saga er að vísu sögð á greinargóðan hátt, en mikil áhersla er lögð á lýsingu kaupskipaflot- ans óg uppbyggingu hans og á sögu annarra kaupstaða í Danmörku og afstöðu þeirra gagnvart höfuðborginni. Þá segir glöggt af höfnum og hafnargerð þessa tíma og ýtarleg- ur kafli er um sjómennina, líf þeirra, störf og kjör og stöðu í samfélaginu. Sá kafli er að ■ minni hyggju sá besti í bókinni, en einnig er hér að fínna fróðlegan og ljómandi vel saminn kafla um útgerðina og fyrirkomulag hennar. íslandssiglingum Dana á þessu tímabili eru gerð dágóð skil. Sérstakur kafli er um ís- lenska verslunarfélagið (Islandsk kompagni), sem stofnað var árið 1602, en um siglingar til Islands, skipin sem hingað sigldu, áhafnir þeirra og búnað og þýðingu íslandsverslunar- innar og -siglinganna er fjallað á ýmsum stöð- um í bókinni, þar sem rætt er um viðkomandi efnisþætti. Bókin er ríkulega myndskreytt og hafa- sumar myndanna að sögn höfunda ekki áður birst í prentuðum ritum. Margar þeirra hafa mikið heimildagildi og margvíslegan fróðleik er að sækja í myndatexta. Bókin er ágætlega skrifuð og einkar læsileg og allur frágangur hennar er með ágætum. Enginn efí leikur á því að þessi bók - og reyndar ritröðin öll - á mikið erindi til ís- lenskra sagnfræðinga og annarra þeirra, sem áhuga hafa á sögu siglinga og á samskiptum íslendinga og Dana á fyrri öldum. Þriðja bindi Dansk sofarts historie er væntanlegt innan tíðar og hef ég heyrt haft eftir höfundi þess, að þar verði fjallað ýtarlega um íslands- siglingar og athafnir Dana á Norður-Atlants- hafi á 18. öld. Jón Þ. Þór DRAUMEY ARADÓTTIR DETTIFOSS í BÍLNUM Ef aðeins þú hefðir ekki verið svona lífsglaður vermandi og leiftrandi af áhuga á öllu og öllum svo athugull hrifnæmur og hjálpsamur hverjum sem var eðajafn skemmtilegur blíður og skapandi í ástúð þinni og atlotum þá hefði ég svo auðveldlega getað staðist þig, þú Isalands fagri farfugl. Og þá hefði ég hvorki kysst þig hinsta kossi fyrir flugtak né sæti nú í bílnum hér við Leifsstöð og léki einþáttunginn „Mesta vatnsfall Evrópu“ með augunum. En það er ekkert EF og víst er ég fróðari um fjölbreytta gagnsemi bíla. SIGRÍÐUR SIGMUNDSDÓTTIR MYND Handan blárra augna minna er mynd mín af þér Þú mátt ekki sjá þar sorgina eina Sjáðu gleðina í mér, yfir tilvist þinni Finndu sæluna yfír ást minni til þín. ÞÖGUL FERÐ Ég horfí yfír auðnina og farinn veg Einsemdin læðist um hjarta mitt Tíminn stendur í stað Hugur minn hrópar á þá sem ég elska Örvænting mín kemur í veg fyrir að ég heyii Kannski heyri ég svar En tíminn leyfír ekki fullvissu Ég horfí yfír auðnina á ófarinn veg minn á leiðarenda Höfundur er húsmóðir í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 1997 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.