Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 5
GÍSLI Konráðsson var fyrstur fræðimanna til að skrá sagnir um Eyvind. ÞORFINNUR Jónsson í Tryggvaskála var einn af afkomendum Eyvindar, en þeir gætu nú skipt þúsundum. mannsaldur eða meira áður en hún er skráð. Gísli Konráðsson er vafalítið fyrstur fræði- manna til að skrá sagnir um Eyvind en eftir honum koma Páll Melsteð, Skúli Gíslason á Breiðabólsstað, Porsteinn í Háholti o.fl. Þannig fínnast engar skriflegar samtíma- heimildir um veru Eyvindar og Höllu á Hveravöllum. Þó má telja skrif Gísla Kon- ráðssonar um handtöku Höllu á Hveravöllum laust eftir 1760 jafngilda slíkri heimild. Gísli er reyndar ekki fæddur fyrr en 1787 og rit- aði þætti sína seinni helming ævi sinnar. En í þessu tilviki var það faðir hans, Konráð Gíslason hreppstjóri, sem stóð að handtöku Höllu á Hveravöllum og því útilokað að um missögn sé að ræða. I það skiptið náði Ey- vindur að frelsa ástkonu sína úr höndum þriggja manna sýslumannsins á Þingeyrum. Elsta skjallega heimildin um útileguhjónin Fjalla-Eyvind og Höllu er frá því Árnesingar fundu hreysi þeirra undir Arnarfellsjökli haustið 1762. Þar fundu menn 5 hesta, hausa af 75 sauðum, 73 sauðarföll, ganglimi af fol- aldi, matarílát, rifhrís á 30 hesta, guðsorða- bækur, fatnað. Vitaskuld voru híbýlin eyðilögð og allt fémætt tekið til byggða en útilegumennirnir voru á brott. Frá húsunum sem voru grafin inn í moldarbarð lágu spor tveggja manna. Næst verður Eyvindar og Höllu vart í pappírum Vestfirðinga en þang- að virðast þau hafa leitað rakleitt eftir að vetrarforði þeirra syðra er eyðilagður. I stað hans lifðu þau á ráni og gripdeildum í Strandasýslu en lágu stundum á fjöllum uppi. Þau eru handtekin af sýslumanni ís- firðinga 1763 sem sendir þau að Felli í Kolla- firði til Halldórs Jakobssonar sýslumanns í Strandasýslu þar sem þau eru fram undir vor 1764. Sýslumaður hefur þá dæmt þau til ævilangrar refsivistar, en var skipað með konungsbréfi í mars 1764 að færa málið til meðferðar Alþingis. Aður en til þess kemur eru Halla og Eyvindur strokin og sýslumað- ur er settur af fyrir vikið. Síðar þetta sama ár komast þau Halla og Eyvindur undir FJALLA-EYVINDARFÉLAGIÐ. í haust fór hópur vaskra manna úr Árnes- og Húnaþingi í vett- vangskönnun Hveravöllum þar sem ætlunin er að reisa Fjalla-Eyvindi, konungi öræfanna, minnisvarða. Þetta er gert að frumkvæði Ögmundar Jónssonar í Vorsabæ í Ölfusi en forustu- maður um framkvæmdir er Guðni Ágústsson alþingismaður. Ljósmynd: Grétar Eiríksson. VIÐ EYVINDARKOFA í Herðubreiðarlindum. Þar lifði Eyvindur harðasta vetur sinn í útlegðinni Ljósm.: Elva Björg Einarsdóttir. VIÐ LEIÐI Fjalla-Eyvindar á Hrafnsfjarðareyri. Hnífsdæling- arnir Guðrún Hreinsdóttir, Friðbjörn Óskarsson og Stefán Friðbjörnsson, en til hægri er Hannes Björnsson, sóknar- prestur á Patreksfirði. verndarvæng Hans Wíum sýslumanns Múla- sýslu og eru í vistum þar og í Þistilfirði fram á sumar 1767. Þau koma næst við bækur ís- lenskrar réttarsögu þegar hreppamaðurinn Einar Brynjólfsson handtekur þau við Hreysikvísl 1772 á leið sinni norður Sprengisand og kemur þeim til 'hireppstjóra Mývatnssveitar. Eyvindur strýkur strax og heldur enn til fjalla. Líklegast er Eyvindar Jónssonar síðast getið í samtímaskjölum 1774 þegar Sigurður Sigurðsson landþing- skrifari segir í bréfi til Þorsteins sýslumanns Magnússonar á Móeiðarhvoli í umræðu um forna fjallvegi: „Jafnframt er það uppástunga mín, svo fremi sem strokufanginn og sakamaðurinn Eyvindur skyldi spyrjast uppi og nást aftur, að hann, sem er öllum kunnugri á fjöllum uppi, verði þá látinn fylgja leiðangursmönn- um, og með því gefnar vonir um vægð og náðun.“ Meira hafa fræðimenn ekki grafíð upp í opinberum gögnum um hjónin Fjalla-Eyvind og Höllu. En þeim mun drýgri hafa þjóðsögur og munnmæli verið og snemma hefur kviknað áhugi íslenskra fræðimanna á að kanna ævi þessara útlaga. Það er í rauninni ekki vitað hversu lengi enn þau hafa verið í útlegð ef Halla hefur yfirleitt gist fjöllin eftir handtökuna 1772. Nokkuð víst er talið að þau hafi eytt ellinni saman á Hornströndum og dáið þar. Ey- vindur er tahnn grafinn á Hrafnsfjarðareyri en Halla hef- ur líklega fengið leg í helgri mold á Stað í Grunnavík. Ólafur Briem telur að útlegðarárin hafi líklega ekki verið lengur en fram um 1775 og því vafasamt að ein- hver 20 ár hafi liðið frá því þau hjón leggjast út þar til þau koma að Hrafnsfjarðareyri aftur. Munnmælin eign- uðu þeim hjónum friðhelgi í ellinni samkvæmt þeirri gömlu „laga“-reglu að útilegumaður sem verið hafði í sekt í 20 ár hlyti sjálfkrafa uppreisn æru og frelsi. Slík lagaregla hefur þó aldrei verið skráð á íslandi en líklegast lif- að með þjóðinrii í munnlegri geymd um aldir. Aðrir fræðimenn hafa talið útlegðina standa fram yfir 1780 og vitna þar til þess að bróður- sonur Eyvindar, Grímur stúdent Jónsson í Skipholti sem fæddur var 1779, hafi einu sinni séð þennan frænda sinn þegar hann var enn í útlegðinni og kom að vitja um matargjöf að Skipholti. Utlegðarárin hafa þá náð tveimur áratugum og vel það. Skjallegar heimildir staðfesta aftur á móti útlegð frá 1762 til 1772 en þar af eru þau hjón í byggð í líklega fjóra vetur, einn í haldi hjá Strandasýslumanni og þrjá undir verndaivæng Múlasýslumanns í vinnumennsku á Héraði og í Þistilfírði. Einn vetur eru þau við gripdeildir á Vestfjörðum og eru þá ekki eftir nema fjórir á miðhálend- inu. Sem er samt allnokkuð við þann búnað sem þau höfðu og þau veður sem þar gerir. En samkvæmt þeirri skýrgreiningu orðabóka að útlagi sé sá sem dvelst vegna sektar sinnar í óbyggðum þá eru orðin nokkur áhöld um hversu mörg útlegðarár Eyvindar og Höllu hafa verið. En jafnvel þótt þau hafi ekki verið „útlagar" nema 4-5 ár er það líklega lengur en nokkur annar íslendingur hefur þraukað ef frá eru taldir kapparnir Gísli og Grettir. Sumt í þjóðsögunum er fráleitt að geti stað- ist svo sem að Abraham Jónsson félagi Ey- vindar hafi verið hengdur á Hveravöllum eða að Eyvindur hafi aldrei komist undir manna hendur, því tvívegis greina heimildir frá handtöku hans, þó að hann hafi sloppið í bæði skiptin. Einnig segja sögur frá viðskiptum Eyvindar við útilegufólk sem bjó við allsnægt- ir í fóldum dalverpum á hálendinu. Annað í hinum munnlegu heimildum brúar á mjög sennilegan hátt þau göt sem eru í sögunni þar sem bókum sýslumanna sleppir, svo sem að Eyvindur hafi fyrst í útlegðinni leitað hælis á Hveravöllum þar sem áhugamenn um minn- ingu hans vilja nú reisa honum minnisvarða. Tveggja barna faðir hverfur úr Ár- nesþingi Ótalinn er sá þáttur í sögu Eyvindar sem ætt- fræðin leggur okkur til. Þar er vitaskuld sumt leitt af sterkum líkum en annað virðist næsta óvefengjanlegt. Eins og áður er getið átti Ey- vindur tvö börn áður en hann tók saman við Höllu og ef að líkum lætur skipta afkomendur hans í dag nokkrum hundruðum ef ekki þús- undum, þó fæst af þvi fólki viti ef til vill um þennan sérstæða forfóður sinn. Um börn sem Halla og Eyvindur áttu saman og börn henn- ar frá fyrra hjónabandi er ekki annað vitað en örfá nöfn í óljósum munnmælasögnum. En aftur að Árnesingunum. Eyvindur átti son með stúlku á Fossi í Hrunamannahreppi þegar hann var enn í föðurgarði. Barnsmóðir hans hét Guðrún og herma sagnir að hún hafi farið frá Fossi til Alleifar systur Eyvindar og alið þar barnið sem var sonur og hlaut hann nafnið Jón. Þorsteinn Bjarnason frá Háholti leiðir líkur að því að Jón þessi hafi átt Eyvind fyrir son sem aftur var svo faðir Þorsteins sem var bóndi í Miðhúsum í Landeyjum um miðja öldina og átti niðja. Þessi ættrakning virðist að miklu leyti byggð á líkum en vafa- laust er hægt að sannreyna þá hluti betur með þeim gögnum sem ættfræðingar hafa nú. Sterkustu rökin fyrir þessu niðjatali er setn- ing höfð eftir Einari syni Þorsteins í Miðhús- um: „Einar á Arnarhóli segir Fjalla-Eyvind forföður sinn...“ Þó ekki komi það fram í greinarkomi Þorsteins má telja næsta víst að hann hafi sjálfur rætt þetta við Einar á Am- arhóli, en þeir voru samtímamenn. Jafnóljós og frásögnin af Jóni Eyvindssyni er þá er allt miklu mun skírara þegar kemur að yngra barni Eyvindar Jónssonar. Það á hann 1746 með heimasætunni í Traðarholti og þjóðsagan segir að hann hafi flúið þaðan til að komast undan að eiga barnsmóður sína. Kannski er hann fyrir þessa kvenhylli kallaður „óskila- maður.“ Þessi unga snót, sem líklega hefur verið bamshafandi þegar kvennamaðurinn Eyvindur lætur sig hverfa, hét Þóra Jörgens- dóttir og barnið hlaut nafnið Rafn. Sá var lengi bóndi á Læk í Flóa og dó á sveit hjá frændfólki sínu i Hrunamannahreppi. Rafn átti 5 börn fædd á árabilinu 1771-1802 og að minnsta kosti eitt þeirra, Þóra húsfreyja í Holti á Álftanesi, átti börn. Hún var amma Þorfinns Jónssonar veitingamanns i Tryggvaskála á Selfossi. Afkomendur í þúsundatali En hversu margir gætu niðjar Eyvindar verið í dag miðað þessar brotakenndu upplýs- ingar? Þorsteini í Háholti er aðeins kunnugt um niðja eins af börnum Rafns en útilokar ekki að Teitur sonur hans fæddur 1791 hafi einnig átt niðja. „Hann barst suður á Vatns- leysuströnd og varð þar uppvís að óráðvendni. Er ókunnugt hvað af honum varð.“ Börn Þóru Rafnsdóttur voru fjögur en aðeins tvö þeirra áttu börn, Jón í Oddakoti á Álftanesi, f. 1825, og Guðfinna, f. 1828. Hafi hver einstaklingur þessarar ættar komið upp fjórum börnum, sem ekki telst mikil frjósemi, og meðalaldur við barneign verið 30 ár þá verða niðjar þess- ara tveggja barna Þóru í dag milli tvö og þrjú þúsund talsins í dag. Ef við bætum við Ey- vindarættinni úr Landeyjunum þá geta niðjar Fjalla-Eyvindar sem hægast hlaupið á tölu sem er á milli 5 og 10 þúsund. HELSTU HEIMILDIR: Óiafur Briem Útilegumenn og auðar tóttir, Þjóðsögur Jóns Árnasonar, Blanda VII, Sigurður Sigurðarson, óprentuð samantekt um Fjalla- Eyvind í tilefni af Jónsmessuferð Iðunnar 1992, Alþing- isbækur, Sagnaþættir Gísla Konráðssonar. Höfundur er blaðamaður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.