Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGOVBLAÐSINS - MEMVEVG LISTIR 36. TÖLUBLAÐ - 72.ÁRGANGUR EFNI Fjalla-Eyvindur heldur áfram að vera landsmönnum hugstæður og nú hefur verið stofnað Fjalla- Eyvindarfélag sem ætlar að reisa þessum fræga útlaga minnismerki á Hveravöllum. Bjarni Harðarson blaðamaður tekur saman þátt af óskilamanninum Eyvindi og segir með réttu, að þjóðin hafi dáðst að honum, en haft illan bifur á I löllu, sem talin var hafa verið lítil og ljót. Eyvindur hefur verið kvenhollur en hljóp frá barneign niðri í Flóa og komst þannig fyrst í kast við Iögin. Greinarhöfundurinn telur að afkomendur hans skipti þúsundum. Friedrich Nietzsche lifir góðu lífi í huga almennings, í skáldskap og listaverkum af öllu tagi og í ritum fræðimanna af ýmsum sviðum - einnig heimspekinga. Þröstur Helgason fór á fund Róberts H. Haraldssonar til að kanna, hvort Nietzsche væri bara óforbetranlegur æringi eða hvort heimspeki hans hefði kannski verið misskilin, mynd hans toguð og teygð, en Róbert varði í síðustu viku doktorsritgerð við háskólann í Pittsburgh um Nietzsche og ljóðaheimspekinginn Emerson. Jónas og Jón Múli Árnasynir hafa samið fjóra söngleiki saman og sá fimmti er í smíðum. Söngdagskrá með lögum Jóns Miíla og textum Jónasar verður frumflutt á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Dagskráin nefnist Augun þín blá og byggist á fjórum söngleikjum þeirra bræðra; Deleríum búbónis, Allra meina ból, Járnhausnum og Rjúkandi ráði, en auk þess verða frumflutt nokkur lög og textar úr nýju leikverki bræðranna sem enn er í smíðum. Filippseyjar eru flestum Islendingum ókunnar og þótt Filippseyingar klæðist eins og Vesturlandamenn, borði sama mat og hlusti á sömu tónlist, þá er margt í fari þeirra sem okkur kann að þykja skrýtið eins og til dæmis það að já getur þýtt nei. Filippseyingar eru ekki samstæð menningarheild, segir greinarhöfundurinn, Vilhjálmur Helgason, sem býr á Filippseyjum að hluta. Skúli Magnússon var yfirvald Skagfirðinga áður en hann varð fógeti og iðnfrömuður í Reykjavík og var sagt frá því að hluta í síðustu Lesbók. I seinni hlutanum, sem birtist hér, greinir Asgeir Jónsson frá átökum hans við kaupmenn, sem hann tók engum vettlingatökum og einnig frá átökum og síðar vinfengi við baldinn nágranna, sem bjó í Djúpadal og var nefndur Mera-Eiríkur. BERTOLD BRECHT FINNLAND 1940 Þorsteinn Þorsteinsson þýddi I Við erum núna flóttamenn í Finnlandi. Litia dóttir mín kemur öskureið hehn á kvöldin, enginn krakki vill leika sér við hana. Hún er þýsk og komin "* afræningjaþjóð. Efég brýni raustina í samræðum er mér sagt að hafa mig hægan. Menn kæra sig ekki um neinn hávaða hérímanni sem kominn er afrænmgjaþjóð. Þegar ég minni dóttur mína litlu á að Þjóðverjar eru ræningjaþjóð gleðst hún með mér yfír því að þeh' eru ekki elskaðir ogvið hlæjum saman. FORSÍÐUMYNDIN: Arni Sæberg tók myndina í hrímgaðri fjörunni við Ægissíðu. . IV Þetta er árið sem talað verður um þetta er árið sem þagað verður urp. Gamlingjar horfa á unga menn deyja. Heimskingjar horfa á vitra menn deyja. Jörðin ber ekki ávöxt lengur, hún gleypir. Úr loftinu fellur ekki regn, einungis járn. Berfold Brecht, 189S-195Ó, yar þýzkt skáld og leikstjóri og leikritahöfundur. Hann var í úf- legð ó Norðurlöndum, f Bandarfkjunum og Sviss 1933-49, en ílottist þa fil Austur-Þýzka- ids og var leikhússt]óri Berliner Ensemble til æviloka. RABB EG FÓR á völlinn um daginn eins og svo oft áður að sjá Val spila í körfubolta eða handbolta, skipt- ir í raun ekki máli, og ég varð mér til skammar. Ekki bara ég heldur fjölmargir aðrir Valsarar og stuðningsmenn andstæðing- anna. Við vissum hins vegar ekkert endilega að við hefðum orðið okkur til skammar og gengum nokkuð hnarreistir úr húsi. Það skipti ekki máli þótt liðið okkar hefði tapað, við vorum búnir að fá útrás fyrir skapraun síðustu daga; við höfðum nefnilega látið dómarana hafa'ða óþvegið. Þessir andsk..., sem eru nærsýnir, fjarsýnir, sjón- daprir ef ekld staurblindir þegar brotið er á strákunum okkar, sem aldrei stjaka nokkru sinni við nokkrum manni að ég tali nú ekki um dómara sem eru upp til hópa bölv... heimadómarar eða útidómarar, að minnsta kosti eru þeir bullandi hlutdrægir og kunna þar að auki ekki reglurnar nema þegar þeir dæma okkar mönnum í vil og svo er þeim borgað fyrir í þokkabót. Eg var fjögur og hálft ár til sjós í gamla daga og heyrði sitt af hverju svo söng í eyr- um ekki síður en reiðanum, en ég heyri sjaldan annað eins orðbragð og jafnvel mæt- ustu menn þjóðfélagsins láta út úr sér á venjulegum kappleik og er undirritaður þar ekki barnanna bestur. Og allt beinist þetta gegn þeim ágætu mönnum sem taka að sér það vanþakkláta starf að dæma kappleiki. Þetta er auðvitað ekkert séríslenskt fyrir- bæri. Þetta gerðist núna bara síðast í Jú- góslavíu því ég sá ekki betur en að landsliðs- þjálfarinn, sjálfur Þorbjörn Jensson, kallaði úrslitin dómarahneyksli og er hann þó mað- ur sem hefur séð sitt af hverju og meira að segja fengið eitt eða tvö spjöld um ævina fyrir að rífa kjaft. Einu sinni á sokkabandsárum mínum í blaðamennsku á Mogganum fékk Steinar Jó- hann Lúðvíksson mig til að skrifa um hand- boltaleik, þar sem fram fór vináttuleikur milli dansks félagsliðs og íslensks úrvals- deildarliðs. Mér fannst ég ekkert vera hlut- IÞROTTA- DÓAAARAR drægur þótt hjartað slægi örlítið íslands- megin, en niðurstaða mín, og það skrifaði ég svörtum stöfum í blað allra landsmanna, var að dómarinn sem var íslenskur (þá var bara einn dómari) hefði orðið sjálfum sér, íslensk- um handknattleiksunnendum og allri ís- lensku þjóðinni til skammar. Það þarf ekki að orðlengja það, að allt varð vitlaust. Dag- inn eftir boðaði Steinar mig inn í fundarher- bergið niðri á Mogga og þar sátu þungbúnir vinur minn, dómarinn og formaður Dómara- félags Islands. Þarna urðu miklar og harðar umræður og lögfræðingum hótað á báða bóga. Svo kom frábær sáttatillaga frá hún- vetnska rithöfundinum Steinari sem allir féllust á, á þá leið að ég tæki til baka þetta með alla íslensku þjóðina. Eftir stæði að hann hefði bara orðið sér og íslenskum hand- knattleiksunnendum til skammar. Þarna munaði auðvitað einhverjum þúsundum á þeim sem hann hafði orðið til skammar. Auð- vitað var það ég sem hafði orðið mér til skammar með þessum skrifum, en stóð uppi sem sigurvegarinn í málinu og var klappað á axlirnar í hálfleik á öllum leikjum fram til vors í viðurkenningarskyni og svo hvísluðu menn „djö... varstu góður að negl'ann svona." I eyru dómarans hafa menn svo auð- vitað hvíslað „fórst létt með að látá snápinn éta þjóðina onl sig, góður!" Eg man það að við litum hvor annan hornauga einhver miss- eri. Fyrir nokkru hittumst við Steinar í Vals- heimilinu, er Valur og Stjarnan áttust við í Nissandeildinni. Eg sat auðvitað Valsara- megin og horfði manndrápsaugum á einn minn uppáhaldsvalsara, Valda Gríms, leiða Stjörnuna til sigurs. 1 hálfleik var jafnt eða að minnsta kosti mjótt á munum ogég gekk yfir til Stjörnustuðningsmanna til að bjóða Steinari í Valskaffi uppi á lofti. Er ekki kall- inn þá eins og þrumuský í framan þusandi um heimadómaraskandal. Ég hélt nú ekki. Hann þáði kaffibolla en ekki var nokkur leið að fá hann til að þiggja ilmandi Valsheima- bakkelsi með, eins og það væri mér að kenna að dómararnir væru honum ekki að skapi. Eg held að hann hafi haldið áfram að þusa allt leikhléið. Þetta var hörkuleikur, hart barist í vörn og sókn og menn reknir út af í kippum. Ég hætti smám saman að fylgjast með leiknum, skynjaði að Stjarnan myndi hafa það, en einbeitti mér að því að fylgjast með áhorfendaskaranum mín megin og hin- um megin og þvílík steypa. Eg sver það að ég horfði á fyrirmenn í þjóðfélaginu, menn sem njóta verðskuldaðr- ar virðingar fyrir eitt eða annað, gersamlega trompast, rísa úr sætum svarbláa í framan, steyta hnefana og kalla dómarana öllum ill- um nöfnum, tvinnað blótsyrðum. Ég sneri mér að sonum mínum og spurði þá hvort þeir sæju hvernig mennirnir höguðu sér. Þeir litu á mig skrýtnu augnaráðí, sem sagði einfaldlega „pabbi þú ert ekki hótinu betri." „Eg"!!, „nei, ég læt sko ekki svona" „Pabbi góði besti, manstu eftir ÍR-Val í körfunni, eða þegar við töpuðum fyrir Grindavík og dómarinn stakk upp í þig þegar hann spurði hvort þú værir stjórnarmaður?" „Já en það var öðru vísi, þið sáuð sjálfir hvað þeir voru lélegir"! „Pabbi, ef þú ert alltaf að „disha" dómarana, endar það með því að þeir snúast gegn Val, því þeir eru að gera sitt besta." Leikurinn, sem endaði með sanngjörnum sigri Stjörnumanna, var einn af betri leikjum vetrarins og þegar búið var að „slökkva á hita leiksins" röltu menn misjafnlega vonsviknir úr húsi. Ég elti Steinar uppi og spurði hann um dómaraskandala seinni hálf- leiks. „Þetta skánaði nú þegar á leið, en þetta voru samt heimadómarar." „0 nei." „0 víst." Eg hef verið að velta fyrir mér hvernig ástand þjóðarsálarinnar væri ef hún fengi ekki reglubundna útrás á dómurum. Ég hef líka velt því fyrir mér hvernig þessum góðu mönnum líður þegar þeir koma heim. Niður- staðan er sú að þeir hljóta að hafa gaman af öllu klabbinu, að vissu marki að minnsta kosti, því oftar en ekki glotta þeir djöfullega þegar orrahríðin stendur sem hæst á sama hátt og við glottum og lítum hver á annan, áhorfendurnir, er okkar menn sleppa með skrekkinn frá broti. Eg er líka að velta því fyrir mér hvort ég eigi að vinna það áramótaheit að hætta að „disha" dómarana svona í tilefni þess að há- tíð ljóssins er framundan og friður boðaður á jörðu. Niðurstaðan er óljós. Ég reyndi á leik um daginn að sitja þögull og hugsa mönnum bara sitt af hverju og fann að það var ekkert skemmtilegt. Þar að auki frétti ég eftir á að menn hefðu verið að velta fyrir sér hvort Ingvi Hrafn væri búinn að missa málið. Það hefur greinilega vantað eitthvert innlegg. Eftir á að hyggja, hvernig væru leikir, ef all- ir sætu prúðir og penir í sætum sínum, klöppuðu bara eða styndu eftir atvikum? Líklega leiðinlegir. Og hvernig myndi dóm- urum líða ef þeir fengju engin viðbrögð við störfum sínum? Líklega illa. En í öllu þessu er væntanlega einhver meðalvegur og lágmarkskrafa til okkar sem sækjum leiki að gæta hófs í hita leiksins og að minnsta kosti láta það ekki henda að varpa fram svívirðingum um persónur. Allt- ént ekki þannig að menn gætu ekki þolað að fá sama skammt sjálfir. Það er mannlegt að skjátlast og dómarar gera sín mistök eins og aðrir, munurinn er sá að þeir vinna sín störf, jafnvel frammi fyrir alþjóð, á harðaspretti við feikna erfið skilyrði, en eru samt alltaf að gera sitt besta. INGVI HRAFN JÓNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR ó. DESEMBER 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.