Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 11
að ríMsmáli. Nú eru enska og filipínó opinber mál í landinu. Filipínó, sem áður hét pilipíno, og nú er þjóðmál Filipseyinga, er raunar hálf- gert „gervimál", ef svo má að orði komast. Það byggist að mestu leyti á tagalóg, en ta- galóg er það tungumál, sem fólk talar einkum á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndin með fil- ipínó er sú, að tekin eru upp orð og orðmyndir úr öðrum málum landsmanna og þeim síðan bætt inn í tagalóg. Á þennan hátt er reynt að koma á móts við þá, sem ekki hafa tagalóg að móðurmáli. Vonast er svo til, að filipínó nái einhvern tíma í framtíðinni svo mikilli út- breiðslu, að það geti leyst ensku af hólmi sem almennt kennslu- og samgöngumál í landinu. Hvenær það verður, veít hins vegar enginn. Sumir vilja halda í enskuna eins lengi og unnt er. Er það einkum langskólagengið fólk úr valdastéttum þjóðfélagsins, sem hefur uppi slíkar kröfur. Breytingar á núverandi fyrir- komulagi myndu sennilega leiða til aukinnar valddreifingar, þegar fram liðu stundir, og hlýtur slíkt að brjóta í bága við hagsmuni þeirra hópa, sem með völdin fara í landinu. Þess vegna er hér einnig um pólitískt mál að ræða. _ Aðrir benda á, að góð enskukunnátta eru forréttindi hinna ríku. Sá sem ekki hefur efni á því að mennta sig (og læra vel ensku), hefur litla sem enga möguleika á því að taka þátt í stjórn landsins. Ef enska á að gegna áfram lykilhlutverki í stjórnsýslu landsins (eins og nú er), skapast ástand, sem leiðir af sér félagslegt misrétti í stórum stíl. Filipíno og enska eru nú hvarvetna kennd í skólum landsins. Því fer þó fjarri, að allir landsmenn geti talað filipíno, og enn síður ensku, og verð- ur maður fljótt var við það, þegar út á lands- byggðina er komið. _ Hér á eftir verða notuð nokkur orð úr filipínó (tagalóg), til að lýsa vissum félagslegum fyribærum á Filipseyjum. Þessi orð hafa náð almennri útbreiðslu í land- inu, enda er hér um lykilhugtök að ræða, og er því eðlilegt að nota þessi orð hér í sinni upphaflegu mynd. Önnur miðflóttaöfl. En það er ekki einungis tungumálaöngþveitið, sem kemur í veg fyrir að landið geti runnið saman í eina heild. Áuði er misjafnlega skipt í land- inu. Sumir hafa allt, aðrir ekkert, og mótar slíkt auðvitað einnig gildismat og hegðun manna. Ennfremur skal haft í huga, að um- sagnir um þjóðareinkenni byggjast að miklu leyti á alhæfingum. Þess vegna má enginn bú- ast við því að allir Filipseyingar, án undan- tekningar, hagi sér eins og lýst verður hér á eftir. Einstaklingsbundin frávik eru sjálfsögð. Þau eru hin fræga undantekning, sem sannar regluna. _ Að lokum skal bent á, að iðnvæðing í landinu fer vaxandi, og fer félagsgerðin ekki varhluta af því. Má segja, að Filipseyjar séu dæmi um land, þar sem gömul gildi og viðmið eru á hægu undanhaldi fyrir siðum og háttum, sem fylgja í kjölfar iðnvæðingar og nútíma lífshátta. Gamlir, hefðbundnir atferlishættir, er upphaflega eiga rætur að rekja til forns bændaþjóðfélags og þar komu að góðu gagni í lífsbaráttunni (fyrirbæri eins og gestrisni, virðing fyrir eldra fólki, afarsterk fjölskyldu- og ættartengsl, trúrækni, bein persónubundin tengsl, ekki síst í stjórnmálum, fremur en traust til opinberra stofnana eða kerfisins í heild), eiga erfitt með að dafna í nútíma þjóð- félagi flókins iðnaðar og verkmenningar, sem byggist fyrst og fremst á verkaskiptingu, ópersónulegum tengslum og hraða. En þrátt fyrir alla þá fyrirvara, sem nú hafa verið upp- taldir, má ekM missa sjónir á kjarna málsins, en hann er sá, að empíriskar rannskóknir hafa staðfest víðtæka útbreiðslu ákveðinna gilda á Filipseyjum. Þau móta viðhorf fólks, hvort sem menn aðhyllast slík gildi í einstök- um atriðum eða taka afstöðu gegn þeim. Þessi gildi verða að teljast allfrábrugðin því, sem við eigum að venjast hér á íslandi. Er því ekki að ófyrirsynju að kynna lítilsháttar fyrir les- endum Morgunblaðsins þær höfuðreglur, sem hegðun fólks í þessu framandi - en jafnframt heillandi - landi byggist á. Ólík viðræðutækni og hlustunarvenjur: Að koma beint að efninu eða eftir krókaleiðum. Eitt af því fyrsta, sem Vesturlandabúar veita athygli í viðræðum við Filipseyinga, er sú tilhneiging þeirra að nota já" og ,nei" á annan hátt en við gerum, og sá misskilningur, sem af því kann að hljótast. Vesturlandabúar eru yfirleitt vanir að koma beint framan að hlutunum og vilja venjulega fá ákveðið svar, já" eða ,nei", ef þeir spyrja eða biðja um eitthvað. Filipseyingar forðast hins vegar að nota skýrt ,nei", og segja í stað- inn ,ég skal reyna ..." eða ,kannski" , ,ef til vill" o. s. frv. Oft er sagt já", þegar í rauninni er átt við ,nei", og er því eðlilegt að útlending- ar verði áttaviltir, ef þeir þekkja ekki lands- siði. _ I samræðum gefa Vesturlandabúar sér- stakan gaum að því, sem viðmælandinn segir, þ. e. a. s. efni eða innihaldi ræðunnar, Fil- ipseyingar hins vegar að því, sem ekki er sagt! Hlustunarvenjur Filipseyinga, ef svo má að orði komast, eru þannig, að hann reynir ósjálfrátt að grunda hvers konar manngerð hann hefur fyrir framan sig, og á gmndvelli „JEEPNEYS", einhverskonar breyttir og skreyttir jepplingar aka um götur borganna, útbúnir á sérstakan hátt og taka 10-15 farþega. Þeir aka ákveðnar leiðir en hafa enga fasta ferðaáætl- un og stansa ekki við sérstakar biðstöðvar. Þar sem fólk stendur og veifar, þar er stansað. Ef farþegi vill stíga út, bankar hann í loftið, eða segir „para" ALGENG sjón á Mindanaó: vopnaður vörður. Fyrir framan hann er ökumaður á sérstöku mót- orhjóli, sem kallað er „Skylab" Framan við ökumanninn og og aftan við hann hefur verið bætt við sætum, svo hann getur tekið allt að 4 farþega í hverri ferð. Skylabs eru einkum notuð í þorpum og úti á landsbyggðinni. þess reynir hann að setja sig í spor þess, sem talar, í von um að geta skilið betur, hvað hann er að segja. Geta má þess ennfremur, að þagnir og hlé í ræðu eru mjög þýðingamiklar fyrir Filipseyinga, þær eru hlaðnar merkingu! Með einstökum undantekningum má segja, að Vesturlandabúar séu vanir að segja hlutina vafningalaust, berum orðum, jafnvel þótt að það kunni að leiða til illinda. Þessi aðferð er hins vegar talin óviðurkvæmileg og jafhvel ruddaleg á Filipseyjum! Að framansögðu sést: Málbeiting er með öðrum hætti og merkingarleit fer fram á gjórólíkum sviðum. Það ætti því að vera ljóst, að ef svo ólíkum túlkunaraðferðum er beitt í merMngarleit, er ekki óeðlilegt, að sömu viðræður séu túlkaðar á mismunandi hátt. Lykilhugtakið ,SIR" eða .ljúflegt viðmót". Til þess að skilja þennan mun til fulls, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir félagslegu fyrirbæri, sem kallað hefur verið SIR (Smooth Interpersonal Relations- hip), en það er sú hugmynd, sem mannleg samskipti ættu að grundvallast á samkvæmt hugmyndum Filipseyinga, og kalla mætti á ís- lensku ,ljúflegt viðmót". Orðið SIR er notað í fræðilegri umræðu meðal félagsfræðinga á Filipseyjum, þegar rætt er um þetta fyrir- bæri. Hugmyndin er í stuttu máli sú, að haga gerðum sínum þannig, að ekki komi til árekstra við annað fólk. Orða má þetta líka á jákvæðan hátt: Hagaðu þér þannig, að fólki líki vel við þig! Til þess að ná því marki, skaltu forðast að gera allt, sem valdið getur gremju eða óánægju þess, sem talað er við. í samræð- ÞETTA farartæki heitir „tricycat" eða „tris- haw" og er tvihjól með kerru fyrir tvo far- bega. um reyni ég því að forðast að segja eitthvað, sem viðmælandi minn vill ekki heyra. Að sama skapi segi ég það, sem hann vill heyra (eða það, sem ég hef grun um, að hann vilji heyra!). Ef fólki er boðið í mat eða í sam- kvæmi, svo að dæmi sé tekið, má búast við því að allir segi já" og kveðjist munu koma á til- settum tíma; þó má ganga út frá því sem vísu, að enginn komi, ef boðið er ekki ítrekað sím- leiðis eða með öðrum hætti, helst oftar en einu sinni. Ástæðan er sú, að menn vilja sýna viðmótsþýðu í viðræðum, og er þá já" alltént talið heppilegra en ,nei" í slíkum tilvikum! Heimboð eru ekki tekin alvarlega, því að litið er á þau einungis sem lið í þeirri viðleitni að sýna ,ljúflegt viðmót" og skapa gott andrúms- loft fyrir frekari umræður. Skýrt ,nei" væri , auk þess auðveldlega hægt að túlka sem móðgun, og er þess vegna sagt já", þótt við hér á landi myndum segja ,nei" við slíkar að- stæður, ef augljóst væri, að við myndum ekki koma. í viðræðum við Filipseyinga undrast Vesturlandabúar oft yfir því, að ekki sé tekið af skarið afdráttarlaust, til þess að gera við- ræður markvísari og spara tíma (t. d. í við- sMptalífi, við samningagerðir og þess háttar). Á sama tíma furðar Filipseyingurinn sig hins vegar á því, hvers vegna í ósköpunum þessi vestræni þöngulhaus geti ekM sMlið, að hann sé að segja ,nei" allan tímann!! Ef ég vil eiga góð samsMpti við náunga minn og forðast illindi, reyni ég að temja mér ,ljúflegt viðmót" og fara eftir þeim óskrifuðu lögum eða regl- um, sem settar hafa verið upp, til þess að ná því marM. Ég má ekM brýna röddina (Holz- mann!), svo að dæmi sé teMð, heldur verð ég að tala rólega og vingjarnlega, ...og brosa! Alltaf að brosa! Ef ég þarf að segja eitthvað, sem að lfMndum mun særa viðmælanda minn, reyni ég að gera það með því að fara í kring- um hlutina, þ. e. a. s. án þess að nefna það, sem ég vil segja, berum orðum eða með mála- lengingum, þangað til viðmælanda mínum er ljóst, hvað ég er að fara. I klassískri stílfræði er hið fyrrnefnda kallað umritun (gr. perip- hrasis). Skrauthvörf (euphemism) er önnur aðferð, sem tíðum er beitt. Kurteislegri orð eru notuð í stað orða, sem af einhverjum ástæðum eru talin særandi. Þessi samtals- tækni getur reynt mjög á þolinmæði Vestur- landabúa. En ástæðan fyrir því, að Filipsey- ingar komá ógjarnan beint að efninu, er ein- faldlega sú, að sá, sem talar, vill vera kurteis og hlífa viðmælanda við óþægindum eða því að verða sneypulegur, ef hlutirnir væru sagð- ir berum orðum. Ef viðmælendur þekkjast vel eða eru vinir, er sannleikurinn oft sagður á óbeinan hátt með því, sem kallað er biruan (stríðni). Yfirleitt hefur stríðni sérstöku hlut- verM að gegna í barnauppeldi, eins og viMð verður að síðar. Önnur leið til þess að koma persónulegri skoðun á framfæri er parinig, en það er sú aðferð að beina máli sínu til ein- hvers annars, en gæta þess jafnframt, að sá, sem eiginlega er átt við, heyri, hvað sagt er! Af framansögðu leiðir, að oft er erfitt að rök- ræða mál við Filipseyinga á opinn hátt á sama veg og tíðkast á Vesturlöndum. Rökræður, þar sem ólíkum skoðunum er hreyft, eru að dómi Filipseyinga vísar til að spilla og koma í veg fyrir SIR. Þess vegna hafa menn engan áhuga á því að velta vöngum yfir einhverjum kennisetningum, sem auðveldlega gætu leitt til illinda eða til þess að annar viðmælandinn ,tapi" eða lúti í lægra haldi í röMæðunni. Afleiðingin yrði sú, að sá, sem ,tapar", mundi skammast sín. Þess vegna er best, samkvæmt þessari hugmynd, að forðast allar deilur og orðaskak af þessu tagi. Algengt er að Fil- ipseyingar láti í ljós samþykki, einkum ef áhrifamiklir menn eiga í hlut, jafnvel þótt þeir hafi persónulega allt aðra skoðun á málunum! Getur slíkt haft slæmar afleiðingar, einkum eí um framkvæmdarekstur af einhverju tagi er að ræða. Framkvæmdir hefjast oft með bram- bolti, fjöri og kraftmiklu átaM en lamast og leggjast niður, þegar tíminn líður. Þetta fyrir- bæri er nefnt ningas cogon, og má að hluta skýra með því álagi, sem SIR leggur fólM á herðar. Menn láta frekar samþykki sitt í ljós og styðja verMð í orði kveðnu, heldur en að andmæla og eiga það á hættu að spilla góðum félagsanda. Þegar undirbúningi verks er loMð og látið er til skarar skríða, er enginn við- staddur, til þess að halda verkinu gangandi, og það lognast út af. Ef Filipseyingar eru ekM sammála einhverju, kjósa þeir heldur þann kostinn að þegja, fremur en að andmæla berum orðum (,remain silent when you disa- gree"). Stundum er sMptst á boðum, án þess að segja orð (body language). Slíkt látæði er í okkar augum nánast ósýnilegt. í staðinn fyrir að benda á hluti, er augum oft rennt í átt til þeirra. Ef augabrúnum er lyft, án þess að segja orð, þýðir það ,nei", o. s. frv. Alitið er ókurteisi, að benda á fólk eða í átt til fólks með vísifmgri. Ef ég vil gefa einhverjum til kynna, að hann eigi að koma til mín eða stansa (t. d. ef ég vil stöðva leigubíl á götu úti), á ég að gera það með útréttri hönd, en gæta þess jafnfram að lófinn vísi niður á við, og síðan hreyfa fíngurna í átt til sjálfs mín, eins og ég sé að grafa. Hiya og ,milligönguað- ferðin" Algeng leið, til þess að viðhalda SIR, er að nota aðferð, sem kölluð er á ensku ,go between", í samsMptum við fólk, og mætti kalla .milligönguaðferð" á íslensku. Ef ég vil LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.