Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 13
nægja að stefna höndlurunum fyrir dóm, heldur gerði hann þeim stundum rúmrusk, leitaði í húsum þeirra að sviknum vörum og flaugst jafnvel á við kaupmennina ef því var að skipta. Svo þegar líða tók að vori 1756 og hungrið fór að sverfa að þjóðinni hafði hann forgöngu um að brjóta upp búðir og dreifa úr þeim matvælum. Á endanum urðu líklega málsóknir hans og harka til þess að Hör- mangarafélagið missti verslunarleyfið og kon- ungurinn tók sjálfur að sér verslunina árið 1758. Þannig lauk þeim málum sem hófust er Skúli keypti svikið járn í Hofsóssverslun. Kaupskapur Skagfirðinga flýtur á land Sem sýslumanni bar Skúla ekki einvörð- ungu að fylgjast með því að kaupmenn héldu einokunarlögin, um verð og gæði á vörum, heldur einnig að Skagfirðingar stæðu við sitt og versluðu hvergi annars staðar en á Hofs- ósi. Víst var að Norðlendingar stunduðu laun- verslun af fullum krafti á þessum árum. Hér voru margar hollenzkar og enskar duggur á sveimi meðfram ströndum og skagfirskir bændur vildu ekki eiga það undir Hofsósing- um hvernig þeir stunduðu sín viðskipti. En samkvæmt upplýsingum frá Skúla sjálfum seldu landsmenn prjónles, fisk og lýsi en duggarar létu í staðinn; tóbak, járnpotta, brennivín, lítið eitt af kornvöru, síróp, hun- angskökur og ýmsar tegundir af klæðum og léreftum. Skagfirðingar (líkt og aðir Norð- lendingar) gerðust jafnvel svo djarfir að ferð- ast yfir í aðrar sveitir með varninginn sem þeir keyptu á 'laun, gjarnan suður um heiðar. Þeir prönguðu með hann þar, keyptu físk af verstöðvunum fyrir sunnan og vestan land og gi-æddu vel af. Skúli lét það afskiptalaust hvað menn hefðu í pokum sínum er þeir riðu yfír í önnur héruð, en svo gerðist það að hol- lenzk dugga strandaði við Mallandstanga á Skaga í júlí árið 1740. Skúli var þá ekki kom- inn úr Álþingisreið sinni og Hollendingarnir voru ekki bjargarlausari en það, að þeir náðu vopnum sínum og helstu verðmætum. Síðan stóðu þeir vörð um eigur sínar alvopnaðir með nakin sverð og mundaðar byssur. Enginn þorði nærri að koma uns skipbrotsmennirnir gátu útvegað sér báta og siglt til hafs og náð til samlanda sinna á öðrum duggum fyrir ut- an. Sáust þeir ekki síðan. Þegar Skúli kom að sunnan og skoðaði strandstaðinn flaut þar á fjörur varningur sem Skagfírðingar höfðu selt duggurunum. Sýslumaður lét bóka að þar hefði launverslun augsýnilega farið fram og gerði allt góss upptækt sem eftir var, en hreyfði ekki við málinu frekar. Sjaldan er ein báran stök. Næsta ár strand- ar önnur hollenzk dugga í Skagafirði, nú á Borgarsandi, og er heldur nauðulegar komið fyrir skipverjum því þeir hrekjast á land alls- lausir. Skúli kom þegar til leiks og lét bjarga því sem hægt var úr skipinu sem var eins og hið fyrra; fullt af skagfirskum vörum. Sýslu- maður tók síðan alla skipsáhöfnina höndum og skipaði rétt sem dæmdi þá seka fyrir laun- verslun. Allar eignir þeirra voru um leið dæmdar af þeim, en Skúli sleppti þeim við hýðingu sem raunar öllum verslunarbrjótum bar samkvæmt lögum. Lagabókstafurinn sagði einnig að skipbrotsmennirnir ættu að fara utan í járnum og þræla á Brimarhólmi, en það var erfítt og dýrt að koma þeim út. Lyktirnar urðu þær að Skúli sendi um síðir Jón bróður sinn á laun til þess að hjálpa þeim að strjúka og komust þeir allir burt með öðr- um duggum frá sinni heimaslóð. Það var þó ekki fyrr en Hollendingamir höfðu unnið fyr- ir mat sínum hjá sýslumanni sem nú kemur fram. Skúli sest að á Stóru-Ökrum Það er athyglisvert að maður sem seinna barðist svo ákaft á móti dönsku einokuninni skyldi ganga svo hart fram gegn verslunar- brotum. Skúla hefur líklega verið í mun að sanna sig fyrir dönskum stjómvöldum, en það hafði lengi angrað Dani hversu mildilega ís- lenskir sýslumenn tóku á launverslun sem virtist viðtekin venja á sumum landsvæðum. Brimarhólmsdómurinn var líka að mörgu leyti táknrænn því Hollendingunum var þrátt fyrir allt leyft að sleppa frá öllu saman. Hins vegar fannst Skagfírðingum Skúli vera alltof harður við duggarana sem þeir hafa líklega margir átt persónulegan kaupskap við. Þeim þótti ófært að fara svo illa með hrakta skip- brotsmenn. Þeir fullyrtu ennfremur að sýslu- maður hefði stungið undan varningnum og hefði ætlun hans fyrst og fremst verið að auðga sjálfan sig. Það er erfitt að segja til um sannleiksgildi þessara ásakana frekar en ann- arra kjaftasagna um Skúla, en það er ljóst að aldrei voru kærur í þessa veru bornar fram opinberlega. Þvert á móti. Dönsku stjórninni líkaði svo vel við afgreiðslu Skúla á þessu máli, að hún sendi honum 200 dala verðlaun. Hins vegar kunni Skúli vel að nýta hvalreka á sínum fjörum. Árið 1741 keypti Skúli Stóru- ÚTSÝNI yfir Vallhólmann í Skagafirði. Glóðafeykir í baksýn. Stóru-Akrar, þar sem Skúli hafði aðsetur, eru lítið eitt lengra til hægri en myndin sýnir, en dalurinn lengst til hægri er Djúpidalur þar sem Mera-Eiríkur, fjandvinur Skúla bjó. tjósm.: ByggSasafnið í Glaumbæ. BÆRINN á Stóru-Ökrum. Þangað flutti skúli 1741. Þá tíðkaðist á einstaka stórbýlum að stafn- ar sneru fram. Sú skipan lagðist síðan af þar til hún varð almenn á síðustu öld. Akra í Blönduhlíð og á fardögum (um voi'ið) yfirgaf hann Gröf með við úr tveimur duggum í farteskinu og halarófu af Hollendingum á efth' sér; fangana frá skipssti'andinu. Þegar komið var til Stóru-Akra voru skipaviðurinn og fangarnir nýttir til þess að smíða nýjan og rammbyggðan bæ sem var án efa reisulegasti bær Skagafjarðar á þeim tíma. Sagt var að allir veggir í bænum hefðu verið tx-oðnir með hollenskum stígvélahælum og svo vel var vandað til verka, að bærinn eða hluti hans stendur enn uppi. Skúli hefur afskipti af hrossum Skagfirðinga Hestamennska stendur á gömlum merg í Skagafirði og þar hafa menn löngum verið hrossmargir. Það er líklega að hluta til vegna þess hversu góðir hestahagar enx þar, en al- gengt var fyrr á tíð (sem nú), að hross væru alin og tamin í Skagfírði og þau síðan seld til annarra héi-aða. Þannig nýtti hvert hérað sín náttúrugæði sem best, t.d. guldu Stranda- menn stundum fyrir hestanna með ílátum og amboðum úr rekaviði. Að þessari ástæðu frá- talinni, virtist það samt sem áður mikið kappsmál fyrir Skagfírðinga að eiga marga hesta og vera vel ríðandi. Til þess voru þeir reiðubúnir að fórna nokkru, en einhvers stað- ai' hlutu mörkin að liggja. Þegai' Skúli kom í héraðið biðu hans margar kvartanir vegna fjölda hrossa sem völsuðu um héraðið og spilltu beitarlöndum og túnum. Sýslumaður var skjótur til aðgerða og árið 1739 bannaði hann lausagöngu hrossa í firðinum, en allir hestar nema nauðsynlegir brúkunaj'klárar skyldu fara á heiðar upp yfir sumarið. I fyrstu voru menn ofur ánægðir með þessa sam- þykkt, en svo áttuðu þeir sig á því að yfu-vald- ið fylgdi lögunum eftir af hörku og sektaði þá sem af brugðu. Þetta fannst mönnum ófært. Það var ágætt að losna við hross annarra úr byggð, en þeir höfðu ekki búist við að breyta stórvægilega sinni eigin hegðan. Allt varð þó að fara sem Skúli vildi, en eitthvað Ijölgaði kjaftasögunum um sýslumanninn. Skúli kynnist mesta stóðbónda Skagafjarðar Eftir að Skúli fluttist til Stóru-Aki'a lenti hann í nábýli við mesta stóðbónda Skaga- fjarðar og þann ófyrirleitnasta af þeim öllum, Eirík Bjai'nason í Djúpadal, sem var kallaður Mera-Eiríkur. Lágu lönd þeirra saman á kafla. Af Eiríki þessum og viðskiptum hans við Skúla gengu mikil munnmæli í Skagafirði og er stuðst að nokkru við þau hér. Skúla taldist svo til í í-itgerð, að Eiríkur hefði átt um 200 hross og 720 kindur þegar mest var og komst enginn skagfirskur bóndi þar nærri hvað búpening snerti. Djúpadal fylgja allgóð beitarlönd og þar gekk fénaðurinn sjálfala jafnt vetur sem sumar, en Eiríkur hlóð fjár- byrgi fyrir kindur sínar hér og þar svo þær gætu leitað skjóls í aftaka veðrum. Búskapur sem þessi var svo sem nógu algengur í þá daga, en gat verið ansi skelfilegur ef tíðin brást og hordauði greip skepnurnar. Eiríkur þótti harður og ofstopafullur á köflum og gátu nágrannar hans litlum vörnum við komið þótt fénaður hans flæktist yfir á þeiri-a lönd. Sagt var að hrossin hans væru alls staðar og hann sjálfur vissi ekki tölu þeirra eða kæmist yfir að marka þau og því væru öll ómörkuð hross sem fyndust eignuð honum. Eitt af fyrstu vei'kum Skúla á Ökrum var að safna saman Djúpadalsstóðinu sem að venju sótti í annarra haga. Síðan var Eix-íkur sóttur og þóttist Skúli vilja taka graðhest hans sem sektai'fé. Eirík- ur varð höggdofa, en brá svo snögglega við og ýtti við stóðinu með miklum látum og þeysti með allan flokkinn í flýti á Eyvindastaðaheiði, en Skúli stóð eftir skellihlæjandi. Sklpti Skúla og Mera-Eiríks Skúli deildi við Eii'ík um landamerki og kom af því tilefni heim í Djúpadal. Þegar Skúli gekk inn í bæinn ofbauð honum hve fá- tækleg húsgögn voru þai' inni, en heimilis- menn sváfu allir á heydýnum með skinn yfir sér og hefur óþrifnaðurinn væntanlega verið eftir því. Metnaður Mera-Eii'íks var greini- lega allur í hrossastóðinu hans. Skúli lá ekki á skoðunum sínum um vistarverumar og kvað þetta skömm fyrir húsráðanda. Eii-íkur svar- aði að bi'agði og sagðist ekki hafa lagt sig eftir því að ræna erlend skip til þess að auðga bæ sinn með. Skúli kvað það eigi rán þótt fylgt væi’i landslögum, en bauð Eiríki að kaupa af sér albúin rúm en gefa folaldsmerar í staðinn. Skyldi ein hi'yssa ganga á móti hverju rúmi. Eii-íkur tók kaupunum, en með þeim skilmála að hann skyldi halda mei'unum ef þær kæmu aftur í hans land ómarkaðar. Skúla þótti þetta vægt skilyrði og handsöluðu þeir kaupin. Síð- an sendi Skúli í'úmin til Djúpadals, en Eiríkur afhenti mei'amar. Nú er að segja frá því belli- bragði Eh-íks, að hann víxlaði folöldum og fékk Skúli hryssur með röngum afkvæmum. Það brást heldur ekki, að áður en tókst að koma höndum yfir merarnar og mai'ka, þustu þær í brjálæði aftur að Djúpadalshaga í leit að folöldum sínum. Skúli hleypti eftir þeim á gæðingi sínum, en náði ekki að stöðva þær og blönduðust þær Djúpadalsstóðinu. Eii'íkur stóð hins vegar hjá hlæjandi og harðneitaði að gefa aftur hryssumar eða nokkuð annað verð fyrir rúmin og kvað samning þeii'ra halda. Hver kann að telja i Djúpadal? Eiríkur var hreppstjóri i Aki'ahreppi, en sá hreppur er það stór að áður voru stundum þrír til fjórir hreppstjóx-ar í honum samtímis. Eitt aðalhlutverk hreppstjórans var að fylgj- ast með því að bændur greiddu skilvíslega skatt eða tíund af eignum sínum. Allmikið orð . fór af Eiríki að hann sviki undan skatti með því að gefa upp ranga tölu á fénaði sínum, en ei'fitt var að sannreyna slíkt því hann hafði safn sitt á einkaafrétti þar sem enginn taldi nema hann. Skúli ákvað að rannsaka þessi tí- undai-mál nánar og sendi njósnamenn upp á Djúpadalsafrétt og af skýrslu þeirra að dæma þóttist hann þess fullviss að Eiríkur sviki und- an. Og nú voru engar vifilengjur. Skúli safn- aði liði og hugðist smala Djúpadalsland og telja fjái'safnið. Þegar Eiríkur varð mannanna var, sendi hann þegar út sáttaboða og hermir sagan að þeir Skúli hafi sæst fullum sáttum og Eiríkur goldið íyi-ir rúmin og þá væntan- lega gefið upp rétta tölu á fénaði sínum. Þetta enx sagnir sem hafa varðveist í kring- um Djúpadal og á meðal niðja Eiríks. Eins og vænta má, halda sögumenn með heimamanni sem átti að hafa í fullu tré við sýslumann. Þeir fullyrða einnig að Skúli hafi aldrei hitt ómenntaðan mann sem væri Eiríki fremri og það skal ekki rengt hér, en vitað er að í landa- merkjadeilum þeirra hafði Eiríkur sigur'. Hvað sem því líður og hversu mikið sannleiks- gildi sagnirnar hafa er víst að Skúli og Mera- Eiríkur voru hinir mestu mátar og fóru sam- an út að skemmta sér. Þeir áttu það til að ríða um héraðið ölvaðir og þóttu ekki bæta hvor annan upp með ofstopa og látum. Slíkar hestaferðir með Bakkus sem fylgdarsvein hafa reyndar lengi tíðkast og eru ekki með öllu ókunnar nú á tímum, en ekki hafa allir hestamenn unnið það sér til frægðar að fá ferðir sínar í annála eins og þeir kumpánar. Það er svo af Eiríki að segja, að seinna tapaði hann illa í því fjárhættuspili að setja skepnur út á guð og gaddinn. Eggert Ólafsson segir frá því í ferðabók sinni, að veturinn 1754-55 hafi verið aftaka harður og Eiríkur mun þá hafa misst 150 af sínum 200 hrossum úr hor. Missir hrossanna fékk svo þungt á hann, að hann gaf syni slnum eftir búið næsta sumar, en lifði sjálfur skammt eftir þetta. Hjálparengill i mótsögn Kynni Skúla og Jóns eldklerks Steingríms- sonar voru nokkuð þversagnakennd og bera skapgerð Skúla vitni, að hann gat verið mild- ur og hjálpsamur við bágstadda, en jafnframt hinn versti viðureignar ef um var að tefla eig- in hagsmuni eða skyldmenna hans. Jón var Skagfirðingur að ætt og uppruna og foreldrar hans bjuggu á Þverá í Blönduhlíð. Þar gisti Skúli þegar hann kom fyrst til Skagafjarðar, en árið eftir (1738) dó Steingrímur faðir Jóns. Ekkjan stóð ein uppi ólétt með fjögur smá LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 1997 13'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.