Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 14
AF FYRIRMONNUM FYRRI TÍÐA OG NÚTÍMA UM- FJÖLLUN UM ÞÁ EFTIR TORFA K. STEFÁNSSON HJALTALÍN Nokkur orð í tilefni qreinar Pjeturs Hafstein Lárussonar um Jón Oddsson Hjaltalín böm, en Jón var þá elstur 10 ára gamall, og hópuðust að dánarbúinu ýmsir „misjafnt heil- ráðir“ ráðgjafar er vildu leysa upp heimilið. Skúli sýslumaður kom þá að málum og reynd- ist „hinn besti og ráðhollasti í öllum greinum". Búið stóð eftir ófargað, en Skúli hjálpaði ekkj- unni með margt síðan svo hún fékk haldið öllu sínu. Skúli þekkti vel þær raunir sem bam- margar ekkjur standa frammi fyrir, en faðir hans sjálfs dó með sviplegum hætti frá eigin- konu og mörgum ungum bömum. Það var kannski vegna þessarar reynslu að Skúli varð frægur fyrir það á sinni sýslumannstíð, að vera hjálpsamur ekkjum og munaðarleysingj- um um allan Skagafjörð. Jón óx úr grasi og hneigðist til bóknáms. Hann sótti um inntöku í Hólaskóla á ölmusu- styrk árið 1744, og var samþykktur af Hóla- biskupi, Loðvíki Harboe. Skúli var þá ráðs- maður Hólastaðar og nú bar svo við að hann þvemeitaði að taka Jón inn í skólann án með- gjafar, og kvað pilti „þarfara að læra lands- , og bóndavinnu" til þess að hjálpa móður sinni. Harboe og lagsbróðir hans og túlkur, Jón Þorkelsson, létu neitun Skúla ekki á sig fá og gáfu peninga úr sinni eigin pyngju til fram- færslu Jóns og settist hann því í skólann yfir veturinn. Næsta ár var enn sama baráttan uppi, því Skúli ráðsmaður harðneitaði að gefa Jóni ölmusustyrk, en varð að lokum að beygja sig eftir að ekkja Steins biskups gekk í ábyrgð fýrir drenginn. Svo undarlega vill til að þessi óvægni ráðsmaður Hólastaðar hafði sjáífur, 15 ámm áður, verið í nánast sömu spomm og ölmusubeiðandinn. Skúli var, eins og Jón, elstur af sínum systkinum og langaði til þess að læra í Hólaskóla, en var neitað um ölmusustyrk af Steini biskupi. Enginn tók svari Skúla og hann varð að snúa aftur heim við svo búið. Lyktimar urðu þær að móðir hans giftist lærðum manni gagngert til þess að bömin hennar gætu menntast, og það var stjúpfaðir Skúla sem að lokum útskrifaði hann. Hvort þessi reynsla hafi á einhvem hátt ráðið svömm hans við Jón skal ósagt látið. Eldklerkur taldi sjálfur að Skúli hefði ætlað systursyni sínum, Magnúsi Ketilssyni, ölm- usustyrkinn í sinn stað og það hafi stýrt gerð- um hans. Jón erfði þetta ekki, og þrátt fýrir allt virtist Skúli treysta honum, því nokkm seinna bað hann Jón um að líta til með syni sínum sem var að hefja nám í Hólaskóla. Skúli var þá ekki lengur ráðsmaður en átti í deilum við Hólamenn og hefur ef til viil óttast að það kæmi niður á afkvæmi sínu. Fógeti leggwr eldklerki Iffsreglwr Skúli var aðeins 25 ára gamall er hann varð sýslumaður Skagfirðinga og ekki er fjarri því að sýslubúum hafi þótt hann vera heldur gal- gopalegur í háttum fyrsta kastið, sem kjafta- sagnasveimurinn af kunningsskap hans við vín og meyjar gefur til kynna. Vafalaust hefur verið sláttur á karli þá er hann drakk og hann ekld sérlega auðveldur viðureignar undir áhrifum, en hann stillti sig að miklum mun eftir að hann kom suður. Jón Steingrímsson nefnir í ævisögu sinni um „bráðræði og drykkjusvall" sem Skúli hafði af „lítinn hróð- ur utan lands og innan“ og ekki skal eldklerk- ur rengdur að þessu. Einnig skýrir Jón Espólín svo frá, að Skúli hafi „blakað" við sólaiarpresti sínum, Sæmundi prófasti Magn- ússyni á Miklabæ, þegar sýslumaður átti að skrifta og prófastur sat í skriftastól. Vafalaust hefur einhver áfengismóða verið í höfði Skúla við það tækifæri, en Sæmundur fýrirgaf sókn- arbami sínu þetta atvik. Mælt var að prófast- ur væri fátækur og margs þurfandi, en Skúli auðugur og að öllu jöfnu rausnarlegur við sóknarprest sinn. Það eru til allgóðar heimildir um síðustu brennivínsstaupin sem Skúli steypti í sig sem sýslumaður Skagfirðinga og enn skal gengið í f smiðju eldklerks. Þetta var um vorið 1750 og j Skúli því 38 ára gamall. Hann hafði þá fyrir * mjög stuttu verið skipaður landfógeti, hæsta embætti sem íslendingi hafði þá hlotnast í þjónustu Danakonungs, og var að ferðbúast suður. Jón var 22 ára nýútskrifaður Hólanemi og átti leið um Stóru-Akra. Þegar Jón barði að dyrum var þar fýrir fógetinn sjálfur, nokk- uð ölvaður og dreif pilt inn í stofu. Skúli hafði nú fýllst af góðvilja og hjálpsemi. Hann bauð eldklerki inn með þessum orðum: „Nú ertu Jón orðinn góðs manns efni; ætlaði ég aldrei að svo myndi verða, og ekkert hjálpaði ég þar tU.“ Síðan þakkaði hann Jóni fagurlega hversu vel honum hafði farist við son sinn í Hólaskóla og hélt honum síðan hjá sér fram undir dagrenningu, en alla nóttina sat Skúli og staupaði sig á milli þess sem hann lagði stúdentinum lífsreglur. Jón segist í ævisögu sinni, ekki muna eftir öllum heilræðunum enda fannst honum þau mörg vera „partur af brennivínsrugli“. Hann tiltók þrátt fýrir það nokkur dæmi um fógetaráðin: Jón átti aldrei að áreita nokkum að fýrra bragði, aldrei reið- ast þó illa væri um hann talað, svo lengi sem það væri ekki opinberlega. Ekki átti hann heldur að pranga með áfengi og tóbak og svo fleira í svipuðum dúr. En fógetinn átti önnur og verðmætari heilræði í pyngju sinni og nú vildi hann bæta fýrir mótstöðuna forðum. Hann eggjaði Jón til þess að sigla utan til náms og lofaði að styðja hann til þess, en ef Jón færi ekki myndi „erfitt til ganga um lukku“ hans. Utanferð var einnig mjög eftir löngunum Jóns, þótt örlögin höguðu því svo til að hann komst hvergi. Fógetinn lét sér heldur ekki muna um það að spá fyrir pilti og sagði Jóni að vara sig á „slysförum fóta“ sinna, en þegar það var mælt hafði Jón slasað sig tvívegis á fæti. Löngu seinna hittust þeir Skúli og Jón aft- ur í Reykjavík. Þá var svo komið fýrir eld- klerki að hann hafði lent í þremur fótarslys- um í viðbót og haltraði við staf. Skúli spyr hann hvort hann muni ekki ráðleggingamar frá Stóm-Ökrum og Jón varð í „forundran" að játa því, en síðan gekk fógetinn á braut. Þessi seinni fundur varð Jóni tilefni til mikilla heila- brota. Líklega var einhver dýpri merking í drykkjurausi fógetans frá því um árið sem hann hafði ekki gert sér fýllilega grein fýrir. Skúli skyldi þó aldrei veta skyggn eða for- spár? Jóni sjálfum fannst hann að mörgu leyti vera mæðumaður í sínu lífi sem var m.a. ein aðal ástæðan fýrir því að hann skrifaði ævi- sögu sína. Líklega hafa læðst að honum hugs- anir um það hvemig ævi hans og „lukka" hefði orðið hefði hann fylgt ráðum Skúla, ekki einvörðungu þeim er tóku til fótarmeina held- ur einnig hvatningu hans um að sigla utan. Fáum dögum eftir fund þeirra 1 Akrastofu flutti Skúli suður, en Jón leitaði oftar ráða og liðsinnis hjá honum og reyndist það ætíð vel utan einu sinni; þegar hagsmunir mágkonu Skúla og tilvonandi eiginkonu Jóns rákust á í deilu um Reynisstaðarklaustur. Þá var sem á Hólum forðum, engrar vægðar að vænta af hendi Skúla. Skúli kveðwr Skagafjörð Eins og fyrr segir var Skúli skipaður land- fógeti í byrjun árs 1750, en hafði þá verið í Skagafirði í tólf ár. Vinsældir hans í héraðinu jukust jafnt og þétt er á leið og menn vöndust honum jafnframt því sem hann róaðist sjálfur og varð ráðsettari. Skagfirðingar urðu svo seinna afskaplega hreyknir af Skúla sínum er frá leið og hann fór að láta til sín taka í lands- málum. Kjaftasögumar breyttust svo bráð- lega í þjóðsögur sem enn ganga manna í mill- um í héraðinu og era flestar jákvæðar í garð Skúla. Sjálfur segir hann í ævisögubroti sínu um sýslumennsku sína: „í Skagafirði féll hon- um allt vel, gekk vel til, svo hann vogar deyj- andi að segja, að allir menn hér unna honum hugástum." Það er efalaust að Skúli stóð sig vel í emb- ætti sínu í Skagafirði. Danska stjómin var mjög ánægð með hversu snöfurmannlega hann tók á launverslun og duggustrandinu, og einnig hafði góð frammistaða hans sem ráðs- maður Hólastaðar vakið athygli ytra. Fyrir utan þessi tvö stóra mál er Ijóst að embættis- færsla Skúla í heild var mjög til fyrirmyndar; málskjöl og tillógur unnar af vandvirkni og góðri hugsun og það hefur líklega ráðið mestu um það að Danir ákváðu að veita honum stöðuhækkun. Þessir hæfileikar Skúla komu að miklu gagni síðar þegar hafist var handa í Reykjavík. Ekki er fjarri því að Skúli hafi saknað Skagafjarðar er tímar liðu og baráttan tók að harðna syðra og vonbrigði óg'erfiðleikar tóku að sækja á hann. Hann hefur þá líklega minnst þeirra tíma er hann sat sem óskoraður kóngur í héraði, hafði ávallt sigur í málaferl- um og reið út með Mera-Eiríki, frjáls sem fuglinn. Jón eldklerkur fullyrðir, að þegar Skúli reið úr Skagfirði í hinsta sinni á leið suður, hafi honum orðið þessi orð í munni: „Fari nú Skagafjörður ætíð vel.“ Heimildaskrá Ásgeir Jónsson: Siglt gegn vindi. Fjármálatíðindi, 2. hefti 1994. Eggert Ólafsson og Bjami Pálsson: Ferðabók. Reykjavík 1981. Gísli Gunnarsson: Upp er boðið ísaland. Reykjavík 1987. Gunnar M. Magnússon: Jón Skálholtsrektor. Reykja- vík 1959. Hrefna Róbertsdóttir: Áætlun um allsherjar viðreisn íslands 1751-1752. 1 Landnámi Ingólfs, fimmta bindi, Reykjavík 1996. Jón Espólln: Saga frá skagfirðingum 1685-1847. Fyrsta bindi. Reykjavík 1976. Jón Helgason: Kristnisaga íslands II. Reykjavík 1927. Jón Jónsson Aðils: Einokunarverslun Dana á íslandi 1602-1787. Reykjavík 1971. Jón Jónsson Aðils: Skúli Magnússon, landfógeti. Reykiavík 1911. Jón Steingrímsson: Ævisaga. Reykjavík. 1946. Lýður Bjömsson: Ágrip af sögu innréttinganna. í Reykjavík í 1100 ár. Reykjavík 1974. Lýður Bjömsson: Skúli fógeti. Reykjavík 1968. Stefán Jónsson: Djúpdælasaga. Reykjavík 1984. Höfundurinn er hagfræðingur og stundor framhalds- nóm í Bandaríkjunum. ILESBÓK Morgunblaðsins 15. nóvem- ber sl. fjallar Pjetur Hafstein Láras- son um Jón Oddsson Hjaltalín (í Víkur- spjalli sínu). í texta undir fyrirsögn kemur fram að fyrmendur Jón Hjalta- lín hafi ekki aðeins verið síðasti ábú- andi í Reykjavík heldur fyrsti „Arnar- hólsróninn“. Frekar fannst mér leiði- legt að sjá forföður minn uppnefndan róna í víðlesnasta dagblaði landsins og fór því að lesa betur. Ekki jókst kæti mín við það. Greinarhöfundur lætur ekki deigan síga í lýs- ingu sinni á Jóni. Hann hafi bæði verið þrætu- gjam og yfirgangssamur og hafi verið gerður að sýslumanni í Gullbringu- og Kjósarsýslu vegna þess að hann tók að sér að kvænast konu sem landfógeti átti í vandræðum með. Þá er í greininni skotið á Skagfirðinga og full- yrt að Jón hafi, eins og þeir, verið gleðimaður mikill og „nokkuð jafnvígur á nautnir, hvort heldur þær bratust úr í drykkjuskap eða am- orsleikjum.“ Þá segir að hægt og sjaldan hafi rannið af Jóni og svo hafi farið að hann hafi drakkið ,Jrá sér bæði embættið og jörðina". Þá trúir greinarhöfundur því „tæpast" að gamli maðurinn hafi dregið úr drykkjunni við það að hrökklast á náðir dóttur sinnar sem bjó á Amarhóli, enda hafði hann „sorgum að drekkja“. Þórðargleði höfundar eykst enn er hann segir á sinn skáldleg hátt, að þar hafi Jón geispað golunni. Andlátsstaður Jóns, Amarhóll, verður greinarhöfundi tilefni til þess að klykkja út með að fullyrða að þar með hafi Jón Oddsson Hjaltalín verið fyrsti Arnar- hólsróninn. Fyrir nokkram vikum birtust þrjár greinar í dagblaðinu Degi sem fjallaði um annan þekktan íslending löngu látinn, séra Jón lærða Jónsson á Möðrufelli í Eyjafirði, en hann var einn af stofnendum Hins íslenska biblíufélags og forfaðir fjölda þekktra íslend- inga. Þær greinar vora ekki til fyrirmyndar frekar en ofangreind greinarskrif Pjeturs Hafstein. Enda stóð ekki á svari og þar var ekki dregið úr því. í svarinu er bent á að „óráðlegt sé að glíma við sótarann, því flekk- laus komist enginn úr slíkri viðureign"! Þá er og talað um níð, þvætting, óhróður og algjöra sögu-fölsun, enda bent á að allar heimildir vanti með greinaskrifunum. Ekki nenni ég vera svo stórorður í garð Pjetur Hafstein en vil benda á að margt af því sem hann skrifar um Jón eða konu hans, er tæpast hægt að finna í heimildum. Má þar nefna fullyrðing Péturs um að Jón hafi drakk- ið frá sér embætti og jörðina. í íslenskum æviskrám í samantekt Páls Eggerts Ólasonar segir um Jón Oddsson Hjaltalín að hann hafi látið af Gullbringusýslu 1743 (ekki stafkrókur meir) en misst Kjósarsýslu 1749 vegna skulda. I Sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson segir aftur á móti að Jón hafi misst Kjósarsýslu, aðallega vegna drykkjuskapar og skulda er hann komst í við konungsfjár- hirslu. Þá segir hjá Páli Eggert að Jón hafi misst ábúðina í Vík vegna þess að hann galt ekki eftirgjald. Hvort ástæðan fyrir fjárhags- vandræðum sýslumanns hafi verið drykkju- skapur er látið ósagt í þessum heimildum, en þó er tekið fram hjá Páli, að Jón hafi verið „gleðimaður og veitingasamur, en mjög drykkfelldur og talinn kvenhollur". Á þessu byggir Pjetur Hafstein grein sína og skáldar í eyðurnar. En það sem verra er, hann fer (vís- vitandi?) með rangt mál er hann fullyrðir að kona Jóns, Metta María, hafi verið ekkja sem Jón tók að sér að kvænast til að hjálpa landfó- geta í vandræðum sínum. Pjetur virðist hafa þetta frá Klemensi Jónsson sem nefnir að sögur hafí verið um að kona þessi hafi komið með Luxdorph landfógeta til íslands (1727) og að hann hafi gift hana (og stutt svo Jón til sýslustarfa). En Klemens hrekur sjálfur þessa sögu í bók sinni og bendir á að Jón og Metta hafi verið búin að eignast saman fimm börn þegar árið 1720 eða mörgum áram áður en Luxdorph þessi kemur til sögunnar. Klem- ens telur að Metta hafi komið til landsins kornung eða einhvem tímann á árunum 1702- 1706 og að þau Jón hafi gengið í hjónaband einhvem tímann á áranum 1712-1714. Klemens fjallar um þessa konu af virðingu og segir að hún hafi verið síðasta húsfreyjan í Vík. Ástæða þess að hún hafi komið hingað upp, hafi líklega verið lát föður hennar, sem hafði verið borgmeistari á Jótlandi. Þá nefn- ir Klemens börn þeirra hjóna, svo sem Odd lögréttumann að Reyðará (Rauðará, sbr. Rauðarárstígur í Reykjavík) og Niels lög- réttu-mann í Hlíðarhúsum (í Reykjavík). Vegur barna þeirra gefur þannig ekki til kynna að faðir þeirra hafi verið róni. Þá er og fjöldi þekktra íslendinga komnir út af Jóni Oddsyni Hjaltalín, svo sem séra Jón Hjaltalín rímna- og sálmaskáld á Breiða- bólsstað á Skógarströnd, faðir landlækn- anna Odds og Jóns Hjaltalín. Af þeim síðast- nefnda er það að segja, að Jón landlæknir var einhver atkvæðamesti maður hér á landi á síðustu öld. Hann var landlæknir 1855- 1881, fyrsti forstöðumaður læknaskólans (1876), konungskjörinn þingmaður 1859- 1879, justítsráð, dannebrogsmaður og etats- ráð svo eitthvað sé nefnt! Jón var og þekkt persóna meðal fína fólksins í Kaupmanna- höfn um miðja síðustu öld. Hann rak vatna- lækningastofnun í Klampenborg (aðalbað- strönd Kaup- mannahafnarbúa í dag) á ár- unum 1845-1851 og standa enn tvö af þeim húsum sem hann lét reisa þar (eru nú veit- ingarhús við ströndina sem margir kannast við). Þá er Einar Benediktsson skáld afkom- enda þeirra Jóns og Mettu. Það er erfitt fyrir látna menn að bera hönd yfir höfuð sér og því full þörf á að af- komendur þeirra taki upp hanskann fyrir þá. Því vil ég benda Pjetri Hafstein á að for- faðir hans, Pétur Havstein, amtmaður á Möðruvöllum í Hörgárdal 1850-1870, hefur lengi lengið óbættur í gröf sinni. Pétur amt- maður þótti röggsamur og stjórnsamur, en ekki var hann lánsamur maður. Hann var tal- inn tæpur á geði og drykkjumaður var hann, og miklar sögur gengu af honum fyrir of- stopa. Hann var kallaður Móri af fjandmönnum sínum og tókst þeim að hrekja hann úr emb- ætti árið 1870. Amtmaður flutti þá ásamt konu sinni og bömum (þám Hannesi sem síð- ar varð fyrsti íslenski ráðherrann) í kofa- skrifli í Skjaldarvík, rétt fyrir utan Akureyri, og lést þar bláfátækur 1875. Því má segja að örlög hans og Jóns Oddssonar Hjaltalíns hafi á ýmsan hátt verið svipuð og er það fremur harmsefni en hæðnisefni þegar svo stendur á. Þar sem Pjetur Hafstein Lárusson er víst af- komandi þeirra beggja þá ætti hann fremur að draga fram það góða í fari ættföður síns en að skensa hann fýrir gallana. Saga Péturs amtmanns er óskrifuð að því er ég best veit. Það ætti ekki að vera mikið mál fýrir skáld eins og Pjetur Hafstein Lár- usson að taka upp hanskann fyrir gamla manninn, ættföður sinn, og skrifa ævisögu hans, en leyfa gleðimanninum Jóni Hjaltalín að hvíla í friði í gröf sinni. Höfundurinn er sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörg- árdal. • 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.