Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 17
rangt, þekking, frumspeki; það er alveg sama hvar okkur ber niður, Nietzsche er að fást við hin sígildu viðfangsefni heimspekinn- ar. Eg held hins vegar að hann vilji, og að „Nietzscheistar“ vilji, vekja okkur til um- hugsunar um að heimspekileg orðræða getur farið fram í ólíkum miðlum: samræðu, skáld- skap, tónlist, kvikmyndum en fyi-st og fremst í hversdagslífinu, - á hverju augna- bliki þess. Það getur verið spaugilegt þegar menn eru að reyna að útiloka verk Nietzsches. Til- raunir til þess segja yfirleitt meira um þann sem útilokar en Nietzsche sjálfan." Erw vinsseldir óhollar? - Maður hefur á tilfínningunni að það hafí ekki komið Nietzsche til góða að vera svo vinsæll sem i-aun ber vitni, sérstaklega á meðal skálda og svo viss hóps heimspekinga, félagsfræðinga og bókmenntafræðinga á síð- ari hluta aldarinnar. Er það óhollt heimspek- ingum að vera vinsælir? Eða er það kannski ektí sama í hvaða hópi þeir eru vinsælh-? „Eg held að þarna sért þú með puttann á því sem hefur ekki aðeins komið fyrir Ni- etzsche, heldur líka Darwin og Freud. Allir þrír verða ekki bara vinsælir heldur voru þeir líka orðheppnir, komu fram með sláandi líkingar og sláandi kenningar sem auðvelt virðist að miðla. Við þekkjum setningu eins og „hinir hæfustu lifa af‘ hjá Darwin, typpa- öfundina frá Freud og dauða guðs og ofur- mennið frá Nietzsche. Þetta eru sláandi slag- arar sem öðlast sjálfstætt líf, fara' að lifa í heiminum eins og vírusar. Mér skilst að Darwin hafi áttað sig á því að þetta var að gerast og hafi reynt að ná tökum á þessu og hamla gegn þvi að fólk hefði upp eftir honum frasa og sliti þá úr samhengi. Freud fékk líka tækifæri til að sjá kenningar sínar öðlast sjálfstætt líf en Ni- etzsche lést áður en hugmyndir hans fóru á flakk um heiminn. I þessum skilningi hefur Nietzsche senni- lega liðið fyrir það að orða hugsun sína þannig að auðvelt er að grípa hann, að því er virðist. Hugmyndir hans hafa farið á flot í samfélaginu og hinn almenni skilningur á þeim síðan haft áhrif á það hvernig við lesum hann, eða lesum hann ekki. En á hinn bóginn spyr maður sig hvort það séu ekki góð örlög fyrir heimspeking að vera lesinn. Er það hlutverk heimspekinga að vera röklegir varðhundar sem gelta þegar einhver gerir rökvillu eða verður uppvís að því að hugsa óskýrt? Eða er það hlutverk heimspekingsins að hrærast í þessu kr-aðaki tilvistarinnar og ýta við fólki? í þeim skiln- ingi held ég að það hafi orðið Nietzsche til góða að vera hluti af almennri menningar- umræðu. I þessu ljósi sjáum við líka hvað það er þversagnakennt að segja að Nietzsche hafi verið einangraður, úr tengslum. Hann var í stöðugri umræðu við samtímann enda var hann að skrifa um skáldin, tónlistarmennina, stjórnmálamennina og andrúmsloftið." ímyndin stemmir ekki - í þriðja hefti Tímarits Máls og menn- ingar á þessu ári var fjallað nokkuð um það hvernig Nietzsche hefur verið misskilinn, eða mistúlkaður í gegnum tíðina. Stundum hefur maður haft það á tilfínningunni að Ni- etzsche sé hreint ekki sá sem maður hélt hann væri. „Já, ég upplifði þetta líka svona. Ég ætlaði aldrei að rannsaka Nietzsche sérstaklega. Hann var lengi vel höfundur sem maður las bara á kvöldin þegar „hefðbundnu“ heim- spekinámi var lokið. En ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að margt af því sem sagt er um Nietzsche komi ekki heim og saman við verk hans. Og ég held það sé óvéfengjanlegt að sú ímynd sem búin hefur verið til af honum stemmi ekki, hún sé yfirborðsleg og fölsk - stundum ekki ólík þeiri-i sem kristnir menn gera sér af djöflinum, það er að segja hugmynd þeiri’a um djöfulinn er frekar til að vernda þá gegn honum en að þekkja hann í raun. Eins og einn góður kennari minn sagði við mig um daginn: Það er nauðsynlegt að hafa hug- mynd um djöfulinn en hún má ekki vera komin frá djöflinum sjálfum." - Myndi Nietzsche skilja mistúlkanir á verkum sínum í trúarlegu samhengi? „Ef til vill. Nietzsche hefur gríðarlegan áhuga á því að rekja hvernig trúarleg orð- ræða heldur áfram að stýra hugsun okkar í heimi sem hefur verið afhelgaður eða öllu heldur virðist hafa verið afhelgaður. Öll menning okkar og hugsun er gegnsýrð af trúarlegu tungutaki. Ég held að uppgjör Ni- etzsches við trúna sé atburður sem hafi ekki enn gerst, að minnsta kosti ekki að fullu og öllu.“ ^^mmmMmmmmmmmmmmmmmm^^^^m^^^^^^^^^^mmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmt. 5. GREIN: VIPTÖKUR ÍSLENSKRA UÓDA ÍSLENSKAR bók- MENNTIR A DÖNSKU Það er stundum forvitnileqt að sjá viðbrögð útlendinqa við því sem Is- lendingum er heimakunnugt, enda þótt t.d. danskir ritdómarar séu vita- skuld enginn hæstiréttur um íslensk Ijóð, skrifar ÖRN ÓLAFSSON í lokagrein sinni um íslenskar bók- menntir á dönsku. Steinn Steinarr Jóhannes úr Kötlum Matthías Johannessen Hannes Pétursson LÖNGU er alkunna, að erfið- ara er að þýða ljóð en aðra texta, vegna þess að í ljóðum eru svo margvísleg fyrirbæri hnituð saman. Sumir neita því að þýðing sé möguleg, tala frekar um að yrkja upp Ijóð á öðru máli. Ög víst er um það, að oft er útkoman þá ólík frumtexta, þar sem t.d. Tolstoj og Shakespeare eru heillandi sérstæðir á hvaða tungumáli sem er. I fyrri greinum var vikið að helstu þýðingum íslenskra Ijoða~a dönskú, Olafs Hansen um aldamótin og aftur um 1918, Guðmundar Kamban í lok seinni heimsstyrjaldar, og loks Pouls P.M. Pedersen á sjöunda og áttunda áratugnum. Metnaðarfull kynning Hér verður vikið að viðtökum þessa síðasttalda fimm binda safns sem of langt mál yrði að skoða víðar að sinni. Þetta var metnaðarfull kynning á ýmsum helstu ljóðskáldum íslend- inga. Fyrst kom ljóðaúrval Steins Steinars, 1964, tveimur árum síðar Hannesar Péturssonar, tveimur árum eftir það bók Matthíasar Johannes- sen, en sjö árum eftir hana kom ljóða- úrval Jóhannesar úr Kötlum. Og enn liðu sjö ár eftir það þangað til fimmta og stærsta safnið kom, úrval ljóða 28 skálda (sem ég taldi upp í 3. grein), Strejftog i islandsk lyrik, 1982. Mjög er misjafnt hve margir rit- dómar birtust um þessar bækur, og hve ítarlegir þeir voru. Einkum urðu ritdómar yfirborðslegir um síðustu bókina, sem eðlilega var sundurleit- ust. Jafnan voru ritdómamir velvilj- aðir íslensku skáldunum, en misgagn- rýnir. Einungis einn ritdómari bar þýðingamar saman við framtexta, og verður þá að ætla að hinir hafi ekki þóst nógu góðir í íslensku. Sá ritdóm- ari, Vagn Steen, skrifaði eina ritdóm- inn sem ég hefi fundið um bók Hann- esar Péturssonar (Jyllandsposten 18.12.1966) og hann var eingöngu já- kvæður, sérlega hrifinn af kvæðunum um Kópernikus, Maríu Antoinettu og „Undarleg ósköp að deyja“, en þótti orðaval þýðanda ekki alltaf nógu smekklegt. Sérkennilegast þótti mér að sjá hve gagnrýnir menn vom á Stein Steinar, sem á Islandi virðist nánast kominn í heilagra manna tölu. Elmquist (Politiken 20.6.1964) talar um efa- og tómhyggju Steins eins og Windfeld (Kristeligt Dagblad 31.8. 1964), sem dregur fram naumhyggju Steins, „orðin eiga að verða þung af því ósagða, en það leiðir stundum til þess að þau verða veru- lega léttvæg“. Um Tímann og vatnið er hann tvíbentur, segir þennan ljóðabálk athyglis- verðan og eiga sinn þátt í að gera bókina verðuga lestrar, þarna séu náttúramyndir tengdar skýram litum og sértekningum flat- armálsmynda. Þetta orki leyndardómsfullt, en sé til lengd- ar hæpið og óeðlilegt. Þýðandi fær skömm í hattinn fyi’ir að gera ekki grein fyrir úr hvaða ljóðabókum Steins hann þýði og hve mikill hluti ljóða hans þessi 130 ljóð séu. Fonsmark segir (eins og þýðandi í eftir- mála) að Tíminn og vatnið sýni sterk áhrif frá sænska skáldinu Erik Lindegren, önnur sænsk skáld á 5. áratug aldarinnai- hafi og greinilegá haft áhrif á Stein. Torben Brostrpm (Information 4.7.1964) tekur undir þetta, en sýnist áhrif finnlandssænsku skáld- konunnar Edith Södergran meira áberandi, ekki síst í Tímanum og vatninu, sem persónu- geri hugtök á táknsögulegan hátt, en Steinn komist stundum ekki vel frá því, nálgist módemisma á klaufalegan hátt. Mér sýnist Brostrom helsti glámskyggn á þetta, en hér er ekki rám til að rekja það (sjá bók mína, Kóralforspil hafsins). Fonsmark tekur kvæðið „Víg Snoma Sturlusonar" til dæmis um að þrátt fyrir alla efahyggju Steins hafi ljóðlistin verið mikið afl í augum hans, og því sjái hann valdhafa sem eilífa fjendur skálda. En sama kvæði kallaði Brostrom „leiðindaskráðmælsku með óvið- eigandi og lágkúralegum líkingum". Fons- mark tekur kvæðið um Kristófer Kólumbus sem dæmi um eilífa leit Steins að óvissu marki, sem hann reyndar örvænti um að sé til. En Thomas Bredsdorff segir í ritdómi um safnrit Pedersens, Sfrejftog... (Politiken, 1.12. 1982) að það ljóð sé bara veikur endur- ómur af kvæði Danans Johannes V. Jensen um Kólumbus. Um bók Matthíasar Johannessen birtust óvenjumargir ritdómai’. Þeir leggja áherslu á hve sterkar rætur í íslenskri Ijóðhefð og fomri menningu þessi nútímalegi höfundur hafi; enda þótt hann jafnframt sæki til T.S. Eliot og ýmissa helstu módemista. Ljóðabók- in fékk hrós fyrir innileg ástarljóð og áhrifa- miklar náttúrulýsingai’, þar sem skiptist á stórbrotið, hrikalegt landslag og sveitasæla. Þetta er m.a. hjá Fonsmark (Berlingske Tidende 7.9. 1968) og Bedsted (Jyllandspost- en 1.9. 1968). Þefr segja að þessi ljóð miðli sannri reynslu á viðeigandi hátt, í myndrænni skynjun, sem sveiflist frá frumlegum, óvænt- um líkingum til hversdagslegasta orðalags. Þar sýni höfundur ekki nógu örugg tök. Eink- um verði tráarljóð hans mjög hefðbundin í ljóðmyndum, líkingum og táknum, t.d. „ský óttans, mosi tilverannar, plógfór tímans, haf tímans“. Hejlskov Larsen (Berlingske Aftenavis 16.9. 1968) telur svo hefðbundið myndmál almennt einkenni á kristilegum ljóðum. En aðrir lögðu áherslu á að þessir nú- tímasálmai’ næðu til samtímafólks með líking- um úr hversdagslífi almennings (Bpnd- ing í Aalborg Amtstidende 20.10.1968). Mjög á sömu lund og Hejlskovs er dómur Brostrom (Information 27.8. 1968), og Fonsmark, sem talar þó um veralegar framfarir frá elstu ljóðunum til hinna nýjustu, Brostrom leggur áherslu á að ljóðin hrífi vegna skarpra mynda (snselighed). Form Hólm- gönguljóða, ávarp og andsvar, hafi stundum sérlega fínleg áhrif, en það veki þó jafnan væntingar um skýrt markaðan kjarna, og ekki hafi alltaf tekist að skapa slíkt, ritdómara granar að það muni hafa verið þýðanda sér- lega erfitt verkefni. Hejlskov segir að fagrar náttúrumyndir Matthíasar sýni sálarlíf fólks óbeint, en einmitt það virðist dönskum lesendum nokkuð fornfálegt, enda þekki þeir varla ósnortna náttúra. Bedsted telur að Matthías hefði hlotið miklu betri kynn- ingu á dönsku, með ljóðaúrvali sem hefði verið þriðjungur af fyrirferð þessa (og þá einkum sleppt Sálmum á atómöld), og skammar Pedersen fyrir útgáfustefnu, sem geti ekki vakicU áhuga á íslenskri ljóðlist. Um ljóðaúrval Jóhannesar úr Kötl- um taka ýmsir ritdómarar það upp úr eftirmála þýðanda, að Jóhannes hafí sameinað kristilega aifieifð sósíalisma. Mest lof fær hann í Kristehgt dagblad (14.3. 1975, Claus Grymer): „stór og unaðsleg bók, full af hreinni, bragðmik- illi ljóðlist". Hinsvegar fannst Bent Ir- ve (Weekendavisen 16.5.1975) ljóðaúr- vaUð ekki rísa undir þeim orðum þýð- anda að hér sé mikilvægt skáld á ferð- inni. Jákvæðari er Eske K. Mathiesen! löngum ritdómi (Land og folk, 27.9. 1975), en segir þó að Ijóð Jóhannesar muni tæplega hrífa Dani. Þau séu ein- hvernveginn of framandi bókmennta- heimi þeirra. Því valdi ekki bara fram- andi tungumál, heldur einkum sam- feUd, staðbundin hefðin sem Jóhannes byggi á, sálmar og alþýðukveðskapur. Hann yrki um náttúrana á innilegan hátt, sem Danfr þekki helst í bamsleg- um kristnum ritum. Og stjómmálaljóð yrki hann tryllt og móði þrangin; upp- reisnarijóð og hyllingarkvæði. Þýðandi fær sérlega jákvæðan dóm hjá Elmquist (Pol. 20.6.1964), sem seg- ist að vísu ekld læs á íslensku, en þess- fr textar (Steins) séu eins og frumortir, á dönsku, og þýðandinn ósýnilegur aðv baki höfundar. Miklu gagnrýnni eru Brostrom og Fonsmark, sem finnst vera óeðhlegt danskt mál einmitt á sömu þýðing- um. Versta útreið fær þýðandi hjá Vagn Steen sem segir í ritdómi (Politiken. 4.4. 1975) að Jóhannes úr Kötlum sé miðlægur í íslenskri ljóðagerð, og nú séu ljóð hans komin á dönsku með styrk danska menntamála- ráðuneytisins og Nordisk kulturfond. „Það var leitt,“ segir Steen, og rekur síðan dæmi þess að þýðingin geri Jóhannes kristilegan, óalþýðlegan og hefðbundinn ljóðasmið á mjög villandi hátt, enda sé „lítilmótlegur inngang- urinn“ í sama dúr. Sýnist Steen af þessu ljóðasafni að kanna þurfi grandvöll styrkveit- ingarinnar, og þá sérstaklega hvort fagmenn hafi metið verk þýðanda. v Þetta voru óvenjuharkaleg viðbrögð, en al- mennt virðist mega segja, þrátt fyrir mörg viðurkenningarorð, að dönskum ritdómurum hafi virst samtímaljóð bræðraþjóðarinnar ís- lensku ámóta framandi og kæmu þau frá Kúrdistan, einkum vegna þess hve bundin hún sé íslenskri náttúru. Því tók Bro.strom sérstaklega fram um ljóðaúrval Einars Más Guðmundssonai’, 1981 (Information 6.11.), að hér kæmi ný sjálfsvitund í máli og tímaskynj- un, „laus við þjóðlega ljóðlist um fjöll og firði og þessar eilífu bænir til réttlætisins“. Mér þykir þó líklegt að margfr Danir af íslenskum ættum og aðrir danskii’ íslandsvinir hafi sóst eftir þessu Ijóðasafni, svo mikið er víst, að þacf er löngu ófáanlegt orðið. P.s. Ég þakka Asgeiri Jónssyni sagnfræð- ingi leiðréttingu um Guðmund Kamban (Mbl. 27.11.). LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 1997 1 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.