Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 10
+ ÞAR SEM JA ÞYÐIR NEI UM MANNLEG SAMSKIPTI OG FÉLAGSLEG VIÐMIÐ Á FILIPSEYJUM EFTIR VILHJÁLM HELGASON Þó að Filipseyingar tali ensku, klæðist sams konar föt- um og tíokast á Vesturlöndum, horfi á amerískar kvik- myndir, borði sama mat, hlusti á sömu tónlist, er þó margt í fari þeirra, sem er öðru vísi, og er hollt fyrir alla þá, sem einhver skipti eiga við Filipseyingg, að kunna skil á þeim þáttur^ ef ekki á illa að fara. EFTIR langa leit eru Dieter Holz- mann, 33 ára gamall Þjóðverji frá Munchen, og unnusta hans María Icoy, frá Filipseyjum, loksins bú- inn að finna giftingahringa, sem báðum geðjast að. Þau kaupa hringana og ákveða að láta grafa fullt nafn inn í þá með fínlegri skrautskrift í stórverslun skammt frá. Þau út- skýra gaumgæfilega fyrir starfsfólkinu hvað gera skuli, enda eru hringarnir dýrmætir og Holzmann vill ekki undir neinum kringum- stæðum, að eitthvað fari úrskeiðis. Þegar verkinu er lokið og Holzmann lítur inn í hringana, kemur í ljós að allt annað hefur ver- ið ritað en beðið var um. Starfsfólkið kveðst ekki geta breytt því, sem einu sinni hafi verið ritað, en getur að öðru leyti ekki gefið neinar viðunandi skýringar á þessum mistökum. Holzmann hefur aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum, brýnir röddina og krefst þess þegar í stað að fá að tala við forstjórann. En mikil er undrun hans, þegar María styngur hringunum í vasann, togar í jakkalafið hans, og segir ákveðin: ,Hættu þessu, Dieter, við skulum koma!" Þegar út kemur segir Maria, og er henni greinilega mikið niðri fyrir: ,Eg varð fyrir gífurlegum vonbrigðum, þarna inni í versluninni!" ,Eg skal nú trúa því", svarar Holzmann, ,en hvers vegna í ósköpunum vild- irðu þá að við færum út úr búðinni?". ,Nei, þú misskilur mig, segir þá María með ákefð í röddinni, ,ég varð fyrir svo miklum vonbrigð- um ... með þig!" Holzmann er þrumu lostinn. ,Já", bætir María við til skýringar og er greinilega í mikilli geðshræringu, ,þú brýndir röddina. Hegðun þín var fyrir neðan allar hellur!" Holzmann er ráðþrota. I augum Mar- íu og landa hennar missti Holzmann stjórn á skapi sínu, brýndi röddina og varð sér þannig opinberlega til skammar. Frá sjónarhóli Holz- manns eyðilagði starfsfólkið hins vegar hring- ana með því að gera annað en beðið var um, svo að eðlileg viðbrögð hans sem kaupanda voru óhulin gremja og skaðabótakröfur. Að minnsta kosti væru slík viðbrögð eðlileg í heimalandi hans. Hér stangast á ólík viðmið, og er því ekki að undra, að til árekstra komi. Viðmið má skilgreina á eftirfarandi hátt: ,Við- mið eru sameiginlegar reglur eða leiðbeining- ar um hvaða hegðun er við hæfi hverju sinni. Við fylgjum viðmiðunum yfirleitt svo vel að við vitum varla af þeim, en tökum um leið eft- ir ef þeim er ekki fylgt." (Ian Robertson: Fé- lagsfræði. Reykjavík: Iðunn 1985. Bls. 52). Vitneskja um ólík viðmið getur oft komið í veg fyrir misskilning og árekstra, er rekja má beint til vanþekkingar á slíkum efnum. Þó að Filipseyingar tali ensku, klæðist sams konar fötum og tíðkast á Vesturlöndum, horfi á am- erískar kvikmyndir, borði sama mat, hlusti á sömu tónlist o. s. frv., er þó margt í fari þeirra, sem er öðru vísi, og er hollt fyrir alla þá, sem einhver skipti eiga við Filipseyinga, að kunna skil á þeim þáttum, ef ekki á illa að fara. Nú er hægðarleikur að afla sér upplýs- inga um hluti, sem á yfirborðinu eru öðru vísi en maður á að venjast frá heimalandi sínu. Ég nefni sem dæmi ólíkt mataræði, stundvísi, há- tíðahald, almennar kurteisis- og umgengnis- venjur o. s. frv. Þessi atriði eru ótvíræð og Á HÚSI í baksýn má sjá að stendur ICELAND. Þarna er fyrirtæki sem verslar með loftkæling- artæki í Davao City. þarfnast ekki sérstakrar túlkunar. Frávik af þessu tagi skulum við því nefna ,opin frávik". Þau valda litlum eða engum vanda. Öðru máli gegnir um frávik, sem mönnum er alls ekki ljóst að séu fyrir hendi! Slík frávik kalla ég ,falin frávik". Þessu síðarnefnda má líkja við viðræður tveggja mann, sem nota ákveðið orð, en orðið hefur ólíka merkingu í meðför- um beggja. Ef viðmælendur eru sér ekki með- vitaðir um þennan mismun,"'ifemisskilningur óhjákvæmilegur. í þessari grein er ætlunin að fjalla um gildismat og nokkur viðmið á Filips- eyjum, sem teljast verða ólík því, sem við eig- um að venjast hér á landi. Ósamstæð menn- ingarheild og tungumálaöngþveiti. Áður en lengra er þó haldið, þykir rétt að taka skýrt fram, að Filipseyingarar eru ekki samstæð menningarheild í sama skilningi og íslending- ar. Fjölmargir þjóðflokkar búa á eyjunum, sem alls eru rúmlega 7100 tálsihs. Töluð eru meira en 100 (!) mál og mánýskur í landinu, og hefur slíkt mikla erfiðleika í för með sér, þegar byggja á upp heilsteypt þjóðríki. Tungumálaöngþveitið sést best á því, að heimildum ber sjal.dan saman um, hversu mörg mál séu yfirleitt tóluð í landinu! Töl- fræðilegar upplýsingar um þetta efni eru mjög á reiki, og eru ástæður einkum tvenns konar: Við talningu eru notaðar ólíkar aðferð- ir (manntalsskýrslur, skoðanakannanir, o. fl.), og meðal málfræðinga ríkir ekkert endanlegt samkomulag um það, hvað kalla skuli „mál" og hvað kalla skuli „mállýsku", þ. e. a. s. hvar draga eigi mörkin í einstökukm tilvikum [sjá nánar um þetta efni t. d. hjá Curtis D. McFar- land: A linguistik Atlas of the Philippines. Tokyo 1980 (Study of Languages and Cult- ures of Asia & Africa. Monograph Series No. 15)]. Ég hef orðið var við, að margir virðast halda, að spænska sé enn töluð að einhverju ráði á Filipseyjum. Landið var að vísu spænsk nýlenda í rúmar þrjár aldir, en mál nýlendu- herranna náði aldrei neinni útbreiðslu á með- al þorra fólks. Núna hefur spænska einungis sögulegt gildi á Filipseyjum (kemur að gagni við sagnfræðilegar rannsóknir, skjalalestur og þess háttar). Spánverjar leggja grundvöll- inn að sameiningu Filipseyja. Spánverjar lögðu landið undir sig á 16 öld og nefndu eyj- arnar Filipseyjar til heiðurs spænska krón- prinsinum Filipi, syni Karls V. keisara (þeim, sem Marteinn Lúther átti í erjum við á sínum tíma). Spánverjar settust aldrei að á eyjunum í stórum stíl. Þeir höfðu fámennt setulið, og hefðu eyjaskeggjar getað varpað hinum er- lendu boðflennum á dyr, ef þeir hefðu verið samtaka í þeirri viðleitni. En vegna tungu- málaöngþveitis og skorti landsmanna á til- finningu fyrir sameiginlegum hagsmunum áttu Spánverjar í litlum erfiðleikum með að koma vilja sínum fram, en hann beindist fyrst og fremst að því að kristna eyjaskeggja og UNGAR kennslukonur frá Davao City á Mindanaó. Á bolnum stendur: „Við erum stoltar af því að vera Filipseyingar". Þjóðern- isrembingur eins og við þekkjum hann sum- staðar í Evrópu og á (slandi, er ekki til hér. Útlendingar eru alltaf velkomnir. Filipseying- ar eru rómaðir fyrir gestrisni og algengt ef næturgest ber að garði, að heimafólk gangi úr rúmi og sofi á gólfinu til þess að gesturinn geti sofið i mjúku rúmi nýta síðan legu landsins og auðlindir til eigin þarfa. Kirkjan varð fljótlega afar valdamikil stofnun í landinu. Gegndi hún einkum þrenns konar hlutverki: Hún var fulltrúi hins verald- lega valds úti á landsbyggðinni. Kirkjan hafði yfirumsjón með uppeldis- og menntamálum í landinu, og prestar sáu um að móta hugarfar fólks og sætta það við kvaðir og skyldur ýmiss konar, sem hinum veraldlegu yfirvöldum datt í hug að leggja á fólk. Á nýlendutíma Spán- verja (1565-1898) kom til stöðugra uppreisna allan tímann. En óeirðir þessar voru svæðis- bundnar og þess vegna máttlausar, þegar á heildina er litið. Áttu því Spánverjar auðvelt með að bæla þær niður. Undantekning frá þessari reglu eru þó múhameðstrúarmenn í suðvesturhluta landsins. Áður en Spánverjar komu til Filipseyja, höfðu múhameðstrúar- menn frá Malakkaskaga (Malaysíu) og Indónesíu stundað þar trúboð í hartnær hálfa aðra öld og orðið vel ágengt. Höfðu mú- hameðstrúarmenn þegar byggt upp stjónkerfi á nokkrum stöðum í landinu, m.a. á Luzon, stærstu eyjunni í norðri. Fyrir ágangi Spán- verja urðu þeir að hörfa aftur suður á bóginn og takmarka athafnasvæði sitt upp frá því við eyjarnar í suðri. Tókst Spánverjum aldrei á hinum langa nýlendutíma að ráða niðurlögum múhameðstrúarmanna að fullu. Fólk þetta hefur varðveitt einkenni sín og baráttuvilja allt fram á okkar daga. Hluti þess berst enn í dag með vopnavaldi fyrir aukinni sjálfsstjórn í suðurhluta landsins. Nær daglega má lesa fréttir um vopnaskak, mannrán og blóðsút- hellingar í þessum landshluta (Mindanaó). Þegar á heildina er litið, leikur þó enginn vafi á því, að það voru Spánverjar, sem lögðu grundvöllinn að sameiningu Filipseyja með því að gera Manila að höfuðborg og koma þar á miðstjórnarkerfi fyrir allt landið. Kaþólksa var gerð að ríkistrú og spænska að ríkismáli. Enn þann dag í dag er yfirgnæfandi meirhluti landsmanna kaþólskrar trúar, og á kirkjan enn gífurlega stóran þátt í lífi fólks. Spænsk áhrif eru nú mest áberandi á sviði trúmála, hátíðahalds og nafngifta, en margir Filipsey- ingar bera spænsk nöfn. Mál nýlenduherr- anna, spænskan, náði hins vegar aldrei neinni útbreiðslu á meðal þorra fólks, og er t. d. talið að ekki hafi nema um það bil 2% landsmanna kunnað spænsku, þegar Spánverjar misstu eyjarnar í hendur Bandaríkjamanna árið 1898. Skiptin urðu með þeim hætti, að Spán- verjar hófðu farið í stríð við Bandaríkjamenn út af Kúbu, og lauk þeirri viðureign þannig, að Spánverjar misstu Kúbu og Filipseyjar í hendur Bandaríkjamanna. [Um þessa atburði og önnur atriði, sem snerta beint stjórnmál og sögu landsins, verður fjallað um seinna í sér- stakri grein.] Enska eða filipínó? Þegar Bandaríkjamenn tóku við stjórnartaumunum laust fyrir síðustu aldamót, gerðu þeir ensku 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.