Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 20
RIDDARAR HALOFTANNA OG • PRINSESSUR STORBORGANNA HEFÐBUNDNUM ævintýrum eru riddarar í gljáfægðum brynjum á hvít- um hestum og prinsar bjarga ungum stúlkum úr óbærilegum aðstæðum á örlagastundu, vekja þær upp af svefni, úr klóm dreka eða vondra stjúpmæðra. í ævintýrum eru prinsarnir hetjur. I raunveruleikanum eru prinsar engar hetjur og hetjurnar hvorki riddarar né prinsar. Kannski engar hetjur til... Eða hvað? Getum við kannski litið á ævintýrin sem táknrænar sögur fyrir þann veruleika sem við lifum? Á hvert ævintýri sér hliðstæðu í lífi sérhvers manns? Eru þau að gerast í kringum okkur jafnt og þétt? Tökum við kannski ekki eftir þeim vegna þess að persónurnar eru ekki klæddar konunglegum búningum og leiksviðin eru ekki hallir? í Lundúnaborg er starfandi dansflokkurinn „Adventures in Motion Pictures," AMP, sem sló í gegn fyrir tveimur árum með allnýstár- legri útfærslu á Svanavatninu, frægasta ball- ett allra tíma. Danshöfundur var listrænn stjórnandi flokksins, Matthew Bourne, og ^hafði hann samið nýtt ballettverk, eingöngu " fyrir karlmenn sem byggt var á ævintýrinu í Svanavatninu. Sýningin var ólýsanlega fögur og áhrifarík - enda hefur hún farið sigurför um Bandaríkin og hefur verið kvikmynduð. AMP-dansflokkurinn hafði skapað sér sess sem einn af athyglisverðustu og bestu dans- flokkum heims og ljóst var að hvorki þýddi að láta staðar numið né að snúa til baka. Sú hug- myndaauðgi og fagmennska, ásamt listrænum metnaði, sem birtist í Svanavatninu, lagði þá kvöð á herðar dansflokksins að gera enn bet- ur næst. Hvernig sem þau ættu svo sem að fara að því. * Næstu sýningar flokksins var því beðið með nokkurri eftirvæntingu. Og það er óhætt að segja að hún hafi ekM síður komið ánægjulega á óvart, en hún var frum- sýnd í Piccadilly leik- - húsinu í Lundúnum 26. september síðast- liðinn. Efniviðurinn að þessu sinni er „Öskubuska" og eins og 1 Svanavatninu voru dansarnir samdir við þá balletttónlist sem hinn hefðbundni ballett var saminn við; í þetta sinn eftir Prokofieff." En tíminn í verkinu er ekki tímaleysi hefð- bundinna ævintýra. Breska konungsfjölskyld- an, sem og aðrar konungsfjölskyldur, fá frí. Það nægir ekki Öskubusku að passa í skóinn vegna þess að konum hefur fjölgað svo mikið i -iheiminum frá því ævintýrið átti sér stað að það eru margar konur í sama númeri. Ösku- buska þarf að eiga skóinn á móti. Og hetjan er ekki prins, heldur flugmaður í breska hernum og tíminn er áramótin 1940-1941. Bakgrunnur verksins Bakgrunnur verksins er „Baráttan um Bretland", sem bjargaði Bretum frá innrás Þjóðverja en kom ekki í veg fyrir mannfall og hörmungar. Baráttan um Bretland stóð frá því í september 1940 og fram á vorið 1941. Þjóðverjar sendu hverja bylgjuna á eftir annarri af sprengjuflugvélum til Lundúna til að beygja bresku þjóðina undir sig. Hitler var þeirrar skoðunar að það ylli svo mikilli ringul- reið að sprengja upp borgir að það gerði út af við almenna siðverðisvitund íbúanna. En 'áBretar voru engin útreiknanleg stærð á tafl- borði Hitlers og í stað þess að tapa siðferðis- vitundinni, urðu þeir ofsareiðir og svöruðu Þjóðverjum í sömu mynt. Þrátt fyrir hætturnar sem steðjuðu að þjóð- inni - og kannski vegna þeirra - ásamt eyð- ingunni sem blasti við henni, voru Bretar ákveðnir í að njóta lífsins. Tónlistin hljómaði um alla borgina og alls staðar var dansað. Einn frægasti næturklúbbur Lundúna á þess- um tíma var Café de Paris í hjarta „West End". Klúbburinn var neðanjarðar-klúbbur í orðsins fyllstu merkingu. Hann var sex metra undir yfirborði jarðar og því álitinn öruggasti - og jafnframt mest spennandi - skemmti- •^fetaðurinn í borginni. Þar var hægt að skemmta sér af fullkomnu áhyggjuleysi. En að kvöldi 8. mars 1941, rétt áður en loft- árásum Þjóðverja linnti, féll öflug sprengja í gegnum þakið á Café de Paris og sprakk á hljómsveitarpallinum í klúbbnum. Á ljós- Dansflokkurinn „Adventures in Motion Pictures" eða AMP í London hefur á tíu árum náo því ao veroa einn athyglisveroasti dansflokkur heimsins. SÚSANNA SVAVARSDÓniR sá nýjustu uppfærslu flokksins, Ösku- __________busku, í Lundúnum á dögunum.__________ myndum sem teknar voru í rústum klúbbs- ins mátti sjá dansskóna sem urðu eftir þegar lík ungra kvenna höfðu verið fjarlægð... Sprengingin olli ugg meðal Lundúnabúa en þeir misstu ekki taktinn, heldur héldu áfram að dansa í gegnum stríðið til að sýna Þjóðverjum hversu fjarri því þeir væru að gefast upp. Baráttan um Bretland var háð við suður- strendur Englands og réð úrslitum um að landið varð ekki hernumið. Hundruð flug- manna úr Konunglega flughernum vörnuðu því að Hitler næði að hrinda áætlunum sín- um í framkvæmd og hæfni þeirra og kjarkur hafði afgerandi áhrif á þá stefnu sem styrjöldin síðan tók. Landar þeirra hylltu þá sem hetj- ur; þeir voru útgáfa síns samtíma á riddurum í gljáfægðum brynjum eða . $ V ævintýra- prinsum, sem felldu dreka 20. aldarinnar. Þeir börðust og dóu, einfarar stríðsins, svífandi í frelsi háloftanna. Flugmennirnir voru flestir mjög ungir, oft nýskriðnir út úr skóla og þar sem flestir þeirra voru offíser- ar, höfðu þeir hlotið menntun sína í einkaskólum sem þýddi að þeir litu á stríð sem leik upp á líf og dauða. Upp úr síðustu aldamótum höfðu Bretar hins vegar ekki tekið styrjaldir hátíð- lega. Fyrir þeim var stríð- ið einhvers konar fram- hald af krikketleikjunum sem háðir voru á íþrótta- völlum skólanna. Þeirri léttúð var splundrað svo um munaði í hörmung- i unum sem áttu sér stað j á vestum'gstöðvunum á f árunum 1914-18. Tutt- ugu árum síðar hungr- aði Breta í hetjur og ungir menn sáu fhigherinn sem leið til að berj- ast, maður á móti manni, rétt eins og um skylmingar væri að ræða, og eins kaldhæðnislega og það kann að hljóma, opnuðu fullkomnustu morðtól þeirra tíma aft- ur möguleikann á að eignast aftur hetjur og hetjudáðir. Öskubuska i heimsstyrjöld Leikurinn hefst á heimili Öskubusku í Lundúnum á gamlárskvöld 1940. Þar eru fað- ir hennar og stjúpmóðir eins og lögmál ævin- týranna gera ráð fyrir, en auk tveggja stjúp- systra hafa bæst við tveir stjúpbræður. Faðir- inn er í hjólastól og ræður því ekki yfir því tjáningartæki sem til þarf í ballett. Hann hef- ur því enga „rödd" á heimilinu, snýr baki í fjölskylduna og yljar sér við arininn. Það ríkir eftirvænting því áramótin nálgast. Stjúpmóðirin og hennar afkvæmi eru að búa sig undir að fara á dansleik og auðvitað lætur Öskubuska, garmurinn, sig dreyma um að hún fái að fljóta með. En hún er höfð að háði og spotti, er áreitt á all- an hátt af stjúp- bræðrum og -systr- um. Á meðan þau láta sig hverfa til að leggja lokahönd á þau sam- kvæmislegu meist- V„ arverk sem þau v}"/. ætla sér að '-^ verða á dans- leiknum, er , barið á dyr og þegar Öskubuska opnar dyrnar, hrasar inn slasaður her- maður sem hún reynir eftir mætti að hjúkra. Þegar fjölskyldan mætir aftur upp- dubbuð og tilbúin til brottfarar er samúðin með | særðum meðbróður af svo skornum skammti að þau fleygja hon- út. En ein kennishúfan hans verður eftir. Þegar stjúpan út- deilir boðsmiðunum á dansleikinn, bíður Ösku- buska full eftirvæntingar eftir því að fá sinn miða. En ^ stjúpbræðurnir renna til henn- \- ar klæðskeragínu sem þeim ™ finnst vera allt og sumt sem hún getur látið sig dreyma um. Að svo búnu hverfur fjölskyldan til veislu; stjúpmóðirin, stjúpdæturnar með kærustum úr hernum, ásamt stjúpbræðr- unum sem ekki hafa sjálfir getað útvegað sér dömur til að fylgja á dansleikinn og því hafa mæðgurnar séð um þann þátt. Það er þó ekki séð fyrir endann á því vali. Eftir stendur Öskubuska og dansar við gínuna á meðan hún lætur sig dreyma um að svífa í örmum flughetju í glæsilegum danssal með glitrandi Ijósum. Dansinn við gínuna er tvímælalaust eftirminnOegasta atriðið úr þessari sýningu og með flottari ballettatriðum sem ég hef séð. En svo lýkur dansinum og draumurinn er á enda. Ekkert nema grámóskuleg einsemd sem blasir við. En Óskubuska sest ekki í öskustóna og grætur, heldur fellur hún saman við arininn - sem er ámóta breskur og heimsveldið sjálft. Og viti menn! Á arinhillunni birtist ekki álfkona - heldur skínandi engill. Engill sem hefur tvö hlutverk í sýning- unni. Hann er verndarengill Öskubusku en breytist í engil dauðans þegar hann í næsta þætti velur þá sem kveðja þennan heim í loftárásinni. Hann drífur Öskubusku með sér út úr húsi og leiðir hana um stræti Lundúnaborgar í myrkrinu. Utgöngubann hefur verið fyrirskipað og sírenurnar væla. Þjóðverjarnir eru á leiðinni. Annar þáttur gerist á næturklúbbi sem er djúpti niðri í jörðinni. Það er ekki laust við að stjúpmóðirin og hennar afkvæmi verði dá- lítið „paff' þegar þau líta vistarverurnar sem þeim hefur verið boðið til. En þau eru orðin reif og glöð og ákveða að láta sig hafa það. Stjúpmóðirin er að vísu örlítið meira en reif af víni - hún er pissfull. Emily Piercy sem dans- ar hlutverk stjúpmóðurinnar, sýndi fádæma hæfni í þessum þætti. í fyrsta þættinum skap- ar hún fremur gróteska, en fágaða persónu, grimma en um leið ákaflega kómíska. í öðrum þætti er þessi samsetning orðin drukkin og valdið sem Emily hefur yfír líkamanum vakti bæði aðdáun og undrun. Það var á mörkunum að maður tryði sínum eigin augum. Fjölskyldan dansar sig inn í nóttina við glasaglaum, í örmum einkennisklæddra hetja úr flughernum, ásamt flokki átta dansara sem hefur hlotið heitið „Bláu pörin" í þessu verki. Hópatriðin eru óhemju vel samin og útfærð og í rauninni er maður rétt við það að gleyma sér í nautninni af því að horfa á þau þegar - blíng - Öskubuska birtist, í gerbreyttri út- færslu Engilsins. Og hetjan sem hafði leitað á náðir hennar fyrr um kvöldið svífur undan löngum nöglum stjúpmóðurinnar þegar hann sér draumadís- ina sína birtast. Hin glæsilega stjúpmóðir og dætur hennar tvær verða óttalega grámósku- legar í samanburði, drukknar og til vandræða - sem auðvitað er snilldarlega unnið. Og það kemur í ljós að systurnar hefðu betur fundið dansherra en dömu fyrir bróður sinn. En Öskubuska og hetjan hennar dansa saman inn í nóttina og drauminn, þangað til klukkan slær tólf og Þjóðverjarnir fljúga yfir borgina og ein öflug sprengjan ryfur þakið á nætur- klúbbnum og springur þar inni. Gestirnir tvístrast í allar áttir, stjúpmóðirin er viti sínu fjær vegna þeirrar höfnunar sem hún hefur orðið fyrir frá hetjunni og notar loftárásina til að skjóta kappann. Það eina sem eftir er af Öskubusku er einn dansskór sem liggur í rúst- unum. I þriðja þætti þvælist hetjan, sem lifði af morðtilraunina, um borgina í leit að draumadísinni sinni. Hann þvælist um göturn- ar, um Undirgrundina, bakka Tamesisár og að lokum liggur leiðin á hjúkrunarheimili þar sem Öskubuska er að gróa sára sinna eftir loftárás- ina á gamlárskvöld. Reyndar hefur stjúpfjöl- skyldan náð til Öskubusku á undan honum og þar hefur stjúpmóðirin verið afhjúpuð og hand- tekin. En þau Öskubuska og draumaprinsinn ná saman á hjúkrunarheimilinu og lokaatriðið á sér stað á brautarstöð nokkrum mánuðum síðar þar sem þau eru að kveðja ættingja og vini - því auðvitað fylgir Öskubuska sínum prinsi í ríki hans sem er höfuðstöðvar breska flughersins, einhvers staðar fyrir utan Lundúnaborg. Ævintýraleg umgjörd En hugmyndaauðgin nær ekki bara til sögunnar sem er túlkuð og frásagnar af litlum ævintýrum sem eiga sér stað jafnvel inni í miðjum hörmungum. Leikmyndin er ákaflega stórbrotin á sviði sem er ekki ýkja stórt. Lausnirnar eru frábærar; með lýsingu og tilfæringum sem gerast svo hratt en þó svo mjúklega að helst minnir á sjónhverfing- ar, breytist leikmyndin úr heimili í götumynd, í nætur- klúbb í neðanjarðarbyrgi, í hverfi sem er sundurtætt af sprengjum, í Undirgrundina, í kyrrláta bakka Tamesisár, í hjúkrunarheimili og að lokum í kaffihús á lestarstöð með emj- andi eimrið efst á sviðinu. Búningarnir eru eins snilldarlega hannaðir og allt annað í sýningunni; um leið og þeir eru geysilega fallegir dansbúningar, undirstrika þeir séreinkenni hverrar persónu og draga fram bæði það skoplega og harmræna. Hvað dansverkið sjálft varðar þá gefur Öskubuska Svanavatninu ekkert eftir og ennþá leikur höfundurinn Bourne á hárfína strengi gamans og alvöru. Þetta er sýning sem þeir sem leið eiga um Lundúnir ættu alls ekki að láta framhjá sér fara. Það er ekki nauðsynlegt að „vera eitt- hvað inni í ballett" til að skilja hana, vegna þess að tjáningarmátinn hjá AMP dans- flokknum er mjög ríkur og skýr. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.